Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2001, Síða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2001, Síða 45
LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 DV _________5f Helgarblað Björn Steinar við orgeliö í Akureyrarkirkju „Hiö táknræna gildi verölaunanna og sú viöurkenning sem þeim fylgir hefur mest aö segja. Peningarnir veröa sjálfsagt fljótir aö fara en viöurkenningin fylgir mér ævilangt, “ segir Björn Steinar hér í viðtalinu. Ef menn hafa listræna löngun - rætt við Björn Steinar Sólbergsson bjartsýnisverðlaunahafa „Þegar ég fékk verðlaunin var fyrsta hugsun raín sú að nota féð til kaupa á nýjum bíl eða betrumbóta á heimilinu. En ég og konan mín urðum hins vegar fljótt sammála um að slíkt væri hreinlega goðgá, nær væri að leggja peningana inn á bók og verja síðar í þágu tónlistarinnar með ein- hverju móti. Hitt er svo aftur annað mál að hið táknræna gOdi verðlaun- anna og sú viðurkenning sem þeim fylgir hefur mest að segja. Peningarn- ir verða sjálfsagt fljótir að fara en við- urkenningin fylgir mér ævilangt," segir Björn Steinar Sólbergsson, org- anisti Akureyrarkirkju. Bjartsýnis- verðlaunin svonefndu voru afhent snemma í líðandi viku. Verðlaunin góðu, sem lengi voru kennd við Dan- ann Peter Bröste, eru nú orðin alís- lensk. Þegar Bröste afhenti verðlaun- in í síðasta sinn árið 1999 skoraði hann á íslenskt fyrirtæki að láta merkið ekki niður falla og tók ísal áskoruninni. Bjartsýnin er mér eðlislæg Sérstök dómnefnd valdi Bjöm Steinar sem verðlaunahafa þessa árs. Hann þykir h£ifa sannað sig sem einn fremsti organisti landsins - og verið driffjööur margs góðs í tónlistarlífinu norðan heiöa. Tón- listarstarf í Akureyrarkirkju er fjöl- breytt og metnaðarfullt. Má þar meðal annars nefna Kirkjulistaviku í Akureyrarkirkju og Sumartón- leika í Akureyrarkirkju sem haldn- ir hafa verið í kirkjunni mörg und- anfarin sumur. - Þá kennir Bjöm Steinar orgelleik við Tónlistarskól- ann á Akureyri og hefur þess utan haldiö fjölda einleikstónleika víða um lönd og leikið á geislaplötur og fyrir útvarp og sjónvarp. „Ég get vel viðurkennt að ég sé bjartsýnismaður. Bjartsýnin er mér eðlislæg,“ sagði Björn Steinar þegar hann settist niður með blaðamanni sl. fimmtudag. „Sem barn átti ég góða fjölskyldu og ólst upp við ör- uggar aðstæður. Það er ekki verra fyrir mig fremur en nokkurn annan listamann að búa við góðar aðstæð- ur ætli hann að ná langt í listsköp- un sinni. En i sjálfu sér má segja að engu skipti fyrir þann sem hefur í sér listræna löngun hverjar ytri aö- stæður séu. Skapandi listamenn hafa á öllum tímum búið við ýmsar kringumstæður. Á sumum tímum var meira að segja talið að eftir því sem aðstæður væru erfiðari .og hremmingarnar meiri því lengra næðu menn. Þetta var ein af mýtum rómantíska tímabOsins. En hvað sem um þetta má svo segja þá bý ég við afar góðar aðstæður hér á Akur- eyri og á góða fjölskyldu. Ég er líka afar þakklátur samstarfsfólki mínu hér við kirkjuna. Allt þetta hjálpar mér sem listamanni." Námsmaður ráðinn Björn Steinar Sólbergsson er Ak- urnesingur að uppruna. Ungur hóf hann nám í píanó- og síðar orgelleik hjá Hauki Guðlaugssyni. Hann seg- ist hafa fallið fyrir orgelinu sem hljóðfæri strax við fyrstu viðkynn- ingu. Námið hjá Hauki Guðlaugs- syni segir Björn einnig hafa orðið til að marka braut sína í lífinu, en um tvítugsaldur fór hann utan til Ítalíu í framhaldsnám og síðar til Frakklands við Tónlistarháskólann í Rueil Malmaison, sem er rétt utan við París. Og hann var einmitt þar við nám, árið 1984, þegar honum bauðst tækifæri sem ekki var hægt að hafna. „Jakob Tryggvason, organisti Ak- ureyrarkirkju tO íjörutiu ára, var þegar hér var komið sögu farinn að huga að starfslokum sínum. Sóknar- nefnd auglýsti eftir organista, en fékk ekki þann tO starfans sem hún sætti sig við. Því var haft samband við Hauk lærifoður minn Guðlaugs- son sem þá var söngmálastjóri Þjóð- kirkjunnar. Hann benti á mig og ég kom hingað norður í eins konar prufu. Lék á orgelið fyrir organist- ann, sóknarnefndina og prestana og fóru leikar svo að ég var ráðinn til starfans, enda þótt ég ætti tvö ár eft- ir í námi. Þangað tO frestaöi Jakob slnum starfslokum, en 1986 tók ég við.