Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2001, Qupperneq 55

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2001, Qupperneq 55
LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 DV 63 s Islendingaþættir 80 ára___________________________ Guðlaug Guönadóttir, Urðum, Svarfaðardal. Guðrún Kristinsdóttir, Sólheimum 27, Reykjavik. 75 ára___________________________ Bjarni Jónsson, Holtsgötu 41, Reykjavík. Nikólína Halldórsdóttir, Þiljuvöllum 37, Neskaupstað. Þuríður Sigurjónsdóttir, Rofabæ 23, Reykjavík. 70 ára __________________________ Bjarni Guðmann Ágústsson, Víkurbraut 48, Grindavík. Guðrún Guönadóttir, Eyrartúni, Hellu. 60 ára___________________________ Jórunn Guömundsdóttir, Hlíðargötu 31, Sandgerði. Kristrún G. Jónsdóttir, Furugrund 20, Akranesi. Sigurveig Jóhannsdóttir, Hjallavegi 1, Reyöarfirði. Vordís Valgarðsdóttir, Ásabraut 29, Sandgerði. 50 ára___________________________ Marteinn Þór Kristjánsson, Vesturtúni 17, Bessastaöahreppi. Sigurður Sigurðsson, Sléttuvegi 9, Reykjavtk. Þórunn Helgadóttir, Kleppsvegi 130, Reykjavík. 40 ára___________________________ Auður Kristjánsdóttir, Hátúni 5, Reykjavík. Guðrún Helga Kristjánsdóttir, Blómsturvöllum 7, Grindavík. Hlynur Jón Michelsen, Klapparstíg 29, Reykjavík. Jónína Holm, Melbraut 7, Garði. Margrét Ósk Haröardóttir, Hólavegi 69, Siglufirði. Ólafur Benediktsson, Miðhópi, Hvammstanga. Ragnhildur Ólafsdóttir, Hlíöargötu 33, Sandgerði. Sigríður Haraldsdóttir, Arnargötu 4, Reykjavík. Sigurður Örn Ólafsson, Jöklatúni 24, Sauðárkróki. Þórdís Pálsdóttir, Rauðagerði 72, Reykjavik. Sendu afmælisbarninu kveðju í tilefni dagsins Farðu á siminn.is EÐA HRINGDU í SÍMA 1446 Sextugur Sigurður ríkisendurskoöandi Sigurður Þórðarson ríkisendur- skoðandi, Miðvangi 143, Hafnar- firði, verður sextugur á morgun. Starfsferill Sigurður fæddist í Hafnarfirði, ólst þar upp og hefur átt þar heima alla tíð. Hann lauk loftskeytaprófi frá Loftskeytaskóla íslands 1959, varð löggiltur endurskoðandi 1982. Sigurður var loftskeytamaður á b.v. Surprice 1959-61, var deildar- stjóri hjá SKÝRR 1961-67, forstöðu- maður tölvudeildar Loftleiða hf. 1967-73, deildarstjóri hjá Ríkisend- urskoðun 1973-80, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu 1980-87, vara- ríkisendurskoðandi 1988-92 og hef- ur verið ríkisendurskoðandi frá 1992. Sigurður var í stjóm SKÝRR í sextán ár og var stjórnarformaður SKÝRR i tólf ár, var stjórnarformað- ur Lyfjaverslunar ríkisins í fjögur ár, stjórnarformaður hjúkrunar- heimilisins Sólvangs í Hafnarfirði i átta ár, sat í heilbrigðisráði Hafnar- fjarðar í í átta ár og var formaður þess í fjögur ár, var formaður útgerð- arráðs BÚH í átta ár, sat í stjórn FUS í Hafnarfirði í sjö ár og var formað- ur félagsins í þrjú ár, sat í stjórn Rík- isspítalanna í sex ár, í stjórn Marel hf. í þrjú ár, í stjórn Félags löggiltra Þórðarson endurskoðenda í tvö ár, hefur setið i ýmsum nefndum á vegum stjórn- valda, sat í stjórn Endurskoðunar- ráðs Viðreisnarsjóðs Evrópuráðsins í Paris í þrjú ár og í stjórn Endur- skoðunarráðs Evrópuráðsins I Strassborg í sex ár og situr í Reikn- ingsskilaráði frá 1992. Fjölskylda Eiginkona Sigurðar er Hinrika Halldórsdóttir, f. 6.5. 