Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1999, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1999, Page 18
18 enmng MÁNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1999 UV Fuglaskoðarabók Jóhann Óli Hilmarsson - mælir með fuglaskoðun sem tóm- stundagamni. DV-mynd Pjetur Jóhann Óli Hilmarsson sagðist hafa haft áhuga á fugl- um síðan á gelgjuskeiðinu. Var hann þá ekki einkenni- legur unglingur? „Jú, ég þótti auðvitað stór- skrýtinn," svarar hann og kimir. „Þó eru alltaf fáeinir sem hafa þetta áhugamál; maður finnur sér alltaf sálufé- laga. Það var líka heilmikil hjálp í ævintýrabókum Enid Blyton, þar er persónan Jonni sem er fæddur fuglafræðing- ur; ég gleypti þær bækur í mig sem barn. En Enid var ensk og þar er gömul og sterk hefð fyr- ir fuglaskoðun, meiri en nokkurs staðar annars staðar. Til dæmis er þetta vinsælt tóm- stundagaman ellilífeyrisþega og þar hefur fólk af báðum kynjum yndi af þessu; hér hefur fugla- skoðun fram að þessu að mestu verið bundin við karlmenn. Þetta er þó vonandi að breytast, því það er hægt að fylgjast með fuglum árið um kring og maður þarf heldur ekki að fara langt til að skoða þá, ekki lengra en út í garð. Ég mæli með fuglaskoðun sem tómstundagamni; henni fylgir heilbrigð útivera og alhliða nátt- úruskoðun þvi maður fær áhuga á aðstæðum fuglanna líka. Allt sem til þarf er ein svona bók, sjónauki, góðir skór og vasabók til að punkta hjá sér athugunarefni." ar,“ segir Jóhann Óli. „Fyrst átti þetta að vera smápési en stækkaði óðfluga og fór ég út í að taka meiri hluta myndanna aftur þegar afráðið var að hafa þetta svona vandaða bók.“ - Hafðirðu einhverja fyrirmynd að hönnun- inni á bókinni og hvernig upplýsingunum er komið fyrir? „Nei, ekki beint, en við stálum auðvitað héð- an og þaðan! Heildarmyndin er okkar Jóns og Jón hannaði bókina og braut hana um sjálfur. Áður hafa birst upplýsingar um fuglana á ís- landskortum, en mín kort eru teiknuð sérstak- lega fyrir þessa bók. Og borðinn neðst á síðun- um er alger nýjung. Þar má í sjónhending sjá allar upplýsingar um fuglinn, hvenær hann er hérna, hvenær hann verpir, hvað hann er stór, hvað stofninn er stór og svo framvegis." tslmdingar hafa áhuga á fuglum. Til þess bendir aö minnsta kosti fjöldi bóka um fugla á undanförnum árum, hver annarri fallegri og gagn- legri, og nœgir að minna á hina glœsilegu Fuglar í ís- lenskri náttúru eftir Guömund P. Ólafsson og íslenska fugla Ævars Petersens meö dýrindis málverkum Jóns Baldurs Hlíöbergs sem kom út í fyrra. Nú er komin út enn ein: ís- lenskur fuglavísir eftir Jó- hann Óla Hilmarsson, sú handhœgasta af þeim. Brotiö er þœgilegt fyrir góða úlpu- vasa eöa bakpoka og innan í er allt sem þarf til að greina þessa fleygu vini okkar og komast í hvelli aö öllu um þá: af hvaöa œtt þeir eru, hvar þeir búa, hvert þeir fara, hvert fluglag þeirra er og hvernig hljóö þeir gefa frá sér. Þó aö kveriö viröist ekki mikiö um sig geymir þaó upplýsingar um alla íslenska varpfugla og árvissa flœkingsfugla - og lík- legafleiri litmyndir en nokkur önnur íslensk bók eöa yfir fimm hundruó! fuglarnir aftur. Flórgoðum, keldusvíni og fleiri tegundum fækkaði á tímabili, jaðrakan dreifði sér um allt land undan framræslunni, en nú er meira jafnvægi að þessu leyti.