Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2000, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2000, Side 10
10 Skoðun LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2000 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Svelnn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgófustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Bjöm Kárason Aðstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plötugerö: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverö 180 kr. m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endur- gjalds. DV greiöir ekki viömælendum fyrir viötöl viö þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Lofaður sé Stóri bróðir Ráðuneytisstjóri sjávarútvegsmála og einn af helztu höfundum kvótalaganna hefur með ráðherravaldi verið gerður að hæstaréttardómara til að tryggja meirihluta í dómstólnum með kvótanum. í þessu skyni gekk ráð- herra framhjá reyndum héraðsdómurum. Þetta atvik er gott dæmi um takmarkanir lýðræðis á íslandi, annars vegar of litla skiptingu valds og hins vegar of lítið aðhald almennra leikreglna. Það sýnir líka, hversu nauðsynlegt var fyrir okkur að gangast undir fjölþjóðavald Evrópska efnahagssvæðisins. Frá Evrópu kemur krafan um, að lýðræði sé annað og meira en kosningar á fjögurra ára fresti og alræði ráðherra þess á milli. Þar er krafizt skiptingar ríkis- valdsins á marga staði. Þar er krafizt laga og reglu- gerða, sem fela í sér leikreglur fyrir alla jafnt. Aðild okkar að evrópskri samvinnu hefur gert Hæstarétt að fífli. Hvað eftir annað hafa dómar hans verið gerðir afturreka á meginlandinu og íslenzka rík- ið neytt til að greiða ríkisborgurum bætur, ef þeir hafa haft bein í nefinu til að sækja réttlæti til Bruxelles. Stjómvöld tregðast við að læra af þessari reynslu. Þau nota skipunarvald ráðherra yfir dómsvaldinu til að skekkja dóma í þágu kerfisins. Þau semja lög og reglu- gerðir til eflingar sérréttinda forréttindahópa, snið- ganga til dæmis leikreglur í þágu kvikmyndagerðar. Dálæti kjósenda og stjómvalda á gerræðisvaldi ráð- herra minnir á ástand fyrri alda hér á landi, þegar inn- lendir embættismenn stóðu þvert fyrir rétti almúgans. Þá sóttu duglegir bændur rétt sinn til kóngsins í Kaup- inhafn. Nú sækja menn rétt sinn til Bruxelles. Meðvitundarleysi íslenzkra kjósenda gagnvart vest- rænum leikreglum lýðræðis, skiptingu rikisvaldsins og annarri takmörkun þess felur í sér afsal borgaralegra réttinda og um leið afsal fuUveldis í hendur Stóra bróð- ur í Bruxelles, sem leiðréttir íslenzk stjómvöld. Gildi hinnar óbeinu aðildar okkar að Evrópusam- bandinu felst ekki nema að litlu leyti í efnahagslegum ávinningi af aðgangi að markaði. Miklu meira máli skiptir aðgangurinn að vestrænum leikreglum og jöfnu réttlæti fyrir alla, vernd gegn gerræði ráðherra. íslenzka ríkið er hins vegar oftast og ekki sízt núna rekið í þágu forréttindafyrirtækja, er fá sérleyfi og einkaleyfi á vegum ríkisins, svo sem kvóta og gagna- grunn, og hafa aðstöðu til að kaupa ríkisfyrirtæki fyrir lítið og breyta ríkiseinokun i einkaeinokun. Röð dæmanna ætti aö skelfa kjósendur. Síldar- og fiskimjölsverksmiðjumar voru gefnar kolkrabbanum. Bifreiðaeftirlitinu var breytt í einkaeinokun, sem hélzt árum saman. Fjárfestingarbanka atvinnulífsins átti að afhenda kolkrabbanum á silfurfati, en tókst ekki. Forsætisráðherra okkar skiptir skapi, þegar