Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2000, Page 50

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2000, Page 50
38 LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 2000 Helgarblað I>V Lengd brautar: 5.762 km Fjöldi hringja: 53 Monza : 10. september 2000 Monza sú hrað asta - meðalhraðinn yfir 240 km á klukkustund Curva Grande Curva di Lesmos Variante della Roggia Rettifilo Tribune Allt síðan 1921 hefur verið keppt á Monza í kappakstri en þessi mekka kappaksturs á Ítalíu er rétt utan við Mílanó og hefur dregið að sér milljónir ítalskra áhorfenda í gegnum árin, Tifosi, eins og þeir einir heita á Ítalíu. Brautin hefur hýst Formúlu 1 frá upphafi hennar árið 1950, utan eitt skipti, og er á stalli með Mónakó og SPA sem ein af perl- um Formúlu 1. Monza er hraðasta brautin sem notuð er í Formúlu 1. Meðalhraðinn á henni er yflr 240 km á klukkustund og á hraðasta kafla hennar ná ökumenn allt að 350 km hraða. Þrátt fyrir að und- anfarin ár hafi verið bætt við „hraðahindrunum" hefur Monza ávallt verið sú hraðasta og oft á tíðum sú hættulegasta. Hvergi er notað minna áfallshom á aftur- og framvængi og loftmótstaða þeirra því lítil. Hraðinn verður fyrir vik- ið mun meiri og álagið á bremsu- kerfi gífurlegt því fyrir hverja beygju eru miklar hraðabreyting- ar. Vegna lítils grips eru bílamir viðkvæmir á bremsuköflum og beygjum sem kallar á mikla ná- kvæmni ökumanna við að finna rétta bremsu-augnablikið. Sé bremsað of snemma tapast dýr- mætur timi en sé bremsað of seint endar það oftast utan brautar. Hvergi er bensínfóturinn lengur í botni en á Monza en 71% af keppninni heldur ökumaðurinn bensíngjöflnni í mestu gjöf (sjá graf) og mikið er notað af elds- neyti. Flest liðanna koma tfl með að taka eitt þjónustuhlé á meðan litlu karlamir, sem hafa engu að tapa, prófa að taka tvö. Curva del Serraglio Curva del Vialone Variante Ascari Alessandro Zanardi Ralf Schumacher Svona erlesið. Hraði —i i— Þyngdarafl Tímasvæði 1“ —S Samanlagöui^p^i 'Byggt á timatökum 99 Curva Parabolica Lap data supptiedby Benetton*"* Formuta Grafík:© Russell Lewis COMPACL yfirburdir r\ :■ m \ a i _ i Stadreyndir I Vangaveltur um keppnisáætlun | Yfirborð brautar Flatt Veggrip Meðal Dekkjaval Meðal Dekkjaslit Mikið Álag á bremsur Very high Full eldsneytisgjöf 71% (úrhring) Eldsneytiseyðsla Mikil iVidaerdaráætlun = 1-stopp 2-stopp 3-stopp 1 | (1) 19-21 (1) 15-17 (2) 35-37 (2) 25-27 (jÆm a (3) 38-40 J] Heinz-Harald Frentzen (2) | l\ Ralf Schumacher (5) Mika Salo (6) 1\ Rubens Barrichello (7) 1\ David Coulthard (3) 6| Eddie Irvine (8) (Rásröð keppenda) —1 Hraðasti keppnishringur Ralf Schumacher (hringur 48) 1m:25.579/242.723 km/klst : 1 Tímataka 1 Mika Hákkinen fcBSHflfefell ~z Heinz-Harald Frentzen 3 David Coulthard Breyting á brautinni Rétt eftir ráskafla brautarinnar hafa verið lagfærðar tvær beygjur og gerðar að einni, Tettifilo Tribu- ne (sjá graf). Þar er komin kröpp hægri beygja sem snýr svo strax aftur til hægri inn í Curva Grande. Þetta hefur verið gert til að minnka hraðann i brautinni og er talið að um það bil tvær sek. bætist við tima ökumanna við þessa breytingu. Missi menn af beygjunni er enn hægt að aka „gamla veginn" en með því vinnst mikill tími og er ömggt að refs- ingum verður mikið beitt notfæri ökumenn sér þessa styttingu. Ekki eru allir á eitt sáttir um þessar breytingar og hefur farið af stað hópur bflstjóra sem telja að árekstur á fyrsta hring verði óum- flýjanlegur. Ökumenn verða að fara úr hámarkshraða niöur í hægasta hluta brautarinnar og á fyrsta hring