Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2001, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2001, Side 18
18 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 Helgarblað I>V Jónas Sen Blaðamenn DV á vaktinni í tuttugu ár - 2: Þú getur fengið kaffi en ekki te íslenska óperan dauðadæmd Jónas Sen skrifar DV-MYND SVEINN PORMÓOSSON Enga matbjörg aó fá „Guö almáttugur, á maöur þá ekkert aö fá í helgarmatinn?" varö þessum viöskiptavini aö oröi þegar lögreglan lokaöi JL-húsinu viö Hringbraut. Þannig hljóðaöi myndatextinn í DV10. október 1983. Kópavogi urðu fyrstir til að bjóða fólki inn í hlýjuna til sin. Þetta olli miklum átökum og pirringi. Reykvíkingar flykktust til nágrannabyggðanna til að versla á þeim tíma sem þeim hentaði, til dæmis á kvöldin og á laugardögum. Víð- ast voru eigendur einir að vinnu, versl- unarfólkinu var meinað um aukavinnu af stéttarfélaginu - afgreiðslutimi sölu- búðanna var í raun ákveðinn með kjarasamningum verslunarfólks, sem þykir nokkuð sérkennilegt fyrirkomu- lag. Lögregluátök við verslanir var reynd- ar ekkert nýtt fyrirbæri. Á 7. áratugn- um var Verslunin Örnólfur Snorrabraut i fararbroddi í að veita skikkanlega þjónustu. Sigurjón kaupmaður lenti iðu- lega i umsátursástandi á síðkvöldum, lögreglan gekk hart fram í að meina honum að selja fólki nauðsynjamar. En Sigurjón var maður úrræðagóður og þijóskur og hélt sínu striki. Hann leit ekki á þjónustu sem glæp og taldi sig mega vinna sin störf í friði. Fleiri og fleiri komu inn í þetta ólög- mæta söluferli, alls kyns reglugerðir komu fram. Upp úr sauð af og til og ekki síst þegar ekki mátti lengur selja mat- vörur á laugardögum sumarið 1981. Jónas Kristjánsson ritstjóri segir um þetta: „í þessu efni fara saman hagsmunir þeirra neytenda, sem eiga erfitt með að fara úr stífri vinnu til að verzla á tak- mörkuðum opnunartima, lötu kaup- mannanna - og hagsmunir hinna dug- legri kaupmanna, sem nenna að þjón- usta þessa neytendur. Á Seltjamamesi hafa bæjaryfirvöld ekki séð neina þörf á að ákveða, hvenær kaupmenn skuli selja og neytendur kaupa. I Reykjavík beita borgaryfirvöld hins vegar lögregluofsóknum til að hafa vit fyrir fólki og tryggja ró kaup- manna." Það verður þó að benda á rök Guðna Þorgeirssonar, fyrrverandi kaupmanns í Kópavogi, sem var formaður Félags matvörukaupmanna á þessum tima. Hann segir að kaupmenn hafi átt erfitt um vik á þessum tima þar eð verðlag matvöm var ákveðið af opinberri stofn- un. Hækkun vegna lengri afgreiðslu- tima hefði ekki komið til greina. „Það vom stif verðlagsákvæði og ekki freist- aði það margra kaupmanna að vinna lungann úr sólarhringnum. Þetta var mesta ófremdarástand," sagði Guðni. Lok, lok og læs Árið 1983 segir DV frá því í október að lögreglan hafi heimsótt þrjár verslan- ir, Hagkaup, Kjötmiðstöðina og JL-hús- ið, og lokað búðunum. Þessar verslanir ætluðu að hafa opið til klukkan fjögur á laugardegi. Ekki lá fyrir heimild til þess ama frá „opnunamefnd Reykjavíkur" sem svo var kölluð og réð yfir kvóta, tvær búðir í borginni máttu vera opnar svo lengi! Áfram má lesa í gegnum árin hvem- ig yfirvöld og kontóristar ganga yfir vilja viðskiptavina. Aðeins DV er til vamar neytendum