Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2001, Side 56

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2001, Side 56
Jói útherji Knattspyrnuverslun Ármúla 36 • sími 588 1560 ^ Umferðarslys: Samtímis Tvö umferðarslys urðu á sömu mínútunni í Reykjavík í gær. Ekið var á gangandi vegfaranda á mótum Bústaðavegar og Háaleitisbrautar klukkan 17.30 og samtímis lenti bif- hjól í árekstri við bifreið á Malar- höfða. Illa leit út við aðkomu og voru vegfarandinn og bifhjólamaö- urinn fluttir á slysadeild. Þeir reyndust hafa sloppið betur en hald- , ^ ið var í fyrstu. -EIR ísafjörður: Sprakk í fót ísfirskur hjólbarðaviðgerðar- maður slasaðist í gær þegar hann var að pumpa lofti í stórt vörubíla- dekk. Loftið varð of mikið og dekk- ið sprakk. Skaust hluti þess í fót mannsins sem lá óvígur eftir. Var hann fluttur á sjúkrahúsið á ísa- firði og er á batavegi. Slysið varð á dekkjaverkstæði á Skutulsfjarð- arbraut. -EIR Vinnueftirlitið: Fjórðungur barna í næturvinnu „Eftirlitsátakið leiddi í ljós að 25% ungmennanna voru við vinnu eftir miðnætti og 10 ungmenni störfuðu sem bílstjórar (pitsusendlar) og voru einir að störfum. Hvort tveggja er brot á reglum," segir Vinnueftir- litið um árangur- inn af eftirlitsferð sinni í Reykjavík og á Akureyri. Tilgangurinn var að kanna hvemig nýlegri reglu- gerð um vinnu ungmenna á pitsu- stöðum, öörum skyndibitastöðum og fleiri álíka væri fylgt. -HEI Verð frá 35.500 EVRÓ Allar stærðir Gsreg^s^^3 ER DUIÐ AÐ ,SKIPTA Á RÚMINU? LAUGARDAGUR 9. JUNI 2001 Höfuðstöðvar Barnaverndarráðs Húsiö var útbíað í slagoröum og skammaryröum frá einstaklingi sem taldi sig eiga ýmislegt vantalað viö starfsfólk stofnunarinnar. FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREISEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Barnaverndarráð: Manneskjan þarf hjálp DV-MYND BRINK Skammt stórra högga á millí Veöurguðirnir hafa sýnt öll tilbrigði litrófsins undanfariö á Noröurlandi. Útivinnandi starfsmenn fögnuöu veöurblíöunni á Akureyri í gær eftir aö hafa mátt þola snjó og kulda litlu fyrr í vikunni. „Við höfum grun um hver er hér að verki. En það er erfitt að eiga við þetta,“ segir Guðrún Erna Hreiðarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndarráðs íslands, en höf- uðstöövar stofnunarinnar á Lauga- vegi 36 voru útbíaðar í slagorðum og skammaryrðum frá einstaklingi sem taldi sig eiga ýmislegt vantal- að við starfsfólkið þar. „Mann- eskjan á við erfiðleika að stríða og þarf hjálp.“ Slagorðin voru hreinsuð af húsinu síödegis í gær enda höfðu þau vakið óþarflega mikla athygli vegfarenda sem voru fjölmargir á þessum hluta Laugavegarins. -EIR Þingmaður í sigurvímu vegna inngöngu í Alþjóða hvalveiðiráðið: - ekki nóg að draga fram byssurnar og fara að skjóta, segja hvalavinir „Nú er ekki eftir neinu að bíða. Við eig- um að hefja hvalveið- ar strax,“ sagði sjálf- stæðisþingmaðurinn af Vesturlandi, Guðjón Guðmundsson, þegar fréttist af hugsanlegri inngöngu íslendinga í Alþjóða hvalveiðiráð- ið. Guðjón hefur barist fyrir hvalveiðum í öll - Guöjón Guömundsson. Asbjörn Björgvinsson. þau tíu ár sem hann hefur setið á þingi og vonar nú að gamall draumur rætist. „Ég hef fjórum sinnum flutt til- lögu þessa efnis á Alþingi og fékk þingsályktunartillögu loks samþykkta fyrir tveimur árum með 37 atkvæðum gegn 4. Nú er