Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2001, Side 12
12
LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001
Helgarblað_________________________________________________________________________________________________PV
Frændur okkar Færeyingar búnir að finna olíu:
Nógu sterk bein
til að þola álagið
Allt er þegar þrennt er.
Tvisvar höfðu frændur okkar,
Færeyingar, mátt sætta sig við að
tilraunaborholur í landgrunni eyj-
anna gáfu ekki af sér neina olíu,
eins og menn höfðu þó gert sér
miklar vonir um og hefur bjartsýn-
isbrúnin sjálfsagt verið farin að síga
á mörgum. En olíuævintýrið var
bara rétt að byrja og nú virðist sem
Færeyingar hafi dottið í lukkupott-
inn. Þeir eru búnir aö bora niður á
fyrstu olíulindina. Og ef að líkum
lætur eiga olíulindimar eftir að
verða fleiri áður en yfir lýkur.
„Ég er fullur af bjartsýni og gleði
yfir þessum tíðindum," segir Eð-
varö T. Jónsson fréttamaður sem,
að öörum ólöstuðum, þekkir líkleg-
ast íslendinga best til Færeyja og
færeysks samfélags.
Olía viö miölínuna
Það var síðastliöinn mánudag að
Eyðun Elttor, olíumálaráðherra
færeysku landstjórnarinnar, stað-
festi það sem færeyskir fjölmiðlar
höfðu greint frá dagana á undan,
nefnilega að olíuborpallurinn Sover-
eign Explorer hefði komið niður á
umtalsvert magn bæði olíu og gass í
færeyskri efnahagslögsögu, nærri
miðlínunni að Hjaltlandseyjum.
„En, og það er alltaf eitt en, í
augnablikinu vitum við ekki um
hversu mikið magn er að ræða. En
ég held að við eigum að fara varlega
í sakirnar við að meta það. Við eig-
um bara að staðfesta í fyrstu lotu að
olía sé fundin við Færeyjar," sagði
Eyðun Elttor á fundi með frétta-
mönnum i Þórshöfn á mánudag.
Borpallurinn, sem er í eigu
bandaríska olíufélagsins Amerada
Hess, kom niður á olíuna á 4.246
metra dýpi undir hafsbotninum. Á
þessum slóðum er Atlantshafið 975
metra djúpt og því ljóst að borleiðsl-
an var rúmlega fimm kílómetra
löng. Olían er í setlagi sem er 170
metra þykkt.
Upphaflega fékk Faroes Partners-
hip, samstarfshópur Amerada Hess,
færeyska olíufélagsins Atlantic
Petroleum, danska fyrirtækisins
DONG og hins breska British Gas,
fengið leyfi til að bora niður á 3.800
metra dýpi. Ekkert hafði fundist
þegar þangað var náð en í herbúö-
um Amerada Hess töldu sérfræðing-
ar góðar likur á að olíu væri að
finna á meira dýpi. Forráðamönn-
um British Gas leist aftur á móti
ekki á blikuna og drógu þeir sig út
úr boruninni en hin fyrirtækin þrjú
héldu áfram. Og þau höfðu heppn-
ina með sér.
„Þessi jákvæði árangur er upp-
örvandi fyrir framtíð olíu- og gas-
iðnaðarins í Færeyjum,“ sagði Ben
Arabo, útibússtjóri Amerada Hess í
Færeyjum.
Nick Fairbrother, forstjóri Bret-
landsdeildar fyrirtækisins, lýsti yfir
ánægju sinni með árangurinn og
sagði að allir hlökkuðu til að halda
borunum áfram á næsta ári.
Átta mánuðir
En núna er búið að setja tappa í
olíulindina sem fannst á dögunum
og hún biður þess bara á hafsbotni
að tappinn verði tekinn aftur úr og
að farið verði að dæla. Það gerist þó
ekki á næstunni.