1942, banka- starfsmaður. Hún er dóttir Halldórs Ásgeirssonar sjómanns og Rannveig- ar Benediktsdóttur húsmóður. Börn Sigurðar og Hinriku eru Sig- ríður, f. 26.2. 1966, arkitekt, en mað- ur hennar er Bjarni Þór Gunnlaugs- son tæknifræðingur og eru dætur þeirra Hinrika, f. 7.6. 1991, og Stein- unn, f. 6.10. 1994; Rannveig, f. 9.6. 1967, viðskiptafræðingur, í sambúð með Birni Arnari Magnússyni tæknifræðingi og eru börn þeirra Sigurður Darri, f. 18.6. 1996, og Sal- vör Svanhvít, f. 4.6. 1998; Birgir, f. 31.12. 1973, bifvélavirki, í sambúð með Svövu Dröfn Bragadóttur nema og er dóttir þeirra Sunna Dís, f. 26.8. 2001. Systkini Sigurðar eru Kristín, f. 24.6. 1938, sjúkraliði, en maður hennar er Sverrir Sighvatsson og eiga þau tvö börn auk þess sem Kristín á son frá því áður; Guðlaug Gréta, f. 4.1. 1945, húsmóðir, en mað- ur hennar er Er- ling Hermannsson og eiga þau þrjú börn. Foreldrar Sig- urðar voru Þórður Bjarnason, f. 11.9. 1897, d. 3.11. 1980, bifreiðarstjóri í Hafnarfirði, og Sig- ríður Ketilsdóttir, f. 20.4. 1911, d. 18.2. 1998, húsmóðir. Ætt Þórður var son- ur Bjarna, b. í Móakoti á Vatns- leysuströnd, bróður Gísla í Minna- Knarrarnesi, fóður Sigurðar loft- skeytamanns. Annar bróðir Bjarna var Sigurður, faðir Þorgríms togara- skipstjóra, föður Þorgrims stór- kaupmanns. Bjarni var sonur Sig- urðar Gíslasonar. Móðir Þórðar var Kristin Jóns- dóttir. Sigriður var dóttir Ketils sjó- manns, bróður Sigurðar Greipsson- ar, skólastjóra íþróttaskólans í Haukadal. Ketill var sonur Greips, b. í Haukadal, Sigurðssonar, hrepp- stjóra þar, Pálssonar. Móðir Ketils var Katrín Guðmundsdóttir, b. á Stóra-Fljóti í Biskupstungum, Jóns- sonar. Móðir Sigríðar var Þórunn Jóns- dóttir frá Laugum í Biskupstungum. Sigurður tekur á móti ættingum,, vinum og vinnufélögum í Húsi frí- múrara að Ljósatröð 2, Hafnarfirði, laugard. 8.12. kl. 18.30. Attræður Matthías Björnsson fyrrv. kennari og skólastjóri Matthías Björnsson, loftskeyta- maður, vélstjóri og kennari, Duggu- fjöru 12, Akureyri, er áttræður í dag. Starfsferill Matthías fæddist á Akureyri og ólst þar upp. Hann lauk prófi frá Gagnfræðaskóla Akureyrar 1942, frá Loftskeytaskóla íslands 1943, lauk vélstjóranámskeiði á Akureyri 1952, kennaraprófi frá handavinnudeild KÍ 1959, og stundaði síðan frekara réttindanám við KHÍ. Matthías sigldi á stríðsárunum, fyrst á íslenskum togurum en síðan bandarískum kaupskipum til 1946. Hann lenti í miklum loftárásum Þjóðverja á Hull og Grimsby og var oft hætt kominn. Hann var síðan loftskeytamaður til sjós og í