Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2002, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2002, Page 28
28 Helgarblað 31>"V LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2002 Þj áningin er góð svipa „Ég fór stundum hjá mér þegar ég horfði á tantra-þætt- ina. Það er erfitt að horfa á fólk opinbera sig eins og gert var. Það er alveg skiljanlegt að surnir áhorfendur hafi hlegið eða farið undan í flæmingi. Mér þótti líka lciðinlcgt að aðrir fjölmiðlar þögðu um þessa þætti og tóku því ekki fagnandi að umræðu um kynlíf hefði verið lyft á hærra plan. Áfram héldu fjölmiðlar að tala um súlustaðina. vændið og klámvæðingu Netsins." DV-mvndir ÞÖK Guðjón Bergmann varð þjóðþekktur fyrir þætti sína um tantra-kgnlíf. Hann seqir frá reynslu sinni af and- legum málum, hvernig hann brynjaði sig fyrir umtali og hvernig jóga leiddi hann af braut fíknarinnar. HVERNIG VAKNAÐI ÞESSI JÓGAÁHUGI? „Það er ekki svo langt slðan ég byrjaði að stunda jóga. I upphafi árs 1997 dró þáverandi kærasta mín mig á byrjendanámskeið. Hún hætti eftir námskeiðið og ég hélt áfram. Ári síðar fór ég á kennaranámskeið og hef kennt síðan. Ég fann eitthvað í jóganu. Ég hafði daðrað við andleg málefni frá því ég var 15 ára en í jóganu fann ég heildræna nálgun. Oft er áhersl- an bara á mataræði, bara æfingar eða bara hugleiðslu en í jóganu er að finna fordómalausa og heildræna nálgun fyrir einstaklinginn til að þroska sjálfan sig.“ Þú hefur verið leitandi: „Já, og það eru auðvitað ýmsar ástæður fyrir því. Það var ný leið fyrir mig að horfa á þjáningar sem merki um að einhverju þyrfti að breyta í stað þess að hugsa: af hverju kemur þetta alltaf fyrir mig? Margir eru fastir í þeirri hugsun. Eins og oft er þá gekk ekki allt snurðulaust fyrir sig hjá mér. Ég fann þörf fyrir jafnvægi og andlega tengingu sem er laus við for- dóma.“ Var eklvi á góðri leið „Foreldrar minir, Guðrún og Guðlaugur Berg- mann, fóru á sínum tima að leggja stund á stjörnu- speki. í gegnum þau kynntist ég nýaldarmenning- unni. Ég hitti nuddara, miðla, reikimeistara og nála- stungusérfræðinga þannig að ég hef víðtæka reynslu á mörgum sviðum. Ég get ekki sagt að ég hafi verið á kafi í þessu. Ég myndi frekar segja að ég hafi daðrað við nýaldarmenninguna. Það var engin alvara. Ég hélt mínum lífsstíl, eða, eins og góður ráðgjafi sagði, þá var það frekar „deathstyle" en „lifestyle“. Á tíma- bili stefndi líf mitt í algjört óefni. Ég reykti mikið, drakk og prófaði eiturlyf. Ég var ekki á góðri leið. Jóga innihélt ekki þá hluta sem mér fundust miður góðir í hinum fræðunum. Ég lærði að þekkja sjálfan mig. Ég ætla mér ekki að verða heilagur maður en ég stefni á að mér líði betur í dag en í gær - annars væri ég á rangri leið. Eftir að ég kynntist jóga hefur margt breyst tO hins betra í lífi mínu. Tveimur mánuðum eftir að ég byrj- aði í jóga hætti ég að reykja og tveimur árum síðar hætti ég að drekka. Mér fannst það ekki passa við nýjan lífsstíl; ég gat ekki sagt að ég væri góður jóga- kennari ef ég hitti nemendur mína blindfullur niðri í bæ. Sumir segja að það skipti ekki máli en það myndi skipta mig máli. Ég þurfti því að velja á milli, ekki af því mér væri sagt að gera það heldur af því mér fannst ég þurfa þess. Sjálfsviröing mín hefur aukist jafnt og þétt með jógaástunduninni og þar með hefur þol mitt minnkað gagnvart þeim hlutum sem maður gerir til að skaða sjálfan sig.“ Þú ert allur í húðflúri, það er ekki alveg jógastíll- inn: „Nei, nei, það er ekki jógalegt að vera með húðflúr. Ég bætti þessu reyndar á mig i fyrra,“ segir Guðjón og bendir á lítið austurlenskt tákn á framhandlegg sínum. „Húðflúr fyrirfinnst ekki í því jóga sem stund- að er í Indlandi. Mér fmnst hins vegar skipta miklu máli að aðlaga jóga vestrænum lífsstíl. Ég spila á gít- ar og syng; var í hljómsveitum á sínum tíma. Ég hef gaman af því að skemmta mér þótt ég fari lítið á skemmtistaði. Ég er ekki að segja aö skemmtistaðir séu slæmir, þeir henta mér bara ekki í dag þótt þeir hentuðu mér á sínum tima. Það getur vel verið að ég detti í að dansa aftur á skemmtistöðunum en ekki í bili. Nú er fjölskyldulífið mikilvægara og það að hitta góða vini.“ Grínið oft gott „Ég vann í tæp tvö ár á Rás 2 og sá líka um tónlist- arumfjöllun á DV þar sem hátindur ferilsins var við- tal við Prodigy. Þegar ég var um tvitugt fór ég ekki í grafgötur um það að ég ætlaði mér að meika það sem poppari. Ég ætlaði alltaf að verða frægur söngvari en þess í stað varð ég frægur jógakennari." Þú varst svo með jóga á Skjá einum og eftir það hina frægu Tantra-þætti. Hvernig kom sú hugmynd upp? „Ég þýddi árið 1998 bók sem heitir Tantra - listin að elska meðvitað. Hún seldist ekki mikið en ég gekk með það í maganum að kynna þetta fleiri. Tantra virkar fyrir venjulegt fólk. Þegar ég byrjaöi að vinna á Skjá einum gaukaði félagi minn því að mér hvort ég ætlaði ekki að gera þætti um tantra. Ég lagði höfuðið í bleyti og velti því fyrir mér hvernig væri hægt að gera þetta þannig að það væri áhugavert, án þess að fara yfir strikið. Ég var geysilega heppinn með pör. Þrjátíu pör sóttu um og ég gat valið milli fimmtán góöra para. Það kom mér á óvart að umsækjendurnir voru flestir eðlilegt fólk. Ég bjóst við einhverjum klikkhausum með sýni- þörf en þetta var fólk sem hafði verið lengi í sam- bandi og vildi prófa eitthvað nýtt. Ferðin í Karíbahaf- ið skemmdi ekki fyrir. Eftir á sögðu þau sem tóku þátt í þessu að þau myndu gera þetta aftur þrátt fyr- ir allt umtalið og grínið. Þau höfðu fengið það mikið út úr þessu sjálf. Ég fór stundum hjá mér þegar ég horfði á þættina. Það er erfitt að horfa á fólk opinbera sig eins og gert var. Það er alveg skiljanlegt að sumir áhorfendur hafi hlegið eða farið undan í flæmingi. Mér þótti líka leið-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.