lag því Japanir hafa ekki viljaö kaupa af okkur hvalaaf- urðir fyrr en við værum komnir i Alþjóða hval- veiðiráðið," sagði Guöjón og benti á að vel mætti sjá þetta mál allt í sam- hengi við um- ræöur um ranga útreikninga Haf- rannsóknastofn- fiskistofna: „Þessi unar á stærð skepna étur meira en við veiðum. Nú er bara að gera hvalbátana sjóklára." í þau 12 ár sem hvalveiðibann hef- ur verið í gildi hér á landi hefur Krist- ján Loftsson og fyrirtæki hans, Hval- ur hf., þurft að greiða hundruð millj- óna króna i kostnað vegna viðhalds og reksturs á eignum sínum, bæði i Hvalfirði og í Reykjavíkurhöfn. Að- eins lega hvalbátanna við Ægisgarð hefur kostað Kristján og fyrirtæki hans 70 milljónir króna. „Það er ekki nóg að draga fram byssurnar og fara að skjóta. Það ligg- ur ekkert fyrir um það að Japanar vilji kaupa af okkur hvalaafurðir," sagði Ásbjörn Björgvinsson, forstöðu- maður Hvalamiðstöðvarinnar á Húsa- vík, en hann gerir ráð fyrir að um 60 þúsund útlendingar komi í hvalaskoð- un hér á landi á þessu ári. í fyrra voru þeir 44 þúsund: „Húsavík er höfuðborg hvalaskoð- unarinnar í Evrópu og við erum í raun að endurnýta hvalina. Þá er hægt að skoða aftur og aftur. Menn verða að sjá fyrir afleiðingarnar af Hvalaskoöun Gert er ráö fyrir aö 60 þúsund útlend- ingar komi í hvalaskoðun á þessu ári. hvalveiöum í ljósi þess að stjórnir allra helstu viðskiptalanda okkar eru andsnúnar þeim. Það kemur ef til vill til greina að selja nokkrar hrefnur á ári en langreyðurin verður aldrei við- skiptavara. Hún er á lista yfir dýr í út- rýmingarhættu," sagði Ásbjörn í Hvalamiðstööinni á Húsavík. Sjá nánar bls. 2 -EIR Hvalveiðar strax William Hague gisti á Snorrabrautinni: - hótelstjórinn vonar að Bretar vilji sofa í sama rúmi „Ég hefði aldrei sagt frá þessu fyrir í herbergi 314 þar sem fyrrum nema vegna þess að leiðtoginn var leiðtogi breska íhaldsflokksins gisti aö segja af sér. William Hague gisti hjá mér í tvær nætur í ágústmánuði síðastliðnum og kom fram eins og sannur herramaður," segir Ólafur Skúlason, hótelstjóri í Gistihúsinu 101 á Snorrabraut 29 í Reykjavik. „Hague var hér með frú sína og leigðu þau Toyota Yaris til að kom- ast á Þingvöll, Gullfoss og Geysi." Ólafur hótelstjóri hyggst láta gera sérstakan minningarskjöld um dvöl Hagues á Snorrabrautinni og koma ágústnæturnar tvær. Vonast hann til að fjölmargir Bretar sýni því áhuga að gista í sama rúmi og leið- toginn fyrrverandi „... enda er hér ekki um neina smákanónu að ræða,“ eins og Ólafur hótelstjóri orðar það. Líklegt er talið að öryggissjónar- mið hafi valdið því að Gistihúsið 101 varð fyrir valinu þegar breski íhaldsforinginn átti hér viðdvöl. Sérstök lyfta er upp á hótelganginn Rúmiö enn á sínum staö Ólafur hótelstjóri í herbergi 314 þar sem William Hague gisti. Minningarskjöldur á herbergi 314 / ..1 sem enginn getur notað nema skráö- ir gestir og telur Ólafur hótelstjóri að starfsfólk Hagues hafi haft spurn- ir af því hjá breskum blaða- og fréttamönnum sem oft hafa gist í Gistihúsinu við Snorrabrautina. „Ég hef ekki ákveðið hvernig minningarskjöldurinn kemur til meö aö lita út en ég set hann upp við höfðagaflinn á rúminu þar sem William svaf. Rúmið er hér enn; það vantar bara skjöldinn," segir Ólafur hótelstjóri við Snorrabrautina. -EIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.