landi, stundaði kennslu í Reykjavik, á Húsavík, við Laugagerðisskóla á Snæfellsnesi og var síðast skóla- stjóri við Grunnskóla Mýrahrepps í Austur-Skaftafellssýslu. Matthías og kona hans keyptu jörðina Gislabæ á Hellnum í Breiðu- vikurhreppi og stofnuðu þar fyrstu ferðaþjónustu á sunnanverðu Snæ- fellsnesi. Þar bjuggu þau í fjórtán ár og kenndu á vetrum. Matthías sat í hreppsnefnd Breiðuvíkurhrepps í sjö ár og var varaoddviti Mýrahrepps í tvö ár. Þau hjónin bjuggu síðan í Varma- hlíð í fjögur ár en fluttu þá til Akur- eyrar þar sem þau hafa átt heima síðan. Fjölskylda Matthías kvæntist 6.5. 1951 Fjólu Guðjónsdóttur, f. 3.5. 1933, húsmóð- ur og kennara. Hún er dóttir Guð- jóns Guðjónssonar, trésmíðameist- ara í Völundi í Reykjavík, og Guð- laugar Brynjólfsdóttur húsmóður. Böm Matthíasar og Fjólu eru Steingrímur, f. 27.8. 1951, yfirvél- stjóri í Kópavogi, kvæntur Maríu Sallýju Jónsdóttur, starfsmanni við Hrafnistu, og eiga þau þrjú börn; Karl Valgarður, f. 12.8.1952, prestur og alþm. i Grundarfirði, kvæntur Sesselju Guðmundsdóttur leikskóla- kennara og eiga þau þrjú börn; Odd- ný Soffía, f. 6.7. 1954, hjúkrunar- fræðingur á Sauðárkróki, gift Stef- áni Evertssyni tölvumanni og eiga þau þrjú börn; Einar Pálmi, f. 27.12. 1955, húsasmíðameistari í London, kvæntur Önnu Maríu Jónsdóttur lækni og eiga þau eitt barn; Guðjón, f. 26.9.1961, d. af slysförum 2.1.1969; Inga Nína, f. 15.7. 1968, fatahönnuð- ur og sölumaður í Reykjavík, gift Leifi Leifssyni vipskiptafræðingi og eiga þau tvo syni; Stefán Heimir, f. 15.7. 1968, húsasmiður í Reykjavik, og á hann eitt barn en kona hans er Selma Pálsdóttir ferðamálafulltrúi. Matthías og Fjóla eiga tvö barna- barnabörn. Systkini Matthíasar: Ásta, f. 4.9. 1918, hjúkrunarfræðingur í Reykja- vík; Þóra, f. 17.10. 1919, dó í frum- bernsku; Gerður, f. 22.10.1920, d. 4.5. 1999, húsmóðir í Reykjavík; Harpa María, f. 29.11. 1922, d. 21.10. 1987, húsmóðir; Grímur Mikael, f. 7.3. 1924, tannlæknir í Kópavogi; Jak- obína Elísabet, f. 15.9. 1927, húsmóð- ir í Hafnarfirði; Karl Hans, f. 16.7. 1929, d. 28.10. 1991, kennari. Foreldrar Matthíasar voru Björn Grímsson, f. 15.5. 1891, d. 26.3. 1986, verslunarmaður og einn stofnenda Pöntunarfélags verkalýðsins og framkvæmdastjóri þess, og Vilborg Sofíla Lilliendahl, f. 15.1. 1888, d. 13.9. 1974, húsmóðir. Ætt Björn var bróðir Gríms, skóla- stjóra í Ólafsfirði. Björn var sonur Gríms, b. á Helgustöðum í Fljótum og á Möðruvöllum í Héðinsfirði, Björnssonar, b. á Stórholti í Fljót- um, Þorleifssonar. Móðir Gríms var Sigurlaug Sofíia Grímsdóttir, pr. á Barði, Grímssonar, græðara á Espi- *" hóli, Magnússonar. Móðir Björns var Ásta Gísladóttir. Soffía Lilliendahl var dóttir Carls Péturs Lilliendahls, hafnsögumanns á Vopnafirði, föðurbróður Karls ís- felds. Carl Pétur var sonur Jakobs Christian Lorentzson Lilliendahl, verslunarstjóra á Akureyri, og