Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2001, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2001, Side 16
16 LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001 DV Helgarblað Myndlistarmenn eru á góðri leið með að yfirtaka heim hins ritaða orðs á íslandi. Höfundar eins og Hallgrímur Helgason, Haraldur Jónsson, Sigurð- ur Guðmundsson og Þor- valdur Þorsteinsson hafa allir látið eftirminnilega að sér kveða á ritvellin- um á undanfömum árum þótt þeir hafi ólík- an bakgrunn. Þrír þess- ara höfunda gefa út skáldsögur nú fyrir jólin, Hallgrímur, Þorvaldur og Haraldur sem á í bóka- flóðinu skáldsöguna Ekki - ástarsaga. „Sambúö myndlistar og ritlistar er mjög góð. Þetta er alveg ídeal hjónaband, listirnar styrkja hvor aðra,“ segir Haraldur. „Og hjóna- bandið er gott af því ég hef jafngam- an af hlutunum sjálfum og því sem þeir heita i orðabókinni. Það er ann- ars alls ekki óalgengt að flakka á milli þessara heima. Gúnther Grass kemur til dæmis strax upp í hug- ann. Við lifum á margmiðlunartímum og fyrir kynslóðir sem eru að vaxa úr grasi í dag er þetta ekkert mál. Þetta er allt saman inni í tölvunni í stað þess að vera bundið við pensil og ritvél eins og áður fyrr. En þegar ég er með hvítan flötinn fyrir fram- an mig þá leysast skrifin einmitt stundum upp í teikningu og svo öf- ugt.“ Árekstur tveggja stórstirna Undirtitlar eru ekki algengir nú- orðið og fátítt að alvarlega þenkj- andi íslenskir rithöfundar setji orð- ið ástarsaga i undirtitla. Ástin er eiginlega fremur sjaldgæf í íslenska skáldsagnaflóðinu. „Hún er kannski sjaldgæf í skáldsögum en í raun- veruleikanum nær maður vart and- anum. Þar er allt barmafullt af játn- ingum,“ segir Haraldur sem byrjar sögu sína á að vitna í fréttaskeyti frá Reuter þar sem sagt er frá smá- stirninu Erosi. Skeytið gefur tóninn fyrir áframhaldið þar sem ástin og reykvískur raunveruleikinn mætast á óvenjulegan hátt. 1 skeytinu segir meðal annars: „Eros er líkt banana að lögun, það vegur um hálft tonn en það hefur tiltölulega lítið aðdrátt- arafl. Erfitt getur verið að lenda þar vegna snúningshraða smástirnisins um sjálft sig en hann er mjög mik- ill. Eros er talið bera alls kyns málma, svo sem gull og platínu en sjálft myndaðist það sennilega við árekstur tveggja stórstima." Ég spyr Harald hvort hann telji íslenska rithöfunda vera í andófi gegn ástinni og hann svarar: „eða í afneitun", og bendir á tilhneigingu til þess að koma tilfmningum sínum fyrir í persónum frá sögulegum tíma. Þá liggur beint við að spyrja hvort íslenskir rithöfundar vilji fjarlægja sig frá tilfmningum sin- um. „Sumir virðast vilja fá fjarlægö og vera með fjarvistarsönnun um leið og fmgurgómarnir snerta lykla- borð tölvunnar. En það er af nógu að taka, ef maður er nógu forvitinn um sig og sína.“ Það er þó ekki hægt að lesa út úr bókinni viðhorf mannsins Haraldar Jónssonar til ástarinnar. „Þetta er ekki persónu- leg yfirlýsing um ástina. En orð eru til alls vis og það slæðist auðvitað ýmislegt með þeim sem enginn get- ur stjómað." Af hverju ekki Ekki? En af hverju Ekki? „Af hverju ekki?“ spyr Haraldur á móti. „Þessi titill sótt mjög á mig; mig dreymdi hann í mjög fjörugum og dularfull- um draumi þó að það væri ekki beint í samhengi við bókina. í sög- unni vísar Ekki i leikritið sem er verið að æfa.