Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2001, Qupperneq 60
68
•*>
Tilvera
LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2001
DV
Litiö til fortíðar:
Hverjar eru bestu
skákirnar?
Nú í næstu viku hefst heims-
meistarakeppni FIDE og einvígi
Kramniks og Kasparovs í Moskvu.
Herlegheitin byrja 27. nóvember og
reynum við að fylgjast með eftir
bestu getu. Þá verða margar nýjar
og glæsilegar skákir tefldar. Þess
vegna er gott að líta aðeins til fortíð-
ar, en þó ekki nema örfá skref.
Á vefsíðunni http://masker-
et.com/clink/ „Mecca Chess
Encyclopedia" er verið að kjósa um
bestu skákir síðustu áratuga síð-
ustu aldar og kennir þar margra'
auðugra grasa. Beina leiðin að kosn-
ingunni er
http://www.geocities.com/faros8/v
ote.htm og hvet ég alla skákáhuga-
menn sem vilja kynna sér sögu
skákarinnar og flnna bestu skáksið-
umar (og verstu!) að líta á þær. Ég
valdi 2 skákir með vinum okkar þar
sem drottningartilfæringar leika að-
alhlutverkin. Margar eru þær skák-
irnar sem ekki mega falla í
gleymskunnar dá þótt ég viti að
margar glæsilegar skákir hafi
einmitt gert það! Þessi frábæra skák
er frá mótinu í Lugano 1970, þar
sem Friðrik Ólafsson varð i 2. sæti
á eftir Bent Larsen og þar sem hann
vann einnig Kavalek glæsilega. Sú
skák hefur oft verið á síðum blaða
og tímarita hér heima þannig að
henni er sleppt núna þó að það sé í
fullu gildi að sjaldan sé góð visa of
oft kveðin.
Bent Larsen var mikið heljar-
menni í skákinni á síðustu áratug-
um síðustu aldar og það var ekki
fyrr en um 1990 að hann fór að slaka
eitthvað verulega á. Um 1970 var
hann í allra fremstu röð. Strákur-
inn frá Brooklyn, Bobby Fischer,
gerði honum þann grikk að hrifsa
heimsmeistaratitilinn hér í Reykja-
vík af Spasski 1972 og láta sig síðan
hverfa.
Larsen var aðstoðarmaður
Fischers í kandídatamótinu 1959 og
fór sú starfsemi aðallega fram í því
að Bent las úr Tarzan-teiknimynda-
bókum fyrir snillinginn, auk um-
ræðna um hluti sem Bent hafði tak-
markaðan áhuga á. Hann var þó
nokkurs konar fóðurímynd fyrir
Bobby sem veitti ekki af - strákur
sá hafði aldrei nein samskipti við
föður sinn svo vitað sé.
Hvar er svo Bobby Fischer núna?
Líklega í Ungverjalandi; þó er það
ekki víst. Birst hafa nokkur út-
varpsviðtöl við „hann“ nýlega í
Asíu þar sem hann fer ófógrum orð-
um um Bandaríkjastjóm og -menn
og eru þau í raun versta vitleysa.
Einn ágætur skákmaður orðaöi það
svo „að Fischer væri illa leikinn" og
er ég ekki frá því að það sé rétt því
að í nýjustu viðtölunum er hann að-
eins dimmraddaðri, fleiri blótsyrði í
hverri setningu og Brooklyn-mál-
lýskan hefur breyst aðeins. En það
getur verið að ég sé kominn með
„paranoid“-hugmyndir líka.
Hvítt: Bent Larsen
Svart: Lubomir Kavalek
Larsen-byrjun.
Lugano, Sviss (10) 1970
1. b3 c5 2. Bb2 Rc6. Bent sagði
mér sjálfur að hann hefði teflt þessa
byrjun fyrst í Palma de Mallorca
1968 af einhverri alvöru. Hún færði
honum margan vinninginn á átt-
unda áratugnum og mér líka þvi ég
var og er mikill Larsen-aðdáandi! 3.
c4 e5 4. g3 d6 5. Bg2 Rge7 6. e3 g6
7. Re2 Bg7 8. Rbc3 0-0 9. d3 Be6
10. Rd5 Dd7. Næst kemur alvöru-
Larsenleikur! Hann hefur oft
minnst á það, og líklega er það rétt
hjá honum, að enginn skákmaður í
heiminum notar a- og h-peðin jafn-
mikið og hann. Allavega hafa þau
fært honum margan vinninginn. 11.
h4 f5 12. Dd2 Hae8 13. h5 b5 14.
hxg6 hxg6 15. Rec3 bxc4 16. dxc4
e4?! 17. 0-0-0 Re5 18. Rf4 Hd8 19.