og smám saman rennur upp fyrir mönnum að baráttan gegn ftjálsum afgreiðslutíma er von- laus. Síðast er að finna lögguhasar 1990 vegna opinna matvömbúða á sunnudög- um. Farið var í fimm verslanir, skýrsl- ur teknar, og annað ekki aðhafst. Sigur neytenda og DV var nánast í höfn. -JBP - neytendur áttu stuðning í frjálsum blöðum þegar lögreglu var sigað á neytendur vegna afgreiðslutíma sölubúða „Þú getur fengið kaffi - en ekki te,“ var svariö í lúguverslunum Reykjavík- ur sem frægar vom að endemum. Þar var enga mjólk að fá, ekkert brauð en hins vegar sykraðan djús og súkkulaði- húðað kex. Landsmenn norpuðu í vetr- arveðmm við sölulúgur sem gerðar vom á útidyr verslana og gerðu þar inn- kaup sín. Blöðmbólga heijaði auðvitað sem aldrei fyrr. Eftir lokun sölubúða á slaginu klukkan 18 virka daga var búð- inni lokað en lúgan opnuð. Ekki mátti hleypa fólki inn í hlýjuna í verslunum. Verslun á íslandi átti við höft að stríða, verk misviturra ráðamanna. í dag þegar kaupa má úrval lífsnauðsynja allan sól- arhringinn inni í birtu og yl nánast alla daga ársins minnir þessi barátta gegn þjónustu við almenning helst á leikhús fáránleikans. Þríhöfða þurs gegn neytendum DV og þar áður Vísir og DB studdu eindregið eðlilega, frjálsa verslun í land- inu, þar með talinn frjálsan afgreiðslu- tíma sölubúða og fijálsa álagningu. Frelsi i þessum málaflokki komst loks- ins á að öllu leyti i byijun síðasta ára- tugar 20. aldarinnar og breytti verslun landsmanna til hins betra. Frjáls álagn- ing komst á árin 1984 og 1985 - og eng- inn talar lengur um að siga lögreglu á neytendur sem kaupa inn á kvöldin. í háifa öld var barist um afgreiðslu- tímann. Baráttan átti sér stað milli kaupmanna og stéttarfélaga verslunar- manna, auk þess sem borgarstjóm og lögregla komu að málum. Neytendur stóðu hjá og voru ekki spurðir. Þá komu fijálslynd blöð að góðu gagni. DV hélt úti neytendavænum skrifúm og vildi að afgreiðslutími snerist um þarfir neyt- enda. DV benti á að „þríhöfða þurs“ réði því að eðlileg þjónusta viö neytendur næði fram að ganga - kaupmannasam- tök, borgarstjóm og verslunarmannafé- lög. „Neytendur og hluti reykvízkra mat- vörukaupmanna sæta nú lögregluof- sóknum af hálfu samtaka kaupmanna og verzlunarfólks, svo og borgaryfir- valda, sem hafa ákveðið að fólki sé fyrir DB-MYND ÁRNI PÁLL JÓHANNSSON Verslað gegnum gat Þetta er frá 1976, sölulúgurnar ill- ræmdu sem ollu blöðrubólgu. beztu að verzla ekki á laugardögum," segir Jónas Kristjánsson I leiðara í Dag- blaðinu 1. júlí 1981, nokkm fyrir sam- einingu DB og Vísis. Ljóst er því að DV fékk svokallað afgreiðslutímamál í arf og sinnti því betur en nokkur annar. Löggu sigað á neytendur Ljóst er að um þetta leyti og raunar fyrr áttu sér stað síðustu fiörbrotin hjá mörgum minni kaupmönnum landsins, stórmarkaðir vom að gleypa ailt. Minni kaupmenn reyndu fyrir sér með lengri afgreiðslutíma. Verslunarmannafélög reyndu að koma í veg fyrir sllka versl- un, og samtök kaupmanna réðust gegn eigin félögum með þeim afleiðingum að Kaupmannasamtökin nötraðu. I blöðum var Magnús L. Sveinsson, forseti borg- arstjórnar og formaður VR, sagður vinna gegn hagsmunum neytenda. Kaupmannasamtökin, sem unnu með