Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2002, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2002, Side 6
6 LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2002 Fréttir Formaður Verkalýðfélags Húsavíkur sakar yfirvöld um siðleysi: Skil ekki að menn fái laun án þess að vinna - segir Pétur Blöndal þingmaður um starfslokasamninga ríkisins Verkalýðshreyfmgin er ósátt við aö gerður sé greinarmunur á almennum launamönnum og yfirmönnum þegar kemur að uppsögnum og starfsloka- samningum. Aðalsteinn Baldursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur, sakar yfirvöld um siðleysi í þessum efnum og Gylfl Ambjömsson, fram- kvæmdastjóri ASÍ, benti í DV í gær á þann mikla mun sem er á ríkinu og einkageiranum þegar toppar hætta. Theódór Bjarnason, fráfarandi for- stjóri Byggðastofnunar, gat samið um full laun auk hlunninda í tvö ár þrátt fyrir að hann hefði sjálfur sagt upp störfum. Ef ráðherra hefði sagt honum upp starfinu hefði ríkið orðið að greiða laun í 3 og hálft ár, þ.e.a.s. eftirstöðv- amar af fimm ára ráðningarsamningi þar sem forstöðumenn ríkisstofnana eru ráðnir til fimm ára. Aðalsteinn bendir á að ekki sitji allir við sama borð. „Hinn almenni launamaður er Aðalsteinn Pétur Baldursson. Blöndal. alla jafna að bítast um vikur eða mán- uði þegar uppsagnir eru annars vegar og í því Ijósi er gjörsamlega siðlaust að menn skuli vinna svona. Þetta er ekki fyrsti samningurinn sem við verðum vitni að. Svona hefur þetta gengið árum saman,“ segir Aðalsteinn. Ekki eru gerðir lengri starfsloka- samningar er til 12 mánaða í einka- geiranum og alla jafna 3-6 mánuöir. „Það er dýrt að vera með opinbera embættismenn á þessum skilmálum, ekki síst þar sem mörg dæmi eru um að þeir vinni ekki sína vinnu. Án þess að ég nefni nein nöfn þá er þetta mjög einkennilegt," segir Aðalsteinn. Hann segir kröfu verkalýðshreyfingarinnar þá að allir sitji við sama borð. Óeðli- legt sé að kona sem unnið hefur við ræstingar í fjölda ára hafi minni rétt en ríkisforstjórar. Skil þetta ekki „Ég hef aldrei skilið að menn fái laun fyrir þann tíma sem þeir vinna ekki,“ segir Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann telur að frekar eigi að greiða mönnum hærri laun á starfstímanum enda sé góðum starfsmönnum alla jafna ekki sagt upp. Hvað varðar fimm ára starfsregluna kom hún f kjölfar æviráðningar hjá ríkistoppum en Pétur segir þetta úrelt fyrirkomulag frá þeim tíma þegar að- allinn réð ríkjum. „Mér finnst ekki óeðlilegt að þessu yrði breytt þannig að ríkisstarfsmenn fengju einfaldlega þriggja til sex mánaöa uppsagnarfrest eins og tíðkast á almennum markaði. Spumingin er líka hvernig önnur fríð- indi ríkisstarfsmanna eru metin til launa, eins og lífeyrisréttindi sem aldrei eru tekin með í reikninginn þeg- ar laun opinberra starfsmanna eru borin saman við almennan markað. Ríkisstarfsmenn eru með ýmis forrétt- indi,“ segir Pétur. Aðalsteinn Baldursson telur það mótsagnakennt að forstjóri Byggða- stofnunar hætti af eigin hvötum en fái á sama tíma laun í 24 