Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2001, Qupperneq 25
LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2001
I>V
Helgarblað
um tengist líka að ekki er talað mik-
ið um kynlíf undir borðum og fjöl-
miðlar reyna að stilla slíku tali í
hóf. Undantekningin frá þessu voru
reyndar lengi hin alræmdu jólaleik-
rit Sjónvarpsins þar sem íslenskir
leikstjórar og handritshöfundur
fundu sem farveg fyrir annars bæld-
ar tilfinningar og minningar. Mörg-
um þótti stundum nóg um útrásina
sem þessir höfundar fengu og ósk-
uðu frekari bælingar. Fyrir þá sem
hneyksluðust um hver jól er hugg-
un í því að fjárhagur Sjónvarpsins
er nú með þeim hætti að ekki er
hægt að framleiða mikið af slíkum
myndum.
Huganum sökkt
Jólin eru tími misréttis eða öllu
heldur mögulegs misréttis. Hvernig
er til dæmis hægt að gefa mörgum
systkinum ólíkar gjafir sem allar
eru jafn verðmætar? Öll gjafakaup
bjóða heim hættunni á stórkostlegri
mismunun. Ef systkinahópurinn er
stór er líklegt að einhver verði sár.
Og í víðara samhengi er samvisku-
bitið yfir velsældinni ríkjandi á
sumum heimilum. Það getur nefni-
lega verið erfitt að hafa það miklu
betra en aðrir en það fer reyndar
mikið eftir uppeldi. Eftir að hafa
belgt sig út af lostætum sneiðum af
hinum og þessum dýrum, riflð upp
pakka og þvegið upp skreiðist fjöl-
skyldan inn í stofu og sest niður fyr-
ir framan sjónvarpið. Og þá byrja
prestlærðu mennirnir að hamra á
því að margir séu niðurbrotnir um
jólin og fátæktin og hungrið sé
aldrei sárara en einmitt þá. Það fer
kliður um svínið í maganum í smá-
stund en svo skondra augun að jóla-
bókinni og huganum er sökkt í sög-
ur, ljóð og líf annars fólks.
Gleðilega aðventu. -sm
Demi Moore er
kona einsömul
í síðustu viku var mikið um það
rætt í slúðurblöðunum hvort Demi
Moore væri kona ekki einsömul.
Það var fullyrt í New York Daily
News að Demi bæri sveinbam und-
ir belti og faðir þess væri kærastinn
hennar, Oliver Whitcomb. Sama dag
og fréttin birtist sendi Demi per-
sónulega tölvupóst til ritstjórnar
blaðsins þar sem hún bar söguna til
baka. „Ég vona að þið hafið ekki
þurft að borga mikið fyrir þessar
upplýsingar," skrifaði hún. „Ég hef
reglulegar blæðingar - nema auðvit-
að þið vitið eitthvað sem ég veit
ekki.“
Blaðið hafði áður hermt eftir
heimildarmanni sínum að leikkon-
an vildi ekki segja frá óléttunni
vegna þess hversu hjátrúarfull hún
væri. En verður ekki að trúa kon-
unni þegar hún segist hafa á klæð-
um?
Við því er eitt einfalt svar en líka
mörg flókin. Einfalda svarið er: það
eru sleðabjöllur í laginu. Önnur
svör eru flest svo flókin að þau geta
af sér fleiri spurningar en svör.
Hvernig getur það til dæmis gerst
að ítölsk dægurlög verði vinsæl
jólalög á íslandi? Svarið við þeirri
spumingu er: sleðabjöllum hlýtur
að hafa verið bætt við í hljóðfæra-
skipaninni.
Jólasveinar fara ekki í kirkju
Jólin eru tími heilagleika. Það er
reyndar illmögulegt að skilja að sá
árstími sem jólalög eins og Jólahjól
og Ég hlakka svo til eru spiluð á
geti verið helgastur allra tíma. En
hversu torskilið sem það má vera
þá er það staðreynd að íslendingar
fara aldrei oftar í hús guðs en um
jólin. Við leitumst við að finna
hjörtu okkar slá í takt við guðdóm-
inn þótt hjörtu okkar flestra hafi
verið á allt öðru tempói aðra hluta
ársins.
