Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2001, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2001, Qupperneq 14
14 Helgarblað LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2001 x>v Þingbræður saka Kristin um einleik - ég tala fyrir mínum skoðunum án þess að spyrja Halldór Ásgrímsson hvað honum finnist um þær Breyttir tímar í Framsóknarflokknum: Ólga innan þingflokks Framsóknar Sumir þingbræðra Kristins H. Gunnarssonar eru ekki hrifnir af framtaki hans undanfarið en hann segist umfram allt fylgja sannfæringu sinni. Hugsanlegt er að málflutningur Kristins undanfarið eigi þátt í fylgisaukningu Framsóknar skv. nýrri könnun DV. Ný skoðanakönnun DV sýnir að Framsóknarflokkurinn hefur bætt við sig atkvæðum frá síðustu könnun og er kominn nálægt kosningafylgi. Spurningin er hvort málílutningur Kristins H. Gunnarssonar eigi þar þátt. Ýmislegt bendir til að svo sé, ekki síst í ljósi þess að frjálslyndir taka einnig stökk og Kristinn og frjálslyndir hafa öðrum þingmönnum fremur haft sig í frammi vegna smá- bátamálsins. Kristinn er bæði þingflokksfor- maður flokksins og varaformaður flokksins þannig að metorð hans eru ærin. Hins vegar eru skiptar skoðan- ir um frammistöðu hans. Kristinn hefur með vaxandi hætti gagnrýnt núverandi flskveiðiskipulag og sum- ir samflokksmanna hans telja að „einleikur" hans á því sviði sé afar óviðeigandi. Lítið hefur heyrst frá öðrum þingmönnum. Þeir hafa ekki lagst opinherlega gegn skoðunum Kristins en heldur ekki stutt þær og samkvæmt heimildum DV hefur kurr farið stígandi innan þingliðsins. Rifjað er upp að það hafi ekki kunn- að góðri lukku að stýra þegar þing- menn Framsóknar hafi klofið sig frá „flokkssálinni" en annað bendir til að áhætta Kristins og það sem hann kallar sannfæringu sína fái hljóm- grunn hjá þjóðinni. Viðkvæmt mál Áherslumunur Kristins og flokks- bræðra er viðkvæmur og þingmenn flokksins vilja ekki ræða þessi mál opinberlega. Hins vegar segja þeir án þess að koma fram undir nafhi að upphaf kaflaskilanna hafi orðið á flokksþinginu í vetur. Kristinn hafi þá unnið upp tillögu að ályktunar- drögum um sjávarútvegsmál sem sátt hafi verið um en skömmu fyrir þingið hafi hann komið með glænýja tillögu sem hafi gengið þvert á fyrri gögn. í nýju tillögunni var m.a. fyrn- ingarleiðin komin sem valkostur. Síðan hefur Kristinn orðið æ sýni- legri í andstöðu sinni við núverandi kerfi, einkum hvað varðar smábát- ana. Er víst að flokksformanni og samstarfsmönnum í Sjálfstæðis- flokknum hefur ekki alltaf verið skemmt en á hriflu.is hafa reykvísk- ir framsóknarmenn ítrekað lýst hrifningu á störfum Kristins og val- . • Æ • f / , ■ 'f* M. # i"! Innlent fréttaijós Björn Þorláksson blaðamaður ið hann sem mann vikunnar, auk þess sem Samband ungra framsókn- armanna hefur stutt Kristin. Spurn- ingin er þvi hvort boðuð bylting hans njóti vaxandi fylgis. A.m.k. vekur athygli að enn hefur Halldór „ekki slegið á puttana á honum“ eins og einn viðmælandi DV orðaði það. En Halldór neitar því í fjölmiðlum að ágreiningur sé milli hans og Kristins. Meint frumhlaup Framsóknarþingmaður kallar það frumhlaup flokksbróður þegar Krist- inn hafi oftúlkað mjög flokksviljann til aö fresta gildistökunni um kvóta- setningu smábáta. Hann segir að þegar þingflokkurinn hafi fundað um málið hafi Kristinn og Hjálmar Árnason, sem sjávarútvegsnefndar- menn, lýst þeim umræðum sem far- ið höfðu fram milli stjórnarflokk- anna, Árna Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra og Halldórs Ásgrímssonar. Halldór