“ Haraldur segir aö það hafi hentað DV-MYND HILMAR ÞÓR Stundum gengu persónurnar fulllangt „Sagan hefur í rauninni komiö mér skemmtilega á óvart, “ segir Haraldur Jónsson sem skrifar skáldsöguna Ekki - ástarsaga. „Þaö fóru aö gerast hlutir sem mig grunaöi aldrei aö myndu eiga sér staö. Aöalsöguhetjurnar tvær sýndu líka á sér óvæntar hliöar; þau tóku upp á ótrúlegustu hlutum. Þaö var stundum vandræöalegt; gekk stundum fulllangt. “ Góð bók fjallar um k j arneðlisf ræði - Haraldur Jónsson skrifar ástarsögu sér vel að hafa leikara sem söguper- sónu, enda leikarar í nánasta frænd- garði hans; afi hans Haraldur Björnsson og bróðir hans Stefán Jónsson leikari. „Afi kenndi mér að lesa og skrifa. Ég var mikið í leik- húsi þegar ég var krakki. Fyrstu minningarnar eru úr leikhúsinu og ég hef eytt ófáum árum innan um leikara og leikkonur. Þannig að leikari var alveg tilvalinn í hlut- verkið." Ekki - ástarsaga hefur verið þrjú ár í vinnslu. „Sagan byrjaði af sjálfu sér sem mjög sterk tilfinning,“ segir Haraldur. „Ég skrifaði mikið en það hentaði þessu viðfangsefni vel og síðan stytti ég textann töluvert. Ein- um sem er búinn að lesa söguna fmnst hún vera mósaíkmynd með enn fleiri smáatriðum. Maðurinn og konan í bókinni eru vissulega bæði margbrotnir persónuleikar. Ekki er mjög dramatísk saga; hún lýsir ákveðnu hugarástandi, mjög sér- stökum örlögum og vandræðagang- inum við að vera maöur sjálfur." Haraldur bendir á að við séum oft dálítið yfirlýsingagjörn varðandi manneskjur. „Enginn er allra og sagan snýst meðal annars um mis- skilninginn og undantekningarnar sem halda okkur gangandi. Ein manneskja er alltaf meira en hana grunar. Við vitum varla hvar ein manneskja hefst og annarri lýkur. Það er alveg spuming hvar þetta endar." Það gerðist eitthvað Fyrsta bók Haraldar hét Stundum alltaf og var ljóðabók þótt Haraldur segist alltaf hafa átt í vandræðum með hugtakið ljóð. „Það er eitthvað væmið við það,“ segir Haraldur og segist frekar hafa litið á bókina sem myndabók með ferköntuðum mynd- um fullum af orðum; ferhyrningum sem stækkuðu eftir því sem orðun- um fjölgaði. „Ljóðin“ lýstu einhverj- um aðstæðum. „Ég kafaði aldrei undir yfirborð hlutanna í Stundum alltaf. í bókinni lágu tilfinningamar á yílrborði hlutanna." Þremur árum síðar komu Fylgjur út og þar kvað við annan tón og til- finningalegri. „Þar geng ég lengra að kviksyndi og kjarna tilfinning- anna, hvemig sem hann er annars í laginu. Frásagnimar eru allar í fyrstu persónu en þetta eru játning- ar alls kyns manna og kvenna í samtímanum. Það opnaðist eitthvað á þessum tíma,“ segir Haraldur. „í skáldverkum á að fjalla um grund- vallarspurningar, um kjama tilver- unnar. Góð bók fjallar um kjarneðl- isfræði." Haraldur segir að vinnan viö sög- una hafi verið mjög merkileg og lærdómsrík. „Margir hafa lesið sög- una. Það er gott að fá athugasemdir og yfirsýn annarra. Maður verður þó að standa fastur á sínu,“ segir Haraldur. „Sagan hefur i rauninni komið mér skemmtilega á óvart. Það fóra að gerast hlutir sem mig grunaði aldrei að myndu eiga sér stað. Aðalsöguhetjurnar tvær sýndu líka á sér óvæntar hliðar; þau tóku upp á ótrúlegustu hlutum. Það var stundum vandræðalegt; gekk stund- um fulllangt. Þau skiptast á um að segja söguna og þetta er því eins konar tvíræða. Þau eru bæði frekar skýr í hugsun. og eins vel máli farin en eins og gefur aö skilja getur það stundum verið þokkalega geðklofið að fást við svona tvöfalda ástar- sögu.