Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1999, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1999, Page 16
16 ennmg MÁNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1999 13'V Furður veraldar Það er ákveðinn léttir að koma í Nýlista- safnið eftir röð fjöldasamsýninga undanfarin tímabil. Hættan við slíkar sýningar er að þær virki sundurlaus- ar og grunnfæmar, jafnvel að kastað sé til höndum en það hefur einmitt brunnið við hjá sumum þeirra listamanna sem tekið hafa þátt í þessum við- burðum í Nýló þó sitt- hvað hafi verið bita- stæðara inn á milli. Nú standa þar yfir fjórar aðskildar einka- sýningar og er gott að finna alúðina sem í þær er lögð. Sýning- arnar skiptast í tvö horn. í neðri sölunum sýna systur, Didda (Leaman) og Þórunn Hjartardætur. Á efri hæðunum sýna sam- býliskonurnar Olga Bergmann og Anna Hallin. sjarmi þeirra einmitt i þessari togstreitu. Þórunn sýnist mér einfaldlega vera að leita fegurðar og jafnvægis i formi og lit. Árang- Persónuleg hefð Systurnar mála að- allega. Þórunn sýnir geómetríska abstrak- sjón, sem hún nefnir „Antíkabstrakt". Mynd- ir Diddu má liklega kenna við natúralíska abstraksjón en auk þeirra sýnir hún teppi eitt mikið, gert úr _____________________ taudýrum og tusku- dúkkum. Satt best að segja átta ég mig illa á málverkum þeirra systra enda gefur hvor- ug þeirra nokkuð uppi um listræn markmið sín. Verk beggja eru í raun sérkennilega hefðbundin þó þau séu jafnframt mjög persónuleg og kannski felst Hluti af verki Önnu Hallin í Nýlistasafninu: Hlátur í litlum iíkama. urinn er kyrrlát og hógvær sýning sem fer afar vel í Forsalnum. Munsturkennd málverk Diddu eru mun _________ sundurleitari og erfitt að greina þráð í þeim. Eitthvað við þau minnir á hannyrðir - _______________ útsaumaða púða eða ofnar ■ I tl l ■ veggmyndir - og þannig tengj- Asiaug I nonacius ast þau helst leMangateppinu sem hangir með höm í inn- Myndlist ganginn eins og skilrúm sem skiptir salnum upp. Teppið á annars litla samleið með mál- verkunum en það er skemmtilega tvírætt. Um leið og það býr yfir móðurlegri hlýju má sjá í því ákveðna lausn á eignasöfnunar- vanda ofneyslu- og innkaupasamfélagsins, nefnilega spurningunni um hvað gera eigi við allt draslið. Kynbætur I efri sölunum gefa þær Anna og Olga hins vegar ímyndunaraflinu lausan tauminn og eru verk þeirra hvert öðru skemmtilegra. Báðar fást þær við kynbætur í einhverri mynd, hvor með sínum hætti. Á rannsókna- stofu Dr. Bergmanns er náttúran á valdi óút- reiknanlegs vísindamanns sem fiktar við lif- tækni með klónun og tegundablöndun. Allt er „rímixað", landslag, dýr og plöntur, svo úr verða fánýtir en frumlegir nytjahlutir og stórbrotið furðulandslag. Verkin eru unnin með (mjög) blandaðri tækni úr ljósmyndum, leikföngum, plöntum, húsbúnaði, að ógleymdum húmornum. Litirnir eru líflegir og ævintýrið liggur í loftinu. Guð forði okk- ur hins vegar frá því að aðgerðir Dr. Berg- manns komist af rannsóknastofustiginu til raunverulegra framkvæmda, en í raun er engu að treysta á þessum tæknitímum. Teikningar og smáhlutir Önnu Hallin í SÚM-salnum sýna einnig sérkennilega kynblendinga en hún heldur sig við manngert umhverfi. Mest ber á heimilis- tækjum og allrahandanna vatnsleiðslum en ryksugur, klósettkassar, sturtuhausar og niðurföll renna saman og öðlast eigin karakter i meðförum Önnu. Þessi dular- fullu fyrirbæri draga athygli áhorfand- ans að sér, ekki síst vegna þeirrar nátt- úru að svelgja ýmist í sig eða dæla úr sér. Það er eitthvað svo heillandi og frá- hrindandi í senn. Að auki sýnir Anna fjórar stórar ljósmyndir sem hún kallar