verða örugglega ein- hverjir óþolimóðir sem missa af bremsupunkti sínum og lendi aft- an á næsta manni. Samkvæmt nýjustu veðurspá er ekki reiknað með öðm en góðu veðri um helg- ina sem ætti að gleðja íslenska ferðalanga, sem og ökumenn For- múlu 1-liðanna sem flestum líkar betur sólin en rigningin. -ÓSG 14. keppni ársins á mótaröð Formúlu 1: Heimavöllur Ferrari - að duga eða drepast fyrir Schumacher og ítalska liðið Það er ekki tU sá staður á jörðinni þar sem Formúlu 1 hjartað slær hrað- ar, ástríðan meiri, hefðin ríkari og áhorfendumir ofsafengnari en þar sem 14. Formúlu 1 keppni ársins verður háð um þessa helgi, Ítalíu. Italía er mekka Formúlu 1 því þar er upphafið og þar er rauður litur hrað- ans. Síðan Formúla 1 hóf göngu sína fýrir hálfri öld hefur nafh Ferrari verið órjúfanlegur hluti kappaksturs- ins og fáir geta hugsað sér Formúlu 1 án Ferrari. Þrátt fyrir hefðir og ástríðu hefur liðið ekki átt heims- meistara í 21 ár og þrátt fyrir heiðar- legar tilraunir undanfarin þrjú ár virðist sem enn eitt tækifærið sé að renna Michael Schumacher og félög- um úr greipum. Undraverður hraði McLaren-bílanna og geysiöruggur akstur Mika Hakkinen hefur jafnt og þétt saxað á það yfirburðaforskot sem Ferrari hafði þegar keppnistímabilið var hálfnað. Og nú þegar liðin mæt- ast á heimavelli Ferrari er allt eins víst að það enska rúili yfir það ítalska og niðurlægi það í rósagarði þess, kappakstursbrautinni Autodromo Nazionale di Monza. 40% líkur að Schumacher hampi titll Gianni Angielli, framkvæmdastjóri FIAT, eiganda Ferrari, segir að þó útlitið sé svart sé engin ástæða til að örvænta strax. „Það er alltaf erfitt að sigra, en það er einmitt á erfiðum stundum sem þess- um sem karlmenn eru aðskildir frá drengjunum." Einnig segir hann að það séu aðeins sex stig sem skilji að Ferrari og McLaren og þeir muni berjast en þurfi að stiga skrefið fram á við. Forseti Ferrari, Luca di Montzemolo, er á sömu skoðun og bendir á að Michael Schumacher haf leitt stóran hluta keppninnar á SPA og á meðan leiddu þeir báðar stiga- keppnirnar. Samt telur hann ekki meira en 40% líkur á því að Schumacher verði heimsmeistari fyrir Ferrari í ár. Ekkert annað en slgur dugar Á heimavelli Ferrari verður geysilegt álag á lið- inu og ekki síst Michael Schumacher sem hefur sett mikla pressu á sjálfan sig og segir að ekkert annað en sigur á Monza á sunnudag dugi. „Enn er allt mögulegt fyrir okkur. Svo lengi sem við höfum gaman af þessu þá gefumst við ekki upp,“ sagði Schumacher fyrir helgina. Hann hef- in- þó viðurkennt að ekki sé hægt að líta fram hjá undraverðum árangri Mika Hakkinens á timabilinu og seg- ir hann ökumann í efsta klassa. „Hann á að baki tvo heimsmeist- aratitla og hefur oftast gert betur en félagi hans. Og geti maður það, hlýt- ur viðkomandi að vera góður,“ sagði Schumacher sem sjálfur á að baki tvo titla og gerir vanalega betur en félagi hans. En Þjóðverjinn, sem telur sig eflaust enn þá betri ökumann, á enn fjórar keppnir eftir til að minnka for- skot Hakkinens sem hefur unnið þrjár af síðustu fjórum keppnum. Finninn hefur mikinn meðbyr, öfugt við Schumacher sem ekki hefur unn- ið keppni síðan í kanadíska kappakstrinum um miðjan júní. Hann hefur kallað á stuðning „Tifosi" og er farinn að segja sig hálfan ítala eftir fimm ára starf hjá Ferrari, en áhorfendaskarinn á Ítalíu er engu lík- ur. Heimavöllur ökumanns er talinn geta aukið hraða hans um allt að 0,3 sek. á hring og svo er bara að sjá hvort það dugar honum á morgun. - -ÓSG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.