Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2001, Qupperneq 50

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2001, Qupperneq 50
58 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001 DV ’ Tilvera lí f iö Antígóna stígur á svið í kvöld í kvöld kl. 20 verður Antigóna eftir Sófókles sýnd á Stóra sviði Þjóðleikhússins. Leikstjóri er Kjartan Ragnars- son en aðalhlutverk eru meðal annars í höndum Halldóru Bjömsdóttur og Amars Jónsson- ar. Örfá sæti eru laus. Klassík ■ BACH I BREtÐHOLTINU I dag kl. 17 verða í Breiðholtskirkju í Mjódd tónleikar í tónleikaröðinni „Bach í Breiöholtskirkju". Þetta eru tíundu tónleikarnir í röðinni. Eins og áöur er það þýski organistinn Jörg E. Sond- frmann sem leikur á orgeliö verk ftir engan annan en Bach karlinn. Leikhús________________________ ■ HAALOFT Geðveiki svarti gaman- einleikurinn Háaloft heldur nú áfram eftir áramótin. Sýning í kvöld kl. 21 í Kaffileikhúsinu í Hlaövarpanum. ■ VITLEYSINGARNIR í kvöld kl. 20 verður sýning á Vitleysingunum eftir Ólaf Hauk Simonarson í Hafnarfjarö- arleikhúsinu. ■ Á SAMA TÍMA SÍÐAR Á sama tíma síöar er framhald ieikritsins Á sama tíma að ári sem sýnt hefur verið um langt skeiö við miklar vin- sældir. Sýning í kvöld kl. 20 í Loft- kastalanum. ■ MEÐ FIILLA VASA AF GRJÓTI Leikritið IVIeð fulla vasa af grjóti eft- ir IVIarie Jones verður sýnt í kvöld kl. 20 á Smíðaverkstæöi Þjóöleikhúss- ins. Kabarett ■ HARMONÍKUBALL Í ÁSGARÐI Félagar úr Harmoníkufélagi Reykja- víkur verða með dansleik í Ásgaröi í Glæsibæ í kvöld klukkan 22. Opnanir ■ ANNA JÓA Mvndlistarmaöurinn ,Y Anna Jóhannsdóttir, - Anna Jóa, ■- opnar í dag kl. 14, sýningu á mál- verkum auk vatnslitamynda, teikn- inga og myndbandsverks í Listasafni ASI við Freyjugötu. ■ EGGERT MAGNÚSSON 1 dag kl. 15 verður opnuð í Geröubergi mynd- listarsýning á verkum Eggerts Magnússonar næfista. ■ MARTA VALGEIRSPÓTTIR I dag kl. 17 opnar Marta Valgeirsdóttir sýningu á vegg í skrifstofurými gall- erí@hlemmur.is, Þverholti 5. ■ SKÁL TIL SÝNIS í dag kl. 16 opnar Kári Gunnarsson sýningu í Gallerý Geysi, Hinu Húsinu v/lng- ólfstorg. ■ STAFNMYNP í dag kl. 17 opnar * Valgeröur Guölaugsdóttir einkasýn- ingu sína, Stafnmynd, í sal gall- eri@hlernmur.is aö Þverholti ■ GULLPENSILLINN Á KJARVALS- STOÐUM Gullpensillinn er hópur ungra listamanna sem sýnir T fýrsta skipti saman á Kjarvalsstööum um þessar mundir. Sýningin veröur opn- uð í dag klukkan 16. Hópinn skipa 14 listamenn, þau Birgir Snæbjörn Birgisson, Daöi Guöbjörnsson, Egg- ert Pétursson, Georg Guöni Hauks- son, Hallgrímur Helgason, Helgi Þorgils Friöjónsson, Inga Þórey Jó- hannsdóttir, Jóhann L. Torfason, Jón Bergmann Kjartansson, Kristín m Gunnlaugsdóttir, Sigríöur Ólafsdótt- % ir, Sigurður Árni Sigurösson, Sig- tryggur Bjarni Baldvinsson og Þorri Hringsson. Allt er þetta listafólk börn lýöveldisins og því má gera ráð fyrir að einstaklingar í þessum hópi eigi eftir að vera virkir þátttakendur á listavettvangi langt inn á 21. öld- ina, segir