Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2001, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2001, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001 Helgarblað_________________________________________________________________________________________________X>V Fann lífiö og hamingjuna á íslandi Veikindi Oleksandrs hafa sett mark sitt á hann en engu aö síöur er hann fullur lífsgleöi. DV-MYND HARI Oleksandr veiktist af hvítblæði vegna geislamengunar af völdum Tsjernobylslyssins: Lítið land með stórt hjarta Oleksandr er greinilega maður sem reynt hefur ýmislegt. Hann seg- ist því miður ekki tala íslensku, hann hafl gert þau mistök þegar hann kom hingaö fyrst að læra ensku og nú sé erfitt að skipta. Oleksandr kom heim úr beinmergs- skiptaaðgerð fyrir mánuði og er nú í reglubundnu eftirliti og þótt augnaráðið beri með sér mikla lífs- reynslu er hér greinilega á ferðinni maður sem er fullur af lifskrafti og bjartsýni. Geislamengun í kjölfariö „Ég er mjög hamingjusamur því að ef ég hefði ekki komið til íslands væri ég dáinn. Ég veiktist af völdum geislamengunar í kjölfar Tsjerno- bylslyssins en ísland hefur hjálpað mér til að fá líf mitt aftur,“ segir Oleksandr og þess vegna segist hann vilja segja sögu sína. „Árið 1986 átti ég heima í Úkra- ínu, einungis 200 km frá Tsjemobyl- orkuverinu, og ég vann enn nær því. Nokkrum árum eftir slysið fór ég að flnna fyrir lasleika en gaf mér ekki tíma til að fara í rannsóknir, maöur hefur alltaf svo mikið að gera. Það var ekki fyrr en árið 1995 að ég leitaði læknis, fór í rannsókn- ir og komst að því að ég var með hvítblæði. Það var hræðilegt. Verksmiðjan sem ég vann hjá í Úkraínu kostaði skömmu síðar ferð fyrir mig til Póllands, þar sem ég gekk undir beinmergsskipti. Þessi aðgerð var hins vegar ekki fólgin í því að ég fengi beinmerg úr heil- brigðum manni heldur fékk ég merg úr sjálfum mér og það tekur sjúk- dóminn nokkur ár að ná sér aftur upp eftir slíka aðgerð. Ég var nátt- úrlega mjög heppinn því þetta var það besta sem mér stóð til boða og fjöldanum öllum af fólki sem fengið hefur hvítblæði í kjölfar Tsjerno- bylslyssins hefur ekki staðið tU boöa nein meðferð við sjúkdómn- um.“ Læknirinn sem gerði aðgerðina á mér í Póllandi sagði mér í fyrsta lagi að lækningin sem ég fengi stæði aðeins nokkur ár og að ég þyrfti að gangast aftur undir bein- mergsskipti þar sem ég fengi heU- brigðan beinmerg til að eiga mögu- leika á raunverulegri lækningu. I öðru lagi þyrfti ég að flytjast frá Úkraínu vegna þeirrar geislavirkni sem þar væri enn og væri gríðar- lega skaðleg heUsu minni. Valdi ísland Ég hafði því um tvær leiðir að velja: vera um kyrrt 1 Úkraínu og mæta örlögum mínum þar eða gera eitthvað róttækt. Ég ákvað að fara síöari leiðina. Ég dvaldist aðeins stuttan tima í Úkraínu eftir aðgerð- ina í PóUandi og notaði tímann til að lesa mér tU í blöðum og tímarit- um um ýmis lönd. Ég kynnti mér meðal annars velferðarkerfl land- anna og stöðu mannréttindamála. Ég komst að því að Norðurlöndin bjóða besta heUbrigðis- og trygg- ingakerfið. Annað sem mér fannst skipta miklu máli var að búa í hreinu og ómenguðu landi og hér er hreint loft, hreint vatn - þess vegna varð ísland fyrir valinu. Ég las mér einnig mikið tU um land og þjóð og þótti áhugavert. Hér er vel- ferðarkerfið gott og mannréttindi vel virt. Umhverfísmálin skiptu þó sköp- um þegar ég valdi ísland. Ég haföi tU dæmis stundað vinnu um skeið í Þýskalandi, á vegum verksmiðj- unnar minnar í Úkraínu, og kynnst því hversu mikU mengun er þar. Þetta er ríkt land en óhreint. Það var afar erfltt fyrir mig að komast tU íslands og ég kom ekki hingað löglega. Ég seldi íbúðina mína tU að eiga fyrir ferðalaginu og kom með skipi. Ég sótti strax um hæli sem umhverfisflóttamaður, þ.e. flóttamaður undan geislavirkni. Ég sótti bæði tU Útlendingaeftirlits- ins og Rauða krossins. Máli mínu var sýndur mikiU skilningur á báð- um stöðum og fékk skjóta meðferð. Strax eftir að ég hafði fengið at- vinnuleyfi fór ég í byggingarvinnu hjá ístaki og ég tel mig hafa verið mjög heppinn að hafa ráðist