Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2001, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2001, Qupperneq 28
28 LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2001 Helgarblað_________________________________________________________________________________________________PV „Ég geri mér engar grillur um að ég sé sérstaklega vinsœll. Það er hvorki það sem ég á von áné er ég mikið að hugsa um það. Stjóm- málamaður er hins vegar þá fyrst í tilvistarkreppu ef hann er ekki sannfœrð- ur um það sem hann er að gera. “ Eitt af ástsælustu skáldum íslensku þjóðarinnar, Hall- dór Laxness, mim vera höf- undur þeirra fleygu orða að lífið sé saltfiskur. Hann lét reyndar eina af söguhetjum sínum segja að í þessu landi væri líf sauðkindarinn- ar okkar líf, því honum var tamt að hjálpa þjóð sinni að skilgreina til- vist sina í gegnum þær skepnur sem hún byggir tilvist sína á. Ef það er eitthvert eitt dýr sem ís- lenska þjóðin byggir líf sitt á og hef- ur gert um aldir þá er það þorskur- inn, Gadus morhua eins og hann heitir á latínu, ránfiskur sem unir sér vel ofarlega í fæðukeðjunni og étur allt sem að kjafti kemur. Fíngert og drifhvítt hold þorsks- ins hefur verið eftirsóttur veislu- matur um aldir og íslendingar hafa elt þessa harðgerðu skepnu út á sex- tugt dýpi og oft látið líf sitt í staðinn fyrir þorskinn. Enn er þorskurinn og afurðir hans einn af homstein- unum sem efnahagslíf okkar stend- ur á og þegar Hafrannsóknastofnun tilkynnti það um daginn að hún hefði vanmetið stofnstærð Gadus morhua sem næmi 345 þúsund tonn- um þá fór kaldur hrollur um þjóð- ina. Hvar er þorskurinn? spurðu menn og litu hver á annan en engin svör liggja á borðinu. Boöberi illra tíðinda Það kom í hlut Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra að flytja þjóðinni þessi válegu tiðindi ásamt því að boða 30 þúsund tonna samdrátt í afla milli ára. Við spurð- um Árna yfir kóki og samlokum í ráðuneytinu hvernig honum þætti að vera boðberi illra tíðinda. „Það er ekki gott,“ sagði Árni án þess að honum væri sjáanlega brugðið. „En maður getur ekki ætlast til þess að það sé allt skemmtilegt sem maður þarf að gera. Það verður bara að taka þessu eins og hverju öðru hundsbiti. Við höfum ákveðn- ar aðferðir til að bregðast við þessu og beitum þeim.“ Aðferðimar sem Ámi vísar til eru svokölluð aflaregla sem segir að óhætt sé að taka 25% af þorskstofn- inum en breytingar milli ára séu aldrei meiri en 30 þúsund tonn upp eða niður og því er heimiluð 190 þúsund tonna þorskveiði næsta fisk- veiðiár sem þýðir í framkvæmd 30 þúsund tonna samdrátt milli ára. Árni segir að þessi válegu tíðindi af mistökum Hafrannsóknastofnunar hafi í rauninni legið á borðinu í vet- ur þegar menn höfðu metið niður- stöðurnar úr árlegu togararalli Hafró. Þær tölur sem þá lágu á borð- inu hafi í rauninni sagt vönum mönnum þessi slæmu tíðindi. - En hvemig er hægt að undirbúa sig? „Maður verður að lesa sér til. Það verður að skoða skýrslurnar og setja sig inn í málið og reyna að kynna sér þetta ofan í kjölinn. Þess- ar aðferðir eru ekki flóknari en svo að þeir sem hafa vísindamenntun eiga auðvelt með að setja sig inn í þær.“ Á að loka Hafró? Árni lærði dýralækningar í Bret- landi í Edinborg og fisksjúkdóma- fræði í Stirling-háskóla. Þess vegna hefur hann nokkra innsýn í þær greinar sem vinnubrögð Hafró byggja á. - En hvað á að gera við Hafró? Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur sagt að stofnunin njóti alls ekki sama trausts og áður. Eigum við kannski bara að loka? „Niðurstöður Hafrannsóknastofn- unar njóta ekki sama trausts og áður. Það væri að berja höfðinu við steininn að viðurkenna það ekki. Það vitlausasta sem við gerðum væri þó að snúa baki við Hafró. Við eigum frekar að gefa í og reyna að lagfæra það sem miður hefur farið.