Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2001, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2001, Page 2
2 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 Fréttir 3>V Hrun hjá íslenskum hótelum í herbergjanýtingu: Dæmi um 50% samdrátt - bæði höfuðborgarsvæði og landsbyggð í erfiðleikum - fleiri orsakir en hryðjuverkin Erna Hauksdóttir. Algjört hrun varð 1 nýtingu hót- ela í nóvember. Dæmi er um allt að 50% samdrátt hjá gamalgrónum gistihúsum en heilt yfir minnkaði nýtingin á höfuð- borgarsvæðinu um 15% milli ára. Hún var 55,74% nú en 70,28% í nóvember í fyrra skv. athug- un Samtaka ferðaþjónustunnar. Á landsbyggðinni er ástandið ekki síð- ur alvarlegt. Meðalnýting hótela þar varð aðeins 19.91% en var 24.26% í nóvember árið 2000. Meðalverð her- bergja stendur nokkurn veginn í stað bæði á höfuðborgarsvæði og lands- byggð. Ástandið er einna verst á hótelum á Akureyri ef litið er á samdrátt milli ára. „Að sjálfsögðu er þetta alvarlegt ástand. Þessi nóvember er sá versti í sögunni," segir Páll Lárus Sigurjóns- son, hótelstjóri á Hótel KEA. Hann Tff .31 m ■ || tj ”, ni ; ' ■ W V L* IÍB* e»-1 njmmæ Hótel KEA Meðalnýting hótela þar varð aöeins 19.91% en var 24.26% í nóvember árið 2000. Meö- alverð herbergia stendur nokkurn veginn í stað bæði á höfuðborgarsvæði og landsbyggð. segir að nú séu 50% færri herbergi seld hjá Hótel KEA og Hótel Hörpu miðað við nóvember í fyrra. Aðeins hafi verið seld 700 herbergi í stað 1400 á þessum tveimur hótelum. Sögulegt lágmark Erna Hauksdóttir, framkvæmda- stjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að nýtingin sé í sögulegu lágmarki en samtökin vonist eftir stórauknu fé til mark- aðsmála svo hægt veröi að laga stöðuna. Erna segir ljóst að sam- drátturinn sé að hluta vegna hryðjuverkanna 11. september en Páll Lárus telur að þau séu aðeins örlítill hluti samdráttarins á lands- byggðinni þar sem íslendingar séu langstærsti viðskiptahópurinn á veturna. Hann segist sjá glögg merki þess að fyrirtæki og einstak- lingar ferðist minna en fyrr og þá hafi veður sett strik í reikninginn og hamlað innanlandsflugi um helg- ar. „Það er harðara í ári bæði hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Við ættum til dæmis að vera á fullu í árshátíðum núna,“ segir hótelstjór- inn. Lausleg athugun DV bendir til að engin hótel standi þó svo höllum fæti að búast megi við gjaldþroti innan skamms. Nokkur hótel áttu þó umtalsverða fjármuni í Sam- vinnuferðum-Landsýn sem kemur víða illa niður á fyrirtækjunum. -BÞ Alexander Gíslason. HIV-smitaður fangi: Þriðji dagur hungurverkfalls Þrjátíu og sjö I ára gamall og HIV- smitaður fangi, Al- exander Gíslason, hóf hungurverkfall og þagnarbindindi í fyrradag. Hann afplánar eins og | hálfs mánaðar fangelsisdóm vegna fjársektar. Með þessum að- gerðum vill hann mótmæla þvi að hann var settur í fangelsi þrátt fyrir læknisvottorð úm að hann þoli ekki að afplána slíka refsingu af heilsufars- ástæðum. Alexander hefur sótt um gjafsókn í fyrirhuguðum málaferlum sínum gegn Reykjavíkurborg. Hann stefnir borginni vegna húsnæðisleysis en hann telur sig eiga rétt á að fá full- nægjandi húsnæði samkvæmt íslensk- um lögum og alþjóðlegum samþykkt- um sem ísland er aðili að. í þvi máli hefur Alexander hlotið stuðning Al- þjóðasamtaka leigjenda (IUT) og fleiri alþjóðlegra samtaka sem láta sig mannréttindi varða. -HKr. Stal bíl í hér- aðsdómi Lögfræðingur lögregluembættisins í Reykjavík varð fyrir því óláni á mið- vikudag að bíllyklum var stolið úr jakkavasa hans þar sem hann var við störf í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann áttaði sig ekki á hvarfi lyklanna fyrr en í lok vinnudags en þá var jeppabifreið hans, sem lagt var fyrir utan miðborg- arstöð lögreglunnar, á bak og burt. Þjófurinn virðist hafa komist inn í fataherbergi þar sem lögmenn geyma yfirhafnir sínar og klæðast viðeigandi skikkjum. Að sögn lögreglunnar er lík- legt að maöurinn hafi síðan gengið um nágrennið og beitt fjarstýringu á lykla- kippunni til að finna rétta bílinn. Bíll lögmannsins, dökkblár Nissan Terra- no-jeppi, var enn ófundinn í gær. -aþ Blaðið í dag DV-MYND; HARI Strætisvagn fauk Engin slys urðu á fólki þegar strætisvagn fauk út af Álftanesvegi og hafnaði á hliðinni síðdegis í gær. Þrjú börn voru farþegar í bílnum og svo bílstjórinn. Fjölmennt lögreglu- og sjúkralið fór á staðinn en sem betur fer voru allir ómeiddir. Ekki er ein báran stök á