Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1999, Side 2
2
MÁNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1999
Fréttir
Stuttar fréttir i>v
Fyrrum mágkona prófessorsins hneyksluð vegna útvarpserindis:
Getur kært Jón Steinar
- segir formaður Lögmannafélagsins
„Mér er einfaldlega spurn hvort
lögmönnum sé heimilt að ræða í
útvarpi um trúnaðargögn úr
Hæstarétti sem öðrum eru ekki að-
gengileg," sagði Ólöf Valdimars-
dóttir, fyrrum mágkona prófessors-
ins sem nýverið var sýknaður í
Hæstarétti vegna ákæru um kyn-
ferðislegt ofbeldi gagnvart dóttur
sinni. „Getur maöur átt von á
þessu í framtíðinni úr Hæsta-
rétti?“ spurði Ólöf eftir að hafa
hlýtt á klukkustundarerindi Jóns
Steinar Gunnlaugssonar, lög-
manns prófessorsins, á Bylgjunni í
gærdag en þar reifaði Jón Steinar
ýmsa þætti prófessorsmálsins eftir
að Ríkisútvarpið hafði neitað hon-
um um tíma í miðlum sínum til
þess.
„Ég nefni sem dæmi að Jón
Steinar vitnar í bréf sem dóttirin
skrifaði föður sinum. Þetta bréf
hafa ekki aðrir séð. Annars kom
ekkert fram í erindi lögmannsins
sem varpar nýju ljósi á málið. Ef
Jón Steinar vill halda áfram þess-
um málflutningi á opinberum vett-
vangi þá eru ennþá til staðar vitni
og atburðir sem ekki hafa enn
komið fram i dagsljósið; upplýsing-
ar sem mundu renna styrkum
stoðum undir trúverðugleika
stúlkunnar," sagði Ólöf.
Ólöf Valdimarsdóttir.
Að sögn Jakobs Möllers, for-
manns Lögmannafélagsins, hefur
ekkert erindi borist félaginu vegna
framgöngu Jóns Steinar í prófess-
orsmálinu:
„Ég hef það ekki staðfest en hef
heyrt að Jón Steinar hafi í þessu
máli vitnað í gögn sem komið hafi
fram í lokuöu þinghaldi. Ef ein-
hver telur sig hafa vissu fyrir því á
sá hinn sami að snúa sér til lög-
reglunnar og kæra Jón Steinar fyr-
ir að hafa brotið gegn ákvæðum
um meðferð opinberra mála,“
sagði Jakob Möller, formaður Lög-
mannafélagsins.
-EIR
Skotiö
að húsi
ráðherra
Skotið var að húsi félagsmálaráð-
herra, Páls Péturssonar, og Sigrún-
ar Magnúsdóttur borgarfulltrúa
fyrr í haust. Lögreglan telur að
krakkar hafi beint einhvers konar
skotvopni að húsinu. Enginn varð
var við göt á rúðum fyrr en síðar.
„Við vitum ekkert um þessi skot
en þeim var ekki beint að okkar
rúðum. Roskin kona tók eftir að göt
voru komin á rúðu. Lögreglan taldi
að krakkar hefðu verið að flflast
uppi á bílskúrsþaki. Skotið fór að-
eins í gegnum ytri rúðuna. Síðar
kom í ljós að líka hafði verið skotið
á kjallaraglugga," sagði Páll Péturs-
son félagsmálaráðherra.
„Áreiðanlega var þetta ekkert
persónulegt gegn mér, enginn vill
leggja mig að velli," sagði ráðherr-
ann og hló við. -JBP
Landris og
aukin virkni
„Þetta er örugglega hveravatn
sem er að safnast fyrir í kötlunum
undir jöklinum og þegar það brýst
fram verður það til að valda auk-
inni leiðni í vatninu í ánum og oft
fylgir rennslisaukning með aukinni
leiðni," sagði Magnús Tumi Guð-
mundsson jarðeðlisfræðingur við
DV í gær.
Magnús Tumi
sagði að þessi
aukna leiðni nú
þyrfti ekki að vera
fyrirboði um að
eitthvað meira
væri í gangi. Hins
vegar væri ljóst að
jarðhiti i Mýr-
dalsjökli hefði auk-
ist mikið um og eft-
ir umbrotin í sum-
ar.
„Það er ekkert
sem bendir til þess að farið sé að
draga úr því aftur, við höfum ekki
séð nein merki um það enn þá,“
sagði Magnús Tumi. Hann segir að
jarðskjálftavirkni undir Mýr-
dalsjökli sé í góðu meðallagi miðað
við árstíðabundnar jarðhræringar
sem eru undir jöklinum og hreyf-
ingamar séu mestar undir vestan-
verðum jöklinum. „Það er hins veg-
ar töluverð virkni undir Eyjafjalla-
jökli, meiri en venjulega," sagði
Magnús Tumi.