samtökum verslunarfólks í þessu máli, vom sökuð af eigin félagsmönnum fyrir að senda lögreglunni eins konar „hand- DV-MYND SVEINN PORMÓÐSSON Enn er lokað Þessi mynd er ekki svo gömul, hún er 11 ára, frá því í nóvember 1990. Lögreglunni hefur veriö beitt. Hrafn Bachmann í Kjötmiöstööinni sem haföi opiö á sunnudögum. tökulista" á hveiju fóstudagskvöldi. Um helgar fengu kaupmenn heimsókn lög- reglu, sem stóð vörð um einar 30 versl- anir - lögreglunni var beinlínis sigað á neytendur. í borgarstjóm kom ungur borgarfull- trúi með tillögu um fijálsan afgreiðslu- tíma verslana í nóvembeer 1980. Þetta var Davíð Oddsson ásamt Markúsi Emi Antonssyni og Elínu Pálmadóttur. Til- lagan var felld með 9 atkvæðum gegn 6! Baráttan var hörð á þessum vígstöðv- um má lesa í blaðinu. Blaðamenn DV, og þá ekki síst Anna heitin Bjamason sem ritstýrði öflugri neytendasíðu og neytendapólitik DB og síðar DV, létu ekki á sér standa að styðja málstað fólksins, neytendanna. Aðrir frétta- menn blaðsins tóku virkan þátt í að segja fréttir af þessum furðulegu átök- um og þvi sem okkur þykir mikið ófrelsi í dag. Latir kaupmenn og duglegir Kaupmenn á Seltjamarnesi og í Eins og kunnugt er hefur ríkið ákveðið að tvöfalda árlegt framlag sitt til íslensku óperunnar upp í 130 millj- ónir. Það er dálítið kyndugt því á sama tíma hefur óperunni verið úthýst úr tónlistarhúsinu sem loksins virðist ætla að verða að veruleika. Fyrirhugað er að reisa 35.000 fermetra glæsihöll við höfnina í Reykjavík og þar verða þrír salir starfræktir, auk risahótels. Stóri salurinn, sérhannaður tónleikasalur, mun taka 1500 manns og þar er ekki gert ráð fyrir óperusýningum. Auk stóra salarins verður ráðstefnusalur og sérstakur æfingasalur fyrir Sinfóníu- hljómsveit Islands. Æfmgasalurinn á einnig að nýtast fyrir kammertónleika. Á málþingi, sem haldið var um fram- tíð íslensku óperunnar fyrir skemmstu, kom ekki fram hvað stór- virkið á að kosta en ég ímynda mér að það sé ekkert smáræði. Menn óttast að kostnaðurinn fari algerlega úr böndun- um ef hafa á aðstöðu fyrir ópemsýning- ar í tónlistarhúsinu. Þá þarf að byggja miklu stærra svið og rándýr tæknibún- aður þarf að vera til staðar. Ráðamönn- um finnst því óhugsandi að íslenska óperan fái að vera í húsinu. En hvað á að gera í staðinn? Mig minnir að það standi i samþykkt Sam- taka um tónlistarhús að miða skuli við „aö hægt sé að flytja öll helstu verk tón- bókmenntanna" í húsinu. Óperur em vissulega þar á meðai. íslenska óperan er að veslast upp í Gamla bíói sem er ekki góður tónleikasalur, hljómburður- inn er ómögulegur og sviðið er hlægi- lega þröngt. Litlir sem engir möguleik- ar em á almennilegri sviðsmynd en hún skiptir gífurlegu máli i ópemupp- færslu. Hún þarf helst að vera hreyfan- leg því meira að segja glæsileg sviðs- mynd verður þreytandi ef maður þarf að horfa á hana í heila þrjá klukku- tíma. Sviðsmyndin sem er notuð um þessar mundir i Töfraflautunni eftir Mozart er óþolandi. Hún samanstendur af tjöldum og engu öðm og manni líður eins og í skammarkrók að stara á hana heila kvöldstund. Svo em það sætin. Þau em ekki sæti heldur kvalabekkir. Fólk með við- kvæmt bak er að drepast í þeim, og menn með langar lappir