Álftanesi en þar fauk á miðvikudagskvöldiö annar strætisvagninn út af veginum. Árvissir fylgifiskar aðventunnar: Stress, pirringur og meiri drykkja - segir sérfræðingur á slysadeild Landspítala „Það sem hefur slegið mig á kvöldin og nóttunni nú í desember er þetta stress og pirringur og meiri drykkja hjá fólki,“ sagði Hrafnkell Óskarsson, sérfræðingur á slysa- deild, þegar DV ræddi við hann í gær. Hrafnkell sagði þaö áberandi að á aðventunni kæmi fleira fólk á kvöldin og nóttunni á virkum dög- um á slysadeild vegna slysa af völd- um áfengis. Einnig væri mikil fjölg- un á fólki sem komið væri með til blóðprufu vegna gruns um ölvun- arakstur. Hrafnkell kvaðst ekki hafa tölur yfir þessi atriði en hann gæti fullyrt að aukin neysla áfengis og aukið stress fylgdu íslenskri jólastemningu. I ár virtist ástandið svipað og undanfarin ár. Þá benti Hrafnkell á að undanfar- ið hefðu orðið allt of margir árekstr- ar. ökumenn keyrðu gjarnan eins og þeir væri á ferð um hásumar á auðu malbiki. „Mjög margir hafa komið á slysa- deild með meiösl eftir árekstra. Megnið af því hefur verið minni háttar, sem betur fer. En það hefur verið mjög mikiö um aftanákeyrslu með hálshnykk og öðrum meiðslum sem hún veldur.“ Hvað varðaði hálkuslys sagði Hrafnkell að þau hefðu ekki auk- ist til muna í hlákunni. Að vísu hefði verið nokkuð um aö fólk hefði verið að slasa sig í snjónum þar sem væri launhált undir. Það hefði því verið talsvert af tilvik- um þar sem fólk hefði komið með úlnliðsbrot eða snúna ökkla síð- ustu vikuna. Hins vegar hefði ekkert verið um snjóhengjuslys. Fólk virtist vera sæmilega vel meðvitað um að hreinsa af þökum hjá sér og koma þannig í veg fyrir slík óhöpp. -JSS Jafnvígur á jakkaföt og vefjarhött Erlent fréttaljós m Bjöm endurheimtir borgina Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson Líður best með konuna í fanginu Páll Ronslnkrans Ríkisendur- skoðandi af- hjúpar leyndina Innlent fréttaljós Bæjarstjóri hættir Guðjón Hjörleifs- son, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, hyggst láta af emb- ætti bæjarstjóra í vor eftir 12 ára setu í þeim stól og taka við sem umboðs- maöur Sjóvár-Al- mennra í Vestmannaeyjum. Guðjón hefur setiö lengst allra í stól bæjar- stjóra í Eyjum samfellt. Námsmenn í vanda Margir námsmenn erlendis eiga í erfiðleikum vegna lækkunar ís- lensku krónunnar. Hámarksupp- hæð lána vegna náms erlendis er fastsett i íslenskum krónum í regl- um sjóðsins. í frétt frá SÍNE er harmað að ekki skuli hafa komið til leiðrétting á lánum til skólagjalda vegna þessa. Hafnarskólinn útskrifar Páll Pétursson fé- lagsmálaráðherra j afhenti í gær fyrsta útskriftarhópi Hafnarskólans skír- teini við athöfn hjp Samskipum. Skól- inn annast starfs- nám fyrir hafnar- verkafólk og starfsfólk vöruhúsa og var stofnaður á síðasta ári að frurri- kvæði Samskipa í samvinnu yið verkalýðsfélög. Launin lækka Dagvinnulaun á þriðja ársfjórð- ungi i ár lækka að meðaltali um 7,6% frá sama ársfjórðungi í fyrra. Á sama tíma hækkar vísitala neysluverðs um 8,0%. Kaupmáttur dagvinnulauna rýrnar um 0,3% eft- ir að hafa hækkað frá fyrsta árs- fjóröungi í fyrra. Þetta kemur fraip í tölum kjararannsóknarnefndar. j Samherji kaupir Stjórn Samherja hefur ákveðið að nýta heimild frá síðasta aðalfundi til kaupa á eigin bréfum. Samþykkt var að kaupa bréf af hluthöfum á' genginu 10,1 eða fyrir 669 milljónir króna. Það gerir samanlagt 4% af hlutabréfaeign almennra hluthafa á áðurnefndu gengi. Efling mótmælir Efling-stéttarfélag mótmælir þvi sjónarmiði Samtaka atvinnulífsins að rétt sé aö svipta stéttarfélögin umsagnarrétti um atvinnuleyfi út- lendinga. Segir félagið störf stéttar- félaganna í þessu efni mikilvæg. Efl- ing telur þvert á móti að ástæða sé nú til að herða eftirlit með atvinnu- rekendum. Leiftur í þrot Sýslumaður hefur farið fram á gjaldþrotaskipti á íþróttafélaginu Leiftri í Ólafsfirði vegna vangold- inna skatta. Skuldir félagsins nema vel á fimmta tug milljóna. Málið fór fyrir héraðsdóm í gær, en vaf frestað þar sem nú er unnið að upp' stokkun á fjármálum félagsins. Út' varp Norðurland sagði frá. Flugleiðir út Tvö ný félög koma inn í úrvals' vísitölu Verðbréfaþings um Delta oS Sjóvá-Almennar tryggingar. Þa11 koma í stað Flugleiða og Húsasmiðí' unnar. Þetta er í fyrsta skiptið síðaú byrjað var að reikna út Úrvalsvís1' töluna að Flugleiðir er ekki hluti111 henni. -sbs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.