þangað. Þegar ég hafði verið hér eitt ár sótti ég um dvalarleyfi fyrir konuna mína og son okkar. Sú umsókn fékk undireins jákvæð viðbrögð og þau hafa verið hér síðan. í Úkraínu á ég svo tvö eldri börn af fyrra hjóna- bandi. Sjúkdómurinn tekur sig upp Ég gerði mér að sjálfsögðu grein fyrir því að veikindi mín myndu taka sig upp að nýju og það gerðist fyrir rúmu ári. Heilsan fór að versna, ég fór að fá hita og fékk einnig sýkingu í lungun. Þegar ég fór fyrst tU krabbameinslæknisins hér sagði ég sögu mína og var rann- sakaður. Læknirinn sagði mér þá að hvítblæðið væri smám saman að ná sér upp og það eina sem gæti komið mér tU bjargar væru beinmergs- skipti. Ég vissi að hér væri um mjög erf- iða og dýra aðgerð að ræða og í heimalandi mínu hefði veriö alger- lega útilokað fyrir mig að komast í svona aögerð. Ég sagði því ekki mUdð í þessu fyrsta samtali mínu við lækninn minn. Ég vissi ekki hvaða rétt ég hefði, þekkti ekki ís- lenska tryggingakerfið. Þegar ég talaði við lækninn mínn í annað sinn endurtók hún að ég þyrfti að fara í beinmergsskipti og ég sagðist gera mér grein fyrir því en ég ætti enga peninga. Hún upp- lýsti mig þá um að ég þyrfti ekki að eiga peninga vegna þess að á íslandi væri það réttur fólks að fá þá lækn- isfræðilegu hjálp sem það þyrfti. Þetta var eins og draumur fyrir mig. Nýtt líf Frá þessum tima hef ég trúað að ég ætti möguleika á nýju lífi. Tveimur mánuðum síðar tókst að finna beinmergsgjafa fyrir mig í Þýskalandi og sex mánuðum síðar var aðgerðin gerð í Svíþjóð. Nú er liðinn mánuður frá því ég kom heim, meðferðinni er lokið en ég er í reglubundnu eftirliti og að sjálf- sögðu á miklum lyfjum sem smám saman er verið að draga úr. Bein- mergsskipti eru mjög erfið og áhættusöm aðgerð en í mínu tilviki gekk hún vel og ég er þakklátur fyr- ir það. Þetta er sagan mín,“ segir Oleksandr og brosir varfærnislega. „ísland er lítið land með stórt hjarta," segir hann og hlær. Allir sem ég hef kynnst hér eru einstak- lega góðar manneskjur." Hann seg- ist verða sterkari með hverjum degi eftir aðgerðina og gerir ráð fyrir að geta snúið aftur í byggingarvinn- una hjá Istaki eftir um þaö bil háift ár. Ég vann fram á síðasta dag áður en ég fór í aðgerðina og hlakka til að byrja aftur. ístak hefur hjálpað mér gegnum allar þær hindranir sem orðið hafa á vegi mínum,“ seg- ir Oleksandr og hann segist ekki geta látið hjá líða að nefna nokkra samferðamenn sína sem hafa reynst honum sérstaklega vel. „í fyrsta lagi er ég svo farsæll að eiga einstaklega góða eiginkonu sem hefur staðið með mér gegnum þykkt og þunnt. Sömuleiðis er læknirinn minn á Landspitalanum, Sigrún Reykdal, alveg einstök kona og félagsráðgjafinn þar, Anna Rós Jóhannesdóttir, sömuleiðis. Loks er aö geta besta vinar míns á íslandi, Steindórs Rúnars Ágústssonar, sem ég kynntist á fyrsta starfsdegi mín- um hjá ístaki. Hann er einstakur vinur og hefur hjálpað mér með hvaðeina alveg frá því að ég kom hingað. Stjórn Istaks hefur reynst mér einstaklega vel og sömuleiðis Rauði krossinn og Útlendingaeftir- litið, en þessir aðilar sýndu máli mínu mikinn skilning frá upphafi. Afleiöingar Tsjernobyl Oleksandr heldur bréfasambandi við vini og fjölskyldu í Úkraínu. Hann segir geislavirknina þar vera gríðarlegt vandamál og hefur horft upp á fjölda fólks veikjast og deyja. „Við sjáum ekki enn fyrir afleiöing- ar Tsjemobylslyssins, það mun setja geislavirkt mark sitt á allt þetta landsvæði um langa framtíð þótt búið sé að loka verinu nú. Þetta er hræðilegt.“ Oleksandr segist vera heppinn að hafa komið hingað en hann er ekki bara heppinn. Hann er einnig hug- rakkur. Hann áttaði sig á að hann hafði tækifæri til að velja milli lífs og dauða, nokkuö sem ekki allir í hans stöðu gerðu því þeir voru og eru enn margir á heimaslóðum hans. Oleksandr tók ákveðna áhættu, hélt út í heim og valdi lífið. „Ég lít á ísland sem mitt land. Hér hef ég ég fundiö hamingjuna og líf- ið; allt. Hér höfum við kannski ekki græna skóga og heit sumur en við höfum það sem skiptir miklu meira máli: gott fólk.“ -ss
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.