Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2000, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2000, Síða 6
6 LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2000 DV Fréttir Þingflokkur Samfylkingar fundaði á ísafirði: ^ Frystihúsalaus Isa- fjörður einkennilegur Þingmenn auka prótínin Á ferö sinni um ísafjörö kynntust þingmenn Samfylkingar nýrri framleiöslu- grein Mjólkurstöövarinnar á ísafiröi, prótíndrykk sem þeir þar kalla Skvísur. Þingmenn rómuöu mjög drykk þennan ogjuku á prótínin svo um munaöi. DV, iSAFIRÐI: Kristjáni Möller, þingmanni Sam- fylkingarinnar, fannst það ein- kennilegt að sjá að á ísafirði væri ekki lengur eitt einasta frystihús starfandi. Þingmaðurinn sótti ísfirð- inga heim ásamt þingflokki Sam- fylkingarinnar í vikunni. Bærinn skartaði sínu fegursta, farið var í skoöunarferðir í fyrirtæki og stofn- anir og eftir vel heppnaðan dag var haldinn opinn fundur á Hótel ísa- firði og var hann vel sóttur af heimamönnum. Á fundinum var farið yfir fjöl- mörg þau mál sem mest brenna á landsbyggðarfólki, atvinnumál og fólksfækkun. í máli Kristjáns Möll- ers kom fram að hann teldi að höf- uöatvinnuvegir landsbyggðarinnar hefðu verið teknir af henni, þ.e. sjávarútvegur og landbúnaður, allt annað væri frjálst og undanþegið kvóta. Kristján sagði það sláandi að sjá aö á Isafirði væri ekki lengur eitt einasta frystihús starfandi en gladdist jafnframt yflr þeim fyrir- tækjum sem væru hér og héldu uppi atvinnu þó rekstrarskilyrði væru þeim ekki beint hagstæð. Fram kom að ísfirðingar vilja fá að sitja við sama borð og aðrir en gera það ekki á meðan flutnings- og fjarskiptakostnaður er hærri til landsbyggðarinnar. Á fundinum kom einnig fram að fasteignagjöld húsa á landsbyggðinni þyrftu að vera í samræmi við söluverð eigna en ekki reiknast eftir matsverði húseigna á höfuðborgasvæðinu. Ejörugar umræður og margar góðar hugmyndir voru viðraðar á fundinum. Svanhildur Þórðardóttir kaupmaður taldi að menn einblíndu um of á fiskveiðar. Unga fólkið vildi ekki vinna þessi störf og það hefði sýnt sig að þau hefðu verið mönnuð að stærstum hluta með erlendu vinnuafli. Hátækniiðnaður væri það sem koma skal og fullt af ungu hámenntuðu fólki myndi vera tilbú- ið að flytja út á landsbyggðina ef því væru sköpuð skilyrði til að vinna sína vinnu þar. Ef fjarskipta- og flutningskostnað- ur væri jafnaður stæði landsbyggð- in jafnt og aðrir landshlutar en rík- ið drægi lappirnar i þessum málum. -KS Sumarið er að koma PV, SELFQSSI:_________ Það er sannarlega að veröa sæl- legt um að lítast sunnanlands, garð- ar grænka dag frá degi og trén skrýðast laufum sínum. Garðeig- endur eru famir að viðra sláttuvél- ar sínar og verða í kappi við ný- græðinginn næstu mánuði. Sumar- ið er því komið inn fyrir þröskuld- inn og fyllir hug og land sól og bjart- sýni. -NH Lífskrafturinn Þessi litla snót var aö skoöa lauf- þlööin sem eru sem óöast aö springa út á sunnlenskum trjám. Umferðaróhapp Engin slys urðu á fólki þegar öku- maður missti stjóm á bíl sínum á Kúðafljótsbrú á Suðurlandsvegi á fimmtudag. Lögreglan í Vík segir að bíllinn hafi farið á flot, lent ut£m i handriðum brúarinnar og gjöreyði- lagst. Mikill snjór var á brúnni í gær. -ÓRV Krani í háspennu- línur Byggingarkrani rakst í háspennu- línur í morgun við Mel í Melasveit. Engin slys urðu á fólki og tjónið er talið óverulegt. Verið er að byggja svinabú þama. -ÓRV DV-MYNDIR KOLBRÚN Harkan sex Hér eru þingmenn Samfylkingar í fyrirtæki þar sem harkan ræöur, 3X Stáli, ásamt framkvæmdastjóranum, Jóhanni Jónassyni. MAT Á UMHVERFISÁHRIFUM Opið hús á Nesjavöllum sunnudaginn 4.júní 2000. Milli kl. 10 og 18. Orkuveita Reykjavíkur áformar að stækka rafstöð Nesjavallavirkjunar úr 76 MW í 90 MW. Þessi