Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1999, Qupperneq 27
MÁNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1999
39
Fréttir
Sjúkrahús Akraness:
Sex hundruð íbúar
vilja barnalækni
DV, Akranesi:
Veruleg þörf er talin á því að
þamalæknir verði ráðinn við
Sjúkrahús Akraness. Á síðasta
fundi stjórnar Sjúkrahúss Akraness
og Heilsugæslustöðvar var lagt fram
bréf frá læknaráði sjúkrahússins. 1
bréfmu kemur fram að á fundi ráðs-
■ ins hafi verið tekin fyrir ósk um
ráöningu barnalæknis við Sjúkra-
hús Akraness. Óskin er undirrituð
af Jóhönnu Ólafsdóttur og studd
með undirskriftum 600 bæjarbúa.
Læknaráð SHA tekur undir að
þörf sé fyrir meiri þjónustu barna-
læknis á Akranesi en veitt hefur
verið að undanförnu og mælir með
að sköpuð verði aðstaða við sjúkra-
húsið fyrir sérfræðing í barnalækn-
ingum til móttöku a.m.k. einu sinni
í viku. Þá var lagt fram bréf læknis,
yfirljósmóður og deildarstjóra sem
vilja að bamalæknir komi á fæðing-
ardeild a.m.k. tvisvar í viku.
í bréfi Brynjólfs Y. Jónssonar
bæklunarlæknis kemur fram að
hann styður heils hugar þá tillögu
sem komið hefur fram hjá bæjarbú-
um um að ráðinn verði barnalækn-
ir að stofnuninni og segir hann að
það muni styrkja starfsemi bæklun-
arlækna og bæta meðferð slasaðra
bama og barna með bæklunarsjúk-
dóma. Samkvæmt heimildum DV
urðu þessar undirskriftir til þess að
stefnt er að því að auka þjónustu
bamalæknis.
-DVÓ
Gagnleg jólagjöf
Sápuáfylling
y'
Þú getur þvegið allt
í kringum þig á
auðveldan hátt.
Verð: Kr. 2.800
Falleg gjafapakkning
Gikkur.
handfang
Smelli-tenging
fyrir venjulega
garðslöngu
6 mism.
sprautuaðgerðir
20 cm lenging,
stillanleg.
Dalbrekku 22, sími. 544 5770
*
!
Söngur þessara ungu breiðdælsku glókolla yljaði mörgum um hjartarætur.
Menningarvaka á Breiðdalsvík:
Lífssaga Daníels og
myndir úr vélsmiðju
DV, Breiðdalsvík:
Sunnudagssíðdegi eitt á dögunum
var haldin sameiginleg menningar-
vaka á vegum menningarmála-
nefndar Breiðdalshrepps og Mána-
bergsútgáfunnar á Hótel Bláfelli í
tilefni af útkomu íjórðu skáldsögu
Guðjóns Sveinsson rithöfundar,
Daníels. Gerði Anna Margrét Birg-
isdóttir, íslensku- og bókasafnsfræð-
ingur, úttekt á verkinu í heild og
höfundur las úr bókinni.
Daníel er þroskasaga drengs sem
elst upp hjá ömmu sinni og frænda
um miðja öldina. Hann hefur misst
fóður sinn í tundurduflaslysi og
fylgir sagan honum til fullorðins-
ára.
Samkór Suðurfjarða söng nokkur
lög við undirleik Torvalds Gjerde en
þeir Ólafur Eggertsson og Jón Þórð-
arson sungu einsöng. Leikskóla-
bömin sungu líka með tilþrifum.
Sýndar voru vatnslitamyndir og
teikningar eftir Pétur Behrens þar
sem myndefnið er Vélaverkstæði
Sigursteins hér í bæ.
Að lokum sungu og léku á hljóð-
færi böm, tengdabörn og bamabörn
Guðjóns Sveinssonar lög og ljóð eft-
ir hann. I hléi var kaffi og meðlæti
ásamt léttri tónlist. Þetta var vönd-
uð og skemmtileg dagskrá sem fékk
góðar undirtektir.
-Hanna
$ SUZUKI
-////------
Suzuki Baleno Wagon, skr. 6/97,
ek. 52 þús. km, ssk., 5 dyra.
Verð 1090. þús.
Suzuki Baleno GL, skr. 2/97, ek.
58 þús. km, bsk., 3 dyra.
Verð 790 þús.
Suzuki Baleno Wagon 4x4, skr.
10/96, ek. 113 þús. km, bsk.,
5 dyra.
Verð 980 þús.
Opel Corsa, skr. 6/97, ek. 74 þús.
km, bsk., 5 dyra.
Verð 750 þús.
Suzuki Vitara JLX, skr. 11/98,
ek. 24 þús. km, ssk., 5 dyra.
Verð 1850 þús.
MMC Lancer st, 4WD, skr. 6/96,
ek. 59 þús. km, bsk., 5 dyra.
Verð 1180 þús.
Suzuki Swift GLS, skr. 4/96, ek.
56 þús. km, bsk., 3 dyra.
Verð 650 þús.
Renault 19 RN, skr. 118/95, ek.
49 þús. km, bsk., 4 dyra.
Verð 695 þús.
Suzuki Vitara JLX, skr. 9/95, ek.
72 þús. km, bsk., 5 dyra.
Verð 1230 þús.
Suzuki Baleno GL, skr. 2/97, ek.
58 þús. km, bsk., 3 dyra.
Verð 790 þús.
Suzuki Sidekick JX, árg. '93, ek.
98 þús. km, ssk., 5 dyra.
Verð 790 þús.
VW Golf S, skr. 5/96, ek. 74 þús.
km, bsk., 5 dyra.
Verð 930 þús.
Suzuki Swift GLX, skr. 6/98, ek.
22 þús. km, bsk. 5 dyra.
Verð 870 þús.
Suzuki Swift GX, skr. 2/97, ek.
55 þús. km, bsk., 5 dyra.
Verð 680 þús.
Suzuki Swift GX, skr. 1/96, ek.
81 þús. km, bsk., 5 dyra.
Verð 570 þús.
Renault Laguna, skr. 8/96, ek.
19 þús. km, ssk., 5 dyra.
Verð 1590 þús.
Renault Clio RT, skr. 9/91, ek.
108 þús. km, bsk., 5 dyra.
Verð 480 þús.
SUZUKI BÍLAR HR
Skeifunni 17 • Sími 568 5100
www.suzukibilar.is
Favorit 6280U-W
Gerð undir borðplötu: H: 82-88 B:60 0:57
Orkunotkun: Hraðkerfi BIO 50°C 0,95 kwst. Venjulegt 65°C kerfi 1,25
Vatnsnotkun: Hraðkerfi BIO 50°C 15 Iftrar Venjulegt 65°C 19 lítrar
Fuzzy-logig: Sjálvirk vatnsskömtun, notar aldrei meira vatn en þörf er
Ftyðfrítt innra byrgði. Ytrahús sinkhúðað (ryðgar ekki)
Hægt að lækka efri grind með einu handtaki
Hægt að stilla start-tíma allt að 19 klst. fram i tímann
Sjálfvirk hurðarbremsa. Hnífaparagrind opnast eins og bók
Innbyggt hifa-element
Tekur 12 manna stell
Mjög hjóðlát vél aðeins 45 db (re 1pW)
6 þvottakerfi
TURBO-þurrkun, þurrkar með heitum blæst
'ns 45 db (re 4 hitastig
°teð heitum Aqua Control, sex-falt vatnsöryggiskerfi