Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2001, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2001, Page 14
14 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001 Fréttir I>V Innlent fréttaljós Stefán Kristjánsson blaöamaður sjávar. Deyjandi seiðin í hundraða- eða þúsundatali sprikluöu í drull- unni. Fréttamaður Stöövar 2 tók málið upp í fréttatíma stöðvarinnar og sýndi dauðastríðið svo að segja í beinni útsendingu. Þeir mætu menn sem rannsakað hafa lífríki Elliðaánna undanfarin ár eða áratug taka ekki mark á skrifum manna þegar rannsóknir liggja þar ekki að baki. Þeim nægir ekki að horfa á dauðastríð göngu- seiðanna í drullunni í hundraða- eða þúsundatali í ósum Elliðaánna. Reyndar hef ég fyrir því vissu að það var ekki fyrr en nú nýverið sem þessir rannsóknarmenn sáu sér fært að mæta á staðinn og lita mengunina í ósnum með eigin aug- um. Vona ég að þeim hafi blöskrað viðbjóðurinn og veit reyndar að þeim var brugðið. Batnandi mönn- um er best að lifa Bjartari tímar fram undan? „í nýrri skýrslu frá gatnamála- stjóra, um skolpvatn sem rennur í Elliðaárnar og ekki síst við ósa ánna, kemur ýmislegt fróðlegt fram og innihald skýrslunnar virðist hafa hreyft við mönnum sem aldrei fyrr. Meira að segja borgarfulltrúar hafa vaknað til lífsins," sagði áhugamaður um Elliðaárnar í sam- tali við DV. Hann vildi ekki láta nafns síns getið en sagði enn frem- ur: „Það er sorgleg staðreynd að borgaryfirvöld skuli í öll þessi ár hafa falið Veiðimálastofnun yfirum- sjón með lífríki Elliðaánna. Á þess- um tíma hafa ámar breyst úr yndis- legri laxveiðiá í sannkallaðan drullupoll. Ábyrgð Veiðimálastofn- unar í málinu er mikil. Á endan- um bera þó stjómendur Reykjavík- urborgar alla ábyrgðina. Nú er bara að vona að lífríki ánna hafi ekki orðið fyrir svo miklum skaða að hann megi ekki bæta með réttum vinnubrögðum. Ég og margir aörir áhugamenn um Elliðaámar til Þetta eru aðstæöurnar sem mætt hafa viökvæmum gönguseiðunum á lokasprettinum til sjávar. Drullan og mengunin er gríöarleg og þarna á ósasvæöi Elliöaánna hafa þúsundir laxaseiöa drepist. Þrátt fyrir aö áhugamenn um árnar hafi lengi skrifaö um þessa hluti og bent á staöreyndir hafa ráöamenn skellt skollaeyrum. Þaö er fyrst nú sem menn hafa áttaö sig á þessum hrikalegu aöstæöum og von er til þess aö á næstunni veröi gripið í taumana. DV-mynd E.ÓI. margra ára og áratuga, eigum þá ósk heitasta að aftur verði hægt að tala um Elliðaámar sem perlu Reykjavíkur." Fela verður kunnáttumönn- um umsjón Elliöaánna Því fer íjarri að framtíð Elliða- ánna sé tryggð þrátt fyrir að teikn séu á lofti um betri tíð. Ein helsta hættan felst í því að borgaryfirvöld geri þau stóru mistök að fela nefnd stjórnmálamanna á sínum vegum umsjón ánna til frambúðar. Það yrði skelfilegur afleikur í þeirri við- kvæmu stöðu sem upp er komin. Reynslan sýnir að stjórnmálamenn eiga ekki að koma nálægt ræktun ánna eða umsjón þeirra. Lífríki Elliðaánna hefur aldrei staðið hcdlari fæti en nú um stund- ir. Fiskigengd í árnar hefur aldrei verið minni en undanfarin ár frá því að teljari var settur í þær. Sömu sögu er auðvitað að segja af sjálfri veiðinni. Svo döpur hefur staðan verið undanfarin sumur að Stanga- veiðifélag Reykjavíkur hefur átt í erfiðleikum með að selja öll þau veiðileyfi í árnar sem í boði voru. Reyndar er þáttur Stangaveiðifé- lags Reykjavíkur í máli Elliðaánna siðustu árin aumur aö margra mati. „Mér hefur hreinlega ofboðið hvemig félagið hefur getað þagað þunnu hljóði á sama tíma og göngur í ámar og veiði hefur stórminnkað. Reyndar veit ég hver ástæða þagn- arinnar er. Stangaveiðifélag Reykja- víkur er leigutaki ánna og hefur ótt- ast það mjög að ef félagið segði eitthvað myndi það samstundis missa árnar. Þaö hefur félagið alls