Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1999, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1999, Page 34
46 MÁNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1999 Sviðsljós Salma skemmtir hermönnunum Bandarískir hermenn á Balk- anskaga fengu góða konu i heimsókn um helgina, enga aðra en hina kynþokkafullu Sölmu Hayek, kvikmyndaleikkonu frá Mexikó. Salma vildi miklu frek- ar snæða kalkúnann með þeim en fjölskyldunni heima. „Strák- amir í hemum eru ekki metnir að verðleikum. Þess vegna lang- ar mig til að taka þátt i hátíðar- höldum þeirra og sýna þeim samúð,“ sagði hin fagra Salma áður en hún lagði upp í langferð- ina yfir Atlantsála. Og næsta víst er að hermennimir tóku henni fagnandi. Sting búinn að aflýsa hátíðinni Breski kennarinn og poppar- inn Sting hefur ákveðið að aflýsa mikilli nýárshátið sem hann ætl- aði aö standa fyrir i New York við árþúsundamót. Með honum áttu að koma fram þau Aretha Franklin og Andrea Bocelli. Miðasalan varð langt um minni en áætlanir gerðu ráð fyrir og því ekki um annað að ræða en að hætta við allt saman. Poppar- arnir ætluðu nefnilega að rukka um allt að tvö hundruð þúsund í aðgangseyri. Það var meira en margur vildi punga út. Ösku popparaus dreift í Tíbet Tveimur árum eftir að ástralski popparinn Michael Hutchence svipti sig lífi á hótelherbergi í Sydn- ey hefur afganginum af ösku hans verið dreift um víðan völl austur í Tíbet. Aðstandendur popparans létu skipta ösku hann í fimm hluta. Paula Yates, bresk eiginkona hans, fékk eina krukku, pabbi Michaels fékk aðra, mamma hans og hálfsyst- ur fengu eina hvor. En öskunni úr þeirri síðustu var sem sé komið fyrir í Tíbet. Það var bróðir popparans sem leiddi athöfn- ina í siðustu viku. Bróðirinn segir að nú geti sál popparans fengið að hvíla í friði. Mamma Jenni- fer gefur út bók Sjónvarpspían Jennifer Ani- ston hefur ekki talað við móður sína frá því mútta opnaði hug sinn og hjarta i slúðurpressunni fyrir þremur árum. Nú hefur mamma gamla bætt um betur og skrifað bók sem heitir þvi yndis- lega nafni Móðir og dóttir og vin- ir. „Ég er ánægð með að hafa skrifað bókina," segir mamma. Þetta var krefjandi verk, tók heil þrjú ár. „Ég vona að sagan hjálpi ungum konum og mæðrum þeirra að leysa vandamál sín.“ Alexandia vill fleiri börn í bú Alexandra prinsessa ætlar ekki að láta staðar numið við eitt barn, úr því hún er á annað borð byrjuð. „Við ætlum að eign- ast fleiri börn. Ef ekki væri nema fyrir það að það er ekki hollt einkabami að vera mið- punktur allrar athygli foreldra sinna," segir prinsessan í hjart- næmu viötali við hið danska Billed Bladet. Fjögur ár eru nú frá því Alexandra gekk að eiga Jóakim prins Danmerkurdrottn- ingarson og verður ekki annað séð en þau séu jafnástfangin og þá. Hvernig má annað vera, frumburðurinn ekki nema nokk- urra mánaða og nýskírður. Catherine Zeta-Jones segir frá: Bara gömul sál í ungum líkama Þá vitum við hvers vegna Catherine Zeta-Jones lét heillast af kynlífsfiklinum Michael Douglas. „Ég er bara gömul sál í ungum lík- ama,“ segir hin þrítuga Catherine í viðtali við sænska Aftonbladet. Michael er 55 ára. Þau eru bæði kvikmyndastjömur að atvinnu. Og hún heldur áfram: „Allt frá fæðingu hef ég verið veik fyrir eldri mönnum." Þar kann að vera fundin skýring- in á þvi hvers vegna svo vel hefur fariö á með henni og mótleikurum hennar á hvíta tjaldinu, þeim eldri að minnsta kosti. Margir minnast slúðursagnanna um Kötu litlu og skoska sjarmörinn Sean Connery. Þau léku saman í myndinni Entrap- ment og persónurnar foru upp í rúm, ef minnið svíkur ekki. Samt ekki svo í alvörunni. „Hvað hefur aldurinn með ástina að gera?“ spyr leikkonan frá Wales sem hefur nú hreiðraö um sig í Hollywood, sólbrún og sæt eftir frí með Mikka í glæsivillu hans á Mall- orca. „Það er ekki hægt að setja neinar reglur um að hverjum mað- ur laðast. Þá afstöðu hef ég að minnsta kosti alltaf haft.“ Kata segir í viðtalinu við sænska blaðamanninn að margir telji að hún hafi skyndilega orðið fræg, Catherine Zeta-Jones er hrifinn af sér eldri mönnum og er hreint ekkert feim- in við að viðurkenna það fyrir heimsbyggðinni gjörvallri. bara svona upp úr þurru. „En ég byrjaði reyndar í bransanum þegar ég var fimmtán ára sem leikari heima í Wales. Mér finnst þetta því ekki hafa gengið neitt sérstaklega hratt fyrir sig,“ segir hún. Efst á óskalistanum um þessar mundir er að leika í kvikmynd á móti unnust- anum Michael Douglas. „Við viljum vinna saman. Það væri ágæt leið til að geta verið sam- an,“ segir leikkonan og brosir leyndardómsfull þegar hún er spurð hvort demantshringurinn á ftngri hennar sé trúlofunarhringur. „Ég er mjög hrifin af skartgrip- um. Þegar ég dey ætla ég að snúa aftur sem demantur," segir Catherine Zeta Jones. Ætli hún sé bara ekki þegar einn slíkur. INN í NÝJA ÖLD BORGARDEKK Borgartún 36 Sími 568-8220 Spænski hjartaknúsarinn Enrique Iglesias Juliosson tók lagið í plötuverslun í Hollywood fyrir helgi þegar hann kynnti nýja plötu sína. Hann notaði tæki- færið og söng fyrir hana Velkyz Palomino.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.