Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2000, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2000, Síða 23
23 LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2000 PV___________________________________________________________________________________________________Helgarblað Þórarinn Eldjárn sætti ofsóknum út af fyrsta reiðhjóli sínu: Möwehjólin þóttu ekki fín - segir skáldið sem orti á sínum tíma kvæði um þessa sérstöku reiðhjólategund Þórarinn hefur ekki sætt neinum ofsóknum vegna Mongoosehjólsins síns en sömu sögu er ekki aö segja þegar hann átti relðhjól af Möwegerö. „Möwehjólin voru ekki hátt skrif- uð á sínum tíma. Það þótti mun finna að eiga DBS eða Hopperhjól," segir Þórarinn Eldjám um sitt fýrsta reið- hjól af Möwetegund sem hann eign- aðist 7 ára gamall. Möwehjólin eru mörgum íslend- ingum vel kunn en þau komu hingað til lands frá Austur-Þýskalandi á 6. áratugnum. Þau voru ódýrari en önn- ur hjól en þóttu léleg og ryðguðu fljótt. „Þau gátu enst vel ef maður fór vel með þau, hafði þau inni á nætumar og þess háttar,“ segir Þórarinn sem minnist þess að hjólin hafi þótt af- skaplega hallærisleg fyrir það hversu breið dekkin á þeim voru. Stoliö hjól í Svíþjóð Þórarinn var búinn að læra að hjóla þegar hann fékk Möwehjólið en þar sem hjólið var keypt vel við vöxt þá hjólaði hann fyrst í stað á því und- ir slánni. Þórarinn átti hjólið alveg fram að 16 ára aldri en þá hætti hann að hjóla þar sem það þótt mjög ófint að hjóla á menntaskólaárum hans. „Það vom bara gamalmenni, börn og sérvitringar sem þá vom á hjóli,“ minnist Þórarinn. Eftir menntaskólanám, eða árið 1969, hélt Þórarinn til náms til Sví- þjóðar og þar byrjaði hann aftur að hjóla í námsmannabænum Lundi. „Þetta er mikill reiðhjólabær og þar var mjög einfalt að eignast reið- hjól því maður einfaldlega stal þeim. í reiðhjólaskýlum var oft hægt að finna yfirgefin reiðhjól og ef maður sá eitt sem greinilega átti engan eig- anda þá bara tók maður það og skipti um lás. Þetta var meira og minna viðurkennd aðferð," útskýrir Þórar- inn. Fyrir utan þau hjól sem Þórar- inn átti í Svíþjóð fékk hann sér kín- verskt reiðhjól þegar hann bjó í Bret- landi en í dag brunar hann hins veg- ar stoltur um miðbæinn á Mongoose- íjallahjóli enda er það alls ekki leng- ur hallærislegt að vera á reiðhjóli. Skömm að Möwe Af öllum þessum reiðhjólum er það samt hans fyrsta reiðhjól, Möwereiðhjólið, sem er honum kær- ast og minnisstæðast. í fyrstu ljóða- bók hans er meira að segja að fmna heillangt kvæði um hjólið sem til- einkað er fórnarlömbum Möwe- ofsóknanna á Islandi. í kvæðinu lýs- ir Þórarinn því hvemig hann fékk hjólið, hvemig honum var strítt á því og hvemig hann svo reyndi að breyta því með málningu svo það sæist ekki að hjólið væri Möwe. „Það þótti skammarlegt að vera á Möwehjóli, það þótti ekki nógu flott,“ segir Þór- arinn. Fyrir utan Möwekvæðið hefur Þór- arinn einnig ort kvæði um óhöpp á reiðhjóli og skrifað smásögu um mann sem stelur óvart reiðhjóli. Þór- arinn er þó síður en svo fanatískur reiðhjólaunnandi þó honum finnist fint að skjótast á hjólinu til og frá vinnu og skreppa í hjólatúra með fjölskyldunni. „í gegnum tíðina hitti ég stundum fólk sem horfir þannig á mig að ég sé strax