Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2000, Page 47

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2000, Page 47
LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2000 55 Tilvera i>v (Viyntlböntl Milla Jovovich: Slavnesk fegurð í Hollywood Milla Jovovich er fjölhæf stúlka sem lætur til sín taka á ýmsum sviðum. Hún er orðin stjama í kvik- myndaheiminum eftir leik í tveim- ur stórmyndum fyrir franska leik- stjórann Luc Besson en það eru The Fifth Element (1997) þar sem ójarð- nesk fegurð hennar nýtur sín vel í hlutverki Leeloo, hinnar fullkomnu veru, og síðan Jóhanna af Örk (1999) sem var að koma út á myndbandi. Ekki hefur samband þeirra ein- göngu verið á faglegum nótum því þau giftust í kjölfarið á gerð The Fifth Element en eru nú skilin að skiptum og vafasamt um frekara samstarf þeirra í kvikmyndum. Barnafyrirsæta Milla Jovovich fæddist 17. desem- ber 1975 í Kiev í Úkraínu en foreldr- ar hennar, úkraínsk leikkona og júgóslavneskur læknir, fluttu með hana til Bandaríkjanna þegar hún var fimm ára. Hún sýndi snemma af sér tónlistarhæfileika en var upp- götvuð 11 ára af tískuljósmyndara og hóf atvinnuferil sem tískufyrir- sæta. 12 ára var hún alvöruþrungin á svip á forsíðum tískutímaritsins The Face, rækilega förðuð og klædd pínupilsi og háhæluðum skóm. Tveimur árum síðar ollu myndir af henni í gallabuxnaauglýsingum deilum en erótískt þemað þótti jaðra við barnaklám. Með fram fyrirsætustörfunum fékk hún tilboö um kvikmyndaleik. Fyrsta hlutverkið var aukahlutverk í ljósbláu myndinni Two Moon The Fifth Element Milla Jovovich ásamt mótleikurum sínum, Bruce Willis og lan Holm. Jóhanna af Ork Milla Jovovich í hlutverki dýrlingsins frá New Orleans. mg . Joan of Arc ★★■< Sveitastelp- an sem sigr- aði Englend- inga Það þarf ekki að koma á óvart að Luc Besson tæki af skarið og gerði alvörustórmynd um eina helstu þjóðhetju Frakka, Jóhönnu af Örk, en hann er eini Fransmaðurinn sem er nógu mikill stórlax til að íjár- magna jafn dýra framleiðslu sem þessi mynd er. Jóhanna var fátæk sveitastelpa sem tókst að sannfæra krónprins Frakka um að Guð hefði gert hana út af örkinni til að endurheimta lönd hans úr klóm Englendinga og Búrgunda. Hann lét henni hersveit- ir í té og hún vann glæsta sigra á Englendingum en eftir að prinsinn var krýndur fór honum að þykja hún helst til herská og vildi fara samningaleiðina. Hún var því svik- in og seld í hendur Englendingum sem brenndu hana á báli fyrir trú- villu. Að mestu leyti er þetta hefðbund- ið sögulegt drama en Jóhanna af Örk er mótsagnakennd persóna sem verður engan veginn trúverðug í meðförum leikstjórans og spúsu hans, Millu Jovovich. Miklu púðri er eytt í sýnir hennar og að skapa tvíræðni í þeim en eftir stendur að það eru helst vel útfærð bardagaat- riðin sem gleðja augað og lyfta myndinni upp úr meðalmennsku. Góðir aukaleikarar lífga líka aðeins upp á hlutina. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Luc Besson. Aöalhlutverk: Milla Jovovich, John Mal- kovich, Faye Dunaway og Dustin Hoffman. Frönsk, 1999. Lengd: 151 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ Junction (1988) og 1991 lék hún sitt fyrsta aðalhlutverk í framhalds- myndinni Retum to Blue Lagoon. í kjölfarið fór hún að fá hlutverk í bitastæðari myndum, Kuffs (1992), Chaplin (1992) og Dazed and Confu- KlrtsgísM m\ iidli.iiul sed (1993). Árið 1994 ákvað hún svo að taka sér frí frá fyrirsætustörfum og kvikmyndaleik og hljóðritaði plötu, The Divine Comedy. Eftir sex mánaða tónleikaferðalag sneri hún sér að fyrirsætustörfum