Og það er gott að fara í kirkju um
jólin. Sálmarnir eru aldrei fegurri,
prestarnir aldrei í meira stuði og
úlpur og annar hlífðarklæðnaður
gerir bekkinna setvænlegri.
Heilagleikinn er mestallan des-
ember bundinn við einstaka að-
„Margir hafa velt því
fyrir sér hvað gerir lag að
jólalagi. Við því er eitt
einfalt svar en líka mörg
flókin. Einfalda svarið er:
það eru sleðabjöllur í lag-
inu. Önnur svör eru flest
svo flókin að þau geta af
sér fleiri spumingar en
svör. Hvernig getur það
til dœmis gerst að ítölsk
dægurlög verði vinsœl
jólalög á íslandi? Svarið
við þeirri spurningu er:
sleðabjöllum hlýtur að
hafa verið bœtt við í
hljóðfæraskipaninni. “
ventukvöld og tónleika sem yfirleitt
eru haldin í kirkjum. Innan kirkn-
anna rikir „heilagiheilagi" hlutinn
en utan hennar „gleðigleði" hlutinn.
Jólasveinar koma aldrei inn í
kirkju.
Vinur minn verður nú í fyrsta
sinn í heitu landi um jólin. Hann
lenti í smávandræðum með þá stað-
reynd að það er enginn snjór í þessu
heita landi, ekki einu sinni um jól-
in. Á íslandi tengist snjórinn „gleði-
gleði“ hlutanum og jólasveinunum
en, eins og vinur minn i heita land-
inu sagði „þá man ég ekki eftir því
að María og Jósep og asninn hafi
öslað snjóinn upp í mitti". Hann
ákvað því að finna jólin í einhverju
sem tengdist heilagleikanum frekar
en leita á náðir jólasveinsins.
Tilfinningar brjótast fram
Jólin eru tími hreinleika. Ef mað-
ur fer ekki í bað á aðfangadag þá er
líkast til eitthvað að. Heimilislífið
getur verið einkennilegt, sjúkdómar
og sár geta valdið því að ekki má
dýfa líkamanum í vatn eða mann-
eskjan er svo illa haldin af samfé-
lagslegu andófi að hún getur ekki
hugsað sér að beygja sig undir vilja
meirihlutans og fara í bað.
Hreinleikinn er auðvitað ná-
tengdur trúnni og þá sérstaklega jól-
unum. Kristur var eingetinn og
móðir hans hrein mey. Þess vegna
er hreinleikinn heiðraður um jólin.
Við erum hrein, fótin eru hrein og
híbýli okkar eru hreinsuð sem
aldrei fyrr. Hreinleikanum og jólun-
Amerískur hvíldarstóll
Ótrúlega þœgilegur!
(Þú veist ekki fyrr en þú hefur prófaft!) \
ISHERRANN
Leiðangur Vilhjálms Stefánssonar
Áriö 1913 stóð Vilhjálmur Stefánsson
landkönnuöur fyrir metnaðarfullum leiðangri
norður í íshaf, 17. júní það ár lagði skipið
Karluk upp frá Kanada. Sex vikum síðar var
heimsskautsveturinn skollinn á, skipið teppt í
ís og leiðangursstjórinn á bak og burt.
Með því að nýta sér dagbækur skipbrots-
mannanna hefur Jennifer Niven tekist að
endurskapa atburðarrás þessa afdrifaríka
leiðangurs og örvæntingarfullar tilraunir
skipbrotsmanna til að komast heim úr auðnum
norðursins. Þeir sem komumst lífs af urðu aldrei
samir. Þessi kynngimagnaða mannraunasaga
lætur engan ósnortinn.
KU R
Kokkur án klæða 1 & 2