Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2001, Qupperneq 25
25
LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001_________________________________________________________
I>‘V' Helgarblað
Útkall í Djúpinu:
Yissu að skip-
ið færi niður
í febrúar 1968 gerði ofsaveður við
landið og þrjú skip fórust í ísafjarð-
ardjúpi. í tvo sólarhringa börðust á
fimmta hundrað sjómenn við að
halda skipum sínum á floti i gífur-
legri ísingu á Djúpinu. Þar á meðal
voru menn í áhöfnum togaranna
Notts County, sem strandaði við
Snæfjallaströnd, og Ross Cleveland.
Varðskipinu Óðni tókst að bjarga
áhöfninni á breska togaranum
Notts County og Harry Eddom, skip-
verji á Ross Cleveland, bjargaðist
með undraverðum hætti. Óttar
Sveinsson, blaðamaður og rithöf-
undur, segir frá atburðunum í nýút-
kominni bók sinni, Útkall í Djúp-
inu.
Frækilegt björgunarafrek
Á blaðamannafundi sem haldinn
var um borð í Óðni, sama skipinu
og bjargaði áhöfninni á Notts
County, í tilefni af útkomu bókar-
innar, þakkaði Richard Moore
áhöfninni á Óðni fyrir frækilegt
björgunarafrek og sagðist aldrei
hafa lifað gleðilegri stund en þegar
hann sá varðskipið fyrir aftan Notts
County.
„Við vorum búnir að vera í
brúnni í nokkra klukkutíma og
hlusta á önnur skip í talstöðinni og
reyna að halda á okkur hita og við
öðluðumst nýja von þegar við sáum
varðskipið. Það var ekkert rafmagn
í skipinu, fyrir utan neyðarljósin,
þannig að við vorum bæði hita- og
vatnslausir. í fyrstu töldum við ólík-
legt að mönnunum á Óðni tækist að
koma björgunarbátum yfir til okk-
ar, veðrið var svo vitlaust. En þeir
sýndu ótrúlegt hugrekki og tókst að
flytja okkur yfir.“
Að sögn Richards voru varðskips-
menn smeykir um að skipverjarnir
á Notts County myndu missa stjórn
á sér af hræðslu og stökkva fýrir
borð til að komast í Zodiak-bátinn.
„Okkur tókst að sannfæra þá um að
við værum rólegir. Það tók rúman
klukkutíma að koma okkur yfir í
varðskipið og ég man eftir því að
ferðin á milli var mjög erfið.“
Breytti lífi mínu
Richard segist muna vel eftir því
síðasta sem áhöfnin á Ross
Cleveland sendi frá sér áður en
skipið fór á hliðina. „Þeir vissu að
skipið væri að fara niður og báðu
fyrir kveðju heim til fjölskyldna
sinna og svo heyrðist ekki meira í
þeim. Ég held að á þeim tíma höfum
við haft mestar áhyggjur af okkur
sjálfum en eftir á að hyggja var
þetta hræðileg reynsla. Það var
mikið af ungum mönnum sem fórst
þessa nótt.
Sú lífsreynsla sem ég lenti i þessa
nótt breytti lífi mínu til frambúðar.
Ég hætti á sjónum í nokkra mánuði
og fór að vinna í pappírsmyllu í
Notts County
Varðskipiö Óóinn bjargaði áhöfn tog-
arans úr miklum háska í febrúar
árið 1968.
Noregi. Ég réð mig svo aftur á sjó-
inn en stoppaði stutt. Eftir það fór
ég að vinna hjá símanum og kynnt-
ist eiginkonunni. í dag á ég þrjú
börn og fjögur bamabörn. Dóttir
mín eignaðist tvíbura í haust og ég
er mjög stoltur afi.“
Tilfinnlngaþrungin stund
Eiginkona Richards, Elizabeth
Moore, er með honum hér á landi.
Hún sagði að það væri mjög tilfinn-
ingaþrungin stund fyrir sig að hitta
mennina sem björguðu lífi manns-
ins síns. „Við hittum hluta af áhöfn-
inni á Óðni rétt fyrir blaðamanna-
fundinn þannig að ég gat þakkað
þeim öllum fyrir að bjarga eigin-
manni mínum og fyrir þaö að við
eigum þrjú börn og fjögur bama-
börn.“
-Kip
DV-MYND GVA
Skipst á gjöfum
Sigurður Þ. Árnason, skipherra á
Óðni, og Páimi Hlöðversson, annar
stýrimaður, færöu Richard Moore
mynd og penna að gjöf og hann gaf
þeim glæsilegan vasapela.
Jóhann Friðgeir Valdimarsson, tenór
Sigurjón Jóhannesson, tenór
Ólafur Vignir Albertsson, píanö
Björn Steinar Sólbergsson, orgel
Akureyrarkirkju, Akureyri 28. nóvember 2001, kl. 20.30
Miðasala við innganginn. Forsala miða í Bókvali, Akureyri.
Miðgarði, Skagafirði 25. nóvember 2001, kl. 21.00 4
Miðasala við innganginn.
DV-MYND GVA
Útkall í Djúpinu
Óttar Sveinsson rithöfundur og Richard Moore, einn þeirra sem björguð-
ust um borð í varðskiþið Óöin í ofsaveöri árið 1968.
GÍæsífcfj ísfensk söngveísfa með eftírfætís eínsöngsföjjum okliar o£ dúettum.