„Þeir eru bara búnir að bora eina
holu núna og hafa átta mánuði til að
skila niðurstöðu um hvort þeir telji
að olíulindin sé vinnsluhæf," segir
Steinar Þór Guðlaugsson jarðeðlis-
fræðingur, sérfræðingur á Orku-
stofnun.
Telji olíufélögin í Faroes Partner-
ship að svo sé er næsta skref að
leggja fram framkvæmdaáætlun um
uppbyggingu olíulindarinnar og
nýtingu. Þá lýkur rannsóknarleyf-
inu og vinnsluleyfið tekur við. Fé-
lögin verða þá að ákveða hvernig
standa eigi að nýtingu lindarinnar.
Aukinn kraftur
Steinar Þór segist eiga von á því
að þessi tíðindi verði til að fyrir-
tækjahóparnir sem hafa fengið leyfi
til að bora í næsta nágrenni við
Faroes Partnership muni tvíeflast
og hraða framkvæmdaáætlunum
sínum og borunum frekar en ekki.
„Það má því búast við að það
hlaupi mikill kraftur í frekari yfir-
borðsrannsóknir og boranir," segir
Steinar Þór.
Eyðun Elttor olíumálaráðherra
gaf til kynna á mánudag að hugsan-
lega kynni framleiðsla aö hefjast eft-
ir fimm til sex ár, reynist olían á
annað borð nægilega mikil og
vinnsluhæf. Það er heldur lengri
tími en tók að byggja upp breska ol-
íuvinnslusvæðið Foinaven sem er
rétt hinum megin miðlínunnar.
Bretar tóku fjögur ár í að byggja
Foinaven upp. Steinar Þór segir að
ástæðan kunni að vera sú aö haf-
dýpið er meira þar sem færeyska
lindin fannst.
Guölaugur
Bergmundsson
blaðamaöur
Bretar eiga tvö vinnslusvæði viö
miölinuna, áðurnefnt Foinaven og
Schiehallion. Á hinu síðarnefnda er
einhver stærsta oliulind sem Bretar
hafa fundið innan lögsögu sinnar á
siðari árum. Talið er þar séu 425
milljónir tunna af olíu og að í
Foinaven séu um 200 milljónir
tunna.
Vonandi mikil olía
Steinar Þór segir að lindirnar
Bretlandsmegin miðlínunnar gefi
enga vísbendingu um hversu mikla
olíu sé að finna í lögsögu Færeyja.
„Hins vegar vonar maður fyrir
hönd Færeyinga aö þar geti verið
um eitthvað svipað að ræða. Ástæð-
an er sú að eins og fundinum er lýst
virðist hann vera i svipuðum jarð-
lögum og af svipuðum aldri og
Schiehallion og Foinaven. Þess
vegna ýtir það undir vonir um
þarna geti verið um stóran fund að
ræða,“ segir Steinar Þór Guðlaugs-
son jarðeðlisfræðingur.
Eiríkur Þorvaldsson mjólkurbús-
stjóri hefur búið í Færeyjum í 23 ár
og hefur fylgst náið með öllum
hræringum í atvinnu- og stjórn-
málalífi eyjanna á þeim tíma. Hann
segir aö i Færeyjum hafi alltaf ver-
ið lögð mikil áhersla á það að menn
gerðu sér ekki of miklar væntingar
um hugsanlega olíuvinnslu í fram-
tíðinni og að ef olía fyndist mætti
það ekki verða til þess að eyðileggja
samfélagsgerðina.
Báðir fætur á jörðinni
„Stjórnvöld leggja mikla áherslu
á að það verði í fyrsta lagi eftir
fimmtán til tuttugu ár sem einhverj-
ir peningar fara að koma í arð af
þessu. Það er samt komið fé í sam-
félagið vegna þessa. Ég held að það
hafi verið hundrað manns á borpall-
inum og þeir þurfa sína þjónustu,"
segir Eiríkur. Og bætir við að þetta
hafi skapað það mikla atvinnu að í
Þórshöfn sé nú orðið erfitt að fá
húsnæði. Bæði fasteignaverð og
húsaleiga hafi hækkað mikið.