“ - Hvað ógnar fuglalífmu mest núna? „Vanhugsaðar framkvæmdir. Til dæmis er búið að eyöileggja allar fjörur hér f Reykjavík, alveg frá Geldinganesi og út á Seltjamames Skerjafjarðarmegin og þetta breytir náttúrlega miklu. Það er búið að fylla upp kringum Örfirisey þar sem áður var mikilí æðarfugl. Brúarsmíði eins og yfir Gilsfjörð þar sem öllu hefði munað fyrir fuglalífið að stífla fjörðinn að- eins innar þó að það hefði lengt leiðina um sjö kílómetra. Ög virkjanaframkvæmdir eins og nú eru á döfínni þar sem á að sökkva landsvæðum sem fuglar hafa eignað sér eins og Eyjabökkum og jafnvel Þjórsárverum. Þó að menn séu ekki á eitt sáttir hélt ég að náttúran ætti að njóta vafans, en svo virðist ekki vera. Ef við horfum eitt til tvö hundruð ár fram í tímann þá græða Austfirðingar mest á því að láta landið ósnort- ið - en hver hlustar á það?“ - Að lokum: Fyrir hverja er þessi bók? „Fyrir alla sem hafa áhuga á fuglum. Hún hentar bæði lengra komnum og þeim sem eru að byrja að skoða fugla, þeir geta farið með bók- ina út á mörkina og hafist handa! Þetta er sjálf- sögð bók á heimili, í sumarbústaðinn og bílinn - og í skólum því hún hentar vel í kennslu. Svo er hún líka fyrir þá sem hafa gaman af að skoða fallegar myndir!“ Iðrmn gefur íslenskan fuglavísi út. HeiðlÓQ (Hrnak apricoria} HEÍDtÖft. SEM Iofnon u ne{nd ko, tt a'nbnflhf^I b- iensb jnjfílendiv Hán et rorioklóf voófcjgi, töluvHf roinn m spó«. oBþéttvoxjn og háhsfuft. Vanpimir crn framor lonjíf. ftAxdi) lóo í íambútmgiai svðrtofifromonoj ntion en jul- og döUJfik/ótt o5 ofcn. S*wfi Itvrinn n® ofon fjó ougum otfui fyiii lalut. Á m1ti hons og gulfkiu- éflo btonns ó bakina« hvil lónd. Hýn hvnfw ó housön ems og swrti fafmnn og lóon veféoi |w Ijósleit oi feoman og ó biinara. Ungfugla hu svipoðtr. VaMQÍi ew hvífii o4 nijon. Strondfuglor - Lóuætt Si Þtufófu Ujóð lóunnot eni sóngufinn ó vwplímonum, iðo .dýtóin-dýróín* sem hún syngur baói silj- ondogóBugi. Lóo »Hpw einkum ó þumim slóJum, \A. i roóum, lyngheióom og gtonum hfounum, óæóí ó lóglondi.og hó- lendi. HroióriÓ « opm loul milb þúfrto eóo ó btmngfi, tíanratðst(óuro(5jófnyndbls. 144). Lóon « uton vorp- im oóoiitgo I hófura, befjolcndi og ó fúnum. • Aó óUnu somri fara lównor oð sofaosl í hópo og búo sig undi bfoltiór til vtfroiheiinkynnonna í V-Evrópu, oóol- lega ó idondi, en ánnig í FioUJondi. ó Spóro og í Pwlú- gol, þor soti þas dvdfo vió sliondw og óióso. Sjdsf hti síóúi sirnum á vefwno. lóon vtipur eúmg ó BieJfands- eyjom, Moióuriöndum og i Sússlondi. Gogg* *f stortw, mun sfyftri en ó BtsJwn öómrn voihjglum FrolurtrudókkgróiiogougudóU. lóon tr hroóHtyg og hono b« emmg hrott yfe (wgar hún hltypur um ó (ðrðu niÓfL BAMug meó h*gum. rftúpom vangjotðkum og sðng u ckikmnondi. St rcynt cð nólgasi hréðúi tóa ungo ióumtoi þykist hón vem v«ng- bioWr lil oó dmgo aó sér artiyglinc og loUo óvintai búft. Hún tr fébgslynd utoa vorprimd. Stæld og frumleg - Hvernig varð þessi bók til? „Ég var búinn að ganga með hugmyndina að henni um tíma en