Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2002, Qupperneq 10
10
LAUGARDAGUR 15. JÚNl 2002
Útgáfufélag: Útgáfufélagið DV ehf.
Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson
Aöalritstjóri: Óli Björn Kárason
Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson
Aðstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift:
Skaftahlíð 24,105 Rvík, síml: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is, - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001
Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf.
Plötugerö og prentun: Árvakur hf.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fýrir viðtöl við þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim.
Örvœnting hinna öldruðu
Talsmenn samtaka aldraöra lýsa ástandi í vistunarmál-
um aldraðra sem skelfilegu. Biðlistar eftir þjónustu- og
hjúkrunarrými eru langir og vitað er að fólk býr víða
heima við hörmulegar aðstæður. Ástandið er langverst á
höfuðborgarsvæðinu. Þessar lýsingar forystumannanna
þekkja aðstandendur aldraðs fólks sem sárveikt bíður
þjónustu sem ekki er hægt að veita. Þetta ástand þekkir
líka starfsfólk á sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum
sem á hverjum degi fæst við vandann, skynjar örvænt-
ingu hinna öldruðu og aðstandenda.
Vandans gætir daglega í rekstri bráðadeilda sjúkrahúsa
sem hýsa sjúklinga, meirihluta aldraða, á göngum. Starfs-
fólkið reynir sitt besta. Það dugar hins vegar ekki því
kerfið er úr lagi gengið. Verkefnin sem blasa við eru
óvinnandi miðað við núverandi aðstæður. Það bitnar á
þeim sem sist skyldi: öldruðum sem skilað hafa sínu og
eiga rétt á umönnun að loknu ævistarfi.
Ástandið þarf ekki að vera svona og á ekki að vera
svona, allra síst i einu auðugasta samfélagi heims. Nýjar
tölur úr vistunarskrá heilbrigðis- og tryggingaráðuneytis
sýna að nær þúsund aldraðir einstaklingar bíða eftir
plássi, ýmist í þjónustuhúsnæði eða hjúkrunarrými. Nær
80 prósent þeirra sem bíða eftir hjúkrunarrými eru í mjög
brýnni þörf og um helmingur þeirra sem biður eftir þjón-
ustuhúsnæði. Ástandið er mismunandi eftir sveitarfélög-
um. Það er sums staðar í lagi á landsbyggðinni en í ólestri
í Reykjavík og víðar á höfuðborgarsvæðinu.
Vandinn hefur hlaðist upp mörg undanfarin ár. For-
sjálni hefur vantað og forgangsröðun ráðstöfunar skattfjár
verið röng. Heilbrigðisþjónusta og umsjá aldraðra eru
með brýnustu verkefnum samfélagsins. Stjómvöld verða
að taka tillit til þess að aldraðir eru sá hópur sem vex
hvað hraðast. Líta verður til þess, þegar könnuð er þörf á
heilbrigðis- og félagslegri þjónustu, að gert er ráð fyrir að
öldruðum fjölgi mjög, sérstaklega háöldmðu fólki sem er
yfir 85 ára gamalt. Á næstu 20 ámm er reiknað með að há-
öldruðum íslendingum fjölgi um 50 prósent. Því er spáð að
ellilífeyrisþegar verði 18 prósent af þjóðinni árið 2020.
Fötlun og sjúkdómar verða algengari á efri ámm og lífs-
gæði því háðari góðri heilbrigðis- og félagsþjónustu.
Við viljum lifa í velferðarþjóðfélagi en það stendur ekki
undir nafni sinni það ekki neyð aldraðra þegna. Aðstæð-
ur á heimilum em gerbreyttar frá því sem áður var.
Vinna utan heimilis er meginreglan og því engar aðstæð-
ur aðstandenda, maka eða barna, til þess að sinna sjúku
fólki sem er ekki fært um að sjá um sig sjálft og þarf sól-
arhringsþjónustu. í neyð taka aðstandendur að sér um-
önnun sinna nánustu þótt það raski öllu daglegu lífi. Úr-
ræðin em ekki önnur þegar biðlisti eftir hjúkmnarrými
er jafnvel ár eða lengri tími.