ekki viljað," sagði áhugasamur veiðimaður sem vildi ekki láta nafns síns getið. Reyndar hefur reynst afar erfitt að fá menn til að tjá sig um málefni Elliðaánna undir nafni. Lausnin er einföld en kostar mikla peninga Að margra mati eiga Eiliðaárnar framtíð fyrir sér sem laxveiðiár þrátt fyrir allt. Að laga hlutina kostar hins vegar mikla peninga. Sú staðreynd að borgaryfirvöld hafa steinsofið á verðinum í rúman ára- tug mun nú koma hraustlega við borgarsjóö. Ómengað ósasvæði er grund- vallaratriði Til bjargar Elliðaánum er í aðal- atriðum tvennt nefnt til sögunnar. Grundvallaratriði er að taka á hrikalegri mengun ánna og þá sér- staklega við ósasvæðið. Þegar sést fyrir endann á þeim björgunarað- gerðum er fyrst tímabært að koma lífríki ánna tO aðstoðar í formi seiðasieppinga. Það á að gera með því að sleppa miklu af kviðpoka- seiðum á efsta hluta vatna- svæðisins. Það er einföld aðgerð, til- tölulega ódýr og umfrám aUt árang- ursrík eins og dæmin sanna vítt og breitt um landið og ekki síst í Elliðaánum sjálfum. Miklu af kviðpokaseiðum var sleppt í árnar fyrir nokkuð mörgum árum. Þremur eða fjórum árum síð- ar kom árangurinn í ljós. Fiski- gengd jókst stórkostlega og veiði hefur aldrei verið meiri í sögu Elliðaánna. Þarf hér frekari vitna við? Hitt er annað mál að mér vitan- lega hafa engar sérstakar rannsókn- ir verið gerðar á þvi hverju slepp- ingar kviðpokaseiða i ámar skila. Þær staðreyndir kunna að nægja einhverjum tU að draga árangur slíkra sleppinga í efa þrátt fyrir að þær liggi fyrir með afgerandi hætti í formi aflatalna og sem skrásettar niöurstöður teljara ánna á sínum tíma. Fleiri atriöi mætti auðvitað nefna. Vatnsmagn ánna á viðkvæm- um uppeldissvæðum seiðanna er vitanlega eitt þeirra. Margir eru þeirrar skoðunar að loka beri og hætta starfsemi rafstöðvarinnar. Nú, þegar gera má ráð fyrir að aö- gerðir séu innan seilingar vegna mengaðs yfirborðsvatns af götum Reykjavíkur sem rennur óhindrað í EUiðaárnar, er ástæða til nokkurrar bjartsýni. Rétt að hinkra meö hátíðahöldin Reynslan sýnir hins vegar að oft áður hafa ráðamenn lýst yfir áhyggjum sínum vegna ástands ánna og lofað úrbótum. Ekkert hef- ur síðan orðið um efndir. Það er því rétt að bíða með hátíðahöldin þar tU aðgerðir hafa litið dagsins ljós. Það verður vitanlega ekki á næstu mán- uðum eða árum. Þaö mun taka mörg ár að koma lífríki EUiðaánna í samt lag aftur eftir skemmdarverk undanfarinna ára. Skemmdarverk sem alfarið komu tU sögunnar af mannavöldum. Miðað við framvindu mála undanfarna daga virðist sem EUiða- árnar eigi sér, þrátt fyrir allt sem á undan er gengið, einhverja von. -SK Eiga Elliðaárnar Árum og áratugum saman hafa áhugamenn um lífríki Elliðaánna haft af þvi miklar áhyggjur. Síðasta áratuginn hafa glöggir áhugamenn um laxveiði látið í sér heyra og ótt- ast það sem siðar kom á daginn í sambandi við árnar. Oftar en ekki hafa starfsmenn Veiðimálastofnun- cu: svarað skrifum þessara manna og reynt að gera lítið úr þeim sem viljað hafa veg ánna sem mestan og bestan. Fyrst núna, eftir áralanga bar- áttu, er von til þess að bjartari tím- ar séu fram undan fyrir EUiðaárnar og lifríki þeirra. Gríðarleg mengun, ekki síst við ósa ánna, hefur nú loksins náð athygli manna sem virð- ast hafa áhuga á að gera eitthvað í málinu - og byrja á björgunarað- gerðunum við ósana. Þessu ber að fagna. Um leið er það sorgleg stað- reynd að lífríki ánna skuli nánast hafa þurft að vera komið í útrým- ingarhættu til að vekja ráðamenn til lífsins. Fyrir nokkru skrifaði undirritað- ur grein um EUiðaámar og benti þar meðal annars á hina hrikalegu mengun við ósa þeirra og á sorgleg- ar aðstæður gönguseiða á vægast sagt erfiðum endaspretti sínum til enn þá von?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.