Odd- nýjar Þorvaldsdóttur, b. á Stóra- Eyrarlandi, Jónssonar, afa Jóhanns Lárusar á Lýtingsstöðum, afa Brodda Jóhannessonar skólastjóra. Móðir Soffíu var Þóra Jakobína Lilliendahl Beck, systir Hans, föður Richards Beck, prófessors í Grand Forks í Norður-Dakota. Þóra var dóttir Niels Richards Beck, beykis og verslunarmanns á Eskifirði, son- ar Christens Nielsens Beck, assistants á Eskifirði, og Elísabetar, systur Maríu, langömmu Eiríks, föður Þórólfs Beck knattspyrnu- kappa. María var einnig langamma dr. Jakobs Jónssonar, sóknarprests i Hallgrímskirkju, og Eysteins fjár- málaráðherra. Bróðir Elísabetar var Þórarinn, afi Finns listmálara og Ríkarðs myndskera. Elisabet var dóttir Richards Long, ættfóður Longættar. Móðir Þóru Jakobínu var Soffía Þorvaldsdóttir, systir Oddnýjar. Sextugur Eyjólfur Garðar Svavarsson starfsmaður Loðnuvinnslunnar hf., Fáskrúðsfirði Eyjólfur Garðar Svavarsson, starfsmaður Loðnuvinnslunnar hf. á Fáskrúðsfirði, Skólavegi 82, Fá- skrúðsfirði, verður sextugur á mánudaginn. Starfsferill Garðar fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann stundaði um skeið nám í framreiðslu. Garðar fór ungur til sjós á hand- færabát frá Reykjavík, 1954, var á varðskipinu Þór um tíma, síðan á Gullfossi og Dettifossi og á ýmsum bátum. Hann stundaði bifreiðaakst- ur um skeið, fyrst hjá Útgerðarfé- laginu Barðanum en ók síðan stór- um flutningabílum á vegum Þór- isóss. Þá starfrækti hann Fiskbúð- ina við Dalbraut um tíma. Garðar flutti til Fáskrúðsfjarðar 1978, var matreiðslumaður hjá Kaupfélagi Fáskrúðsfirðinga og var á togurum félagsins til 1996. Þá hóf hann störf hjá Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði og hefur starfað þar síðan. Fjölskylda Garðar kvæntist 25.11. 1967 Höllu Dröfn Júlíusdóttur, f. 26.3.1946, fóta- aðgerðafræðingi. Hún er dóttir Júlí- usar Þórlindssonar vélgæslumanns, sem er látinn, og Margrétar Jakobs- dóttur húsmóður. Börn Garðars og Höllu Drafnar eru Svavar Júlíus Garðarsson, f. 8.5. 1967, kaupmaður en sambýliskona hans er Kristín Soffía Hjaltalín; Þormar Þór Garðarsson, f. 16.8. 1970, rafeindavirki, en sambýlis- kona hans er Auðbjörg Kristín Guðnadóttir. Alsystkini Garðars eru Hreiðar Svavarsson, f. 29.12. 1943; Edda Svavarsdóttir, f. 1.8. 1945; Smári Svavarsson, f. 29.5. 1947, nú látinn; Hulda Svavarsdóttir, f. 10.7.1950, nú látin. Hálfsystur Garðars, samfeðra, eru Sunna Hildur Svavarsdóttir, f. 15.12. 1957, nú látin; Helga Nína Svavarsdóttir, f. 12.9. 1959; Svava Björg Svavarsdóttir, f. 18.12. 1965. Foreldrar Garðars voru Svavar _ Kristinn Kristjánsson, f. 29.7. 1913, ' d. 16.10. 1978, veitingamaður i Reykjavík, og Ingileif Friðleifsdótt- ir, f. 22.3.1921, d. 31.5. 2000, matráðs- kona. Garðar og Halla taka á móti gest- um á Hótel Bjargi, Fáskrúðsfirði, laugard. 8.12. milli kl. 17.00 og 20.00.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.