Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2001, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2001, Side 29
29 LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001 PV___________________________________________________________________________________________________Helgarblað Söngvari eða skemmtikraftur - Jóhann Friðgeir Valdimarsson á annríkt „Ég hef mikið að gera og má segja að ég hafi varla undan að sinna beiönum um söng. Ég er mjög eftirsóttur í veislur og skemmtanir, ég syng mikið við jarðarfarir, brúðkaup og þess hátt- ar og þetta er mikið álag en skemmtilegt og hefur í rauninni gengið betur en ég þorði að vona,“ segir Jóhann Friðgeir Valdimars- son tenórsöngvari í samtali viö DV yfir svörtum kaffibolla á Kaffi Rót. „Hitt er svo annað mál að það má kannski segja að í dag sé ég á íslandi tenórsöngvari sem starfar sem skemmtikraftur en ekki bara óperusöngvari. Ég hafði alltaf í huga þegar ég ákvað að gera eitt- hvað úr þessum söng að fara eins langt og ég kæmist. Þess vegna stefni ég að því að flytja til Ítalíu i vor með fjölskylduna og starfa þar sem óperusöngvari." í fjarlægð Jóhann segir að verði af flutning- unum þá muni þau setjast að í Lago di Iseo sem er rétt við svissnesku landamærin, ekki langt frá borginni Brescia en einnig stutt frá Mílanó þar sem Jóhann lærði lengi söng. „Þarna býr annar kennari minn og þaðan er stutt til Þýskalands, Sviss og Austurrikis en þar eru helstu atvinnutækifærin. Ég hef verið að syngja talsvert á Ítalíu síð- astliðið ár en hef einnig þurft að neita mörgum verkefnum einfald- lega vegna fjarlægðarinnar.“ Jóhann kom heim frá námi sínu fyrir einu og hálfu ári og þegar litiö er yfir stundaskrá söngvarans verð- ur ekki annað sagt en hann haíi náð ferli sínum á umtalsvert flug. „Hitt er svo annað mál að það má kannski segja að í dag sé ég á íslandi tenórsöngvari sem starfar sem skemmtikraftur en ekki bara óperusöngvari. Ég hafði alltaf í huga þegar ég ákvað að gera eitthvað úr þessum söng að fara eins langt og ég kœmist. Þess vegna stefni ég að því að flytja til Ítalíu í vor með fjölskyld- una og starfa þar sem óp- erusöngvari. “ að ræða plötuupptöku í Danmörku með sinfóníuhljómsveit. „Ég veit ekki hvað þetta felur í sér í rauninni en er opinn fyrir öll- um svona tækifærum." Hamraborgin ómar Á nýja disknum er Jóhann meðal annars að syngja lög eftir Sigvalda Kaldalóns sem er óumdeilt eitt ást- sælasta tónskáld Islands. Um þessar mundir er Jóhann sérlega hand- genginn verkum hans því hann og Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, ætla að halda tónleika í Salnum í Kópa- vogi 1. desember næstkomandi ásamt Jónasi Ingimundarsyni pí- anóleikara og þar munu þau flytja aUt að 35 lög eftir Sigvalda. Enn mætti nefna að Jóhann Frið- geir mun ásamt tveimur öðrum ten- órsöngvurum koma fram á sérstök- um tónleikum á svölum Húss mál- arans á Þorláksmessu. Þessir þrir íslensku tenórar eru mörgum í fersku minni frá Þorláksmessu í fyrra enda vandfundin skemmti- legri hátíðastemning en í miðbæ Reykjavíkur á Þorlák. Jóhann Friögeir hefur verið dug- legur að hasla sér völl sem söngvari