Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2001, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2001, Side 4
4 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001 Fréttir I>V Seinni hluti stóra fíkniefnamálsins: Tannlæknir, lögmaður og fjölskyldumeðlimir ákærðir - fyrir peningaþvætti og smávægileg fíkniefnabrot Meira en vikulöng réttarhöld heflast í seinni hluta stóra flkni- efnamálsins svokallaða í Héraðs- dómi Reykjavíkur á mánudags- morgun. Þessi hluti fjallar um meint efnahagsbrot og minni hátt- ar eiturlyfjamisferli og eru 13 manns ákærðir fyrir peninga- þvætti og smávægileg fikniefna- brot. Á meðal þeirra ákærðu má finna tannlækni, lögmann og fjölskyldu- meðlimi tveggja forsprakka smyglsins. Hjördís Hákonardóttir héraðs- dómari og tveir meðdómendur hennar dæma í seinni hluta máls- ins. Stóra fíkniefnamálið tekiö upp að nýju. Gífurlegt magn eiturlyfja fannst við rannsókn stóra fíkniefnamálsins svokall- aða í september 1999. í fyrri hluta málsins, sem tekið var fyrir í Héraðsdómi i vor, voru 15 manns fundnir sekir og dæmdir fyrir stórfellt eiturlyfjasmygl frá Danmörku, Hollandi og Bandaríkj- unum þar sem gámar í flutninga- skipum Samskipa voru notaðir sem felustaðir fyrir eiturlyf. Við rannsókn málsins lagði lögreglan í Reykjavík hald á gífurlegt magn eiturlyfja og voru forsprakkar smyglsins dæmdir í allt að níu ára fangelsi. Fimm menn af 15 sakfelldum í fyrri hluta málsins áfrýjuðu dómum sínum og verða áfrýjanir þeirra teknar fyrir i Hæstarétti hinn 24. janúar næstkomandi. -SMK Kvöldfundur á Akranesi: Bæjarstjórn skamm- ast út í fréttaritara DV-MYND ÐANÍEL V. ÓLAFSSON Frá Akranesi Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga sendi lítið bréf. Efni þess birtist á fréttavefnum Visir.is og olli miklu fjaðrafoki í bæjarstjórn Akraness. Eftirlitsnefnd meö fjármálum sveitarfélaga: Óviðunandi framlegð á Skaganum Frétt sem ekki hefur birst í DV og fréttir blaðsins um Akranes voru helsta umræðuefnið á bæjarstjórn- arfundi á Akranesi á þriöjudags- kvöldið, fyrir Qórum dögum. Fréttin hafði birst á Vísir.is. Fréttaritarinn á Akranesi var harkalega gagnrýnd- ur af íjórum bæjarfulltrúum meiri- hlutans, Framsóknar og Samfylk- ingar. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks fóru sér hægt og fannst óviðeigandi að gagnrýna fréttaritarann sem gat ekki komið vörnum við. Fundurinn var „heitur" að sögn bæjarstjóra og forseta bæjarstjómar og fréttaritar- inn og blaðið skömmuð i nærri hálf- tíma. „Við förum létt með það í sjálfu sér að sýna fram á ýmsar fréttir sem hafa verið býsna ónákvæmar," segir bæjarstjórinn Gísli Gíslason. Umbeðinn gat hann þó ekki nefnt neinar „neikvæðar" fréttir um Akranes sem komið hafa frá frétta- ritara staðarins, nema þessa frétt um áminningu Eftirlitsnefndar sem hafði þó aldrei birst í DV. Gísli seg- ir að honum sé sama þótt fréttarit- arinn sæki ekki upplýsingar til meirihlutamanna í bæjarstjóm. „En formanni bæjarráðs og forseta bæj- arstjómar er ekki sama, sérstaklega ef þeim finnst að verið sé að hampa minnihlutanum," segir Gísli og kemur kannski að kjarna málsins. Forseti bæjarstjórnar, Guðmund- ur Páll Jónsson, upplifir einelti. Hann beinir áminningarorðum til íjölmiðla og þá ekki síst DV og seg- ir orðrétt í samtali við blaðið: „Mín skoðun er þessi, það er ákveðinn einfaldleiki á ferðinni. Það er eng- inn vandi ef maður er ákveðinn pólitiskur loddari að misnota slíka stöðu. Þess vegna finnst mér að þeir sem bera ábyrgð í ritstjórn viðkom- andi fjölmiðils eigi að hafa í sér þá fagmennsku að kunna að lesa þá stöðu sem ber uppi og átti sig á hlut- unum hvernig þeir eru að skapast." Fréttaritari DV á Akranesi, Daní- el V. Ólafsson, sat undir ádrepunni og hljóðritaði fundinn. Daníel neit- ar því eindregið að hann sendi frá sér neikvæð tíðindi úr sinum heimabæ; hann sendi réttar fréttir, jafnvel þótt einhverjum þyki miður að sumar þeirra birtist. Fréttin birt- ist á fréttavefnum Vísir.is, en þar eru birtar fréttir sem hafa áður birst í Degi, Viðskiptablaðinu og DV auk fréttavefsins sjálfs. Sjá nánar frétt um Eftirlitsnefnd og Akranesbæ: „Óviðunandi fram- legð á Skaganum". -JBP DV, AKRANESl:_____________________ Fréttin sem birtist fyrir nokkrum dögum á Vísi.is og setti hugarró nokkurra sveitarstjórnarmanna úr skorðum hljóðaði svo: „Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur athugað reikn- ingsskil Akraneskaupstaðar fyrir árin 1997,1998,1999 og jafnframt því athugað fjárhagsáætlun 2000 og þriggja ára áætlun sveitarfélagsins. Enn fremur hefur nefndin farið yfir greinargerð sveitarfélagsins, dags. 9. mars 2000. Á grundvelli ársreikn- ings 1999 er ljóst að rekstrargjöld sveitarsjóðs Akraneskaupstaðar, utan fjármunatekna og fjármagns- gjalda, nema 87,4% af skatttekjum. í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyr- ir yfírstandandi ár og þriggja ára áætlun er áfram gert ráð fyrir svip- uðu hlutfalli rekstrargjalda af skatt- tekjum. Óviðunandi er að sveitarfé- lag sé til langs tíma rekið með svo lítilii framlegð, segir í bréfi Eftirlits- nefndar með fjármálum sveitarfé- laga til Akraneskaupstaðar sem DV komst yfir. Eftirlitsnefndin telur nauðsynlegt að sveitarstjóm grípi til viðeigandi ráðstafana í rekstri sveitarfélagsins til að auka framlegð þess. Eftirlitsnefndin óskar eftir að sveitarstjórn geri nefndinni grein fyrir þeim ráðstöfunum innan þriggja mánaða. Bréf þetta var rætt á fundi bæjarráðs í morgun og var bæjarstjóra falið að svara því. Á morgun verður nánar fjallað um skilaboð Eftirlitsnefndar til Skagamanna. -DVÓ/JBP Rætt um sameiningu á Snæfellsnesi DV, SNÆFELLSNESI: Nú eru hafnar viðræður um sam- einingu Helgafellssveitar og Stykk- ishólms. Ekki hefur náðst sam- komulag um að láta kanna hag- kvæmni frekari sameiningar á Snæ- fellsnesi með sameiningu Snæfells- bæjar, Stykkishólms og Grundar- íjarðar. Sú sameining er talin mjög hag- kvæm að mati margra á Snæfells- nesi. Ef samningar nást um samein- ingu Stykkishólms og Helgafells- sveitar verður til um 1300 manna sveitarfélag. íbúar Stykkishólms voru þann 1. desember 2000 samkvæmt bráða- birgðatölum Hagstofu Islands 1228 og íbúar Helgafelisveitar voru 56. -DVÓ Skiladagur skattframtala: Færður fram í mars Skattgreiðendur þurfa ekki að skila skattframtölum sínum í febr- úar eins og áður því í ár á að skila þeim 19. mars. „Ástæðan er breyt- ingar sem við höfum verið að gera varðandi framtalsmálin" segir Ind- riði Þorláksson ríkisskattstjóri. Breytingarnar eru meðal annars fólgnár í því að nú eru meiri upp- lýsingar skráðar á skattframtalið