Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2001, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2001, Page 34
34 LAUGARDAGUR 24. NOVEMBER 2001 Helgarblað DV Ur Breiðholt- inu á kon- ungsfund Margrét Guðmundsdóttir Ferner er gift inn í norsku konungsfjölskylduna. Hrútur Herjólfsson hét maður. Sá var vænn maður, mikill og sterkur og vígur vel. Sem títt var um slíka kappa á íslandi, á tíundu öld, hélt hann til Noregs og komst þegar í kynni við Harald gráfeld, þáverandi konung þar i landi, sem setti Hrút í hið sæmilegasta sæti við hirðina. Kynni Hrúts og Gunn- hildar, móður konungs, urðu þó enn nánari, en Hrútur sængaði með Gunnhildi í fjórtán daga. Nokkrum árum seinna hélt Gunn- ar á Hlíðarenda I víking. Er hann kom á fund Noregskonungs var Haraldur gráfeldur dauður en við tekinn Hákon jarl. Hann átti frænku er Bergljót hét og vildi gjarnan gifta hana Gunnari ef hann leitaði þess. Nú er öldin önnur og enn takast ástir milli íslendinga og ættingja Noregskonungs. Reykjavíkurstúlk- an Margrét Guðmundsdóttir hélt utan árið 1994 til að heimsækja vini sína í Noregi og ætlaði aðeins að hafa stutta viðdvöl. Meðan á dvöl hennar stóð kynntist hún ungum og glæsilegum manni, með blátt blóð í æðum, Alexander Fern- er, syni Ástríðar, systur Haraldar konungs í Noregi. Álexander lagði ást á Margréti sem var endurgold- in og nú á íslenska þjóðin aftur orðið fulltrúa nær konungi, eins og gjaman tíðkaðist á fyrstu öldum íslandsbyggðar. Úr Breiðholtinu til Svíþjóð- ar „Ég er fædd og uppalin í Breið- holtinu í Reykjavík og gekk í Fella- skólann. En ég kom til Noregs frá Svíþjóð. Ég haföi verið hjá pabba mínum i Malmö, Guðmundi Guð- bjarti Jónssyni, sem er bakari þar. Þegar ég hafði verið þar í fjögur ár ákvað ég að skreppa til Noregs og heimsækja Kristínu Hrund, vin- konu mína, sem hafði þá eignast sitt fyrsta barn. En einmitt þegar ég fór til Noregs kom Kristján bróðir minn út til Malmö og fór að þjálfa knattspymumenn þar, hjá Malmö FF. Örlögin urðu því þannig að ég fylgdist ekki eins vel með því sem hann var að gera þar og ég hefði viljað því hann stóð sig mjög vel. Og nú er hann búinn að koma Þórsurunum á Akureyri upp i úrvalsdeildina á íslandi," segir Margrét og brosir stolt yfir árangri bróður síns. „En svo við höldum okkur við Noreg þá kom ég sem sagt til að heimsækja vini og kunningja á þjóðhátíðardaginn, 17. mai. Þá strax var farið að bjóða mér vinnu og íbúð en ég notaði tímann i nokkra daga til að hugsa mig um. Svo ákvað ég að ég gæti vel verið hér í svona eins og eitt ár. Ég fór svo sjálf af stað til að finna vinnu og gekk inn á eitt af Rainbow-hót- elunum og bað um vinnu sem her- bergisþerna. Ég mætti i viötal og eftir það fékk ég vinnu og þá sem yfirherbergisþerna. Þetta kom mér náttúrlega mikið á óvart því ég hafði aldrei unnið á hóteli áður. Ég, sem hafði beðið um vinnu við að þrífa hótelherbergi, var komin með vinnu þar sem ég átti að kenna öðrum að þrífa og sjá til þess að það væri almennilega gert.“ Astir í skíðabrekkunum Margrét hafði ekki stjómað þrif- unum á Rainbow Slotts Parken í marga mánuði þegar stökkbreyt- ing varð í lífl hennar. Hún hitti mannsefnið sitt, Alexander Ferner, systurson Noregskonungs. „Ég kynntist Alexander um mánaðamótin nóvember og desem- ber 1994. Ég var með vinum mín- um á skíðasvæðinu í Hemsedal, þar sem hann var skíðakennari. það kæmi ekki til mála að kærast- inn minn yrði líka skíðakennarinn minn. Ég held að það fari ekki vel saman þegar sambýlisfólk ætlar að fara að kenna hvað öðru eitthvað, hvort sem það er nú á skíðum eða eitthvað allt annað.“ Ekki eins og í kaupfélaginu - Það hljóta að vera örlítið öðru- vísi tilFmningar sem fara um huga ungrar stúlku sem er að fara á Margrét Guömundsdóttir Ferner. Hún fæddist í Breiðholtinu og skrapp í heimsókn til vinkonu sinnar í Noregi. Þá voru örlög hennar ráöin en hún er í dag gift inn í norsku konungsijölskyldunni. Hann var líka í þessum vinahópi þó ég þekkti hann ekkert þá. Svo var það í samkvæmi um kvöldið að við erum bara að spjalla saman og hann biður mig að hitta sig í skíða- brekkunni morguninn eftir. Mér leist vel á manninn og segi honum að ég muni koma. Þegar ég er sið- an að búa mig af stað, á fyrsta stefnumótið, segja vinkonur mínar mér að þetta sé sonur Astrid prinsessu, sem er systir Haraldar konungs, sem ég sé að fara að hitta. Ég verð að viðurkenna að þá fór hjartað að slá hraðar og ég hugsaði mig um hvort ég ætti að vera að fara þetta. En ég hafði sagt honum að ég myndi koma og ákvað að standa við orð mín.