“ Fiskifræðingar óskast Ámi segist hafa lagt fram í nóv- ember síðastliðnum tillögur að ákveðinni uppbyggingu Hafró sem verði hrundið í framkvæmd á nýju fjárlagaári. „Ég vona að fyrsta skrefið sjáist í næstu fjárlögum. Það sem er merki- legast i þessu máli er að sá þáttur sem takmarkar starfsemi Hafrann- sóknastofnunar hvað mest er ekki fjárskortur heldur mannekla í þeim skilningi að við eigum ekki til fiski- fræðinga til að starfa þar. Við þurf- um 30 nýja fiskifræðinga til að upp- fylla þau áform sem við höfum fyrir þessa stofnun." - En getum við ekki ráðið þá frá útlöndum? „Það eru þegar fleiri erlendir fiskifræðingar starfandi hér hjá Hafrannsóknastofnun en íslenskir fiskifræðingar erlendis þannig að það hallar þegar á okkur i þessum efnum. Þetta er ekki bara spursmál um að þetta sé fjársvelt ríkisstofn- un.“ Kunna þeir ekki að telja? Svo virðist sem ástæðurnar fyrir mistökum Hafrannsóknastofnunar séu margþættar. Eitt er vanmat þeirra á breyttri veiðitækni, annað er hugsanlegt vanmat á lönduðum afla, þriðja er brottkast afla og það fjórða getur verið reiknuð slæging- arprósenta og margt fleira getur orðið til þess að trufla menn sem vilja telja fiska mjög nákvæmlega. Allt tengist þetta hinu misvin- sæla kvótakerfi en Árni leggur áherslu á að stofnstærð og mat á henni sé einn mikilvægasti horn- steinninn undir allri fiskveiði- stjórnun en hefur jafnframt boöað heildarendurskoðun á starfsháttum Hafrannsóknastofnunar í samvinnu við erlenda sérfræðinga. Sumir hafa litið á veiðitölur frá upphafi aldar- innar sem var að líða og sagt að þær sýni að Hafrannsóknastofnun sé á alrangri leið. Má ekki hlusta á Jón? Árni hafnar þessum málflutningi og telur að veiðitölur staðfesti að stofninn hafi verið ofveiddur nánast alla öldina og við súpum seyðið af því í dag. Jón Kristjánsson fiski- fræðingur starfar ekki á Hafrann- sóknastofnun. Hann hefur gagnrýnt aðferðir þeirra en spáði fyrir um þróun síöustu ára fyrir nokkrum árum. Svo virðist sem ekki sé hlust- að á hann. Þarf ekki að taka meira tillit til skoðana eins og hans ef ár- angur á að nást? „Það er stórt orð vísindamaður og menn verða að sýna fram á að kenn- ingar þeirra standist vísindalega skoðun. Ég er viss um að Jón á eft- ir að fá sitt tækifæri til þess og skoðanir eins og hans þurfa auðvit- að að eiga sinn sess í framtíðinni. Við erum í þeirri stöðu að viö verð- um að skoða allar kenningar sem settar eru fram á vísindalegum grunni." Ámi telur að málflutningur manna sem gagnrýna Hafrann- sóknastofnun hafi ekki alltaf verið eingöngu vísindalegur. „Þeir eru fyrst andstæðingar kvótakerfisins en síðan andstæðing- ar Hafró og málflutningur þeirra einkennist af því. Okkar vandamál snýst um fiskifræði en ekki pólitík þótt menn rugli þessu tvennu tals- vert saman." Tvisvar lög á sama verkfallið Ámi hefur verið sjávarútvegsráð- herra síðan 1999 þegar Þorsteinn Pálsson, forveri hans í starfi, hvarf til sendiherrastarfa og er að hefja sitt þriðja starfsár í embætti. Hann hefur ekki alltaf átt rólega daga í starfi og tók harðan slag i vetur þeg- ar segja má að hann hafi tvisvar sinnum sett lög á sama verkfallið. Fyrst þegar hann lét setja lög sem frestuðu verkfalli sjómanna um þrjár vikur og síðan þegar hann beitti sér fyrir því að verkfalli sjó- manna var aftur frestað og vinnu- deila sjómanna og útgerðarmanna sett í gerðardóm. Sjómenn þyrptust á Austurvöll og mótmæltu í sjóstökkum með logandi neyðar- blysum þegar lögin voru sett. Er sanngjarnt að segja að hann sé með- al allra óvinsælustu sjávarútvegs- ráðherra? „Ég hef ekki séð neinar mælingar á því. Ég geri mér engar grillur um að ég sé sérstaklega vinsæll. Það er hvorki það sem ég á von á né er ég mikið að hugsa um það. Stjómmála- maður er hins vegar þá fyrst í til- vistarkreppu ef hann er ekki sann- færður um það sem hann er að gera.