aftur en hún átti eftir að gefa út aðra plötu, The Peopletree Sessions, árið 1988. Sljarna fæðist Árið 1997 var svo árið sem Milla Jovovich varð stjama með leik sín- um í The Fifth Element. Luc Besson valdi hana úr hópi yfir 2000 umsækj- enda og töldu margir að hann væri að gera mikil mistök með því að velja óreynda leikkonu sem helst var þekkt fyrir sóðalegar gallabuxnaaug- lýsingar. En myndin varð geysivin- sæl og Milla Jovovich sló í gegn i hlutverkinu. Rætur hennar í fyrir- sætustörfum sjást í leikstíl hennar sem byggist meira á því að skapa ímynd persónunnar en túlka heimar innri mann. Þessi leikstíll gekk vel upp í The Fifth Element sem er í eðli sínu myndræn fantasía en virkaði ekki eins vel i túlkun á sálarkreppu Jóhönnu af Örk tveimur árum síðar. Hún fékk þó góða dóma hjá mörgmn gagnrýnendum og betri viðtökur en myndin sjálf. í millitíðinni lék hún aukahlutverk í mynd Spike Lee, He Got Game (1998). Fyrr á þessu ári lék hún aðal- kvenhlutverkið í mynd Wim Wend- ers, The Million Dollar Hotel, eftir sögu Bono, söngvarans í U2. Einnig lék hún á árinu í mynd Michaels Winterbottoms, Kingdom Come, um mann sem selur konu sína og dóttur djöflinum. Á næsta ári eigum við síðan von á henni í Dummy um söngvara sem syngur gyðingatónlist og búktalara sem túlkar persónuleg vandamál sin í gegnum brúðu sína. Hún er ekki alveg búin að gefa fyr- irsætustörf upp á bátinn og segist varla munu gera það nema hún fari að fá jafnmikið fyrir kvikmyndaleik sinn og Cameron Diaz fær (það gæti komið að því). Pétur Jónasson TheRose ★★★i Stórstjarna, eitur- lyf og villt líf Mynd þessi er lauslega byggð á lífi Janis heitinnar Joplin. Bette Midler leikur rósina, Rose. Rósin gefur sig undan því álagi er fylgir frægö og frama og leitar á náðir áfengis og eiturlyfja. Henni tekst ekki að helga sig nokkrum manni lengur en stutta stund og þegar hún loksins verður alvarlega ástfangin og elskuð af manninum sem hún er með þá tekst Rósinni ekki að elska að fullu eða hún elskar e.t.v. of mik- ið. Fyrrum bílstjórinn, Dyer, ástin eina og sanna, reynir að hindra Rós- ina í að eyðileggja sjálfa sig með líf- emi sínu en tekst misvel. Hlið sú er þessi mynd sýnir á lífi frægrar poppstjömu er allt annað en fógur. Hver stjama á sína eigin sögu og sama hvemig ímynd er búin til um stjömuna kemur ailtaf eitthvað af stjömunni sjáifri í ljós, hvort sem um er að ræða hamingu eða óhamingju. Það er ekki nóg að vera frægur til að vera hamingju- samur. Hamingjan kemur víst inn- an frá eins og sagt er. Hins vegar er hægt að reyna og sumir eru einfald- lega of hæfileikaríkir til að aðrir fái ekki að njóta þess. Bette Midler leikur snilldarvel hlutverk Rósarinnar. Hún hefur þetta skemmtilega fallega ófriða út- lit og hæfileiki hennar til að syngja er óneitanlega mikill. Bette passar einhvem veginn fullkomlega í hlut- verkið. Gaman er að sjá hana svona unga, granna og einfaldlega þó nokkuð öðruvísi en hún er í dag. Gella er ekki orð sem notað er um Bette Midler í dag. Aðrir leikarar koma sínu vel til skila í myndinni og í heildina er um afar góða frammistöðu að ræða. Persónusköp- unin er áhrifarík og magnar stór- lega myndina í heild sinni. Hæfileikar leikaranna og efnivið- ur myndarinnar hefur haldið henni lifandi þennan tíma. Það virðist al- veg sama hve mörg ár líða og hvem- ig tískan breytist, lífemi stjama, í tónlistargeiranum þá helst, virðist litið breytast. Það er allltaf sama sukkið og svínaríið tengt ímynd- inni. Þó svo að nýjar „heilbrigðar“ stjömur séu komnar fram á sjónar- sviðið núna og hafi alltaf verið