hafi lagt fram hugmyndir um hvernig fresta mætti lögunum með frekari sóknartakmörkunum og mönnum hafi litist þokkalega á það sem einhvers konar millileið í mál- inu. Spjallið hafi hins vegar verið óformlegt og engin tillaga gerð um málið en Kristinn hafi í fjölmiðlum oftúlkað samræðurnar sem óskiptan vilja framsóknarmanna og gengið fram fyrir skjöldu með það að leiðar- ljósi. Einn á báti meö fjölmiðlunum Fleiri viðkvæm mál mætti nefna og siðast í DV á miðvikudag lýsti Kristinn frati á tillögur um afla næsta fiskveiði- árs og taldi sýnt að sóknin í afl- ann skipti ekki jafnmiklu máli og Hafró hefði talið. „Hann hef- ur haft sig mjög í frammi síðustu vikur en meðal flokksmanna held ég að fram- ganga hans hafi ekki styrkt hann, hvað sem verður. Það er athugunar- efni að formaður þingflokksins sé á allt annarri skoðun en opinber stefna flokksins hefur verið í sjávar- útvegsmálum," segir þingmaður Framsóknar. „Mér finnst að Kristinn ætti fremur að stofna til umræðu innan þingflokksins um þessi mál frekar en að spila sóló i fjölmiðlun- um,“ segir sami þingmaður og bend- ir á að þingflokkurinn sé eitt lið og liðsheildin þurfi að spila saman til að ná árangri. „Það gæti allt eins gerst að honum verði skipt út af og ef mönnum mislíkar framganga hans þá verður hann að taka afleið- ingum þess, burtséð frá því í hvaða flokki hann stendur. Ég veit ekki til þess að Kristinn ræði við nokkurn mann nema þá bara fjölmiðla." Ögrun við Halldór Þarna er komið inn á annað mál, sem er stjórn Kristins á þingflokkn- um. Ekki er sátt um verklag hans burtséð frá skoðunum. Bent er á að að hann hafi lítið sem ekkert samráð við aðra stjórnarmenn þingflokksins og þessu eigi framsóknarmenn ekki að venjast. „HaÚdór hefur gert allt sem hann hefur getað til að halda friðinn út á við gagnvart Kristni en það er ekki ólíklegt að breyting verði á því inn- an tíðar. Þetta er mjög mikil ögrun, bæði við okkur hina þingmennina, Halldór og samstarfsflokkinn. í smá- bátamálinu var hann t.d. gjörsam- lega á mörkunum gagnvart Davíð og Árna,“ segir stjórnarþingmaður. Davíð hefur ekki rætt þá uppákomu grímsson. efnislega nýverið en bendir á að Kristinn sé ekki á hans vegum. í raun bara áherslumunur? „Ég skynja það ekki þannig að ein- hver einn þingmaður sé búinn að mála sig út í horn,“ segir Jón Sig- urðsson sem talinn er líklegur til að stýra nefnd Framsóknarflokksins um endurskoðun fiskveiðistefnunn- ar. Vinna nefndarinnar mun felast í samanburði ólíkra leiða við gjald- töku auðlindarinnar, þ.e.a.s. fiski- miðanna, þannig að nefndinni er vandi á höndum. „Þetta hljómar eins og mikill ágreiningur og auðvitað eru menn ósammála. En þegar málið er greint nánar, sést að þetta eru frekari mismunandi áherslur en að djúp gjá hafi myndast. Menn geta verið stækustu stuðningsmenn kvótakerfisins en sagt jafnframt: Ég vil að það verði sameiginlegur kvóti á þennan tiltekna smábátaflota sem veiðir þessa tilteknu stofna á þessum tilteknu miðum með þessum tilteknu veiðarfærum. Kristinn hefur dálítið gagnrýnt að þetta skyldi kvótasett núna, vegna þess að hann er hlynnt- ur því að smábátaflotinn verði með sameiginlegan kvóta. Ef ég skil hann rétt þá vildi hann bíða með þessar ákvarðanir," segir Jón. Skapar umræöu Hann telur ekki að þverrandi til- trú á vísindin í kjölfar svartrar skýrslu Hafró verði endilega vatn á myUu andstæðinga kerfísins. „Nei, þessi umræða kemur kvótakerfmu ekki við. Það er hægt að vera með kvótakerfi, aflamarksstýringu eða hvaða kerfi sem ér og eyðileggja samt miðin