Kbl Bf7.
Þetta virðist vera rólegheitastaða
þar sem bíða má eitthvað eftir bar-
daganum. En Bent hefur tekið eftir
þvi að hægt sé að koma hvítu
drottningunni í ógnvænlega að-
stöðu og bíður ekki boðanna! 20.
g4!? Rxg4 21. f3 exf3 22. Bxf3 Re5
23. Dh2! Hvítur fórnar nú öðru
peði fyrir innrás kvenkosts síns. Ég
ætla ekki að segja ykkur hvernig
þetta er sagt á ensku skákmáli,
kannski seinna?! 23. - Bxc4 24.
bxc4 Rxf3 25. Dh7+ Kf7. Staða
hvíts er nú þegar unnin en hvar
liggja mistök svarts? Þau liggja lík-
lega í hinum mjög svo eðlilega leik
16. e4. Það má ekki mikið út af bera
gegn snillingum! Nú opnast skálín-
an al-h8 upp á gátt. 26. Rcd5! Hg8
27. Rxe7 Hb8
Síðasta hálmstrá svarts, sem
reyndar er brotið, og staðan, hm!
Með einfoldum en fallegum leik ger-
ir Larsen „flókið“ mál einfalt. Eftir
28. - Hxb2 29. Dg8+ er allt „draslið"
fjarlægt! 28. Kal!! Dxe7 29. Dxg6+
Kf8 30. Re6+ Dxe6. “Ekki vildi
hann vatnið smakka, var hann
þyrstur þó.“ 31. Bxg7+! Ke7
Svartur er peði yfir og myndi
vinna endatailið eftir 32. Dxe6+
Kxe6! En sem betur fer má fórna
„guðsmanninum"! 32. Bf8+! HbxfB
33. Hh7+ 1-0. Eftir 33. Hf7 34. Hxf7+
Dxf7 35. Dxd6+ Ke8 36. Dd8+ er líka
mát!
Töframaðurinn frá Riga
„Polu“ var einn af þeim sem bæði
töpuðu og unnu oft fallega. Nú eru
þeir Polu og Tal báðir komnir yfir
móðuna miklu en skákir þeirra lifa
enn og skákum þeirra, sérstaklega
Tals, fyrrverandi heimsmeistara,
verður haldið á lofti lengi. Þessi
skák er makalaus sóknarskák og
Tal tefldi á heimavelli! Maður er
orðlaus yfir snilldinni! Og á þessum
árum var Töframaðurinn frá Riga
oftar í stuði en óstuði; sjúkdómar
mannkynsins eru margir og slyngir!
Hvítt: Lev Polugajevskí
Svart: Mikael Tal
Enski leikurinn.
Millisvæðamótið
Riga Lettlandi (2), 1979
1. Rf3 c5 2. c4 Rf6 3. Rc3 d5 4.
cxd5 Rxd5 5. e4 Rb4 6. Bc4 Be6?!
Hvort Polu hefur verið upphafsmað-
urinn að þessari taflmennsku skal
ósagt látið. Svo mikið er víst að þeg-
ar þurfti að hugsa frumlega var
venjulega ekki komið að tómum
kofunum hjá meistara Tal. En þessi
leikur 6. Be6 þykir ekki sá besti í
dag! Menn halda því fram að 6.
Rd3+ 7. Ke2 Rf4+ 8. Kfl sé betra
framhald fyrir svartan. En það var
erfitt að vita þessa haustdaga í Riga
1979. Anatolí Karpov var heims-
meistari og Leonid Breshnev var að-
alritari í Kreml. 7. Bxe6 Rd3+ 8. Kfl
fxe6 9. Rg5! Db6. „So far, so good!“
En hér eru til betri drottningarleik-
ir, 10. Df3,10. Dg4 og 10. Da4+ - allt
eftir persónuleika og skákstíl
manna! 10. De2? c4 11. b3 h6 12.