til i skugganum þá yfirgnæfir hið háskalega lífemi. Alveg eins og Jan- is Joplin lifir enn þá sem listamað- ur þá dó hún skuggalega ung úr of- neyslu vímuefna. Þessi mynd á upp á pallborðið hjá mörgum. Hún er skemmtilega sorg- leg og einstaklega vel úr garði gerð. Það eru miklir hæfileikar í gangi og tilgangi myndarinnar hefur verið náð. Lífið er ekki dans á rósum. Myndin fæst í Videóhöllinni. Leikstjóri: Mark Rydell. Aöalhlutverk: Bette Midler, Alan Bates, Frederic Forrest, Harry Dean Stanton og Barry Primus. Bandarísk, 1979. Lengd: 134 mín. Bönnuö innan 16 ára. Guðrún Guðmundsdóttir Hvernig væri að þroskast! Anywhere but here ★★"Á > Öll tökum við út okkar ofur- hraða-þroskaár. Þau eru kölluð ung- lingaárin. Þá er gersamlega allt hrikalega viðkvæmt og foreldramir em alveg sérstakt tilfelli. Hvílík og • önnur eins ósköp. Sérstaklega reyn- ist það sumum erfitt að uppgötva að foreldramir eru ekki alvitrir né fullkomnir. Móðurinni Adele finnst líf sitt standa í stað og að hún og dóttir hennar þurfi að gera eitthvað í mál- unum. Hún dregur dóttur sína, Ann, nauðuga með sér til Kalifom- íu. Dóttirin telur líf þeirra í smábæ í miðríkjum Bandaríkjanna full- komið eins og það er. Hins vegar er hún ekki sjálfráða og þvi ræður Adele. Og af stað fara þær. Þvi mið- ur fyrir þær mæðgur lítur út fyrir að móðirin sé sú vanþroskaðri af þeim tveimur. Adele telur sig eiga séns í hvaða mann sem er og þrátt fyrir að telja sig veraldarvana þá er hún smábæjarpía og ekki dugar að hafa bjartsýnina að leiðarljósi. Hins vegar hugsar Ann um það eitt að losna frá móöurinni. Leikur Natalie Portman er ágæt- ur en þó finnst manni ekki sem neinn stórleikur sé á ferð. Susan Sarandon skilar sinu, enda þrælvön leikkona. Það vantar nauðsynlegan neista í myndina og hún situr eftir hálfflöt. Söguþráðurinn er rökréttur í sjálfu sér en nær ekki heldur að hrífa áhorfandann. Myndin er - sæmileg áhorfs en fær stjörnur fyr- ir það eitt að vera vel gerð. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Wayne Wang. Aöalhlutverk: Susan Sarandon og Natalie Portman. Bandarísk, 1999. Lengd: 109 mín. Leyfö fyrir alla aldurs- hópa. -GG Nettoyage á sec ★★ Sumt er bet- ur látið ókannað Sumir eru giftir sömu manneskj- unni þangað til dauðinn aðskilur þau eins og kristnin boðar. Skilnað- ur er hins vegar lausn margra og því er ekki nóg að vera komin með hring á fingur til að tryggt sé að ást- in sé eilíf, hvað þá heldur hjóna- bandið. Allflestir vita að ástin breyt- ist með tímanum og fremur kemur meiri skilningur en ástríða í sam- bandið eftir því sem lengra líður. Fatahreinsun hjónanna Jean Marie og Nicole hefur verið þeirra lifibrauö og þar sem hún gefur ekki mikið af sér hafa þau ekki gert mik- ið annaö en borða, sofa og vinna. Helsta skemmtunin er að kíkja ein- staka sinnum út með vinafólki. Þau fara eitt sinn með vinafólki sínu á stað þar sem sýnd eru nokkuð eró- tísk atriði. Þetta hefur mun meiri áhrif og afleiðingar en nokkum get- ur grunað. Sagan er sigild í sjálfu sér - hjón, j fjölskylda og nýjar slóðir. Spuming- in er bara hvaða troðnu slóð veröur fetað. Handritið er þétt og stígandin helst í myndinni. Myndin er ekki af- spymu skemmtileg en það er hægt . að horfa á hana. Hún er tilvalin fyr- ir fólk sem þolir ekki Hollívúdd- i myndir. j Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Anne Fontaine. Aöalhlutverk: Miou Miou, Charles Berling og Stanislas Mehar. i Frönsk/spænsk, 1998. Lengd: u.þ.b. 97 mín. Bönnuö innan 16 ára. ' -GG > j I I t j

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.