“ Á heima úti á landi Sumartónleikar í Akureyrar- kirkju eru einn þeirra listviðburða sem hafa komið höfuðstað Norður- lands enn betur á kortið sem menn- ingarbæ. Meðal dagskráratriöa þeirra í gegnum árin hefur verið flutningur Björns Steinars á mörg- un þekktum tónverkum sem hann hefur flutt á orgel kirkjunnar. „Að- stæður til listsköpunar hér á Akur- eyri eru síst verri en til að mynda fyrir sunnan, listin á ekki einka- heimili í borginni," segir Björn Steinar. Hann bætir því við að þeg- ar byrjað var með Sumartónleika í Akureyrarkirkju hafi margir sagt að slíkt væri ómögulegt. Á sumrin vildu allir vera úti í sólinni - en ekki inni að njóta fagurra lista. „Þetta hefur aOs ekki verið raun- in og stundum hef ég sagt að yfir sumarið eigi listin heima úti á landi og hvergi annars staðar. Ferðafólk sem á leið um Akureyri yfir sumar- ið kemur mikið hingað í kirkjuna og finnst frábært að njóta þeirra listviðburða sem í boði eru,“ segir Björn Steinar. - í annan tíma segir hann tónlistarlífið í Akureyrar- kirkju vera ekki síður fjölbreytt, svo sem nú á aðventunni. Þá séu einhvers konar viðburðir i kirkj- unni upp á nánast hvern einasta dag, helgihald, aðventukvöld og sunnudaginn 16. desember verða hinir árlegu Jólasöngvar Kórs Ak- ureyrarkirkju sem hafa notið gífur- legra vinsælda hér á Akureyri. Franskur á hádegistónleikum Vorið 1999 fékk Björn Steinar Menningarverðlaun DV. Þaö var fyrir flutning hans á orgelkonsert Jóns Leifs sem hann flutti snemma það ár í Hallgrímskirkju með Sin- fóníuhljómsveit Islands. „Það er með meiri bjartsýnisköstum mínum að ákveða að æfa og flytja þetta verk. Hugmyndin þar um bjó í hug- skoti mínu í nokkur ár og ég átti nóturnar, en þegar ég fór svo að æfa verkið var það mikO vinna. Árið 1998 naut ég starfslauna listamanna. Þau notaði ég til að dveljast vetrar- langt i Cambridge í Englandi og æfa verkið, sem er stói’kostlegt og engu öðru líkt. Það byggist á fornu ís- lensku þjóðlagi - og einnig má skynja hrikaleik íslenskrar nátt- úru.“ Aðspurður hvort hann sé að æfa önnur viðlíka ögrandi verkefni í dag svarar Björn Steinar því neit- andi. í rauninni sé ekki hægt að tala um konsert Jóns Leifs í samhengi við neitt annað. „Reyndar er ég að vinna að heildarflutningi orgel- verka franska tónskáldsins Maurice Duruflé sem er stórt verkefni en á næsta ári verður 100 ára fæðing- arafmælis tónskáldsins minnst. É^ flyt verkin á hádegistónleikum í Ak- ureyrarkirkju i vetur - og hyggst gera víðar.“ Ráðstafað í þágu listar Kennari Bjöms Steinars í námi hans við Tónlistarháskólann í Rueil Malmaison við París var Susan Landale. Hún er í dag organisti við eina af stærstu kirkjum Parísar, þar sem Kór Akureyrarkirkju söng um hvítasunnuna nú í vor. „Ég hef haldið sambandi við Susan Landale og met hana mikOs sem kennara og organista. Hún hefur þrisvar sinn-*» um komið hingað og leikið í Akur- eyrarkirkju, rétt eins og hún hefur leikið víða um heiminn. Hæfileik- um hennar er við brugðið - og ég hef einmitt ráðgert að fara út til Frakklands næsta vor og leika þar verk Duruflé fyrir hana. Þannig ráðstafa ég til listarinnar einhverju af verðlaunafénu sem ég fékk á mánudaginn, eins og ég hafði sett mér markmið um.“ -sbs 'cF'cl \l 'ð’l ^ jólagjöf' Veðurfiúsin fomin aftur o _j - Gnðiniinriiir bendum I Hermannsson DÓStkrÖfu.A-'Af Bæjarlind 1 7770

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.