I tilkynningu. Sjá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vísi.is Sigur Rós sigrar tónlistarheiminn: Þreyttir á að tala um ís - og svara álfaspurningum, segir Georg „Við höfum fengið ótrúlegar við- tökur á furðulegustu stöðum," segir Georg Hoim, bassaleikari Sigur Rós- ar, sem farið hefur sigurgöngu um tónlistarheiminn undanfarið ár. Hljómsveitin hefur farið víða og haldið tónleika úti um alla Evrópu og í Sykurmolalandinu Japan. „í Japan biðu tvær ungar stúlkur eftir okkur á flugvellinum og báðu um eiginhandaráritun. Margir virt- ust vita af okkur þama og viðtökurn- ar voru góðar. Okkur þótti það nokk- uð merkilegt, þar sem platan okkar er í raun ekki til í Japan, nema kannski einhver sérpöntuð eintök," segir Ge- org. Hljómsveitin hefur hlotið flaum óvenjulegra verðlauna og viðurkenn- inga upp á síðkastið og hefur nýjasta plata þeirra, Ágætis byrjun, gert meira en að standa undir nafni í út- landinu. „Nýlega fengum við bréf frá Argentinu þar sem tilkynnt var að við hefðum unnið verðlaun sem bestu nýliðarnir á stórri tónlistarhátíð í landinu. Jafnframt var okkur boðið að koma fram á hátíðinni, en hún hafði þá verið haldin nokkrum dög- um áður. Annars hefðum við líklega slegið til. Það er alltaf gaman að fá viðurkenningu en það hefur í sjálfu sér engin áhrif á okkur," segir hann og tekur fram að engin plata Sigur Rósar hefur verið gefin út í Argent- ínu. Gulltár Guðs Erlend tónlistartímarit hafa farið lofsamlegum orðum um tónlist Sigur- rósar og heimalandið ísland. Oft slá höfundar plötudóma listaskáldinu Jónasi Hallgrímssyni við í lofgjörð um náttúru landsins og hefur tónlist Sigur Rósar verið lýst sem gullnum gráti Guðs á himnum. Einnig hefur vakið athygli íslendinga sem lesa við- töl við sveitina i erlendum tónlistar- tímaritum að talinu víkur oftar en ekki að álfum. „Útlendingarnir eru eitthvað spenntir fyrir álfum og þeir spyrja mikið um þá. Þeir vilja vita hvort ís- lendingar trúi á álfa og maður segir bara: „Já, auðvitað trúa allir íslend- ingar á álfa.“ í rauninni erum við orðnir þreyttir á að tala um ísland við blaðamenn, þó það sé sjáifsagt enda erum við frá íslandi. Okkur langar ekki að líða eins og við séum eitthvert gangandi Iceland Review fyrir útlendingana. Við erum ekkert að auglýsa þjóðina frekar en neitt annað, þótt við séum stoltir af henni," segir Georg. Nýfengin yfirþyrmandi athygli Qöl- miðla var hljómsveitinni byrði á köfl- um og fóru mikil orka í það að seðja forvitni þeirra. „Það var mikið af fjölmiðlum sem vildu tala við okkur og þetta var far- ið að breytast í einhvern sirkus. Við vorum sífellt að hlaupa í kringum einhverja fjölmiðlamenn og tókum tvo til þrjá daga í röð í viðtöl og leið- inlegar myndatökur. Við gáfumst hálfpartinn upp á þessu og nú er það fyrst og fremst ég sem fer í viðtöl," segir hann. Tónlist úr heiðskíru lofti Georg segist skilja þrálátar spurn- ingar erlendra Qölmiðla um ísland, þar sem þær leiði oftast af spurning- um um áhrifavalda Sigur