Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2001, Side 42

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2001, Side 42
50 LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 2001 Formúla 1 Þórhallur Jósepsson veðjar á Ralf Þórhallur Jósepsson er landsmönnum kunnur, bœöi sem frétta- maður hjá Ríkisúlvarpinu og sem sérfrceðingur Rásar 2 um For- múlu 1, Hann hefur verið mjög virkur í félagsstafi innlends mót- orsports allt frá árinu 1978. Blm. DV spurði hann nokkurra spurn- inga um kappakstur helgarinnar og fréttír nýliöinnar viku. Sjö keppnir afstaönar og Michael Schumacher kominn meö 52 stig af 70 mögulegum. Coulthard 12 stigum á eftir. Hefur Skotinn úthald og árœði til aö halda í viö Schumacher og vinna titilinn? „DC hefur hraðann, úthaldið og árœðina.en MS hefur það líka og allt annað sem til þarf. Að öllu óbreyttu œtti MS að vinna nokkuð örugglega. Hins vegar segir hjátrúin að DC vinni titilinn af því að hann vann í Brasilíu." Hver er þín skýring á því aö McLaren á í svona miklum vandrœöum meö rœsibúnaö- inn? „Hver veit? FIA gat ekki fundið út úr tölvubúnaðinum sem stýrir spólvörninni í fyrra, samt með tugi sérfrœðinga, Þetta er flókið og margslungið forritakerfi, líklega er þetta eins og við flísalögn, ef fyrsta flísin er skökk þá verða allar hinar líka skakkar. Menn finna bara ekki enn þessa fyrstu." Nú var David Coulthard „fastur“ á eftir Enrique Bemoldi í rúmlega 40 hringi í Mónakó- kappakstrinum eftir að hafa þurft aö rœsa aftastur. Var þaö rétt hjá Brasilíumanninum að verja stöðu sína eöa átti hann aö hleypa honum fram úr á þeim rökum að hann vœri að berjast um heimsmeistaratitilinn? „Það er ótrúlegt að mönnum skuli detta í hug að Bernoldi hefði átt að víkja! Út á hvað halda menn að kappakstur gangi? Úr því David Coulthard komst ekki fram úr var við engan nema hann sjálfan að sakast og engum, sem var á undan honum, bar nokkur skylda til að víkja*. Ef Newey er raunverulega á leið frá McLaren til Jagúar, hvaða afleiðingar telur þú að það hafi fyrir McLaren og hvaö ber Jagúar úr býfum? „Skyldi sagan endurtaka sig? Þegar Newey fór frá Williams til McLaren '96 var Williams á toppnum en McLaren mátti þakka fyrir að klára keppni í miðjum hópi. Nœsta ár hafði dœmið snúist við. Heimsmeistaratitillinn fór með Newey frá Williams til McLaren. Klárt að Jagúar fer að berjast um eitt af fjórum efstu ef Newey fer að vinna fyrir þá." Hvor er betri fjárfesting, Michael Schumacher eöa Adrian Newey? „Ógerlegt að segja. MS breytti með dyggri aðstoð Ross Brawn og Jean Todt lánlausu Ferrari-liðinu í afburðalíð. Newey breytti lánlausum liðum í meistaralið, nœgir að nefna Williams og sérílagi McLaren 1998. Frank Williams segir að ef bíllinn sé nógu góður þá sé ekki málið að fá ökumann til aö sœkja titil. Schumacher vann titilinn '94 og '95 á bíl sem var ekki einu sinni sá nœstbesti á brautinni. Besta fjárfestingin vœri kannski í báð- um saman en þá yrði Formulan líklega ekkert spennandi lengur." Kanada er nœsti viökomustaöur. Kemur brautin þar til með að henta einhverjum bet- ur en öörum? „Allar brautir henta Ferrari og McLaren vel. Beinu brautirnar henta Williams sérlega vel þannig að þeir verða sterkir í Kanada, spurning hvort bremsurnar og dekkin hjá þeim halda. Arrows eru hraðskreiðir á beinum brautum og gœtu gert skurk." Spá fyrir Kanada? „ 1, Ralf Schumacher. 2. Mika Hákkinen. 3. Michael Schumacher. 4. Juan Pablo Montoya. 5. Janro Trulli. 