í íslensku tónlistarlífi á þeim stutta tíma sem liðinn er síðan hann kom heim frá námi. Það vekur því for- vitni blaðamanns hvort hann hafi umboðsmann. „Þetta snýst um að vera duglegur að kynna sig og kynnast lykilfólki í tónlistarheiminum og svo er það orðsporið sem hjálpar manni auð- vitað," segir Jóhann.. „En mannleg samskipti eru mikil- væg og í heimi tenórsöngvara á Is- landi eru hljómsveitarstjórar, kór- stjórar, undirleikarar og útfarar- stjórar afskaplega mikilvægt fólk.“ PÁÁ DV-MYND BRINK Johann Friögeir Valdimarsson tenor Hann segir líf söngvarans á þröngum íslenskum markaöi einkennast af annríki en hugur hans stefnir suöur til Ítalíu og þangað vill hann flytja meö vorinu. Helg nótt í Hallgrími Jóhann verður með aðventutón- leika í Hallgrimskirkju, Vatíkani ís- lands 4., 6. og 8 desember. Það er Hörður Áskelsson organisti sem stjórnar tónleikunum en við orgelið er Kári Þormar og Daði Kolbeins leikur á óbó. „Þarna mun ég og Mótettukór Hallgrímskirkju undir stjórn Harð- ar flytja þekkt jólalög og rómantíska tónlist í bland við minna þekkta að- ventutónlist. Ég mun bæði flytja stærri verk eins og Agnus Dei og Pi- eta Signore og ganga í smiðju Andrea Bocelli en Ó helga nótt verð- ur á sínum stað,“ segir Jóhann um þessa'tónleika. Undir dalanna sól Næsta verkefni Jóhanns er í Mið- garði i Skagafirði, höfuðvígi tenór- söngs til sveita á íslandi, á morgun sunnudag kl. 21.00. Þar kemur Jó- hann fram ásamt Sigurjóni Jóhann- essyni sem er ættaður úr Skaga- firði, nánar tiltekið Víðihlíð, en hef- ur dvalist við söngnám og störf á Ítalíu undanfarin ár. Efnisskrá þess- ara tveggja sprengitenóra verða ís- lensk einsöngslög og vinsælir dúett- ar við undirleik Ólafs Vignis Al- bertssonar. Eins og þetta sé ekki nóg þá er fyrsti geisladiskur Jóhanns Frið- geirs kominn út og ber nafn söngv- arans glaðbeitta. Þar syngur Jó- hann íslensk einsöngslög og óperu- aríur ásamt ítölskum kanzónum og og ljóðum. „Hluti af disknum er tekinn upp i íslensku óperunni í fyrra en svo var lokið við upptökurnar í Víðistaða- kirkju í sumar.“ Þessi diskur hefur þegar dregið þann dilk á eftir sér að umboðsmað- ur danskrar hljómplötuútgáfu sem heyrði diskinn hringdi í Jóhann og vill ólmur koma á fundi með honum Vertu viðbúinn vetrarfærðinni Hjá Suzuki bílum býðst einstaklega fjölbreytt úrval fjórhjóladrifsbíla. Allt frá nettum og einstaklega sparneytnum bæjarbíl eins og Wagon R+ upp í nýjasta og stærsta jeppann, Suzuki Grand Vitara XL-7, sjö sæta glæsijeppa með 2.7 L173 hestafla vél. Allir Suzuki fjórhjóladrifsbílarnir eru byggðir á traustum grunni og áratuga reynslu Suzuki í smíði rúmgóðra og sparneytinna jeppa og fólksbíla. Grand Vitara 2.0L, 5 dyra Grand Vitara XL-7 2.7L, 7 sæta Grand Vitara 1.6L, 3 dyra Verð kr. 2.420.000 Verð kr. 3.080.000 Verð kr 2.110.000 SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17. Simi 568 51 00. www.suzukibilar.is JimnyJLX 1.3L, Verð kr. 1.665.000 Ignis GL 1.3L, Verð kr. 1.640.000 Baleno Wagon GLX 1.6L, Verðkr. 1.955.000 Wagon R+ 1.2L, Verð+r. 1.375.000 ^ SUZUKI --------—-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.