stækkun er nefnd áfangi 4b. Framkvæmdin fellur undir 5.grein nýsettra laga frá Alþingi um mat á umhverfisáhrifum. Samkvæmt þeim lögum skal almenningi boð ið að kynna sér matsáætlun áður en matsskýrsla er lögð fram og koma með ábendingar eða gera athugasemdir við fyrirhugað mat. ö Orkuveita Reykjavíkur býður almenningi að koma og kynna sér áætlun um mat á ° umhverfisáhrifum Nesjavallavirkjunar, áfanga 4b, og hinar fyrirhuguðu framkvæmdir sunnudaginn 4.júní nk. milli kl.10 og 18. Tekið er á móti fólki - í gestaskála, þar sem áætlunin mun liggja frammi. * Þeir sem ekki eiga heimangengt geta kynnt sér áætlunina á heimasíðu * Verkfræðistofu Guðmundar og Kristjáns, sem hefur slóðina www.vgk.is, og komið ábendingum sínum á framfæri þar. - Orkuveita Reykjavíkur Orkuveita Reykjavíkur Sandkorn i. UniSjón: Gylfi Kristjánsson netfang: sandkorn@ff.ls Ekki benda á mig Kristján Þór Júlíusson, bæjar- stjóri á Akureyri, fór létt með að af- jreiða viðtöl í kjöl- Far dóms Hæstarétt- ar þar sem Ragn- hildur Vigfúsdótt- ir, fyrrum jafnrétt- is- og fræðslufull- trúi Akureyrarbæj- ar, vann mál gegn Akureyrarbæ. Ragnhildur taldi að henni hefðu verið skömmtuð lægri laun en karlmaður í sambærilegri stöðu hjá bænum hafði. Kristján Þór sagði þaö ekki beint en fór skemmtilega í kringum það aö þeir atburðir sem kærðir voru áttu sér stað á tíma fyrrverandi bæjarstjóm- ar. Hann sagði eitthvað á þá leið að þetta væri gamalt mál og gott væri að botn væri í það kominn, en það sem hann sagði í raun og veru var að sjálfstæðismenn voru í minni- hluta í bæjarstjórninni þegar þetta gerðist og réðu því ekki ferðinni í launamálum frekar en öðru. junun ■ vdllUd íslendingar furða sig stundum á því að erlendir menn geti heitið nöfnum eins og London og Was- hington, svo eitt- hvað sé nefht. ís- lensk nöfn geta einnig komið ' skemmtilega á óvart, eins og t.d. nafn klifurmannsins Jökuls Berg- manns, en sá hefur að undanfornu glímt við að klífa ísaðan norðurvegg fjallsins Matterhoms. Þetta leiðir reyndar hugann að nafni Sigur- jóns Bláfelds sem er ráðunautur í loðdýrarækt. Þá muna margir Ak- ureyringar enn þegar Vörður Traustason, núverandi forstöðu- maður Hvítasunnusafnaðarins í Reykjavík, sprangaði um götur Ak- ureyrar sem vörður laganna. Sér hann? Ari Trausti Guðmundsson fer prýðilega að þegar hann flytur veð- urfregnir á Stöð 2, en þó segir hann ávallt einn ákveð- inn hlut sem kemur einkennilega fyrir eyra. Hann kemur fyrst inn í frétta- tímann skömmu eftir klukkan 19, flytur þá stutt „ávarp“ og segist segist síðan „sjá“ sjónvarpsáhorfendur skömmu fyrir klukkan 20. „Sé ykkur þá“ segir veðurmaðurinn og vitað er að böm hafa spurt foreldra sína í forundran hvort hann sjái þau virkilega. Aðrir sem tala í sjónvarp koma ekki svona fyrir sig orði, enda sjá áhorf- endur þá en ekki öfugt. Enginn áhugi Forsvarsmenn tónleika poppgoðs- ins Eltons Johns í Reykjavík full- yrtu að hann ætti sér enga ósk heit- ari en að fá að hitta Ólaf Ragnar Grímsson forseta f og Dorrit unnustu hans þegar hann | kæmi til landsins. Biðu nú margir I spenntir og fógn- uðu þegar forset-1 inn og heitkona I hans ákváðu að [_ sækja tónleikana. Heldur versnaði hins vegar í því þegar popparinn kom til landsins. Frumlegur fréttahaukur spurði hann á flugvellinum hvort hann væri ekki ánægður með að vera kominn til íslands og Elton varð auðvitað að játa því. Svo var hann spurður um áhuga sinn á að hitta forsetann og svaraði hann því þannig að hann hefði alls engan áhuga. Þannig var það nú. Svo fylgdi í fréttum af tónleikunum að forsetinn og heitkona hans hefðu „klappað óspart" á tónleikunum og að auki heimsótt Elton í búnings- klefa þar sem kærleikar urðu miid- ir...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.