Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2002, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2002, Side 20
20 H e l c) c/ rb l a c) lCfSr LAUGARDAGUR 15. J Ú N f 2002 Nútímanunna fyrir norðan Farsíminn og líkneski frelsarans. Nokkuð sem nútímanunnur geta ekki verið án. OV-myndir: sbs „Það er gæfa mín sem er frá Guði komin að ég sé á íslandi. Hér i/il ég lifa, starfa og degja. Og mun si/o á endanum upp rísa, rétt eins og kristur sjálfur,“segir Celestina Gavric, kaþólsk nunna sem ersestað á Akuregri. Á SÍÐASTA ÁRI VAR STOFNAÐ TIL reglu Karmel- systra í höfuðstað Norðurlands og tvær systur úr reglunni eru nú nyrðra. Ekki aðeins til að vera á bæn og lifa í guðsótta og góðum siðum, heldur hafa þær jafnframt ærinn starfa. Prestur kaþólska safnaöarins á Akureyri er sr. Patrick Breen og er systranna tveggja að aðstoða hann með ýmsu móti. Svo sem að fara vítt og breitt um safnaðarsvæöiö sem nær yfir Norður- og Austurland, heimsækja sóknarbörn og syngja messur. Einnig að veita ýmis konar fræðslu um kaþólska trú með öðru móti. Systir Celestina við jeppann góða sem hún fer á yfir fjöllin sjö til að boða hina kaþólsku trú. Að erja jarðargróðurinn Nunnurnar tvær, þær Celestina og Mary Therese, sem er bandarísk, eru nútímanunnur. Sú fyrrnefnda tekur brosandi á móti mér þegar ég kný dyra í íbúð- arhúsi þvi við Brálund á Akureyri sem söfnuður þeirra hefur nýlega fest kaup á og þær búa í. Það fyrsta sem ég veiti athygli er lítill nettur farsimi sem Celestina hefur í belti sem hún er með utan um sig miðja, þar sem hún klæðist brúnleitum kufli. „Ég þarf víða að vera, bæöi hér heima í kirkjunni okkar á Eyrarlandsveginum og víðar. Þá er gott að fólk geti alltaf náð í mig,“ segir Celestina og brosir. Farsíminn gefur tilefni til aö segja að þetta sé nú- tímanunna. Hún býður mér til sætis í rúmgóðu her- bergi þar sem við spjöllum saman. Inn berst hávaöi utan úr garði þar sem systir Therese hamast með sláttuvélina. Það er kafagras á lóðinni, enda búin að vera einmuna sprettutíð um allt land síðustu daga. Auövitað þurfa nunnur jafnt sem aðrir að erja jarðar- gróðurinn. Frá mörgum slíkum segir í Biblíunni. Ég elska lilutskipti mitt „Ég kom hingað snemma á síðasta ári,“ segir Cel- estina í upphafi samtals okkar. Hún er króatísk að uppruna og kveðst fjórtán ára gömul hafa ákveöið að verða nunna og ganga í reglu þeirra. „Ég man þessa stund enn þá. Ég sá tvær ungar stúlkur fullar lífsgleði á leið i kirkjuskóla, en ég vissi að þær hefðu ákveðið aö verða nunnur. Þarna ákvað ég að það sama skyldi ég gera, það var einhver innri staöfesta og fognuður sem ég fylltist. Ég trúi á Jesú Krist og elska hlutskipti mitt; að boða trúna á leiðtogann." Það átti ekki fyrir Celestinu að liggja að dveljast lengi í heimalandi sinu. Tvítug að aldri fór hún með fjórum króatískum nunnum öörum úr reglu sinni til Brasilíu, rétt eins og þörfm kallaði þá á. Þetta var í St. Paulríki og þar átti tiún eftir aö dveljast næstu tuttugu og fimm árin, eða allt fram á þarsíöasta ár. „Það var fjölbreytt starf sem við nunnurnar, sem í það heila vorum meira en fjörutíu talsins, sinntum þarna. Sumar okkar störfuðu til dæmis á leikskóla reglunnar og aðrar við öldrunarþjónustu. Sjálf var ég starfandi við safnaöarstarf og fræðslu hvers konar. Rétt eins og ég starfa við hérna.“ Á símini fjallabíl En síðan kom ísland. „Ég var eins og ég segi búin að vera lengi í Brasilíu þegar príorinnan í reglunni minni spurði hvort ég vildi fara til íslands. Ég sagði strax já. Fyrst eftir að kallið kom var ég í þrjá mán- uði í Bandaríkjunum að læra þar ensku, en í fram- haldinu kom ég svo hingað til lands. Núna veit ég orðið að spuming príorinnunnar um hvort ég vildi fara til íslands var frá drottni sjálfum komin. Það var hans vilji að ég færi hingaö til lands,“ segir Celestina sem segir ferðalög sín um landið hafa verið sér upp- spretta mikilla ævintýra og fagnaðar. Fegurð landsins sé mikil og stórbrotin, en hún hef- ur farið víða um svæði Akureyrarprests á síðustu misserum. Til Húsavíkur og um allt norðausturhorn- ið. Einnig á Austfiröina, en í byggðum á öllum þess- um svæðum er fólk sem játast hefur hinni kaþólsku trú. Um þessar byggðir hefur hún farið á sínum fjalla- bíl, litlum Suzuki-jeppa, sem gerir það gott. Og bráð- lega segist hún munu halda vestur á Tálknafjörö, þar sem eru nokkur ungmenni sem hún þarf að uppfræða um hina kaþólsku trú - inntak hennar og eðli. Fengum öll virðingu Guðs Þeir sem játast kaþólska trú undirgangast með því móti mun meiri kröfur en nokkru sinni eru í ritúali hinnar lúthersku kirkju. „Sumir sem eru lúthersk trúar fara kannski í kirkju á eins til tveggja mánaða fresti. Það væri aldrei nóg fyrir mig. Við systurnar sem hér búum biðjumst, eins og aðrar nunnur, mikið fyrir - erum á bæn að jafnaði fjórar klukkustundir á dag. Við erum hér í kjallara hússins með litla kirkju og það er okkar vé,“ segir Celestina þar sem hún leiðir mig um hús þeirra. Hún segist una vistinni á Akureyri ákaflega vel - og ekki síst kunni hún vel að meta góðar móttökur fólksins í bænum. Ýmsir úr þeirra hópi hafi aðstoö- að þær á ýmsa lund við að koma undir sig fótunum í nýju samfélagi. Á síðustu misserum hafa tíðum borist fréttir af erlendum dansmeyjum sem koma hingað til lands, sem fáklæddar sveifla sér á stönginni með hæpnum hætti að mörgum finnst. „Þegar Guð skapaði mann- inn fengum við virðingu hans. Hana eigum viö að varðveita - ekki bara skemmta okkur. Við erum öll kölluð til annars og meira hlutverks í þessari til- veru,“ segir Celestina að síðustu - og talar í anda góðra siða og ótta gagnvart Guði á himni hám. -sbs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.