6. Nick Heidfeld.” Það er almennt álit sérfræðinga sem starfa hjá Geimrannsóknastofn- un Bandaríkjanna, NASA, að sá tími sem líður frá því að hugmynd fæðist og þar til hún verður að veruleika sé óralangur og tekur biðin stimdum fjölda ára. Þetta er tæknimönn- um erfítt og hægir á framþróun. í For- múlu 1 er þessu öfugt farið því hugmynd sem fæðist í þessari viku er orðin að veruleika nokkrum dögum seinna. Reyn- ist hún vel í prófunum verður hún kannski notuð í næstu keppni því hvergi má slaka á í sífelldri leit að bættum ár- angri. Af þessum völdum hafa margir af þeim kunnáttumönnum sem starfað hafa hjá NASA fært sig yflr i Formúlu 1 þvi þar fá þeir forvitni sinni svalað fljótt og örugglega og ekki skemmir að á síðustu árum hafa launagreiðslur í Formúlu 1 hækkað verulega, Þróuninn er hröð og sífellt er barist um hæfústu einstakling- ana. Fyrir rétt tæpum mánuði tókst For- múlu 1 liði Toyota að fá súper-séníið Gustav Brunner til liðs við sig frá ítalska smáliðinu Minardi. Þar höfðu einstakir hæflleikar hans haldið aflvana bílunum innan 107% markanna síðustu ár. Paul Stoddart, eigandi European Minardi, sem nýlega hafði gert fimm ára samning við Brunner, kvartaöi sáran undan miss- inum og vill nú setja á reglur um yfirboð á tæknimönnum eins og tíðkast hjá öku- mönnum og gengur vel. Barist um tæknimenn Síðasti „farsinn“ á tæknimarkaðinum fór af stað fyrsta dag mánaðarins þegar Jagúar Racing keppnisliðið tilkynnti að það hefði gert fimm ára bindandi samn- ing við Adrian Newey. Adrian, sem er 42 ára loftaflsfræðingur, á glæsilegan feril að baki sem hönnuður í F1 og hefur síð- ustu fjögur ár verið aðalhönnuður McL- aren og átt stóran þátt í velgengni þess. Þessi yfirlýsing kom McLaren-mönnum í opna skjöldu sem brugðust við með því að segja Newey ekki vera á neinum för- um frá liðinu og sögðust nýlega hafa end- umýjað samning sinn við tæknimann- inn um nokkur ár í viðbót. Talið er að Newey hafi getað átt von á tæplega 700 milljónum í vasann frá Jagúar fýrir fimm ára vinnu og þar að auki getað starfað með gömlum félaga sínum úr CART kappakstri á áttunda áratugnum, Bobby Rahal. Hvort McLaren hafi yfir- boðið Jagúar skal ósagt látið en það er greinilegt að þessi tvö keppnislið eru til- búin að punga út umtalsverðum upp- hæðum til að geta notið þjónustu galdra- mannsins og snillingsins Adrians Neweys. Schuey eða Newey? En af hverju öll þessi læti? Níutíu og nfu prósent sigra undanfarinna tíu ára hefúr verið hægt að eymamerkja tveim- ur mönnum. Annars vegar Michael Schumacher sem hefur 4.500 milljónir í árslaun og á að baki 48 sigra með Benetton og Ferrari, og hins vegar Adri- an Newey sem nú hefur um það bil 150 milljónir í árslaun og á að baki sem hönnuður 84 sigra, sex ökumanns- og liðatitla með Williams og McLaren. Ekki er að undra þótt stundum sé spurt hvort sé betra að hafa Schuey eða Newey. Það er ekki nokkur spuming að þjónusta Neweys er ódýrari og snilld hans hjálpar báðum ökumönnum liðsins. Falli annar ökumannana í niðursveiflu eins og Mika Hákkinen virðist vera að klást við þessa dagana getur David Coulthard reitt sig á að honum sé útvegaður keppnisbill í fyrsta flokki. Hins vegar þjáðist Ferrari illa um leið og Schumacher braut á sér fótinn á Silverstone 1999. Þá var dýrt að hafa hann á launum heima og Eddie Ir- vine átti í mesta basli með að taka upp þráðinn af þáverandi félaga sínum hjá Ferrari. 1 ^ fíOWTER ^ StWliTFC

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.