Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.2000, Síða 57
65
LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2000
ÐV Tilvera
Afmælisbörn
Bacon 42 ára
Bandaríski kvikmyndaleikarinn
Kevin Bacon heldur væntanlega upp á
daginn þótt afmæli hans teljist vart
stórafmæli. Ferill Bacons í kvikmynd-
um er orðinn langur en kappinn hefur
leikið í 47 myndum. Meðal þeirra
frægustu eru vafalaust Apollo, JFK,
Sleepers, Flatliners og Murder in the
First en í þeirri síðastnefndu þótti
leikarinn fara á kostum.
Hanks 44 ára
Stórleikarinn Tom Hanks fæddist
í bænum Concord í Kalifomíu þenn-
an dag árið 1956. Hanks hefur eins
og flestir vita leikið í hverri stór-
myndinni á fætur annarri. Hann hef-
ur þrisvar sinnum fengið ósk-
arsverðlaun; fyrir myndimar Saving
Private Ryan, Forrest Gump og
Philadelphiu. Ails hefur Hanks leik-
ið í 38 kvikmyndum og hann er einn
best launaði leikari Hollywood fyrr
og siðar.
Vatnsberinn (20. ian.-18. febr.):
Spa sunnudagsins:
Þér verður mest úr
verki fyrri hluta dags-
ins. Dagurinn verður
afar skemmtilegur og lánið leikiu-
við þig á sviði viðskipta.
pa mánudagsins:
Þú færð að heyra gagnrýni varðandi
það hvemig þú verð tima þínum.
Þér finnst þú hafa mikið að gera en
sumum finnst þeir vera vanræktir.
Hrúturinn (21. mars-19. aprili:
■ Þó að þú sért ekki alveg
viss um að það sem þú
» ert að gera sé rétt verð-
ur það sem þú velur þér til góðs þeg-
ar til lengri tima er litið.
Gildir fyrir sunnudagirm 9. júfí og mánudaginn 10. júfí
Spá mánudagsins:
Þú færð fréttir sem þú átt eftir að
vera mjög hugsandi yfir. Þú verð-
ur að vega og meta stöðu þina
áður en þú hefst nokkuð að.
Tvíburarnlr (21. maí-21. iúníi:
Fólk treystir á þig og leit-
^Jf ar ráða hjá þér um hug-
\ myndir og útfærslu
þeirra. Þú þarft að sýna skilning og
þolinmæði.
Spá mánudagsins:
Vinnan gengur fyrir þessa dagana
enda mikið um að vera. Þetta kem-
ur niður á heimllislífinu og kann að
valda smávægilegum deilum.
Bogamaður (22. nóv.-21. des.i:
Spa sunnudagsins:
Þú þarft að gæta þagmælsku
W varðandi verkefhi sem þú
\ vinnur að. Annars er hætt
við að minni árangur náist en ella. Þú ættir
að hlusta betur á það sem aðrir segja.
Vertu hreinskilinn og heiðarlegur í
samskipfum við aðra. Óheiðarleiki
borgar sig aldrei og kemur mönnum
í koll. Kvöldið verður fjörugt.
Rskamir (19. febr.-20. mars):
Spá sunnudagsins:
'Þú ert óþarflega varkár
gagnvart tillögum ann-
arra en þær eru
aikiýstárlegar. Þú myndir samþykkja
þær ef þú þyrðir að taka áhættu.
Ferðalag liggur í lofttnu og hlakk-
ar þú mikið til. Ef þú ert jákvæð-
ur mun ferðin verða afar
skemmtileg og eftirminnileg.
Nautið (20. apríl-20. maí.l:
Spá sunnudagsins:
Þú gerir einhverjum
greiða sem átti alis ekki
von á slíku. Þetta veldur
skemmtilegri uppákomu sem þú átt
eftir að minnast í nokkum tíma.
Spá mánudagsins:
Þaö verður mikið um að vera fýrri
hluta dagsins og þú tekur ef til vUl þátt
í þvf að skipuleggja viðburð í félagslíf-
inu. Kvöldið verður afar eftirminnilegt.
Krabbinn 122. iúní-22. íúiíi:
Spá mánudagsins:
Þú færð einhveija ósk þína uppfyllta,
verið getur að gamall draumur sé loks-
ins að rætast. Þetta veldur þér mikilli
gleði en jafnframt nokkurri undrun.
Liónið (23. iúií- 22. aeústl:
Spá sunnudagsins:
' Þú ert orðin þreyttur á
venjubundnum verkefhum
og ert fremur eirðarlaus.
Þú ættir að breyta til og fara að gera
eitthvað alveg nýtt.
Spa manudagsins:
Vinabönd styrkjast á næstunni. Þú
finnur fyrir stuðningi við áform þín
en jafnframt er ætlast til þess af þér
að þú sýnir öðnun áhuga og stuðning.
Vogin (23. sept.-23. okt.l:
Oyr Mikið rót er á tilfinning-
\ J um þinum og þér gengur
'J ekki vel að taka
ákvarðanir. Mannamót lífgar upp á
dagiiin.