„Ég held að Færeyingar hafi báða
fæturna á jörðinni en það er mjög
jákvætt andrúmsloft hér í dag. Eða
eins og einhver sagði: ég held að
ellilaunin min séu komin á réttan
stað núna,“ segir Eiríkur Þorvalds-
son mjólkurbússtjóri.
Eiríkur er á því, rétt eins og Eð-
varð T. Jónsson fréttamaður, að ol-
íufundurinn muni hafa mikil áhrif
á fullveldismál Færeyinga. Sjálf-
stæðishugmyndir landstjórnar An-
finns Kallsbergs lögmanns hafa átt
undir högg að sækja á undanfórn-
um mánuðum og úrtölumenn hafa
haldiö því fram að Færeyingar
hefðu hreinlega ekki efni á sjálf-
stæðinu. Dönsk stjómvöld hafa líka
reynst afar þvergirðingsleg í öllum
viðskiptum sínum við landstjórn-
ina. Færeyskur almenningur hefur
í auknum mæli snúið baki við
stjórninni og lýst yfir stuðningi við
jafnaðarmenn og sambandsmenn
sem hvorir tveggja vilja áframhald-
andi samband við Danmörku.
Mikilvægar kosningar
„Það á að kjósa í Færeyjum á
næsta ári og það eru griöarlega
mikilvægar kosningar," segir Eð-
varð T. Jónsson sem bjó um árabil í
Færeyjum og sagði fréttir þaðan í
rikisútvarpinu.
„I þeim verður skorið úr um það
hvort færeyska þjóðin ætlar að
halda áfram á þessari braut. Það er
það sem flokkarnir sem standa að
stjórninni vilja. En landstjórnin hef-
ur ekki notið mikillar lýðhylli síð-
asta árið.“
Eðvarð segir að olíufundurinn
gæti orðið til þess að breyta stöð-
unni mjög mikið, hann gæti gefið
stjórnarflokkunum næði til að
halda áfram, til dæmis til aö greiða
niður „þennan fræga ríkisstyrk sem
þeir báðu aldrei um og var eiginlega
neytt inn á þá skuldlausa í gamla
daga,“ eins og Eðvarð segir.
Hann segir að erlend olíufélög
hafi þegar dælt miklu fé í færeyskt
hagkerfi og meira eigi eftir að
koma. Byggð hafi verið oliuhöfn í
Skálafirði og félögin hafi styrkt
samgöngur á eyjunum.
„Færeyingar óttast þessa þróun,"
segir Eðvarð. „Allur almenningur
er milli vonar og ótta. Menn vita
hvernig fór fyrir Hjaltlendingum,
sem eru næstu nágrannar Færeyja.
Þar hefur verið unnin olía í fjölda
ára og það hefur komið miklu róti á
hjaltneskt samfélag."
Færeyingar pluma sig
En þótt Færeyingar horfi ef til
vill með einhverjum kvíða til þeirr-
ar framtíðar sem olíugróði á hugs-
anlega eftir að skapa þeim er Eð-
varð ekki í nokkrum vafa um að
frændur okkar hafi nægilega sterk
bein til að þola álagið.
„Færeyingar standa mjög þétt og
ég hef engar sérstakar áhyggjur af
því að þetta ríði þeim að fullu hvað
þjóðernið varðar. Ég þykist sann-
færður um aö ef þetta tekst vel, sem
allt bendir til núna, fái þeir fullveldi
og þeir eiga eftir að pluma sig. Og
þeir hafa sýnt að þeir eru þess
megnugir aö taka taka málin í sínar
eigin hendur. En mér finnst mjög já-
kvætt að þeir skuli vera hræddir
viö þetta. Ég held að þeir muni
standast álagið,“ segir Eðvarð T.
Jónsson fréttamaður.
3orshotn i Færeyjum
Ekki er víst að svona friðsælt verði viö höfnina í Þórshöfn þegar, og ef,
olían fer að streyma í stríðum straumum upp úr hafsbotninum.
