Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2001, Side 20
20
LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001
Helgarblað
X> V
Sígildur
Scheving
- verk Gunnlaugs Schevings standa alltaf fyrir sínu
Rykti íslenskra listamanna hefur
tekiö breytingum í timans rás. Til
dæmis er vegur Ásgríms Jónssonar
öllu minni í dag en fyrir hálfri öld,
álit manna á Jóni Stefánssyni rokk-
ar til eftir því hvernig verkum hans
vegnar á uppboðsmarkaði og senni-
lega hefur áhugi á Þorvaldi Skúla-
syni minnkað upp á síðkastið. Um
þetta gilda engar reglur, og er nær-
tækast að vísa til framboðs og tíðar-
anda.
Hins vegar hefur aldrei orðið
breyting á rykti Gunnlaugs Schev-
ings, og ef eitthvað er hefur það vax-
ið frá því hann lést fyrir aldur fram
árið 1972. Fyrir því eru sjálfsagt
margar ástæður. Um það ræður
sennilega mestu staðfastur trúnað-
ur Schevings við veruleika hlut-
anna, og þá helst þann veruleika
sem íslensk alþýða hrærðist í um
aldir alda og fram yfir síðara stríð.
Og ekki einasta daglega stritvinnu
alþýðunnar til sjós og lands, heldur
einnig vitundarlíf hennar: drauma,
huldufólkstrú og löngun eftir sælu-
reit á jörð. Þennan veruleika túlk-
aði Scheving án upphrópana og
rómantískrar óskhyggju, í myndum
sem eru hvorttveggja í senn, mikil-
fenglegar í formi og innilegar í lit.
Að þessu leyti sem öðru hefur hann
algjöra sérstöðu í íslenskri mynd-
list.
Til eru góðar heimildir um Schev-
ing; viðtalsbók Matthíasar Johann-
essen, endurminningar Grete Linck,
konu Schevings, og aðskiljanleg við-
töl í blöðum og timaritum. Þær
draga upp mynd af bráðgreindum
og einrænum manni, skemmtileg-
um í fárra manna hóp, og fremur
viðburðasnauðu lífshlaupi hans.
Viðamesta
rannsóknarverkefnið
Hins vegar er ýmsum spurning-
um enn ósvarað varðandi mjög svo
viðburðarika myndlist Schevings.
Á fjórða áratugnum, þegar hann
málar tjáningarríkar innimyndir
sínar af alþýðufólki, kallast hann
klárlega á við nokkra norska og
danska málara; gaman væri aö
vita meira um það áhrifasamband.
Hvert var svo framlag Schevings
til íslenska „þorpsraunsæisins"
svonefnda á þessum áratug, var
hann leiðandi í þróun þess eða áttu
aðrir listamenn stærri hlut að
máli? Hver voru síðan áhrif Þor-
valds Skúlasonar á Scheving á
stríðsárunum? Samsýning þeirra
áriö 1943 er af ýmsum talin til
tímamótasýninga fyrir
móderníska nýsköpun. Loks er
tímabært að varpa nýju ljósi á sjó-
mannamyndir Schevings - teljast
þær tU „hetjumynda" eður ei? -
sjálfur hafnaði listamaðurinn
þeirri túlkun. Og þar sem vitaö er
að Scheving byggði nær allar sjó-
mannamyndir sínar á blaðaljós-
myndum, og töluvert er enn til af
þeim myndum, ætti það að vera
meðal forgangsverkefna listfræö-
inga að gaumgæfa þessi tengsl.
Þegar spurðist að Listasafn ís-
lands ætlaði að efna tU íjórðu (!)
stórsýningar sinnar á verkum
Schevings, hvarflaði óneitanlega
að þeim sem þetta skrifar að senni-
lega væri brýnna að gera skil öðr-
um listamönnum, hverra listferill
væri enn sem ónumið land:
Júliönu Sveinsdóttur, Snorra Arin-
bjarnar, Kristni Péturssyni o.fl.
Blásið var tU Schevings-sýningar
með töluverðum fyrirgangi, upp-
lýst var að hún væri mesta rann-
sóknarverkefni sem safnið hefði
ráðist i, og á henni yrðu verk sem
Jónsmessudraumur
Netið. I framhaldinu eru ekki
dregnar af þessum myndfjölda nein-
ar þær ályktanir sem auka við það
sem við þegar vissum um lista-
manninn, t.d. þau álitamál sem
drepið er á hér að ofan.
álfkýrinnar, 1964.
upplýsingar um listamanninn og
setja þær i samhengi.
Á hinn bóginn er ekki að sjá að
honum hafi verið vísað á ýmsar
markverðar - og óprentaðar - heim-
ildir um Scheving, dagbækur hans
Sjómenn á
og bréf í sjálfu Listasafni íslands (þ.
á m. bréf þar sem listamaðurinn
lætur í ljós hrifningu sína á stór-
myndamálaranum Diego Rivera -)
og bréf til Ragnars í Smára, Ragnars
Ásgeirssonar og Sigvalda Kaldalóns
báti, 1947.
í Háskólabókasafninu.
Verk Gunnlaugs Schevings
standa alltaf fyrir sínu. Því miður
er tæplega hægt að segja það sama
um Listasafn íslands eins og stend-
ur. -Al
aldrei hefðu komiö fyrir sjónir
landsmanna. Gott og vel.
Trúarleg upplifun
Það er best að taka það strax fram
að á sýningu Listasafns íslands
(sem lýkur nú um helgina) er glæsi-
legt úrval mynda sem enginn ætti
að láta fram hjá sér fara. Þótt stóri
salur safnsins sé i raun allt of litill
fyrir flekana sem þar er að finna,
gripur mann siík andakt í návist
þeirra að helst má jafna við trúar-
lega upplifun.
Hins vegar er mér ekki örgrannt
um að gengisfall hafl orðið á hug-
takinu „rannsóknir" i seinni tíð,
a.m.k. eru myndlistarmenn gjarnir
á að auglýsa ýmsar lauslegar sam-
antektir sem árangur af einhvers
konar „rannsóknarvinnu". í þessu
tilfelli virðist rannsóknarvinna
Listasafns íslands aðallega felast í
því að demba miklum fjölda ljós-
mynda af verkum Schevings inn á
Af „óséðuin" verkum er það helst
að segja að einungis tvö slík virðast
hafa ratað inn á sýninguna. Sex út-
lend söfn eiga myndir eftir Schev-
ing, aðeins ein mynd úr Statens
Museum hefur verið fengin til láns.
Ekki virðast heldur hafa verið bom-
ar víur í son Gretu Linck sem situr
á mörgum ósýndum myndum eftir
hann úti í Kaupmannahöfn.
Ókannaðar heimildir
Og eins og til að tryggja að ekkert
nýtt komi nú „út úr“ þessari sýn-
ingu, er heimspekingur fenginn -
sennilega með stuttum fyrirvara -
til að rita megintexta (allt of litillar)
bókarinnar sem fylgir sýningunni.
Gunnar J. Árnason hefur auðvitað
löngu sannað sig sem rökvís og skel-
eggur gagnrýnandi, en fyrstur
manna mundi hann sennilega
sverja af sér sérþekkingu á ís-
lenskri myndlistarsögu. Þó ferst
honum vel að draga saman helstu
Gömul kona, 1934.
Bassabáturinn, 1929-1930.