Spa sunnudagsins:
l Næstu dagar verða sér-
staklega skemmtilegir.
Það er ekki allt sem sýn-
ist og þó að einhveijum virðist ganga
betur en þér á ákveðnum vettvangi.
Spa manudagsins:
Þú ættir að láta meira að þér kveða
í félagsllfmu. Vertu óhræddur við að
láta skoðanir þínar í ljós og koma
hugmyndum þínum á framfæri.
Mevian (23. áeúst-22. seot.I:
Spá sunnudagsins:
y(VV 1
'YXM Þaðermikiðumaðveraí
^fcskemmtanalífmu um þess-
' ar mundir. Morgunninn
verður rólegur og notalegur og
þér gefst tími til að hugsa málin.
Spá mánudagsins:
Eitthvað sem þú hefur beðið eftir
lengi verður loksins að veruleika. Þú
átt ekki eftir að verða fyrir vonbrigð-
um. Rómantíkin liggur í loftinu.
Sporðdreki (24. okt.-21. nnv.I:
t\\’
Spá sunnudagsins:
Vinir þínir skipuleggja
^helgarferð og mikil sam-
* staða ríkir meðal hóps-
ins. Félagslifið tekur mikið af tíma
þfnum en þein tíma er vel varið.
Spá mánudagsins:
Þú átt rólegan dag í vændum sem
einkennist af góðum samskiptum
við fjölskyldu og ástvini. Róman-
tíkin liggur í lofttnu.
Stelngeitin (22. des.-i9. ian.):
Spá sunnudagsins:
Þú kynnist einhverjum
nýjum á næstunni og
það veittr þér ný tæki-
færi í einkaliftnu. Þú ættir að
íhuga breytingar í félagslífinu.
Spá mánudagsins:
Þú kynnist manneskju sem á eftir
að hafa djúpstæð áhrif á þig.
Rómantíkin liggur í loftinu og þú
ert afar ánægður með gang mála.
Kaupfélagsstjórinn Guðrún Jóhannsdóttir
„Ég hef sannfærst um að vagga Samvinnuhreyfmgarinnar er hér við Hrútafjörð og hvergi annars staðar. “
S Guðrún Jóhannsdóttir, kaupfélagsstjóri á Borðevri:
Útilokað að íata
sér leiðast
DV, HÓLMAVÍK:
„Hrútfiörðurinn hefur alltaf höfð-
að tii mín. Þetta var nánast eina
sveitin sem rætt var um á bemsku-
og æskuárum mínum og ég kynntist,
hér eru því rætur mínar,“ segir Guð-
rún Jóhannsdóttir sem nýlega tók
við starfi kaupfélagsstjóra hjá Kaup-
félagi Hrútfirðinga á Borðeyri. Hún
er ein af örfáum konum sem gegnt
hafa starfi kaupfélagssfióra en þó
ekki sú fyrsta hjá Kaupfélagi Hrút-
firðinga því Þórhalla Snæþórsdóttir
frá Giisárteigi á Héraði var þar kaup-
félagsstjóri um þriggja ára skeið fyr-
ir um áratug síðan.
„Það hefur trúlega ekki skemmt
fyrir að bakgrunnur minn er héðan
þó ég hafi ekki verið kunnug héma
þegar ég kom,“ segir Guðrún. „For-
eldrar mínir eru Kristjana Sigríður
Pálsdóttir og Jóhann Valdimar Guð-
mundsson, sem er fæddur i Gilhaga,
en það býli er löngu komið í eyði.
Hann ólst upp á Fögrubrekku hjá
Halldóri Ólafssyni og konu hans
Guðrúnu Finnbogadóttur og ber ég
nafn hennar. Guðmundur afi hyggöi
hús á Borðeyri um 1930, sem nefnt
var Knallettan. Hann var hagleiks-
maður og sagður vel hagmæltur og
hef ég verið að safna vísum sem
hann gerði og nokkuð orðið ágengt.
Ein er svona:
Örtfrá landi ýtti sér,
uppi er band og dula,
Kolla Brandur kominn er,
í kápufjandann gula.
Guðrún er fædd og uppalin í
Reykjavík. Hún fylgdi síðasta ár-
gangi þeirrar kynslóðar sem tók svo-
nefnt landspróf. Þaðan lá leiðin í
Verslunarskólann og síðan í banka-
mannaskólann. Hún hefur starfað
hjá Búnaðarbankanum mörg undan-
farin ár eða allt þar til hún tók við
kaupfélagsstjórastarfmu.
Fyrsta árið segir hún fer í að
kynnast fólki og umhverfi og komast
inn i flesta þætti þessa nýja starfs en
á þeim stutta tima sem hún hefur
dvalið hafi hún komist að því að sér-
hvert tbnabil hafi sín úrlausnarefni.