mánuði. Hann rifjar upp Símamálið og starfsloka- samningana sem kostuðu ríkið millj- ónatugi. Á sama tíma lemji menn í borðið þegar launþegar biðji um 100.000 króna lágmarkslaun. -BÞ Stærstl lax sumarsins Þóröur Pétursson meö laxinn úr Laxá í Aöaldal, 20,5 punda fisk sem tók maök í Háholu efri. Er þetta langstærsti lax sumarsins en sá næsti veiddist á Munaöarnessvæöinu i Noröurá í Borgarfiröi og var 13 pund. Víöa furðulega há laun - segir Lúðvík Geirsson bæjarstjóri Lúðvík Geirsson, bæjar- stjóri í Hafnarfirði, segir að ákvörðun Samfylkingarinnar um lækkun bæjarstjóralauna sé ekki endilega hugsuð þannig að hún sé fordæmis- gefandi fyrir bæjarfélög landsins. „Launakjör hér voru töluvert hærri en í sveit- arfélögunum í kring og við töldum þann mismun ekki eðlilegan," segir Lúðvík. Hann segist hafa tekið eftir þvf að víða fái sveitar- eða bæjarstjórar lítilla Lúðvik Geirsson. byggða oft á tíðum mjög há laun og margir furði sig á því. „Auðvitað hlýtur starfið að fara eftir umfangi sveitarfé- lagsins og það þarf að vera samhengi í hlutunum," segir Lúðvik. Magnús Gunnarsson, fyrrv. bæjarstjóri í Hafnar- firði, telur að Samfylkingin stefni að lækkun launa bæjar- fulltrúa einnig en Lúðvík segir enga ákvörðun hafa verið tekna um það. -BÞ Stund milli stríða Þessar stúlkur úr Aftureldingu í Mosfellsbæ köstuðu mæöinni milli leikja í Vestmannaeyium ígær. Pæjumót í Eyjum: 600 stúlkur í fótbolta Um helgina fer fram hið árlega pæjumót í knattspymu í Vest- mannaeyjum. Mótið ber heitið Vöruvalsmótið og eru 600 stúlkur víðs vegar af landinu á aldrinum 7-13 ára komnar út í Eyjar til að keppa sín á milli í markaskorun og boltafimi. Ekki er að efa að þar sjást snilldartaktar sem gefa því sem sést í heimsmeistarakeppninni ekkert eftir. Um 200 foreldrar og fylgis- menn em einnig mættir til Eyja til að fylgjast með og hafa gestimir sett skemmtilegan svip á bæjarlífið. Mótið var sett á fímmtudagskvöldið og var farið í skrúðgöngu, flugeld- um var skotið upp, þrautakeppni var fyrir stúlkumar og stórleikur var háður milli fararstjóra og þjálf- ara liðanna. Stemningin er góð enda hefur veðrið leikið við keppendur og spáin fyrir helgina er nokkuð góð. Keppninni lýkur svo á morgun þegar úrslitaleikimir fara fram og bestu leikmenn mótsins verða verö- launaðir. -ÓSB Fleiri nýnemar við MA - þrátt fyrir minni árgang - fækkun hjá MR Fleiri nýnemar hafa innritast í Menntaskólann á Akureyri fyrir næsta skólaár en árið á undan. Þetta segir Tryggvi Gíslason skólameistari ánægjuleg tíðindi í ljósi þess að árgang- urinn i ár sé minni en í fyrra. 197 hafa sótt um skólavist næsta haust en í fyrra vom þeir 187. Tryggvi segir mik- inn fjölda góðra umsókna hafa borist skólanum. 