Rf3 Rc6 13. bxc4 0-0-0 Valdar allt
og heldur hvítum niðri á kostnað
peðs. Nú þarf aðeins að koma mönn-
unum í betri stöður og svarta
drottningin á eftir að dansa víðar!
14. g3 g5! 15. Kg2
Já, var ég ekki að minnast eitt-
hvað á svörtu drottninguna? Nú
hugsar Tal henni til hreyfings! 15. -
Dc5! 16. Hbl? Bg7 17. Rb5? Dxc4
Nú hótar óþyrmilega 18. Rf4+ Polu
hefði e.t.v. getað bjargað sér frá
þessarri frægð með 16. Rel og 17.
Rel en sem betur fer bar hann ekki
gæfu til þess?! 18. De3 HhfB 19. Hfl
g4 20. Rh4 Rxf2 Nú eru stöðuyfir-
burðir Tals umtalsverðir og bara
spurningin hvernig hann íléttar
gegn Polu. 21. Rg6 Hd3 22. Ra3
Da4 23. Del
Skiptamunsfóm varð fyrst, heill-
in! Hvíti riddarinn á g6 og síðar f8
er eini maöur hvíts sem komst yfir
miðju og vel inn í vítateig svarts.
En þegar allt liðið er í vörninni er
litla hjálp að fá! 23. - Hdf3! 24.
Mikael Tal
Töframaðurinn frá Riga.
Rxf8 Rd3 25. Ddl Dxe4 26. Hxf3
gxf3+ 27. Kfl
Hvítur er hrók yfir en svarta
drottningin dansar dauðadansinn.
27. - Df5! 28. Kgl Bd4+ 0-1. Eins
gott að hætta þessari og tefla
bara aðra!
íslandsmótið í atskák
Undanrásir íslandsmótsins í at-
skák fara fram nú um helgina.
Tefldar verða 9 umferðir Monrad og
er umhugsunartíminn 25 mín. á
skák. Umferðir hefjast kl. 13.00 og
verða tefldar 5 umferðir á laugardag
og 4 á sunnudag. 6 skákmenn vinna
sér rétt til þátttöku í úrslitum úr
undanrásunum og 2 skákmenn úr
úrtökumótum Norðurlands og Vest-
Qarða. Teflt verður í félagsheimili
TR í Faxafeni 12.
íslandsmótiö í netskák 2001
Mótið fer fram sunnudaginn 25.
nóvember 2001 og er lokahluti Bik-
arkeppni Striksins. Að mótshaldinu
Sævar
Bjarnason
skrifar um skák
B
standa, auk Taflfélagsins Hellis,
Strik.is, Íslandssími og ICC. Islands-
mótið fer fram í tvennu lagi: Opinn
flokkur, sem er opinn fyrir alla
(nema þá sem tefla í landsliðs-'
flokki), hefst kl. 18.00. Þeir sem vilja
taka þátt þurfa að mæta fyrir 17.45
og slá inn: tell pear join.
Tefldar eru níu umferðir. Um-
hugsunartími er fjórar mínútur á
skák, auk tveggja viðbótarsekúndna
á leik. Hellir býður jafnframt allt að
5 skákmönnum að tefla í Hellis-
heimilinu, Álfabakka 14a, þar sem
félagið rekur Netkaffið NetHelli.
Áhugasamir hafi sem fyrst sam-
band með tölvupósti í netfangið
hellir@hellir.is Þeir sem tefla eru
jafnframt beðnir um að senda
„message“ til Vandradur a ICC eða
tölvupóst þar sem tilgreint er
notendaheiti, nafn og kennitala til
að auðvelda.
Landsliðsflokkur
Svo er það landsliðsflokkurinn
sem hefst að loknum opnum flokki
og er áætlað að hann hefjist um kl.
20. Þar taka 20 keppendur þátt -
þeir átján sem bestum árangri náðu
í bikarkeppninni, auk þess sem
mótshaldarar eiga tvö boðssæti.
Tefldar eru níu umferðir. Umhugs-
unartími er fiórar mínútur á skák,
auk tveggja viðbótarsekúndna á
leik.