Ríkisstjómin kynnti í apríl fimm ára áætlun um upp-
byggingu i öldrunarþjónustu. Áætlað er að verja til fjölg-
unar og rekstrar dvalarrýma um 6,6 milljörðum króna til
ársins 2007. Heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið metur
það svo að taka þurfi í notkun 400-450 ný hjúkrunarheim-
ili á þessum tima, langflest á höfuðborgarsvæðinu. Þessi
áætlun er góðra gjalda verð en krafa samfélagsins er að
flýta þessum aðgerðum. Þessi áætlun leysir heldur ekki
vanda dagsins í dag. Úr honum má draga með aukinni
heimaþjónustu, bæði hjúkrun og heimilisaðstoð.
í DV í gær var greint frá skelfmgu hóps aldraðra sem
fær ekki úrlausn sinna brýnu vandamála og litur á sig
sem úrkast samfélagsins. Hver vill bjóða öldruðum svo
ömurlegt ævikvöld?
Jónas Haraldsson
DV
Stjarfur á staðnum
„Ertu oröinn bilaöur?" spurði
konan áhyggjufull og horfði forviða
á mann sinn þar sem hann stóð
með hendurnar eins og hann væri
um það bil að spenna greipar.
Augnalok hans voru hálflukt og
ekki haggaðist hár á höfði hans.
Hann svaraði ekki konu sinni og
eina lífsmarkið með honum var
sáralítill titringur í litlutá hægri
fótar. En um þau taugaveiklunar-
einkenni vissi enginn nema hann
sjálfur þar sem hann var í sokkum.
Konan horfði á hann um hríð en
hristi svo höfuðið og sneri baki við
honum.
Upphaf þess að hann hóf æfmgar
sínar í þögn og kyrrstöðu mátti
rekja til þess að honum fundust
áhrif sín á heimilinu fara dvínandi.
Þau voru svo sem lítil fyrir en
steininn hafði nú tekið úr. Hann
reyndi að rífast við konu sina um
eitt og annað en laut alltaf í lægra
haldi sökum rökleysu og varð enn
valdaminni eftir hverja rimmu.
Hann hafði beitt blíðmælgi, öskrað,
beðið og hótað en ekkert gekk.
Hann varð sífellt valdaminni á
heimilinu og hafði af því stöðugar
áhyggjur. Leiðirnar til valda voru
honum huldar. Hann hafði að vísu
talsverð itök i yngsta baminu sem
átti það til á góðum degi að hlýða
honum en konan hlýddi engu.
„Ég á nú einu sinni að teljast
húsbóndi á mínu heimili,“ hugsaði
hann dapur þegar konan harðneit-
aði að færa honum kaffi á rúm-
stokkinn. Það hlaut að vera aðeins
tímaspursmál hvenær hún hætti að
hella upp á könnuna.
Styttur á Austurvelli
í einmanaleika sínum og hugar-
angri var hann á rangli í miðborg
Reykjavíkur. Þá birtist honum vitr-
un. Að vísu opnuðust ekki himn-
amir og hann heyrði heldur ekki
rödd Guðs en samt var það vitrun.
Á Austurvelli stóð hópur af graf-
kyrrum Kínverjum í svipuðum
stellingum og beindu ásjónum sín-
um að Alþingishúsinu. Enginn
þeirra haggaðist fremur en styttan
af Jóni Sigurðssyni sem steinsteypt
myndaði bakgrunn hópsins og
gnæfði yflr Kínverjana.
Maðurinn horfði stómm augum
á uppákomuna. Hann gekk alveg að
einum þeirra stjörfu og horfði djúpt
í hálflukt augun en sá ekkert lífs-
mark.
„Halló, er einhver heima?“ kall-
aði hann í andlitið en fékk engin
viðbrögð.
Hann hafði ekki séð annað eins
síðan á námsárunum vestur á fjörð-
um þegar 100 nemendur Héraðs-
skólans á Núpi settust niður í
drullupoll til að mótmæla brott-
rekstri hans sjálfs og þriggja ann-
arra sem uppvísir urðu að agabrot-
um. Hann velti fyrir sér hvort fólk-
ið væri kannski menntaskólanem-
endur frá Kína að mótmæla brott-
rekstri félaga síns en sú hugdetta
var fráleit.
Skyndilega losnaði hópurinn úr
álögunum og í ljós kom að þau gátu
brosað og talað.
Andlitið sem hann hafði ávarpað
án árangurs opnaðist og einstak-
lingurinn að baki því tjáði sig við
hann.