„Starfið er mun fiölbreyttara en ég
átti von á og mjög frábrugðið þvi sem
ég hef áður gert. Ég tel að minnsta
kosti eitt ár þurfi til að sjá allar hlið-
ar þess og alveg útilokað er að láta
sér leiðast." Hún segir byggðina
trausta þetta sé að meirihluta til
bændasamfélag og búin sem eru aðal-
lega sauðfiárbú séu frekar stór.
Úr öskustónni
Kaupfélag Hrútfirðinga er stofnað
1899 og því með elstu kaupfélögum
landsins. „Engu að síður hefur það
haldið velli og það ánægjulegasta er
að það er heldur að færa út kvíam-
ar,“ segir Guðrún.
Félagsverslun við Húnaflóa, og á
Borðeyri sérstaklega, á sér langa og
sérstaka sögu. Fyrir tæpum þremur
árum var með veglegum hætti
minnst 150 ára verslunarsögu Borð-
eyrar. Pétur Eggerts sem réttilega er
nefndur faðir Borðeyrar lét reisa þar
verslunarhús um 1860. Það gekk und-
ir nafninu faktorshús en föst verslun
hefst um það leyti. Þessi bygging
ásamt fleirum verður eign þeirra
sem á eftir koma svo sem hins vin-
sæla Richard P. Riis kaupmanns sem
sest þar að 1891. Minjar þessarar
gömlu og afar merkilegu verslunar-
Hún segir að til gamans megi geta
þess að kandísinn hafi verið nánast
eina munaðarvaran sem menn veittu
sér fyrr á tíð. Þá eins og nú hefur
þótt notalegt að gera sér sætt í
munni. „Frá þvi að ég kom hingað
hafa heimamenn einkum Georg Jón
Jónsson á Kjörseyri, formaður kaup-
félagsstjórnar, sem er með fróðari
mönnum hér um verslunarsöguna
fært fyrir því rök sem mér þykja svo
trúverðug að ég hef sannfærst um að
vagga Samvinnuhreyfmgarinnar er
hér við Hrútafiörð og hvergi annars
staðar.“
Stærsta þáttinn í starfsemi kaupfé-
lagsins segir Guðrún vera útvegun á
rekstrarvöru fyrir bændur. Umsvif í
Opnun gistihússins í gamla símstöðvarhúsinu
Starfsmenn fagna opnun gistihússins en að sögn Guðrúnar er saga þess hin
merkilegasta og óvíða í sýslunni hafí fieira fólk verið heimilisfast fyrr á tíð.
sögu eru til staðar á Borðeyri. Riis-
húsið, sem er eitt elsta hús landsins
og er friðlýst, hefur á seinni árum
fengið andlitslyftingu. Húsið er í eigu
kaupfélagsins og auk verslunarsög-
unnar sem þar verður varðveitt verð-
ur einnig komið upp safni gamalla
mynda, m.a. frá þeim tíma sem Borð-
eyri var aðalútflutningshöfn fólks af
Norður- og Vesturlandi sem fluttu til
Vesturheims á síðustu öld. „Það hef-
ur nánast risið úr öskustó, það var
orðið illa farið þegar endurreisnar-
starfið hófst en burðarviðir þess
höfðu staðið af sér tímans álag og
reyndust traustir. Það hefur nú feng-
ið sitt upprunalega ytra útlit. Starf-
andi er áhugahópur um framkvæmd-
imar en fyrir honum fer Sverrrir
Bjömsson í Brautarholti en Bragi
Skúlason, húsasmíðameistari frá
Ljótunnarstöðum, hefur haft umsjá
framkvæmdanna á hendi.“
Hrútafjörður og
Samvinnuhreyfíngin
Guðrún segir að fljótlega komi að
endurbótum að innan en hússins bíði
veglegt og verðugt hlutverk í framtíð-
inni, þ.á m. að þar verði vörslustað-
ur allrar verslunarsögu svæðisins.
Verslunarbækumar eru merk heim-
ild um viðskiptahætti fyrri tíma.
sambandi við starfsemi Veitingaskál-
ans í Brú hafi sifellt verið að aukast
og í mánuðinum verður opnuð svo-
nefnd hraðbúð í Brú. Stærsti þáttur-
inn til framtíðar litið segir Guðrún
vera opnun gistihúss í gamla sím-
stöðvarhúsinu við Brú. Guðrún segir
einnig sögu símstöðvarhússins vera
hina merkilegustu, og óvíða í sýsl-
unni hafi fleira fólk verið heimilis-
fast i einu húsi en á velgengnisárum
þess. „Að auki var þar fólk tíma-
bundið við störf, einkum stúlkur.
Koma þeirra og dvöl urðu meðal ann-
ars til þess að bjarga svæðinu frá of
mikilli hreinræktun," segir Guðrún
Jóhannsdóttir. -GF
Landsins mesta úrval
af unaðsvörum
ástarlífsins.
Myndbönd í ótrúlegu úrvali.
Opiö
mán.-fös. 10-11
laug.10-16
Fákafeni 9 • S. 553 1300