smásögur sem sömuleiðis eru skemmtilegur fantasíu- skáldskapur, samsettar úr skringilegum þversögnum. Sem sagt: Spennandi og skrýtin stemmn- ing í Nýlistasafninu. Sýningin stendur til 12. des. Nýlistasafnið er opið alla daga nema mán. kl. 14-18. Timbiirmenn, ástríðan 00 ergelsið Steinunn Sigurðardóttir sendir nú frá sér Ijóðabók sem ber þaö fallega nafn Hugástir. Bókinni skiptir hún í fimm hluta: Nokkrar gusur um dauðann og fleira, Hugástir, Ljóð utan af landi, Tvennur og Brotnar borgir. í Hugástum eru yrkisefni Steinunnar af svipuðum toga og fyrr, magnaðar hugleiðing- ar um ástina, dauðann, söknuðinn en líka gleðina yfir því að vera til. Einnig slær hún á íróníska strengi eins og hennar er von og vísa, sérstaklega í fyrsta hluta bókar sem er að mínu mati sá besti auk Brotinna borga. í Nokkrum gusum um dauðann og fleira veltir hún því upp hvemig allt kemur i hvið- um: „Timburmenn, ástríðan, ergelsið." (9). Hláturinn kemur lika í hviðum svo og grát- urinn og ævin öll. En: Dauöinn er þaö eina sem kemur ýmist í gusum eöa í eitt skipti fyrir öll. Hann getur átt aödraganda í langri hryglu eöa hann gerir árás sem er bœöi sú fyrsta og síöasta og allt lœtur undan, í einu. Með einni manneskju fer svo margt segir hún i öðru ljóði: háttalag, vinnulag, radd- blær, viska og fáviska. Og fataskápurinn splundrast sem er að Bókmenntir Sigríður Albertsdóttir mati ljóðmælanda óbætanlegt! Þetta ljóð er einkar Steinunnar- legt, sérstaklega setn- ingin: „Þegar mann- ______________________ eskjan deyr þá deyr með henni heil hárgreiðsla". (13) Hér laum- ar hún að sinni nettu íróníu í tengslum við það sem allir óttast - hinn óumflýjanlega dauða. í dauðaljóðum Steinunnar gætir viss Steinunn Sigurðardóttir. trega en hárfínn húmor - sem enginn beitir á sama hátt og hún - gerir til- hugsunina léttbærari. Hann er hins vegar tregafyllri tónninn í ljóði fjögur ■ úr sama bálki en þar segir m.a: „Að ná sér eftir göngutúr, magapest, dauðs- föll, húsbyggingu, kelerí, kvef,/ shntal, uppvask, geð- veiki, vinnudag, fullnæg- ingu. Þessi verkefni em/lát- laus, og maðurinn kemst ekki yfir mikið meira. Að ná sér eftir ástarsorg. Ekkert er jafn vonlaust og það/þvi ástin er óendanleg eins og sorgin.“ (14-15). Hér erum við kom- in að einu aðalþema bálksins Hugásta en þar yrkir hún fögur ástarljóð til horfinna elskhuga. Ef ástin er sterk þá hverfur hún ekki, jafnvel þótt Önnur komi í staðinn og þessi staðreynd kristallast í einni setningu: „Mér var eftirsjá í þér“ (27). í Ljóðum utan af landi dregur ljóðmæl- andi upp beinar myndir af allskyns stöðum sem hann hefur heimsótt. Þetta em kyrrlát- ar myndir, fullar af friði og ást til lífsins, fagrar náttúrulýsingar og hugleiðingar sem rata beint inn í hjarta lesandans. í Tvennum eru ekki mörg eftirminnileg ljóð, að vísu vel ort en ekki jafn sterk og Ijóðin í fyrsta og síðasta hluta. í Brotnum borgum vísar höf- undur til hömumga heimsins, til borga sem ekki verður aftur snúið til (53). I þessum borgum býr sársauki gamalla minninga eða stríðsógna eins og til dæmis í ljóðinu um Sarajevo þar sem höfundur tengir sam- an heitar ástir og sprengju svo úr verður sterkt og áleitið ljóð. Hugástir er enn ein rósin í hnappa- gat Steinunnar Sig- urðardóttur, bók sem unnendur góðra ljóða eiga eflaust eftir að lesa aftur og aftur. Og finna alltaf eitthvað nýtt, nýjar setningar sem hjálpa manni í gegn- um erfiðan dag, ný sannindi sem fá mann til að gleðjast yfir því að vera til. Að vera ekki horfinn og eiga visku, andardrátt og fullan skáp af fötum! Steinunn Sigurðardóttir Hugástir Mál og menning 1999 Fyrirlestur um kínverska