Kínverjinn útskýrði fyrir honum
að leikfimin byggðist á aldagöml-
um kínverskum aðferðum. Erindið
til íslands væri að mótmæla með
þessum hætti miöur ástsælum for-
seta þeirra sem væntanlegur væri í
heimsókn til þessa litla sæta lands
sem bjó að drjúpandi smjöri á
hveiju strái.
„Veit Davíð af þessu?" spurði
maðurinn á íslensku og gjóaði aug-
unum óttasleginn á Alþingishúsið.
Kínverjinn skildi ekki spuming-
una sem borin var upp á íslensku.
„Dös Deivíd knóv?“ spurði mað-
urinn en Kínverjinn sagðist ekki
þekkja neinn Davið. Hann sagði að
Kínaforseta væri bölvanlega við sig
og félagana og hann hefði ásamt
öðrum ráðamönnum hvað eftir
annað farið á taugum við opinberar
athafnir þar sem leikfimihópinn
hefði borið fyrir augu. Erfitt væri
því hjá ráðamönnunum vegna þess
að lögregluyfirvöld víða um heim
væru i því að stugga hinum stjörfu
frá þeim svæðum sem kínversku
stjórnarherrarnir ættu leið um.
Smám saman opnuðust augu
mannsins fyrir því að þessi aðferð
til að koma málum til skila kynni
að vera fimasterk. Hann hafði þó
engan áhuga á að taka aðferðina
upp á íslandi enda allt í sóma þar.
Margoft hafði komið fram í ræðu
og riti stjórnarherra að góðæri
væri á landinu og farsæl stjóm á
málum. Maðurinn nennti því ekki
að mótmæla þrátt fyrir að góð-
ærið hefði ekki sérstaklega
umvafið hann. Slíkt hlaut að
vera einstaklingsbundið
vandamál hans.
Aftur á móti sá hann
þarna leið til að ná áhrif-
um innan eigin fjöl-
skyldu. Hann fékk Kín-
verjann til að kenna
sér nokkrar gmnnæf-
ingar. Það tók ekki
nema korter og með
sól í sinni hélt mað-
urinn heimleiðis.
Fram undan var
valdataka í þögn og
án ofbeldis.
Svörtu buxumar
í hvert sinn sem
konan eða bömin sögðu
eitthvað sem særði manninn eða
olli honum ama varð hann stjarf-
ur. í upphafi setti hann sér tíma-
mörk til þess að vera ekki of lengi
frosinn í sömu stellingu. í upp-
hafl var hæfilegt að hver mót-
mælastaða varaði í 5 mínútur
og hann hélt sig við það. Hann
ákvað þó að í sérstaklega
alvarlegum tilvikum
myndi kyrrstaða
hans vera í 15
mínútur. í lok
hverrar mót-
mælastöðu
myndi hann
gera nokkrar
rólegar æflngar
að hætti Kín-
verjanna á Aust-
urvelli. Um tíma
hugleiddi hann aö ftjósa á ákveðn-
um svæðum á heimilinu en ákvað
að leggja allt svæðið undir sig og
verða stjarfur á staðnum þegar til-
efni gæfist.
Ekki þurfti hann að bíða lengi
eftir tilefhi. Hann vildi láta stytta
svartar buxur sem honum höfðu
áskotnast í Kolaport-
inu og kom til
konunnar og
bað hana
kurteis-
lega en
af festu
að ljúka
verkinu
hið
fyrsta.
Hún
var að
ryksuga
hús-
bóndaher-
bergið og
gaf
varla tíma til að svara honum.
„Settu buxumar inn I þvottahús og
ég skal stytta þær þegar ég hef
tíma,“ sagði hún og hann fann
strax að í rödd hennar var undir-
liggjandi þótti sem jaðraði við að
vera fyrirboði uppreisnar.
Hann ákvað að fara þegar í kyrr-
stöðu. Með svörtu
buxurnar á hand-
leggnum hálf-
spennti
hann greipar
og lét augna-
lokin síga. í
huga hans
ólgaði sú nið-
urlæging sem
valdalaus harð-
stjóri þurfti að
þola. Hann
beitti allri
sinni
hugarorku til að halda vöðvunum í
skefjum og hreyfa hvorki legg né
liö.
Konan hélt áfram að ryksuga
herbergið og tók ekki eftir neinu
fyrr en að afloknu verkinu. Þá
þurfti hún að komast fram en mað-
urinn fyllti upp í dyraopið. Hún
horfi undrandi á hann. Þetta var
eitthvaö nýtt.