“ Alltaf sáttur að lokum - Hefur þú alltaf verið sáttur við allar ákvarðanir sem þú hefur tekið í þessu embætti? „Þær hafa auðvitað verið miserf- iðar en ég hef alltaf verið sáttur við þær að lokum. I stöku tilvikum hafa komið fram upplýsingar eftir á sem gera það að verkum að maður sér ákvörðun sína í nýju ljósi. Þannig sé ég til dæmis að það var rangt að fresta kvótasetningu smábáta síð- astliðið haust um eitt ár. En skýrsla Hafró sem kom út í fyrra eftir frest- unina sýndi mjög slæma stöðu ýsu- stofnsins. Það sem við vitum nú um ágang smábáta í ýsustofninn gerir það að verkum að það hefði átt að setja kvóta á þá fyrir ári. Ef það hefði verið gert væri staða okkar auðveldari í dag og við hefðum get- að aukið sóknina í ýsuna núna. Smábátar hafa verið að veiða ýsuna umfram það aflamark sem ákveðið hefur verið undanfarin ár og það mun ná hámarki á þessu ári.“ Ámi segist ekki hafa lagt mat á það hvaða ákvörðun í starfinu hafi reynst honum sérstaklega erfið og telur að það bíði ævisögunnar. Ég var slitinn úr samhengi - En var ekki erfitt að setja lög á sjómannaverkfallið? „Það var í raun miklu erfiðara að gera það ekki fyrr vegna þeirra verðmæta sem voru í húfi. Það var í raun erfiðara að láta deiluna standa í sex vikur eftir frestunina án þess að gera neitt. Sjálf lagasetn- ingin var frekar erfið því það var stöðugt verið að herma upp á mig hluti sem ég hafði sagt í öðru sam- hengi.“ Þarna vísar Árni til þess að hann sagði í sjónvarpsviðtali að ekki yrðu sett lög á verkfall sjó- manna. Þetta var iðulega rifjaö upp meðan þingið ræddi lögin um gerð- ardóminn en Árni segir að þetta hafi verið ómaklegt og slitið úr sam- hengi. Þeir féllu á prófinu - Var þetta ekki gullið tækifæri til að leyfa sjómönnum og útvegs- mönnum að útkljá deilur sínar í eitt skipti fyrir öll án afskipta ríkisins? „Þeir fengu þetta tækifæri með því að vera í verkfalli í sex vikur. Þetta hefði allt átt að hjálpast að til að leysa deiluna. Það voru þeir sem féllu á prófinu en ekki ég. Vandinn var sá að þeir áttu alltaf von á lög- um og hluti þeirra spilaði upp á þetta. Ég held jafnvel að hluti deilu- aðila hafi haldið að þeir gætu síðan samið við mig um það hvernig lög- in ættu að vera og það væru þeir samningar sem ætti að ná. Þetta á bæði við um útvegsmenn og sjó- menn.“ Baldur og Konni hvaö? - Grétar Mar Jónsson, einn for- ystumanna sjómanna, sagði í viðtali við Ægi fyrir fáum árum að sjávar- útvegsráðherra og formaður LÍÚ væru eins og Baldur og Konni þar sem ráðherra væri Konni. Karl V. „Mér finnst þetta leiöinlegt. Ég sjóm - Árni M, sjómannadaginn. Ri Matthíasson og Kristinn Gunnars- son þingmenn hafa báðir í viðtölum við DV að undanförnu lýst þeirri skoðun að ríkisstjórnin dragi taum stórútgerða meira en góðu hófi gegnir. Er þetta réttmæt gagnrýni? „Þeir aðilar sem þú vitnar til eru auðvitað pólitískir keppinautar mínir og forvera míns þótt einn þeirra sé stjórnarþingmaður. Ég veit að hvorki ég né forveri minn tökum við neinum skipunum frá LÍÚ og þeir eru langt í frá ánægðir með margt af því sem ég geri og nægir að nefna frestun á kvótasetn- ingu smábáta og breytingar á teg- undatilfærslum í því sambandi. Viö verðum líka að gæta að því að stór- ar útgerðir eru stór hluti af sjávar- útveginum og sjávarútvegurinn er stór hluti af efnahagslífinu og þegar ákvarðanir eru teknar þá eru þær teknar í samræmi við hagsmuni Árni hefur boöaö mikla endurskoöun á Hafrannsóknastofnun. „Niöurstööur Hafrannsóknastofnunar njóta ekki sama trausts og éöur. Þaö væri að berja höföinu viö steininn aö viöurkenna þaö ekki. Þaö vitlausasta sem viö geröum væri þó aö snúa baki viö Hafró. Viö eigum frekar aö gefa í og reyna aö tagfæra þaö sem miöur hefur fariö. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.