“ -sm Fullt nafh: Katrín Júlíusdóttir. Fæðingardagur og ár: 23. nóvember 1974. Maki: Enginn. Börn: Júlíus, fæddur 1. mars 1999. Bifreið: Engin í augnablikinu - er að rúnta á bílasölunum. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Mér finnst flest sem ég geri bráðskemmtilegt en þó stendur sam- vera með syninum upp úr. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Heimilisstörfm, að elda- mennsku undanskilinni. Uppáhaldsmatur: Ég er mikil nautnamanneskja í mat og finnst allt gott nema saltfiskur og paprika. Góð- ar kjötbollur með öllu tilheyrandi finnst mér alltaf gott. Svo er sushi í miklu uppáhaldi. Uppáhaldsdrykkur: Vatn, coca cola, gott rauðvín og Magic era í upp- áhaldi núna. Hvaða íþróttamaður finnst þér standa fremst- ur í dag? Ég verö að nefna félaga mína, Þorvarð Tjörva hjá Haukum í handbolta og Amar Grétarsson hjá Lokeren í Belg- íu, þeir standa sig svo vel. Hver er fallegasti karl sem þú hefur séð, fyrir utan maka? Mér dettur bara enginn einn í hug eins og er, það eru margir sjarmerandi karlar á stjái. Ertu hlynnt eða andvig ríkis- stjóminni? Andvíg. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Tony Blair. Uppáhaldsleikari: Kevin Spacey, John Wayne, Ethan Hawke og fleiri góðir töffarar. Uppáhaldsleikkona: Jody Foster og Vivien Leigh. Uppáhaldstónlistarmaður: Tek svona tímabil og hlusta voða mikið á einn eða eitt band í einu. Núna er það David Gray en svona klassískt era það L7, Portishead, Edit Piaf og Carpenters sem sett eru á fóninn. Uppáhalds- rithöfundur: Gabriel Garcia Marquez og Roddy Doyle. Uppáhalds- bók: Konán sem gekk.á hurðir eftir Roddy Doyle og Um ástina og annan fjára eftir Marquez. Uppáhaldsstjómmálamaður: Af þeim íslensku eru það Össur Skarp- héðinsson og Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir. Siðan eru auðvitað margir er- lendir sem eru í uppáhaldi, t.d. Gandhi og Blair. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Ástríkur og Steinríkur. Eftirlætissjónvarpsefni: Reyni að missa aldrei af fréttum, er annars alæta á afþreyingu en þó eru léttir gamanþættir, s.s. Friends, og heimild- armyndir í uppáhaldi. Á hvaða útvarpsstöð hlustarðu helst? Hlusta mikið á þjóðmálaþætti á Bylgjunni og Rás 2 en þegar ég leita að tónlist hlusta ég mest á Radíó X. Uppáhaldssjónvarpsstöð: Ég horfi mest á Stöð 2. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Það eru margir góðir, get ekki gert upp á milli. Uppáhaldsskemmtistaöur: í góð- um félagsskap er maður alltaf á uppá- haldsskemmtistaðnum sínum. Stefnirðu að einhverju sérstöku í framtíðinni? Skapa mér og syni mín- um öraggt og notalegt um- hverfi og við- halda enda- lausri hamingju okkar. Hvað óttastu mest? Ég er svaka- lega flughrædd verið. Hræðist ekki margt annað. Hvaða eftirmæli viltu fá? Þú seg- ir nokkuð... ætli það væri ekki gott að fá um sig að maður hafi verið óeigin- gjam, réttsýnn og kærleiksríkur bar- áttujaxl. - Góða helgi!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.