Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2002, Side 60

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2002, Side 60
—> 60 Helqarhlað H>"Vr LAUCARDAGUR 4. MAf 2002 Umsjón Kjartan Gunnar Kjartansson Hjörtur Björgvin Amason rekstrarstjóri í Borgamesi er fimmtugur í dag Hjörtur Björgvin Árnason, rekstrarstjóri Shell- stöðvarinnar í Borgarnesi, til heimils að Hamravík 2, Borgarnesi, er fimmtugur í dag. StarfsferiU Hjörtur fæddist í Reykjavík 4. maí 1952 og átti heima í Víðihvammi í Kópavogi til 11 ára aldurs, flutti þá í Árbæjarhverfið. Hann lauk gagnfræða- prófi frá Lindargötuskóla 1969, varð búfræðingur frá Hvanneyri 1971 og gerðist bóndi á Minni-Borg í Grímsnesi 1972. Þar bjó hann til 1979 en flutti þá ásamt fjölskyldu sinni til Svíþjóðar og starfaði MOLTAOG MOLTUBLANDA ffyrir blóvnaræktendiír ? og garðeigendur ^ \ MOLTU BLANDA X MOLTA 22 Iftmr tftwr d O ■SSSEi -VF— Moltu og Moltublöndu cr pakkað í 12,22 og 44 I. poka og fæst i helstu biómaverslunum landsins. Framleiðandi Garðamold hf. fyrst hjá Volvo í Gautaborg en síðar sem bílstjóri hjá SJ í Malmö. Hann flutti aftur til íslands 1983, lauk leiðsögumannaprófi 1984 og starfaði sem rútu- bílstjóri og leiðsögumaður, samhliða búskap á Minni-Borg til ársins 1987. Hann hóf stöf hjá Skelj- ungi hf. 1988 og starfaði þar til 1997 er hann tók við rekstri Shellstöðvarinnar í Borgarnesi ásamt Jóni Emil bróður sínum. Hjörtur var formaður íslendingafélagsins í Lundi í Svíþjóð 1982-1983, einnig var hann í stjórn Félags leiðsögumanna í nokkur ár, þar af formað- ur eitt ár. Hann hefur verið ritari golfklúbbs Borg- arness, formaöur Sjálfstæðisfélags Mýrasýslu, for- maður Ferðamálasamtaka Vesturlands og félagi í Röftunum, Bifhjólafélagi Borgarfjarðar, Fjölskylda Hjörtur kvæntist 9. janúar. 1972 Unni Halldórs- dóttur, uppeldisfræðingi, f. í Reykjavík 3. júní 1953. Hún starfar við rekstur Shellstöðvarinnar í Borg- arnesi. Foreldrar hennar eru Halldór J. Einarsson, f. 2. júlí 1927 á Víðilæk i Skriðdal, og Sigrún Ó. Stefáns- dóttir, f. 9. ágúst 1931 á Minni- Borg í Grímsnesi. Þau bjuggu á Seltjarnarnesi, síðan í 20 ár í Gauta- borg í Sviþjóð, fluttu til íslands 1997 og búa nú á Selfossi. Börn Hjartar og Unnar: Ingibjörg Lára Hjartar- dóttir, f. i Reykjavík 26. júní 1972, fjármálafuBtrúi í London, maki Calim Bardawil tæknifræðingur f. í London 1964; Dóttir f. 26. júni 1972, d. 4 júlí 1972; Halldór, f. í Reykjavík 19. júní 1974, trésmiður, býr í Hróarskeldu í Danmörku, sambýliskona Hulda Hrönn Stefánsdóttir, f. 1976; Sigrún f. i Reykjavík 14. nóvember 1976, við nám í Viðskiptaháskólanum á Bifröst, sonur hennar er Egill Orri Elvarsson f. 2. júlí 2001; Árni f. i Gautaborg 31. desember 1979, matreiðslunemi í Reykjavík Bræður Hjartar: Jón Emil, f. 29. september 1948, slökkviliðsmaður, búsettur í Borgarnesi; Árni Björn, f. 21. október 1953, dáinn 6. febrúar 1954. Páll Ingi, f. 26. ágúst 1957, smiður í Gnúpverja- hreppi. Helgi f. 11. febrúar 1962, múrari, búsettur í Biskupstungum. Hilmar, f. 15. mars 1963, við- skiptafræðingur í Reykjavík. Guðni, f. 3. janúar 1967, rafvirki í Gnúpverjahreppi. Foreldrar Hjartar: Ágúst Árni Jónsson bryti, f. á Dalvík 14. janúar 1924, d. 5. maí 1999, og Sveins- ína Ingibjörg Hjartardóttir, f. 25. ágúst 1924, d. 9. nóvember 1998. Þau hjón bjuggu í Kópavogi, Árbæjarhverfi og síðast í Skipholti 47 í Reykjavík. Árni starfaði lengi á Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. Ætt Foreldrar Ágústs Árna voru hjónin Jón Emil Ágústsson, sjómaður á Dalvík, f. 1888, d. 1947, og Jóhanna S. Halldórsdóttir, f. 1891 d. 1975. Foreldrar Sveinsínu Ingibjargar voru Hjörtur Björgvin Helgason, kaupfélagsstjóri í Sandgerði, f. 1898, d. 1994, og kona hans, Sveinbjörg Jónsdóttir, f. 1903, d. 1978. Hjörtur býður fjölskyldu og vinum til fagnaðar i Félagsheimilinu Drangey, Stakkahlíð 17, kl. 19.00 í kvöld. Þú nærð alltaf 550 5000 mánudaga til fimmtudaga kl. 9-20 föstudaga kl. 9 - 18 sunnudaga kl. 16 - 20 sambandi við okkur! (B 'CC E t/> smaauglysingar@dv.is hvenær sólarhringsins sem er 550 5000 § ■ .1 Árangur um alla borg Ágæti Regkvíkingur Undanfarin átta ár hefur Reykjavíkurlistinn gert það að forgangsverkefni að bæta þjónustu og fjárfestingu í þágu fjölskyldnanna í borginni. Allt okkar starf hefur miðað að auknum lífsgæðum og fjölbreytileika í borgarlífinu. Á þeim grunni sem lagður hefur verið munum við byggja hið reykvíska samfélag framtiðarinnar. S Nú um helgina munum við bera í hvert hús borgarinnar bækling sem sýnir þær griðarlegu breytingar sem orðið hafa á ásýnd borgarinnar, þjónustu hennar og rekstri undanfarin átta ár. Við hvetjum þig til að kynna þér efni hans og erum stolt af þeim árangri sem náðst hefur. Frambjódendur Reykjavíkurlistans -4-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.