Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2000, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2000, Qupperneq 31
LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2000 31 Helgarblað Ekkert varöandi kynlífiö er okkur óviökomandi. V-nal Cream for legs and feet V-nalvinnuf V nal lettif Far beautifui. smooth and heaJthy legs Fæst I Apótekinu, Lyfju, Lyf og heilsu og apótekum landsins. Troöfull búö af spennandi unaösvörum ástalífsins fyrir dömur og herra. Opiö nán.-fös, 10-18 _ , , laug.10-1B fÖJ Fákaferti 9 • S, 553 1300 Utsala, utsala Bára bleika hefur auglýst útsölu í verslun sinni. Allt á að seljast, bæði lager sem innanstokksmunir. „ Tískan í dag er meira fyrir þær kornungu enda finnst mér verslanir hér í bæ ekki hugsa nógu vel um konurnar heldur aðeins ungu stúlkurnar, “ segir Bára sem hefur sérhæft sig í sölu á klassískum fatnaði fyrir konur í 50 ár. Bára Sigurjónsdóttir hefur rekið bleikustu verslun landsins í tæpa hálfa öld: Fimmtíu ár í fatabransanum Bleikur í uppáhaldi Bára segir aö bleikur sé þægilegur litur sem klæðir flestar konur vel. Sér ekki eftir neinu Síðan Bára auglýsti útsöluna fyrir þremur vikum síðan hef- ur heldur betur verið nóg að gera i versluninni. Planið er ekki bara að selja allan fatalagerinn heldur einnig inn- anstokksmunina eins og þeir leggja sig. „Það er mikið af speglum, ljósakrónum og öðrum antik- munum frá Ítalíu, Frakklandi og Danmörku sem við erum að selja,“ segir Bára og bendir í kringum sig. Henni þykir greini- lega vænt um alla þessa hluti. Hún hefur gengið undir nafninu Bára bleika og rekið kvenfataversl- un á Hverfisgötunni í tæp 50 ár. Nú hefur verslunarkonan Bára Sigur- jónsdóttir hins vegar ákveðið að hætta verslunarrekstri og auglýsir útsölu í bleikustu verslun landsins. „Mér finnst vera kominn tíma á það að hætta eins og þú getur rétt ímyndað þér eftir tæp 50 ár í brans- anum. Það er timi til kominn að sinna börnum og bamabörnum. Þú rekur nefnilega ekki svona fyrir- tæki nema fórna einhverju í stað- inn. Og þar sem ég er orðin þetta fullorðin ætla ég að reyna að nota tímann í hluti sem mig hefur lengi langað til þess að gera,“ segir Bára. Fiskur dag eftir dag Bára sem er nýflutt í Hafnarfjörð- inn, fæðingarbæ sinn, hefur engar áhyggjur af því að henni eigi eftir að leiðast þegar hún lokar verslun- inni endanlega. „Mér leiðist aldrei einni. Það er svo gaman að lifa, lífið er svo dá- samlegt. Ég hef alltaf nóg að gera og skemmti mér alltaf, ég hlýt að vera svona skemmtileg," hlær Bára og aðstoðarstúlkur hennar í verslun- inni taka undir. „Ef fleiri hefðu sama lífsviðhorf og Bára myndi fólk eldast mun bet- ur,“ skýtur aðstoðarstúlkan Ema inn í en engum dylst að Bára ber sín 78 ár óvenju vel. skyndibitastaður til sölu 18 lítra og 800 watta, nettur örbylgjuofn býðst nú á góðu verði. Fínn í upphitun, prýðilegur í samlokugerð.góður fyrir ýmsa smárétti og pottþéttur poppari. Staðsetning er mjög miðsvæðis og opnunartími sveigjanlegur. Verði þér að góðu ^ 12*900 „Ég hef alltaf verið afskaplega heilsuhraust. Ég tek engin vítamín en aftur á móti borða ég mikið af fiski,“ segir Bára og gefur ekki meira upp varðandi leyndarmálið á bak við sitt góða útlit. Alltaf veriö með gott starfs- fólk Á þessum 50 ámm, sem verslunin hefur starfað, hafa ýmsar tísku- sveiflur verið í gangi en Bára hefur þó aðallega haldið sig við klassísk- an fatnað frá Ameríku. „Ég hef voðalega gaman að því þegar hingað koma konur sem segjast hafa keypt kjól hjá mér fyrir 15 árum sem þær eiga og nota enn og fmnst alltaf jafn- góður,“ segir Bára sem kann alls ekki illa við viðurnefnið Bára bleika. „Þaö er tilkomið út af litnum á versluninni. Ég féll fyrir þessum lit fyrir fjöldamörgum árum og lét mála verslunina í honum bæði að utan sem innan. Þetta er þægilegur litur, góður bakgrunnur og klæðir líka flestaflar konur vel,“ segir Bára sem sjálf hefur gengið mikið í bleiku gegnum tíðina. En hver er galdurinn á bak við vel lukkaðan verslunarrekstur? „Ég hef fyrst og fremst alltaf haft afskaplega gott starfsfólk. Ég hef verið með afgreiðslustúlkur sem hafa verið hér i 20 til 25 ár. Við tök- um afltaf afskaplega vel á móti við- skiptavininum og reynum að skapa þannig stemningu að honum líði vel þegar hann kemur inn, hvort sem bara er verið að skoða eða ekki. Al- mennileg þjónusta er vand- fundin hér í Reykjavík enda er þjónustulund ekki í lundarfari íslendinga. Svo gengur enginn atvinnurekstur ef þú ert ekki að fylgjast með því sjálf, sama hversu gott starfsfólk þú ert með. Eigandinn er alltaf lífið og sálin í rekstrinum," upplýs- ir Bára. 2800 www.ormsson.is sHARP Hvaða hlut muntu sjá mest eftir? „Engum. Þegar maður er búinn að taka svona ákvörðun þá sér mað- ur ekki eftir neinu, það er svo margt annað sem bíður min,“ segir Bára að lokum. -snæ í... afi l
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.