Jón Karlsson í Iðunni ýtti mér út i að byrja á henni þegar við vorum að ganga frá bók Ólafs Friðrikssonar um skotveið- Náttúran njóti vafans - Þú ert ekkert smeykur um fuglalífið á ís- landi? „Jú, auðvitað er ég smeykur. Sem betur fer er að mestu hætt að ræsa fram mýrar, þvert á móti er farið að fylla upp í skurði og þá koma CP « * _ »-» -mmmt*- •••«••» 31 WHHtH UW4 MHItW Við völdum lóuna til að sýna uppsetninguna á fuglavísinum. Allar upplýsingar á einni blað- síðu. Hvað er kona? Barnabækur líka til- nefndar Nú líður senn að því að tilnefnt verði til íslensku bókmenntaverð- launanna, og fyllast áhugamenn um bækur hinum árlega áhuga á j smekk dómnefhdarmanna. Umsjón- armaður menningarsíðu DV giskar á að miöaö við umtal og gagnrýni verði tilnefndar í flokki fagurbók- mennta Stúlka með fingur eftir Þór- unni Valdimarsdóttur, Hugástir ; Steinunnar Sigurðardóttur, Ljóð- tímaskyn Sigurðar Pálssonar, Slóð fiörildanna eftir Ólaf Jóhann Ólafs- son og Vetrarferöin eftir Ólaf Gunnarsson. Næstur bankar upp á Bragi Ólafsson með Hvíldardaga. Ekki er ráð að giska mikið á til- nefningar í flokki fræðibóka og : bóka almenns efnis, þó virðast Ein- ar Ben. og Jónas Hall. óhjákvæmi- legir. Það gleður gamlan bamabóka- fræðing að nú hefur fræðsluráð borgarinnar ákveðið að tilnefna líka til sinna barnabókaverðlauna fyrir jól og jafnvel hefur frést að til- nefningarathöfhunum verði slegið saman. Barnabókahöfundum hefur lengi gramist að barnabækur skuli ekki taldar til fagurbókmennta því aldrei hefur barnabók verið til- nefnd til íslensku bókmenntaverð- launanna, en þetta hlýtur að teljast næsti bær við! Útgáfan sein Bókaútgáfa er með mesta móti í ár, | tæplega 500 titlar samkvæmt Bókatið- indum - með endurprentunum sem | nú virðist lenska að stilla upp með nýjum bókum. Það vekur nokkurn ugg að nú er jólamánuðurinn að byrja og enn vantar mikið á að allar bækur séu komnar úr prentsmiðjum eða til landsins þær sem prentaðar eru erlendis. Verslunarstjóri í stórri bókaverslun hélt að enn vantaði 35-40% bókanna sem auglýstar eru í Bókatíðindum og hafði áhyggjur af því; sagði að allt pláss væri að verða uppurið hjá sér! Einkum sýndist hon- j um vanta upp á barnabækumar enda eru þær oft seinar. Vonandi kemur þetta ekki illa niður á tilnefningum til verðlauna. Ekki þarf að orðlengja hvað það er dýrt og óhagkvæmt í alla staði að láta mörg hundruð bókatitla slást um : dýrasta tíma ársins í prentsmiðjum landsins. Er ekki betra að láta bækur : bíða næsta árs en meija þær út úr vélunum örfáum dögum fyrir jól? Smásagnahaugur Enn af ritgleði landans: Listahátíð í Reykjavík auglýsti eftir smásögum til að gefa út í tilefni af 30 ára afmæli hátíðarinnar vorið 2000 og fékk í j hausinn 247 sögur! Dómnefndar- ; menn, Sveinn Einarsson, Þorsteinn j Þorsteinsson og Bergljót Kristjáns- dóttir, hafa nóg að gera við að lesa ■ og draga i dilka, en úrslit verða ekki kunngerð fyrr en við opnun Listahá- tíðar Reykjavíkur i maí næstkom- andi. Skáldsagan Tvær konur eftir Harry Mulisch snýst um hugtökin karl og kona. í miðju kafi mætast allar aðalpersónurnar hennar á leiksýn- ingu þar sem Orfeus og Evridís eru leikin af tveimur körlum. Aðalpersónur bókarinnar eru hins vegar tvær konur sem búa saman og aðra þeirra dreymir um að þær eignist barn saman. Bókmenntir Ármann Jakobsson Harry Mulisch er heimspekilegur höfundur sem tekst jafnan á við st.