Sigur borgarflokkanna
Borgaraflokkarnir í Danmörku
unnu á þriðjudaginn stærsta kosn-
ingasigur sinn í áttatíu ár þegar þeir
veltu ríkisstjórn jafnaðarmanna eftir
snarpa kosningabaráttu þar sem inn-
flytjendur og flóttamenn voru helsta
hitamálið.
Poul Nyrup Rasmussen, leiðtogi
jafnaðarmanna, stendur því upp úr
forsætisráðherrastólnum, fyrir ótví-
ræðum sigurvegara kosninganna,
Anders Fogh Rasmussen, leiðtoga
Venstre, sem nú er orðinn stærsti
flokkurinn á þinginu.
Fimm drengir láta lífið
Fimm palestínskir skóladrengir
létu lífiö árla á fimmtudagsmorgun
eftir að einn þeirra hafði sparkað í
ósprungna ísraelska skriðdreka-
sprengju sem lá á vegi þeirra. Atvikið
gerðist í Khan Younis-flóttamanna-
búðunum á Gazasvæðinu og munu
drengirnir, sem voru á aldrinum 6-14
ára, hafa verið á leið í skólann sinn,
sem rekinn er af Barnahjálp Samein-
uðu þjóðanna.
Dauðinn bíður barnanna
Philippes Heff-
inck, talsmaður
Barnahjálpar SÞ í
norðurhéruðum
Afganistans, sagði
í byrjun vikunnar
að SÞ gerðu nú
allt til að koma
um 120 þúsund af-
gönskum börnum,
sem þjáðst af
hungri, veikindum og kulda í norður-
héruðum Afganistan, til hjálpar. „Ef
við komum börnunum ekki strax til
hjápar er ljóst að ekkert annað en
dauðinn bíður þeirra með kólnandi
veðri. Birgðir eru á þrotum og okkur
fer fljótlega að bráðvanta mat, lyf, hlý
fot og ekki síst drykkjarvatn," sagði
Heffinck.
Fjórir blaðamenn skotnir
Fjórir erlendir blaðamenn voru á
mánudaginn skotnir til bana i Af-
ganistan eftir fyrirsát byssumanna á
þjóðveginum frá Jalalabad til Kabúl.
Blaðamennirnir, voru á feröinni í átta
bíla lest þegar bifreið þeirra var
stöðvuð af óþekktum byssumönnun-
um. Sögðu sjónarvottar að byssu-
mennirnir hefðu neytt blaðamennina
út úr bilnum og skipað þeim að fylgja
sér upp í hæðirnar við veginn eftir að
hafa barið þá og grýtt. Bílstjóri, sem
átti leið um veginn stuttu seinna, fann
líkin.
Rugova vill sjálfstæði
Ibrahim Rugova,
leiðtogi hófsamra
Albana í Kosovo,
lýsti á sunnudaginn
yfir sigri í söguleg-
um þingkosningum
sem fóru fram í hér-
aðinu á laugardag.
Hann hvatti við það
tækifæri ríki heims
til að viðurkenna sjálfstæði Kosovo
þegar i stað. Utanríkisráðherrar Evr-
ópusambandslandanna höfnuðu strax
þessari málaleitan og ítrekuðu and-
stöðu sina við sjálfstæði Kosovo.
Konur krefjast réttar síns
Hundruð afganskra
kvenna komu saman í
Kabúl í vikunni til að
krefjast þess að fá aft-
ur fyrri réttindi sín,
eftir fimm ára harð-
stjórn talibana. Kon-
urnar skildu margar
hefðbundinn klæðnað
afganskra kvenna eft-
ir heima en klæddust
þess 1 stað í leðurjakka, pils og slæður
með blómamynstri og kröfðust þess
að fá aftur leyfi til að vinna utan
heimilisins, mennta dætur sínar og til
að láta að sér kveða í stjórnmálum.