Jarðvísindamenn hafa mælt land-
ris við Eyjafjallajökul sem þykir
vísbending um að þar séu umbrot í
gangi. Vöktun Eyjafjallajökuls er
með öðrum hætti en Mýrdalsjökuls,
þar valda allt aðrar landfræðilegar
aðstæður því að ekki er hægt að
vera með sama viðbúnað og við
Mýrdalsjökul. -NH
Harður árekstur varð á mótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar um miðnætti á laugardagskvöid. Ekki urðu slys
á mönnum en bílarnir, sem báðir eru mikið skemmdir, voru fluttir á brott með kranabíl. Fjörutíu mínútum síðar varð
svo annar árekstur á sömu gatnamótum. DV-mynd HH
Bónus-menn missa trúna á jólaauglýsingar:
Ætla aö gefa peningana
„Ég er búinn að missa trúna á
gildi auglýsingaflóðsins fyrir jólin
og hef því ákveðið að skera niður
auglýsingar Bónuss í sjónvarpi um
helming fyrir þessi jól og gefa pen-
ingana þess í stað þeim sem sannan-
lega þurfa á þeim að halda," sagði
Guðmundur Marteinsson, fram-
kvæmdastjóri Bónuss, sem var bú-
inn að leggja fé til hliðar í allt sum-
ar og fram á haust til að nota í aug-
lýsingar fyrir jólin. „Þetta eru
nokkrar milljónir sem ég ætla að
deila út á milli Mæðrastyrksnefnd-
ar, Byrgisins og Móöur Theresu-
systra í Seljahverfi í Breiðholti.
Að vandlega athuguðu máli segist
Guðmundur Marteinsson hafa kom-
ist að því að líklega væru þeir fáir
sem hefðu úthald til að sitja yfir
löngum auglýsingatímum sjón-
varpsstöðvanna fyrir jólin, hvað þá
að lesa alla þá bæklinga og auglýs-
ingapésa sem dælt væri inn um
bréfalúgur fólks: „Það er skynsemin
ein sem segir mér að peningunum
sé betur varið í annað og ég held að
allir hljóti að vera mér sammála í
hjarta sínu,“ sagði Guðmundur
Marteinsson, framkvæmdastjóri
Bónuss. -EIR
Guðmundur Marteinsson beinir auglýsingapeningum Bónus inn á nýjar
brautir.
Aukning á alnæmi
Alnæmi breiðist nú hraðar út
hér á landi en
áður og greinist
nú einn smitað-
ur íslendingur i
hverjum mán-
uði. Haraldur
Briem sótt-
varnalæknir
segir að alnæm-
issmit einskorðist alls ekki við
ákveðna hópa í samfélaginu. Stöð
2 sagði frá þessu.
Blankir kirkjugarðar
Undanfarið hefur stjórn Kirkju-
garðasambands íslands unnið að
því aö fá bætta tekjuskeröingu
sem stjórnin segir garðana hafa
orðið fyrir árin 1990 til 1996. For-
maður sambandsins segir nauð-
synlegt að hækka tekjur kirkju-
garða um 20%. Mbl. sagði frá.
Vilja rifta samningi
Stálsmiðjan í Reykjavík hefur
farið fram á riftun samnings vegna
kaupa fyrirtækisins á vélbúnaði i
nýju Hríseyjarferjuna. Mikil seink-
un hefur orðið á afhendingu skips-
ins vegna bilunar í búnaði sem
keyptur var frá dönsku fyrirtæki.
Morgunblaðið sagði frá.
Einar Rafn formaður
Aðalfundur samtakanna Afl fyr-
ir Austurland
var haldinn í
gær. Þar var
Einar Rafn Har-
aldsson endur-
kjörinn formað-
ur. Fundurinn
hvetur stjórn-
völd til að hvika
í engu frá þeirri fyrirætlun sinni
að byggja Fljótsdalsvirkjun og ál-
ver á Reyðarfírði í framhaldi af
því. RÍJV sagði frá þessu.
Sól-Víking vill kaupa
Sól-Víking hefur hug á að eign-
ast allt að helmingshlut í Mjólkur-
samlagi Kaupfélags Vestur-Hún-
vetninga á Hvammstanga. Bænd-
ur i héraðinu vilja margir kanna
hvað fyrirtækið hefur að bjóða og
telja það mögulega geta tryggt
rekstur samlagsins til lengri
tíma. RÚV sagði frá þessu.
Fjárfest í tölvufyrirtæki
Fjárfestar hafa keypt hlut í
tölvufyrirtækinu Ensim fyrir um
1,5 milljarða að undanfomu en yf-
irhönnuður og einn aðaleigenda
fyrirtækisins er íslenskur tölvun-
arfræðingur. Fyrirtækið er í Kís-
ildalnum í Bandaríkjunum. Morg-
unblaðið sagði frá þessu.
íslendingar í Kosovo
Tíu íslendingar starfa nú í
Kosovo-héraði á vegum alþjóða-
stofnana við uppbyggingu eftir
þjóöernisofsóknir Serba fyrr á ár-
inu. Fyrirhugað er að fjölga ís-
lenskum starfsmönnum í hérað-
inu á næstu mánuðum. Ástand er
víða mjög bágborið í héraöinu.
RÚV sagði frá.
Ákvörðun aldraðra
Sex af hverjum tíu öldruðum
segjast hafa ákveðið sjálfir að flytja
á vistheimili. Helmingur aldraðra
hefði kosið að búa lengur heima
hjá sér og fjórðungur þeirra sem
flytur á vistheimili lítur ekki á það
sem heimili sitt. Þetta kemur fram
í könnun um hvort sjálfsákvörðun-
arréttur aldraðra á vistheimilum
sé virtur. RÚV sagði frá.
Líftæknisjóræningi
Stærsti gagnagrunnur heims
með erfðaupp-
lýsingum
500.000 manna
er nú í smíðum í
Bretlandi. Fin-
ancial Times
segir að þeir
sem standi að
grunninum
leggi allt kapp á að komast hjá jafn
harðvítugum deilum og orðið hafa
á íslandi. Blaðið segir andstæðinga
Kára Stefánssonar líta á hann sem
eins konar líftæknisjóræningja.
Stöð 2 sagði frá þessu. -KJA