“ - Og þar hefur hann náttúrlega bara kennt þér á skíðum? „Hann var auðvitað skíðakenn- ari og hann tók mig í einn tíma á skíðum. En það er líka í eina skipt- ið sem ég hef verið í skíðatíma hjá honum. Okkur varð nefnilega strax vel til vina og ég ákvað að stefnumót með syni útlendrar prinsessu en t.d. ef hún væri að fara út með stráknum í Kaupfélag- inu á Patreksfirði? „Jú, óneitanlega var þetta svolít- ið ööruvísi þó kannski tilfinning- arnar séu alltaf svipaðar. Maður þarf að hugsa sig meira um, hvern- ig maður getur hegðað sér og hvað maður getur sagt o.s.frv. Maður verður auðvitað að taka tillit til fjölskyldunnar sem maður er að tengjast. Það er tekið eftir öllu sem fólk, sem tengist konungsfjölskyld- unni, segir eða gerir.“ - En þú tókst af skarið og steigst skrefið til fulls? „Já, ég gerði það, eftir örlitla umhugsun. Mér var mjög vel tekið af fjölskyldu Alexanders og ég gat því ekki séð að mér væri nein hætta búin í þessu sambandi. Fljót- lega eftir að ég kynntist Alexander hætti ég að vinna á hótelinu og fór að vinna við fjölskyldufyrirtækið, Femer Jacobsen A/S sem selur há- gæðafatnað." Aldrei í stórborgina „Einhvern veginn gerir sauð- svartur almúginn sér allt aðrar hugmyndir, um fólk af konunga- ættum en að það setjist að í smá- þorpum úti á landsbyggðinni. ímyndin er sú að það búi í köstul- um og helst höllum í hjarta höfuð- borganna. Margrét og Alexander passa ekki inn í þá mynd. Þau búa í ferðamannabænum Gol, u.þ.b. tvö hundruð kílómetra frá höfuð- borginni. „Nei, við getum ekki hugsað okkur að flytja inn í Ósló. Við bjuggum áður í Sandvika sem er bær rétt vestan við Ósló. En af þvi að Alexander hafði unnið mikið hér upp frá og átti hyttu (bústað) þekktum við fullt af fólki hér og i nágrenninu. Við fórum hingað hverja einustu helgi sem við gát- um og svo var það einhverju sinni þegar við sátum hérna, einmitt á þessu hóteli sem við sitjum nú á, að Alexander segir svona við hótel- stjórann að hann gæti vel hugsað Margrét féll á skíðum. Margrét og Alexander maöur hennar kynntust í skíöabrekkum í Noregi. Þrátt fyrir kuldann varö ástin sjóöheit viö fyrstu sýn. sér að búa héma. Það skiptir eng- um togum að hann fer í símann og kemur aftur eftir smástund og seg- ist vera búinn að finna ágætishús handa okkur. Þetta hafði nú kanski verió sagt meira í gríni en alvöru því við höfðum aldrei talað um að flytja eitt eða neitt. Við fórum þó og skoðuðum hús- ið og urðum bara hrifnari af til- hugsuninni, slógum til og keyptum og fluttum hingað fyrir tveimur árum og hér líður okkur og börn- unum okkar, Edward, sem er fimm og hálfs árs og Stellu, sem er þriggja og hálfs árs, mjög vel. Það má því segja að það sé alger tilviljun að við fluttum hingaö, rétt eins og þáð var tilviljun að ég ílent- ist í Noregi." Ein úr hópnum - Ég tek eftir því að hér eruð þið bara ein úr hópnum. Fáið þið að vera I friði hérna fyrir ágangi fólks og fjölmiðla? „Hér fáum við alveg að vera í friði. Við erum bara ein af fjöl- skyldunum sem búa hér og okkur er tekið sem einum úr hópnum. Við þekkjum orðið mikið af fólki héma, og sérstaklega Alexander. í gegnmn vinnuna sina sem fast- eignasali þekkir hann helminginn af íbúunum. Annars er þetta ekk- ert ööruvísi en á smástöðunum úti á landi heima, hér heilsast allir þegar þeir hittast. Vel tekíð í höllinni - Það er auðvitað spennandi fyr- ir alla að hitta þjóðhöfðingja, svo ekki sé talað um þegar þeir bera titilinn konungur. Það er þó enn þá meira spennandi fyrir alþýðu- stúlku frá íslandi að tengjast kon- ungsfjölskyldu sem flestir verða að láta sér nægja að sjá á myndum. En hvernig ætli Margréti Guð- mundsdóttur hafi verið tekið er hún gekk í fyrsta sinn á konungs- fund? „Mér var mjög vel tekið af kon- ungsfjölskyldunni. Allir í fjölskyld- unni eru mjög vingjamlegt og al- þýðlegt fólk. Það er ekkert erflðara að halda uppi samræðum við þau en hverja aðra eftir að hafa kynnst þeim. Það vakti strax athygli mína hve þau eru öll samhent og það er bara reglulega notalegt að vera í kringum þau. Haraldur konungur er alveg einstaklega ljúfur maður og alþýðlegur. Rétt eins og hver annar íslendingur myndi hann gleðjast og taka undir kveðju á sama hátt ef einhver segði „hæ“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.