i augunum á því að við þekkjumst. Þetta em gamlir Möweeigendur sem lesið hafa kvæðið og skilja út á hvað þetta gekk,“ segir Þórarinn sem er ekkert á leiðinni að mála yfir Mongoosemerkið á reið- hjólinu sínu. -snæ Möwe- kvæði eftir Þórarin Eldjárn (tileinkað fórnarlömb' um Möweofsóknanna á íslandi) Ó reióhjól best, þú rennur utan stans jafnrennilegt aó aftan sem aó framan. Þú varst stolt hins þýska verkamanns sem þreyttum höndum skrúfaói þig saman. Ættjöró þín var ótal meinum hrjáó, af þeim sökum hlaustu úr landi aó fara. Sjá hér þín örlög; utangarðs og smáó í auóvaldslandi köldu á noröurhjara. í landi þessu, létta mjúka hjól, þú lentir brátt í minum ungu höndum. Égfylltist gleói er fékk ég þig um jól ogfegurð þin var svört meó hvítum röndum. Vió ókum saman yfir hvaó sem var,' enginn tálmi sá vió þínu drifi. Þýður gangur þinn af öllum bar, því skal ég aldrei gleyma meóan lifi. Og þá wr ekki vont aó vera til, um veröldina lióum við í draumi. En óvinurinn beið á bakvió þil og brýndi klœmar ótt og títt í laumi. Sw spratt hann fram og spottaði þig, hjól, sparkaði i þig, jós þig nöfhum Ijótum: „möwedrusla" „drasl og skrapatól“ „dekkin rióa“ „sœtiö meióir scrotum". Og áróóurinn undirlagói mig, auóvaldslygin spillti hjarta mínu: Eins og fantur flekkaói ég þig ogfyrirgerói öllu trausti þínu. Ég málaði þig blátt og breytti um hnakk og bœtti síóan enn um fólskuverkió: Ég dró úr pússi mínu rótsterkt lakk og lakkaói yfir stolt þitu vörumerkið. Þú týndir öllu, eóli þínu firrt, úr þér streymdi lífsnautnin og safinn. Þú misstir heilsu, geróist stíft og stirt, þín stóra sál var bœói dauó og grafin. Þannig fer ef vilji manns er veill, vönkuó lundin allt hió rétta svíkur. Þaó er best aó vera hreinn og heill, í hug og verki traustu bjargi líkur. Þió skelfið mig ei lengur hœtishót, heimsku þý sem alla gleói stýfió. Ég hef ióraóst, ég skal gera bót, ég skal renna á Möuie gegnum lífió. Daewoo Lanos SX 1600 04/98. ekinn 22 þús. km, rauður, 5 g., abs, cd. Suzuki Baleno GLX 1600 11/96, ekinn 33 þus. km, vínrauður, 5 g.. Verð 1.050.000 Tjjboð 950.000 Verð 850.000 THboð 725.000 iToyota Hllux D/C Bensín 07/93, ekmn 112 þús. km, grænn, 5 g.. 35” dekk, [plasthús Verð 1.450.000 Tilboð 1.250.000 ÍToyota Carina E 20Ö0Ö9/94 ( 95), ekinn 138 þús. km. rauður, 5 g.. Verö 800.000 TilbpðMO.QOO llsuzu Trooper 3.0 Diesel 06/99, ekinn 20 þús. km, blár, 5 g . 35’ breyttur, leður o.fl.. Toyota Avensls Sol 1600 07/99, ekinn 9 þús. km, rauður, 5 g„ hiaðinn aukabúnaöi. Verð 1.820.000 BÍLASALAN Wv Jyifl 11 I I lauiu Troopor 2.6 01/93, jjekinn 136 þús. km, blár. ssk.. jjverð 780.000 Tilboð 650.000 MMCLancör"4x4tl8/9Í ekinn 123 þús. km, hvítur, 5 g.. Verð 750.000 Tilboð 650.000 :: Imusso Grand Luxo TDI 10/98 (*99), Hiekinn 30 þús. km. vinrauöur, 5 g., abs, Mspólvöm, 31 ’ dekk o.fl.. H Verð 2.600.000 Tilboð 2.430.000 . crr • ^ ■ gToyota Carina E 1600 07/97 (‘98), Nissan Sunny LX 1400 04/95, H?jDaewoo Lanos Hurricanc 01/99, Bekinn 51 þús. km. blár, 5 g.. ekinn 108 þús. km, grænn, 5 g., cd. Hjekinn 40 þús. km. vinrauöur, 5 g.. abs. HJálfelgur, spoileraro.fi.. JVerð 1.270 000 Tilboö 1.170.000 Verð 680.000 Tilboö 550.000 Hverö 1.450 000 Tilboð 1.350.000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.