til að einfalda vinnuna fyrir skatt- greiðendur. Þá hefur einnig verið unnið að því að auðvelda fólki að skila skatt- framtölum rafrænt því sú leið hef- ur fengið góðar viðtökur. „Við von- um að þessar breytingar geri það að verkum að auðveldara verði fyr- ir alla skattgreiðendur að útfylla skattframtölin" segir Indriði. -MA Markaðsverðlaun ÍMARK Óiafur Ragnar Grímsson, forseti ís- lands, afhenti þeim Hafliða Krist- jánssyni, Árna Þór Vigfússyni, Boga Þór Siguroddssyni og Sigurði Helga- syni markaðsverðlaun ÍMARK, félags íslensks markaðsfóiks, á hádegis- verðarfundi í fyrradag. Þetta er í tí- unda sinn sem verðlaunin eru veitt til fyrirtækja sem þykja skara fram úr í markaðsmálum. Veðrið í kvöid Sólargangur og sjávarföll | Veðrið á morgun ■4 *»Vt2 % 0 Rigning og hvassviöri Suölæg átt með rigningu um vestanvert landið, 15 til 23 m/s. Annars 13 til 20 m/s en hvassari á stöku staö norðaustan- og austaniands. Rigning suöaustan til en úrkomulítið norðaustan- og austanlands. Hiti 4 til 9 stig. leikistjörnur í janúar janúarmánuöi er Venus skærasta stjaman á kvöldhiminum og verður hún engst frá sólu þann 17. janúar og mun síöan halda áfram að hækka á lofti út nánuðinn. Á kvöldhiminum eru líka Júpíter og Satúrnus en þær eru lengra fá sól og setjast ekki fýrr en undir norgun. Mars er hins vegar morgun- ;tjarna og er á suðurhimni. REYKJAVIK Sólarlag í kvöld 16.15 Sólarupprás á morgun 10.56 Siódeglsflóö 22.19 ÁrdegisflóA á morgun 10.41 Skýringar á veðurfáknum 10%_____HITI -io; í aiatrtan 5 sokúmíu AKUREYRI 15.41 11.02 02.52 15.14 •VJNDATT VINDSTYRKUR 'NFR0ST HEIOSKÍRT O o IÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ V.v W ®<í;8 RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓKOMA Q & = ÉUAGANGUR PRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA Suðlæg átt og rigning Suölæg átt, 13-18 m/s og rigning verður sunnan- og vestanlands en rigning meö köflum norðanlands. Snýst í suðvestanátt, 8-10 m/s, meö skúrum vestanlands siðdegis. Hiti 3-8 stig. Vindur: 3—8 m/i Hiti' tilO' Suövestan átt og kólnandl veóur. Skúrlr eóa slydduél um sunnan- og vestanvert landló en annars úrkomulitló. Vindur: ^ 3-8 lV. ’ Hiti 4“ til 0° Fremur hæg breytileg eða SA-læg átt. Léttskýjaö norðan- og austanlands en annars skýjað með köflum. Hitl 1 til 4 stlg sunnan- og vestanlands. IViiövikiidagur Vindun ~l->. , 3-8 m/s - ' Híti 4° tii O• ffi Suðaustan átt og rlgning sunnarv og vestanlands. ESBSHíEI AKUREYRI skýjað 7 BERGSSTAÐIR skýjað 7 BOLUNGARVÍK rigning 8 EGILSSTADIR 6 KIRKJUBÆJARKL. alskýjað 4 KEFLAVÍK rigning 6 RAUFARHÖFN alskýjaö 5 REYKJAVÍK rigning 6 STÓRHÖFÐI þokumóöa 7 BERGEN skýjað 2 HELSINKI skýjaö -4 KAUPMANNAHÖFN skýjaö 2 ÓSLÓ skýjaö -1 STOKKHÓLMUR -2 ÞÓRSHÖFN skýjaö ' 6 ÞRÁNDHEIMUR alskýjaö 5 ALGARVE skýjaö 14 AMSTERDAM skýjaö 3 BARCELONA léttskýjaö 15 BERLÍN skýjaö 0 CHICAGO alskýjaö -2 DUBUN skýjaö 6 HALIFAX snjóél -10 FRANKFURT íéttskýjaö 2 HAMBORG kornsnjór -2 JAN MAYEN rigning 1 LONDON skýjaö 6 LÚXEMBORG léttskýjaö 2 MALLORCA skýjaö 15 MONTREAL heiöskírt -14 NARSSARSSUAQ léttskýjaö -11 NEWYORK skýjað 1 ORLANDO alskýjaö 12 PARÍS alskýjaö 5 VÍN léttskýjaö 2 WASHINGTON skýjaö -2 WINNIPEG aiskýjaö -12 mii:Hii,'ji;i.8|i.»!ii;aóijiin»i7dai

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.