Rósar. „Þegar við erum spurðir hvað hafi áhrif á tónlistina okkar getum við bara svarað ísland. Við eigum okkur enga sérstaka áhrifavalda í tónlistinni og höfum aldrei reynt að fmna einhvern ákveðinn hljóm. Okkur var einhvern veginn al- veg sama hvað við vær- um að spila, á meðan okkur fannst það vera einlægt og við værum ekki að rembast við það,“ segm hann. Sigur Rós varð til fyrir 7 árum þegar Georg, Jón Þór Birgisson söngvari og Ágúst Gunnarsson, fyrrverandi trommuleikari sveitarinnar, komu saman í hljóðveri og léku sér að þvi að taka upp lag saman. „Upphaflega vorum við að taka upp í gríni. Þetta var strax eitthvað i lík- ingu við það sem við gerum í dag og hefur síðan þróast lengra. í rauninni varð tónlistin okkar til úr engu og þær hljómsveitir sem okkur hefur verið likt við í útlöndum þekktum við ekki fyrr en nýlega," segir Georg. Lögfræðingabransi Meðlimum Sigur Rósar er ekki um- hugað um frægð, frama og fjármagn og þeir segjast vera í tónlist- inni af hugsjón og sköpunargleði. Að sögn Georgs er þeim hjartans mál, að breyta söluvædd- um tónlist- arbrans- anum til A þakinu Sigur Rós hefur náö hærra en flestar ef ekki allar íslenskar hljómsveitir erlendis hins betra. „Tónlistar- bransinn er orð- inn að hálfgerð- um lögfræð- ingabransa og hann er í raun- inni ekki fyrir tónlistar- menn. Þessu þarf að breyta. Það er eitthvað skrýtið við að einhver mað- ur sem aldrei hefur snert hljóðfæri á æv- inni sitji á bak við skrifborðið sitt og segi „þetta er flott" og „við ætlum að selja þetta“ og segi svo lista- mannin- um að hann eigi að ganga með sól- Agætis byrjun Einbeitingin geislar af andlitum tónlistarmannanna í Sigur Rós. Hljómsveitin hefur náö undraveröri hylli víöa um heim og var meöal annars valdir bestu nýliöarnir í Argentínu - ðn þess aö plata þeirra hafi veriö gefin út þar. gleraugu. Þetta er sölubransi sem snýst ekkert um tónlist. Hugsjón okk- ar er að breyta þessu og koma brans- anum aftur til tónlistarmannsins. Þó okkur takist það líklega ekki sjálfum getum við vonandi haft áhrif á ein- hvern annan í þá átt,“ segir hann og bætir við að Sigur Rós hafl gengið ágætlega að stjórna sér sjálfri. Eftir erfið tónleikaferðalög allt síð- asta ár er hljómsveitin nú í slökun og býr sig undir að taka upp nýja plötu í febrúar. „Lögin eru til og við spiluðum nán- ast eingöngu ný lög á tónleikaferða- lögunum í fyrra. Þau hafa verið að þróast í hausnum á okkur og í spilun en þau eru þó ekki öll tilbúin. Við byrjum líklega að taka upp nýja plötu í næsta mánuði og það má reikna með því að lögin breytist eitthvað þaðan í frá líka,“ segir hann. Spurður um nýju plötuna segir Ge- org hana sennilega ekki verða mjög ólíka þeirri siðustu. „Nýju lögin eru ekki ólík Ágætis byrjun nema að þau eru lengri, enda eru þau líka betri. Við sjáum enga ástæðu til að stytta lögin, þvert á móti,“ segir bassaleikari hugsjóna- sveitarinnar Sigur Rósar, kominn vel af stað. -jtr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.