myndlist Tan Baoquan og Wu Zhanhang myndlistar- menn frá Kína flytja fyrirlestur við Listaháskóla íslands í dag kl. 12.30 í stofú 024 í Laugarnesi og verður hann túlkaður á íslensku. Listamennimir dvelja nú í listamiðstöðinni Straumi. Þeir koma ffá Baoding sem er vinabær Híifnarfjarðar og eru Kínverjamir hér í boði bæjarins. Tan er sérfræð- ingur í blómafuglamyndum. Hann fjallar um sér- stöðu kínverskrar myndlistar og helstu flokka hennar, samband texta og myndar og hlutverk stimpilsins. Wu ræðir um skrautritun (kalligraf- íu), sameiginlegan uppruna myndlistar og skraut- ritunar og tengsl þessara greina við bókmenntir, ljóðagerð og fleiri listgreinar. Þá mimu þeir gera grein fyrir þeim tækjum sem kínverskir málarar og skrautritarar nota og hvemig þeir ganga ffá verkum sínum. Kvöldlokkur Hinir árvissu og vinsælu tónleikar, Kvöldlokk- ur á jólaföstu, verða haldnir í Fríkirkjunni í Reykjavík annað kvöld kl. 20.30. Það em Blásara- kvintett Reykjavíkur og félagar sem hafa glatt eyra aðdáenda sinna á aðventunni með fögrum serenöðum. Að þessu sinni era verkin öll eftir Mozart, meðal annars þættir úr óperunni Don Giovanni. Umræður um Kæru félaga Annað kvöld kl. 20 hefjast pallborðsumræður á Súfistanum, bókakaffi Laugavegi 18, um bókina Kæra félagar - íslenskir sós- íahstar og Sovétríkin eftir Jón Ólafs- son. Þar er fjallað um samskipti ís- lenskra sósíalista og Sovétríkjanna á árunum 1920-1960 og byggt á sovéskum heimildum. Valur Ingimundarson sagn- fræðingur og Ámi Bergmann rithöf- undur ræða við höfundinn um bókina. Landeyingabók Út er komin Landeyingabók, saga jarða og ábúðar í Austur-Landeyjum, eftir Valgeir Sig- urðsson, höfund Rangvellingabóka og fleiri rita. Eftir lát Valgeirs sá Ragnar Böðvarsson um að ganga frá verkinu til prentunar. Útgef- andi er Austur Landeyjahreppur. I bókinni er rakin saga jarða i Austur-Landeyjum og fólks- ins sem þar hefur setið ffá því að sögur hófust og til þessa dags. Saga eignarhalds á jörð- unum er sögð og gömul og ný landamerki skráð. Getið er allra bænda og húsmæðra sem heim- Mir hafa fundist um, ættir þeirra og æviferill rakinn og sagt frá bömum þeirra. Lýsingar eru á mörgu fólki og myndir birtar af um 500 manns. Bókin fæst á hreppskrifstofu Austur-Land- j eyja, hjá oddvita og í mörgum bókaverslunum. Söngur steindepilsins Hólmfríður K. Gunnarsdóttir skrifar og gefur út bókina Söngur steindepilsins. Reynsla fólks sem hefur fengið krabbamein. Þetta era frásögur fólks sem hef- ur fengið krabbamein og flest hlotið bata. Ekkja og ekkill tala um sorgina og sjúkrahúsprest- ur ritar huggunarorð. „Það mega heita eðlileg við- brögð þess er hangið hefur á táinni hvönn yfir tíræðu bjargi að verða gleðivana um hríð eftir á. En fegurð lífsins og unað ' skynjar slíkur maður betur en áður og þessi reynsla dýpkar vitundina," segir þar á einum stað, og titil sinn hlýtur bókin úr eftirfarandi málsgrein - sem visar fallega í Ijóð Stefáns Harð- ar, „Spör“: „Þau hafa kennt mér að þegar sorgin knýr dyra þolir bringan engan söng nema kannski söng steindepilsins." Stefnumót við Gunnar Dal Gunnar Dal, heimspekingur, skáld og rithöf- undur, á hálfrar aldar rithöfundarafmæli á þessu hausti; fyrsta bók hans, ljóðabókin Vera, kom út 1949. Af því tilefni kemur út bókin Stefnumót við Gunnar Dal þar sem Baldur Óskarsson ræðir viö skáldið. Bók- in er samræðubók þeirrar gerðar sem grískir heimspekingar kölluðu „díalóg" og ræða þeir félagar um heiminn eins og hann htur út frá íslensku sjónar- homi við upphaf þriðja árþúsundsins. Iðnú gefur út. Umsjón

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.