Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1999, Side 17
MÁNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1999
enmng
17
t-
I
P-
■
F
w
í
Háskólabíó - Myrkrahöfðinginn: ★★★
Stríðsmaður guðs
Síra Jón (Hilmir Snær Guðnason) þvingar feðgana Pái eldri (Jón Sigur-
björnsson) og Pál yngri (Jón Tryggvason) til að játa á sig galdra. Prestssfrú-
in Þórkatla (Guðrún Kristín Magnúsdóttir) fylgist með.
Fortíðin hefur löngum verið Hrafni
Gunnlaugssyni hugleikin og allt frá
því hann gerði Hrafninn flýgur hafa
hans stærstu kvikmyndir tengst fom-
um umbrotatimum og sagt sögur af
hetjum og skúrkum á áhrifamikinn
hátt þegar vel hefur tekist til. Hrafn-
inn flýgur var fyrsta kvikmynd
Hrafns þar sem hann tókst á við bar-
áttu góðs og ills til forna og eftir
fylgdu I skugga hrafnsins og Hvíti
víkingurinn, myndir sem ekki voru
eins vel heppnaðar en báru sterk höf-
undareinkenni Hrafns. Eins má segja
að Böðullinn og skækjan falli í þenn-
an flokk kvikmynda hans. Það er
samt ekki fyrr en nú með Myrkra-
höfðingjanum að Hrafn nær að upp-
fylla þær væntingar sem gerðar vom
til hans eftir Hrafninn flýgur. í
Myrkrahöfðingjanum er sögð píslar-
saga síra Jóns Magnússonar sem uppi
var á sautjándu öld, mögnuð saga um
mannlegan breyskleika, hatur, girnd,
grimmd og síðast en ekki síst hvemig
trúin getur afvegaleitt menn.
Hrafn hefur haft þor og dug til að
gera kvikmynd við verstu aðstæður
sem hugsanlegar eru hér á landi, um
miðjan frostkaldan vetur þegar vind-
urinn gnauðar og kuldinn smýgur í
gegnum allan fatnað. Með því að kvik-
mynda Myrkrahöfðingjann í eðlilegu
umhverfi sögunnar verður öll um-
gjörðin sannfærandi, í senn fráhindr-
andi og heillandi.
Kvikmyndir
Hilmar Karlsson
í þessari hrjóstrugu veröld kynn-
umst við hugsjónamanninum síra
Jóni Magnússyni (Hilmi Snæ Guðna-
syni), áköfum guðsmanni sem fær
ekki aðeins prestakall strax að loknu
námi heldur fylgir ekkja fyrri prests,
Þórkatla (Guðrún Kristín Magnús-
dóttir), í kaupbæti. Ekkjan hefur not-
að tímann vel á milli eiginmanna og
þegar Jón kemur á vettvang er sukk-
að í kirkjunni undir stjóm prestsfrú-
arinnar. Þá staðreynd kemur Jón ekki
auga á en leggur i einelti feðga sem
hann sakar um spillingu og galdra og
heimtar af sýslumanni að þeir verði
brenndir á báli.
Trúarofstæki Jóns, sem smátt og
smátt eykst, má rekja tii holdlegra
hugsana hans þar sem i hlut á Þuríð-
ur (Sara Dögg Ásgeirsdóttir), vinnu-
kona á prestssetrinu og dóttir og syst-
ir hinna dæmdu manna. Trúarofstæk-
ið og gimdin fara illa saman og vopn-
in snúast í höndum Jóns.
Sagan sem sögð er í Myrkrahöfð-
ingjanum er fyrst og fremst hugverk
Hrafns Gunnlaugssonar og hefur hon-
um tekist vel upp sem sögumanni.
Myndin kafar djúpt í mannssálina, að
visu bara eins manns, síra Jóns, en í
þeirri sál takast á andskotinn og guð.
Hvort er Jón stríðsmaður guðs eða út-
sendari andskotans? í lokin hallast
hann sjálfur að því síðamefnda eftir
áralanga baráttu við hin myrku öfl.
Þungamiðja myndarinnar er síra
Jón. Hilmir Snær Guðnason er magn-
aður í hlutverkinu og er ég ekki frá
því að ný kvikmyndastjarna hafi
fæðst. Hilmir Snær er ekki aðeins
góður leikari, hann hefur mikla út-
geislun og Myrkrahöfðinginn er alltaf
áhrifamest þegar hann er í mynd.
Hlutverkið krefst mikils og Hilmir
Snær hefur á valdi sínu allt sem til
þarf. Annað aðalhlutverkið er Þuríð-
ur. Sara Dögg Ásgeirsdóttir hefur út-
litið en vantar reynslu. Sem fyrr legg-
ur Hrafn mikið upp úr útliti persóna
sinna og velur í hlutverkin sam-
kvæmt þvi og þá er ekki spurt um
bakgrunninn i leiklistinni. Þetta tekst
hér sérstaklega vel þegar hlutverkin
eru lítil og svipmikil og oftast gróf
andlit verða eftirminnileg. Ákveðin
veikleikamerki koma þó fram í ein-
staka hlutverkunum. Guðrún Kristin
Magnúsdóttir og Hallgrímur H. Helga-
son í hlutverkum prestsfrúarinnar og
sýslumannsins hefðu til að mynda
mátt sýna meiri dýpt í leik sínum.
Aftur á móti eru góð tilþrif í leik Jóns
Sigurbjömssonar og Jóns Tryggva-
sonar sem leika hina dæmdu feðga.
Tæknilega er Myrkrahöfðinginn
mjög vel gerð mynd. Kvikmyndataka
Ara Kristinssonar er frábær, sviðs-
myndin er í góðu samræmi við hrika-
lega náttúruna og náttúruöflin og tón-
listarval Hrafns fellur vel að mynd-
inni. Hrafn hefur greinilega kraflst
mikils af sínu fólki og fengið það sem
beðið var um, og þegar upp er staðið
er Myrkrahöfðinginn sterkt og áhrifa-
mikið drama.
Leikstjórn og klipping: Hrafn
Gunnlaugsson. Handrit: Bo Jons-
son, Hrafn Gunnlaugsson og Þór-
arinn Eldjárn. Kvikmyndataka: Ari
Kristinsson. Hljóðhönnun: Kjartan
Kjartansson. Heildarútlit leik-
myndar: Hrafn Gunnlaugsson.
Listræn ráðgjöf Odd Nerdrum.
SICRÆNA
Síðustu ár hefur skátahreyfingin selt sígræn
eðaltré, í hæsta gæðaflokki og prýða pau nú
mörg hundruð íslensk heimili.
?* 10 ára ábyrgð t* Eldtraust
t* 10 stærðir, 90 - 370 cm ?* Þarfekki að vökva
t* Stálfótur fylgir t* íslenskar leiðbeiningar
t* Ekkert barr að ryksuga t* Traustur söluaðili
<•* Truflar ekki stofublómin t* Skynsamleg fjárfesting
CÍU„4('iðltf1-' BANDALAG ÍSLENSKBA SKÁTA
Sófar • stólar •
Alma Clara 184.000,- kr.
Sófi og 2 stólar.
svefnsófar
höfðatúni 12 105 reykjavík
sími 552 6200 552 5757