með ofveiði. Fiskifræð- ingar, sjómenn, stjórnvöld og aðrir geta gert mistök í öUum kerfum." En hvað segir líklegur formaður sjávarútvegsnefndar Framsóknar- flokksins um horfur Kristins tU framtíðar. „Ég var ekki á flokksþing- inu en eftir því sem mér er sagt var Kristinn fyrst og fremst að varpa fram nýjum sjónarmiðum tU að skapa frjálsari og óbundnari um- ræðu um málið en hann taldi að hefði verið. Ég hef ekki upplýsingar um annað en að Kristinn sé tUbúinn að skoða aUa möguleika." Framsóknarflokkurinn hefur sam- þykkt auðlindagjald en flokkurinn eigi að skoða fleiri en eina leið. í fyrsta lagi verður kostnaðargjaldið skoðað, í öðru lagi veiðigjaldið og í þriðja lagi fyrningarupptaka. „Verk- efni okkar er einfaldlega að koma af stað málamiðlun og ég tel að við höf- um góða möguleika tU þess. Ef sú stund rennur upp að íslendingar verði sammála um framkvæmd fisk- veiða og gjaldtöku er runnin upp ný stund í 1100 ára sögu þjóðarinnar,“ segir Jón Sigurðsson. Spyr ekkl Halldór fyrst Sjálfur hafnar Kristinn H. Gunn- arsson því að hann telji sig hafa mál- að sig út í horn innan flokksins und- anfarið. Árangur baráttu hans í sjáv- arútvegsmálum sé samþykkt síðasta flokksþings sem standi mjög nálægt hans eigin skoðunum. ÖU nálgunin í samþykktinni byggist á því að líta á sjávarútveginn sem atvinnumál einnig. Greinin eigi að tryggja at- vinnu í sjávarplássunum, m.a. með viðhaldi smábátaveiðanna. „Ég get ekki faUist á að ég sé að að spUa ein- hvern einleik með þvi að framfylgja þessari samþykkt," segir Kristinn. Spurður um samband sitt við HaU- dór Ásgrimsson segir Kristinn að hann telji að það hafi ekki skaðast. „Það hefur verið ágætt og ég held að það hafi ekki breyst. Hins vegar tala ég fyrir mínum skoðunum án þess að spyrja Halldór hvað honum finnst um þær. Ég sé ekki að þetta hafi háð mér. Ég hef náð árangri." Kristinn hefur ekki skýringar á þvi af hverju rödd annarra fram- sóknarþingmanna hefur farið lágt í umræðu um sjávarútvegsmál undan- farið. Þeir verði sjálfir að skýra það en hitt sé annað mál að menn hafi mismunandi mikinn áhuga á sjávar- útvegi. Framsókn efgnaö kerfiö Kristinn segist hafa sérstakan stuðning á Vestfjörðum en hann heyri Reykvíkinga einnig ræða það af kappi hve brýnt sé að gera breyt- ingar á sjávarútvegsmálunum. „Annas vegar ræðir um atvinnuör- yggi í sjávarplássunum en einnig er mikil óánægja með eignarhald, þ.e.a.s. hve peningamir flæða í gegn- um fárra manna hendur. Margir segja að núverandi kerfi skaði Fram- sóknarflokkinn af því að honum er eignað kerfið, aö nokkru leyti með röngu ..." - En kerfið er þó varið af for- manni Framsóknarflokksins? „Svona að flestu leyti en hann hef- ur líka verið gagnrýninn á ýmsa þætti eins og brottfallið og peninga- hliðina. Hann hefur líka tekið undir gagnrýni sem lýtur að afleiðingum framsailsiris á atvinnuöryggi í byggð- um.“ í krossferö Og segja má að Kristinn sé í kross- ferð, því hann lítur á sjávarútvegs- málin sem lykilmál fyrir Framsókn. „Forsenda Framsóknarflokksins til að ná sér á strik aftur er að ná góðri niðurstöðu í þessum málum. Þótt mér sé ljóst aö það geti ekki allir ver- ið sammála mér hlýtur samþing- mönnum mínum að vera ljóst að málið sé í þannig stöðu að breytinga sé þörf. Við verðum að finna betri lausnir en við búum við. Óbreytt ástand dugar ekki en menn eru ekki að segja með því að henda eigi kvóta- kerfinu. A.m.k. ekki enn þá.“ Kristinn H. Gunnarsson. Davíö Oddsson. Halldór As- Arni Mathlesen.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.