Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2000, Blaðsíða 59

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2000, Blaðsíða 59
LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 2000 I>v Tilvera 67 Steina Vasulka sýnir í Ljósaklifi: Nærvera guðs í hrauni og mosa í dag opnar listakonan Steina Va- sulka fyrstu sýninguna í nýjum sýn- ingarsal sem nefnist Ljósaklif og er að finna á vernduðu hraunsvæði við sjóinn vestast í Hafnarfirði. Það eru hjónin og listamennimir Einar Már Guðvarðarson og Susanne Christensen sem standa að hinni nýju sýningaraðstöðu en sjálf búa þau á Ljósaklifi. Hraun og mosi nefnist verkið sem Steina sýnir og er það sérstaklega unnið með sýningarrýmið í huga. í verkinu túlkar Steina á áhrifaríkan hátt, með samspili myndmáls og tónlistar, árstíðir og tímavíddir hraunsins. Sjáif mun Steina hafa haft á orði: „Ef guð er alls staðar er nærvera hans vissulega áþreifanleg- ust í hrauni og mosa.“ Að sögn Einars Más er sýning Steinu fyrsta sumarstarfsemi Ljósaklifs. Náttúran umhverfis Ljósaklif verður leiðandi í listsýn- ingum i Ljósaklifi og náttúran sem listrænt rannsóknar- og viðfangs- efni verður í fyrirrúmi. Áhugasamir um dagskrá Ljósaklifs geta skoðað slóðina www.lightcliff-art.is á Netinu en þess má geta að næsta sýning í Ljósaklifi verður unnin af fjórum japönskum listamönnum sem koma hingað til lands í tilefni menninga- borgarársins. Magnaö umhverfi Ljósaklifs Listsýningar í hinu nýja rými veröa unnar út frá stórbrotinni náttúru svæöisins. Ný leikgerð Café Teatret á sögu Einars Más Guðmundssonar verður sýnd á Listahátíð: Englarnir á dönsku Þröngur heimur Henrik Prip í hlutverki Páts / uppfærslu Café Teatret á Englum alheimsins. Ný leikgerð Café Teatret á sögu Einars Más Guðmundssonar verður sýnd á Listahátíð í Reykjavík. Verk- ið verður sýnt á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins og verða fjórar sýn- ingar, 3., 4., 5. og 6. júni og hefjast allar kl. 20.30. CaféTeatret er lítið en metnaðar- fullt leikhús í miðborg Kaupmanna- hafnar sem þekkt er fyrir nýstárleg- ar sýningar. Þar var í september 1999 frumsýndur einleikurinn Englar alheimsins undir leikstjóm Ditte Marie Bjerg og höfðu hún og leikarinn Henrik Prip gert leikgerð- ina upp úr skáldsögu Einars Más Guðmundssonar sem hlaut Bók- menntaverðlaun Norðurlandaráðs 1995. Leikmyndin er eftir Jesper Comeliussen sem hefur undanfarin ár gert margar rómaðar leikmyndir víða um Norðurlönd, meðal annars fyrir Konunglega leikhúsið í Kaup- mannahöfn. Gekk sýningin á Englum alheimsins í Café Teatret fyrir fullu húsi þann tíma sem henni var markaður og komust færri áhorfendur að en vildu. Sýningin hlaut mjög góða dóma gagnrýnenda og hrifust þeir af áhrifamiklum texta Einars Más, haganlega skrifaðri leikgerðinni, leikmyndinni og síðast en ekki síst sterkum leik Henriks Prips sem túlkar hinn harmræna en jafnframt mannmarga heim Páls Ólafssonar. Sýningin er styrkt af Máli og menningu, Dansk Kultur Institut og Teater og dans i Norden. Hátíö hafsins í Reykjavíkurhöfn: Litríkur hafnar- og sjómannadagur Hátíð hafsins Þaö veröur mikiö um dýröir í Reykjavíkurhöfn í dag og á morgun þegar hafnardagurinn og sjómannadagurinn veröa haldnir hátíölegir. Hátíð hafsins er haldin há- tíðleg annað árið í röð i dag og á morgun. Fjölbreytt dag- skrá er báða dagana á Mið- bakkanum í gömlu höfninni. Tilgangur hátíðarinnar er að minna á gildi sjómennsku, sjávarútvegs, hafnarstarfsemi borgarinnar og hinna sterku tengsla íslendinga við hafið. í dag er meðal viðburða dorgveiðikeppni, íslandsmót í handflökun, skemmtisigling með skólaskipinu Sæbjörgu og björg- unartækjasýning. Sjómannadagurinn á sunnudag er með hefðbundnu sniði - minningarathöfn kl. 10 í Fossvogs- kirkjugarði og formleg hátiðahöld á Miðbakkanum kl. 14, með ávarpi sjáv- arútvegsráðherra íslands og sjávarút- vegsráðherra Færeyja sem er sérstak- ur heiðursgestur. Fjölskyldudagskrá hefst klukkutíma síðar. Fjöldi stotn- ana, félaga, skóla og fyrir- tækja kynna starfsemi sína í tjöldum á hafnar- svæðinu báða dagana. Skip fáránleikans, með 11 listamenn um borð, eins konar tímalaust leikhús, er með sýningar báða dag- ana, kl. 15 og 20. Sýningar tengdar hafinu eru í Listasafni Reykjavíkur, Þjóðarbókhlöðunni, Sjó- minjasafni íslands, Sjó- minja- og smiðjumunasafni Jósafats Hinrikssonar í Skútuvogi og einnig er gamla Aðalbjörgin til sýnis á Mið- bakkanum. -HH Önnur umferð íslandsmeistaramótsins í torfæru verður haldin í Jósefsdal 24. júní 2000. Skráning er hafin. Upplýsingar í síma 862 6450. íslenskar Akstursfþróttir JEPPAKLJÚBBUR REYKJAVÍKUR, i ratuga J í gerð einangrunaigleis fyrir íslenskar aðstæður. Glerboigargler er framleitt undir gæðaeftirliti Rannsóknastofiiunar byggingariðnaðarins. GLERBORG Dalshraum 5 220 Hafnarfirði Sími 565 0000 ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Stóra sviðift kl. 20.00: LANDKRABBINN eftir Ragnar Arnalds í kvöld lau. 3/6, miö. 7/6, næst síöasta sýnlng, miö. 14/6, slöasta sýning. GLANNI GLÆPUR í LATA- BÆ eftir Magnús Scheving og Sigurð Sigurjónsson Sun. 4/6 kl. 14, nokkur sæti laus og sun. 18/6 kl. 14. Síöustu sýningar leikársins. Sföustu sýningar leikársins. KOMDU NÆR eftir Patrick Marber Sun. 4/6, næst síöasta sýning og fös. 9/6, slöasta sýning. Svningin er hvorki við hæfi barna né viðkvæmra. DRAUMURA JÓNSMESSUNÓTT eftir William Shakespeare Fim. 8/6, nokkur sæti laus, fim. 15/6. Síöustu sýningar leikársins. LUIa §viQM> M, gQ,3Q; HÆGAN, ELEKTRA eftir Hrafnhildi Hagalín Guömundsdóttur f kvöld lau. 3/6, örfá sæti laus og sun. 4/6, uppselt, aukasýning miö. 7/6. Síöustu sýningar. Miöasalan er opin mán.-þri. kl. 13-18, miö.-sun. kl. 13-20. Símapantanir frá kl. 10 virka daga. S. 551 1200 thorey@theatre.is Smáauglýsingar ertu aö kaupa eöa selja? 550 5000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.