órar spumingar í verk- um sínum. Tvær konur er önnur sagan eftir hann sem kemur út á íslensku. Sú fyrri, Tilræðið, var um söguskynjun: aðalpersónan uppgötvar smátt og smátt að sá sannleikur sem hann hefur lifaö með alla ævi er ekki sagan öll. Hið sama á við í þessari sögu þvi að atburðarás hennar er svo sannarlega ekki öll þar sem hún er séð. Hún fjall- ar um stöðugar blekkingar og óvissu um hvað er hvað. Persónusköpun er einn helsti styrkur Harry Mulisch. Aðal- persónan, Lára, er varn- arlaus í stór- um heimi en notar áhuga sinn á bók- menntum og listum til að lifa af og verj- ast sársauka heimsins. Hún gerir samband sitt við hina ungu Sylvíu að nýjum tilgangi lífsins. Þó hef- ur hún ekki skynjað sig sem lesbíu áður og þannig er allt líf hennar fullt af þversögnum sem hún á í mestu vandræðum með að takast á við. Samband þeirra Sylvíu reynist enginn dans á rósum en þó kastar tólfunum þegar Alfreð, fyrri eiginmaður Láru, kemst í tæri við Sylvíu. Alfreð er gagnrýnandi og misheppnaður rithöfundur, vandi hans er að hann beitir eigin verk harðri gagnrýni og drepur þau í fæðingu. Fjórða aðal- persónan er hin dularfulla móðir Láru sem ligg- ur á henni eins og mara. Það sem situr einkum eftir eru smámyndir af kynferði á reiki - sem var ansi djarft viðfangsefni þegar sagan kom út á frummálinu árið 1975. Sag- an hefst á að Lára flýr að heiman og gengur und- ir nafni stráks og undir lok sögunnar situr hún nýbúin að klippa af sér hið mikla og siða hár sitt, tákn kvenleikans, og les bók eftir Huysmans og uppgötvar að lýsingum á konum má snúa upp á karla og öfugt. Milli leiks og veruleika virðast vera óljós mörk, eins og sést þegar piltur í dýra- garði verður smám saman að andragólóginum Tómasi án þess að vita um nýtt hlutverk sitt. Sagan er flókin en fáorð. Tekist er á við stórar spurningar en frásagnarhátturinn gerir að verk- um að lesandinn er skilinn eftir með fleiri spurn- ingar en svör. Eins og Tilræðið er Tvær konur áleitin saga þó að hún láti lítið yfir sér. Harry Mulisch Tvær konur Ingi Karl Jóhannesson íslenskaði Vaka-Helgafell 1999 Leikhússtjóra vantar Mikið er nú skrifað í dönsk blöð um þá merkilegu tilviljun að I næsta mánuði (nánar tiltekið 19. des.) veröa auglýstar leikhússtjóra- stöður við sjö (7) leikhús á Kaup- mannahafnarsvæðinu, þeirra á meðal Folketeatret, Betty Nansen Teatret og 0stre Gasværk. Þar að auki verður innan skamms auglýst staða leikhússstjóra Konunglega leikhússins. Verður skipað í stöð- umar frá og með sumrinu 2001. í byrjun næstu aldar verða því nýir menn í yfirmannsstólum í helm- ingnum af stóru atvinnuleikhúsun- um í Danmörku því þegar er búið að auglýsa leikhússtjórastöðuna í Álaborg og fleiri stólar eru heitir. Er þetta ekki upplagt tækifæri fyr- ir einhvern af okkar virku og þekktu leikhúsmönnum til að gera strandhögg í útlöndum?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.