1 Menntaskólanum í Reykjavík skráðu 279 nýnemar sig til leiks. Það er fækkun um 20 frá í fyrra en Yngvi Pét- ursson rektor segir að skólinn megi vel við una. Gert hafi veriö ráð fyrir um 250 nýnemum. í Menntaskólanum í Hamrahlíð sagði Láras H. Bjamason rektor að heldur fleiri umsóknir hefðu borist en í fyrra. Skólinn hyggist innrita milli 240 og 250 nemendur. Á ísafirði hafa um 250 manns skráð sig í dagskólanám sem er fækkun um 30 nemendur. Skólayfirvöld Mennta- skólans á ísafirði segja engu að síður ánægjuefiii hve grunnskólanemar af svæðinu skili sér vel í skólann. Sem annað dæmi af landsbyggðinni má nefna að 42 nýnemar skráðu sig í Framhaldsskólann á Húsavík. Otskrif- aðir 10. bekkingar frá Húsavík vora 44 í vor og skráðu langflestir sig til náms við FSH. Skólameistarar sögðust al- mennt ekki sjá miklar breytingar frá ári til árs og töldu sumir hugs- anlegt að þrátt fyr- ir lítinn árgang nú myndi nýnemum ekki fækka að ráði. Það gæti skýrst af auknu hlutfalli þeirra sem hyggjast feta menntaveginn. Samkeppnin um nem- endur milli framhaldsskóla hefúr verið óvepju hörð þetta áriö og kynningar- starfsemin fjölbreytileg. Skólamir fá fjárveitingar eftir fjölda nema. -BÞ Tryggvl Gíslason. Sólargan REYKJAViK AKUREYRI Sólariag í kvöld 24.00 23.45 Sólarupprás á morgun 02.56 02.41 Síödegisflóö 21.49 14.56 Árdegisflóö á morgun 10.23 02.22 'iÞummú <33 c3 <23 /s) 8) ^ — <® fþ <H3 33 Kólnar lítilega Norðaustlæg eða breytileg átt 3-10 m/s. Skýjað með köflum og viða þoka við ströndina, en skúrir síðdegis í uppsveitum suðvestan- lands. Heldur kólnandi veður og hiti 5 til 15 stig á morgun, hlýjast suðvestan- og vestanlands. 10<23. io- 13<23 v^D 10Q = 10Q iP-* Léttskýjað sunnan til Austlæg átt, 5-10, þokuloft og súld með köflum norðan- og austanlands, en víða léttskýjað suðvestan- og vestanlands. Áfram verður hlýtt í veðri, hlýjast sunnan og vestan til. Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur O Hftt 7° Htti 6° Hiti 7° til 15° til 15° til 15° Vtndur: 5-10 m-/s Vindur: 5-10 "V* Vindun 5-10 "v* Austlæg átt og rigning austanlands, annars skýjaö meö köflum. Hvessir síödegis meö úrkomu. Austlæg eöa breytileg átt og rigning víöast hvar. Breytiieg átt og rigning víöast hvar um landiö, þurrt aö kalla vestanlands. > Víndhraðí Logn m/s 0-0,2 Andvari 0,3-1,5 Kul 1,6-3,3 Gola 3,4-5,4 Stlnningsgola 5,5-7,9 Kaldi 8,0-10,7 Stinningskaldi 10,8-13,8 Allhvasst 13,9-17,1 Hvassviðri 17,2-20,7 Stormur 20,8-24,4 Rok 24,5-28,4 Ofsaveöur 28,5-32,6 Fárviöri >= 32,7 Veöriö kl. 12 J iiitl AKUREYRI skýjaö 10 BERGSSTAÐIR skýjaö 12 BOLUNGARVÍK hálfskýjaö 17 EGILSSTAÐIR alskýjaö 9 KIRKJUBÆJARKL alskýjaö 12 KEFLAVÍK hálfskýjaö 16 RAUFARHÖFN alskýjaö 7 REYKJAVÍK léttskýjaö 18 STÓRHÖFÐI alskýjað 9 BERGEN skýjaö 20 HELSINKI rigning 14 KAUPMANNAHÖFN skýjaö 18 ÓSLÓ skýjaö 20 STOKKHÓLMUR rigning 12 ÞÓRSHÓFN rigning 12 ÞRANDHEIMUR hálfskýjaö 15 ALGARVE heiðskírt 25 AMSTERDAM skýjaö 20 BARCELONA heiöskírt 23 BERLÍN alskýjaö 16 CHICAGO léttskýjaö 16 DUBUN súld 16 HAUFAX léttskýjað 11 FRANKFURT skýjaö 23 HAMBORG skýjað 17 JAN MAYEN alskýjað 6 LONDON alskýjað 20 LÚXEMBORG hálfskýjaö 21 MALLORCA hálfskýjaö 25 MONTREAL heiöskírt 16 NARSSARSSUAQ NEWYORK rigning 14 ORLANDO heiðskírt 25 PARÍS léttskýjað 27 VÍN léttskýjaö 28 WASHINGTON alskýjaö 17 WINNIPEG heiöskírt 14

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.