forrétt- indadæmið gengur ekki upp. Refsivöndurinn er hafður á lofti og gerræðið er skammt undan. Allt þetta láta kjósendur sér vel líka og munu staðfesta hið sérís- lenzka ástand í næstu alþingiskosningum. Áður hefur verið sagt hér í leiðara, að ekkert sé það að á íslandi, sem ekki megi laga með því að skipta um kjósendur. Það er nefnilega kjami málsins, að íslenzka ráðherraveldið hefur blómstrað i skjóli kjósenda. Með- an þeir kveina ekki, heldur gerræðið sínu striki. Við þessar aðstæður er eðlilegt að ljúka hverjum degi með því að prisa Stóra bróður í Evrópusambandinu, sem sættir sig ekki við séríslenzka vitleysu. Jónas Kristjánsson DV Moskva brennur Mig minnir að það sé Bismarck sem á að hafa sagt um Rússa: „Þeir eru lengi að spenna fyrir, en þeir aka hratt.“ Svipuð speki sem ég held að sé líka höfð eftir Bismarck er þessi: „Rússland er aldrei jafn veikt og virð- ast kann, en ekki jafn sterkt heldur." Hvort tveggja er skarplega athugað - sannleikskom sem benda manni á að Rússland sé einhvem veginn öðmvísi en sá hluti heimsins sem við köllum Vesturlönd og eigi aldrei eftir að verða að öllu leyti eins og þau. Þversögnin Rússland Það er erfitt að halda því fram að almenn þjóðfélagsþróun í Rússlandi undanfarinn áratug hafi verið til góðs að öllu leyti. Flestu hefur hrak- að eins og margir telja sig hafa kom- ist að eftir kafbátaslysið í Barents- hafi í ágúst. En þrátt fyrir ýmsar hrakfarir í svokállaðri lýðræðisþró- un Rússa hafa menn viljað halda því fram að á meðan valdhafar aðhyllt- ust lýðræði í öllum meginatriðum, þá þyrfti ekki að hafa neinar áhyggj- ur. Þannig var litið svo á að kostim- ir væm tveir: Afturhvarf til einræð- is eða framþróun til vestræns lýð- ræðis. En kostimir eru alltaf fleiri en tveir. Það stjómarform sem þróast hefur í Rússlandi skortir enn marga grundvallarþætti lýðræðis, einkum það grundvallaratriði réttarríkisins að valdið sé takmarkað og skýr skil á milli framkvæmdavalds, löggjafar- valds og dómsvalds. Sterkara miðstjórnarvald Helstu breytingarnar sem Vla- dimír Pútín hefur komið til leiðar síðan hann varð forseti um áramót miða að því að styrkja ríkisvaldið í einstökum hémðum Rússlands. Hann hefur nú þegar dregið mjög úr valdi héraðsstjóra og sett þá undir sérstaka umboðsmenn sína. Pútín hefur einnig komið því í gegn að héruð landsins séu látin greiða meira til ríkisins en verið hefur síðustu ár. Héruðum verður ekki leyft að halda meiru eftir af tekjum sínum en 30 prósentum, hitt rennur í ríkissjóð. Þetta á eftir að koma illa niður á valdahópum sem myndast hafa á einstökum stöðum. Hætt er viö að það komi líka illa niður þar sem framkvæmdir hafa verið miklar, ekki síst í Moskvu, en borgin hefur tekið stakkaskiptum á skömmum tíma. Þó að það sé fullmikið sagt að þessi styrking ríkisvaldsins leiði beint til stöönunar þá felur hún í sér ákveðna stefnubreytingu: Vald- dreifing er í raun gefm upp á bátinn eftir næstum tiu ára tilraunir. Meiri stjórn á fjölmiðlum Nú liggja fyrir drög að upplýsinga- stefnu stjórnarinnar, leynilegt plagg sem var lekið i fjölmiðla í Moskvu fyrir nokkru og hefur valdið fjaðrafoki. Stefnudrögin miða að því að auka áhrif stjómvalda á fjölmiðla, gera þeim auðveldara að sjá til þess að umfjöliun sé ekki of neikvæð. Það er sagt um Pútin að hann ótt- ist mjög neikvæða fjölmiðlaumfjöll- un. Að þessu leyti er hann ólíkur for- vera sínum í