haltra út eftir sýningar. Feitt fólk kemst varla upp úr sætunum og ég er viss um að þeir aUra feitustu þora ekki einu sinni að setjast. Þeir gætu átt það á hættu að festast og þyrftu þá að góna á sviðsmyndina enn þá lengur, eða þangað til sjúkrabíllinn mætir á svæðið. Ef íslenska óperan verður áfram í Gamla bíói er lágmark að hún noti hluta aukafiárveitingar ríkisins til að skipta um sæti í húsinu svo verkjalyf þurfi ekki að fylgja hveij- um miða. Sætin í Gamla bíói eru líka of fá. Þau em aðeins 473 sem þýðir að inn- byggt tap er á hverri sýningu. Hver sýning kostar heil ósköp, enda er óper- an rándýrt listform. Borga þarf hljóm- sveitinni, einsöngvurunum, kómum (ha ha ha) ljósameistaranum og fleir- um. Peningamir til alls þessa verða að koma frá áheyrendum og sú upphæð getur aldrei oröið mjög há í hvert skipti því salurinn rúmar svo fáa. Að vísu mætti hækka aðgöngumiðann upp úr öliu valdi en hann er þegar svo dýr aö það myndi aldrei ganga. Ekki væri betra að flytja íslensku óperuna í Borg- arleikhúsið, sem rúmar aðeins 500 áheyrendur, hvað þá í Þjóðleikhúsið, sem hýsir bara 450 manns. Hljómburð- urinn í báðum þessum húsum er hvort eð er afleitur fyrir óperasýningar, þó aðeins hljómi betur í Þjóðleikhúsinu. Nú mætti ætla að óperuuppfærslum- ar í Gamla bíói hafi ailar með tölu ver- ið misheppnaðar. Svo er þó ekki. La Bohéme, sem sett var upp í fyrra, tókst með ágætum miðað við aðstæður og skrifast það á hversu vel tókst að nota allan salinn fyrir svið. Þannig var sköpuð nauösynleg þrívídd sem ör- smátt sviðið býr ekki yfir. Gallinn er sá að þegar leikurinn fer að berast mikið um salinn er hætt við að sýningin leys- ist upp í eitthvað í líkingu við ára- mótaskaup sem því miður hefur gerst í mörgum ópemuppfærslum. Það er þvi alveg ljóst að þó að stundum hafi vel tekist til er Gamla bíó mjög takmarkað hús og óhugsandi sem framtíðarheim- ili íslensku ópenmnar. í ljósi alls þessa skýtur það skökku við að ríkið skuli ætla að tvöfalda ár- legt framlag sitt til óperunnar. Og það hljómar eins og brandari að hiö aukna framlag eigi að stuðla að „uppbyggingu samfelldrar, fiölbreyttrar og metnaðar- fullrar óperustarfsemi á vegum Is- lensku ópemnnar", eins og það er orð- að á heimasiðu menntamálaráðuneyt- isins. Það er einfaldlega ekki mögulegt í Gamla bíói ef miðað er við alþjóðlega staðla. íslenska óperan verður því að fá að vera í tónleikahúsinu fyrirhugaða. Ef það er ekki hægt væri réttast að leggja hana bara niður. Ríkið mætti þó halda fiárframlagi sínu til íslenskrar ópem- menningar áfram en hvemig væri að dreifa því í formi styrkja til valinna óp- emunnenda í staðinn? Fyrir 130 millj- ónir gætu 2600 manns fengið fimmtíu þúsund kall hver til að fara árlega á framúrskarandi ópemsýningar í út- löndum og þannig myndi ríkið ekki að- eins styrka ópemmenninguna heldur ferðaþjónustuna líka. Þetta er miklu sniðugara en að reyna að styðja við óp- emstarfsemi í vonlausu húsi og óneit- ánlega væri skemmtilegra að fara í Bastiiluóperuna í París en í Gamla bíó. I Bastilluóperunni em engin tjöld sem maður neyðist til að glápa á tímunum saman og hver þarf verkjalyf í slíkum sætum?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.