embætti, Borís Jeltsín, sem skipti sér ekki af umfjöllun fjöl- miðla nema í eitt skipti - þegar barist var á götum Moskvuborgar. Þó að enn hafi Pútín ekki gert neina at- lögu að fjölmiðlum þá er eins og margir telji aðeins tímaspursmál að það gerist. En það er ekki eins og fjölmiðlarn- ir séu frjálsir og óháðir. Staðreyndin er sú að flestir fjölmiðlar í Rússlandi eru miklu háðari ýmsum hagsmuna- aðilum en fjölmiðlar í Vestur-Evrópu og stundum ekki annað en tæki þeirra. Það er kostulegt að sjá hve ólíkt rússneskir fjölmiðlar taka á sömu efnunum um þessar mundir Agúst var mikill stórslysamánuður í Rússlandi og þó að hinir válegu at- burðir séu ótengdir með öllu hneig- ist fólk til að stilla þeim saman. Fyrst fórst fjöldi manna í sprengju- tilræði í Moskvu, svo sökk glæsi- legasti kafbátur flotans og loks brann sjónvarpsturn Moskvuborgar, næsthæsta bygging í heimi, að því sagt var. allt eftir því hvers hagsmunir eru í húfi. Þetta ófremdarástand gerir Pútín auðveldara að halda því fram að ríkisvaldið eigi að veita fjölmiðl- um aðhald og jafnvel hafa einhvers konar eftirlit með þeim. Stjórnarhættir fyrr og nú Ágúst var mikil stórslysamánuður í Rússlandi og þó að hinir válegu at- burðir séu ótengdir með öllu hneigist fólk til að stilla þeim saman. Fyrst fórst fjöldi manna í sprengjutilræði í Moskvu, svo sökk glæsilegasti kaf- bátur flotans og loks brann sjón- varpstum Moskvuborgar, næsthæsta bygging í heimi, að þvi sagt var. Hvað gerist næst? spurðu menn sig. Eru innviðir ríkisins að hrynja? Er búið að sýna svo mikinn trassa- skap og láta öllu fara aftur svo lengi, aö nú sé komið að endanlegu hruni? Svo einfalt er það auðvitað ekki, en það má gera ráð fyrir því að leiðtog- arnir í Kreml spyrji sig sömu spum- inga, og það má gera sér í hugarlund að þeir séu hræddir. Kannski em þeir gripnir svipaðri hræðslu og Sovétstjómin var á átt- unda og níunda áratugnum, áður en Gorbatsjov tók við völdum. Á þeim tíma og kannski lengur einkermdist öll stjómsýsla og hagstjóm Sovétrikj- anna af skammtímalausnum sem höfðu ekki annað markmið en að leysa eða koma í veg fyrir neyðarástand. Það var eitthvað svipað á ferðinni þegar Pútín tilkynnti eftir kaf- bátaslysið að laun yfirmanna í her og flota yrðu hækkuð umtalsvert í lok ársins, lýsti því yfir að stofnaðar yrðu björgunarsveitir við allar flota- deildir og gaf ýmis fleiri loforð til þess ætluð að bæta skaðann sem orð- inn var, lægja öldurnar, friða þjóðina. Það hefur einhver hræðsla gripið um sig í Kreml og það kann ekki góðri lukku að stýra, því hræddir leiðtogar em hættulegir. Það er líka freistandi að skýra sí- harðnandi ummæli Pútíns og ann- arra háttsettra Rússa vegna geim- varnaáætlunar Bandaríkjamanna upp á síðkastið með hræðslu um yfir- vofandi hrun. Og angi þeirrar hræðslu væru hin furðulegu ummæli Sergeis Rogovs, forstöðumanns Am- eríku- og Kanadastofnunar Rúss- nesku vísindaakademíunnar, hér á íslandi í vikunni, þegar hann gaf í skyn að geimvarnaáætlunin mundi breyta hernaðaráætlunum Rússa gagnvart íslandi verulega. Það er alltaf erfitt og stundum ómögulegt að spá í hin litríku spil rússneskra stjómmála, en hafi ein- hvem tímann, eftir endalok Sovét- ríkjanna, verið viss hætta á ferðum þá er það nú. Gore hefur ákveðið að taka þátt í einum kapprœðum... Árni Snœvarr hefur samþykkt að tala á móti honum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.