Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2002, Síða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2002, Síða 31
LAUGARDACUR 15. JÚNÍ 2002 Helqctrblctð 33V Gullna heilsulindin Það firwst sennilega flestum óqeðfelld tilhugsun að drekka sitt eigið þi/ag sér til heilsubótar. Þetta er þó aðferð sem milljónir manna um heim allan beita til að trgggja sér gott og stöðugt heilsufar og lanqlífi. Að sögn er þetta eðlilegur hluti af morgunmatnum eða morgunverkunum. VESTRÆN MENNING HEFUR MÆTUR á mörgu sem hægt er rekja til fornra austurlenskra lífshátta og nægir að benda á jóga og ýmsar vinsælar bardaga- íþróttir sem dæmi um hluti úr austrænni menningu sem við teljum eiga erindi til okkar enn i dag. Við þetta mætti einnig bæta nálastungum í lækninga- skyni, nuddi, tedrykkju og mörgum góðum siðum sem við höfum lært af Austurlandabúum. Það er talið að þvagdrykkja í heilsubótarskyni eigi einnig uppruna sinn í Austurlöndum en þessi sér- stæða heilsubótardrykkja hefur aldrei náð útbreiðslu að ráði á Vesturlöndum. Á þessu er þó sú undantekn- ing að reikna má með aö allmargir sem hafa kynnst þessum heilsudrykk njóti hans án þess að hafa mjög hátt um það því óhætt er að fullyrða að umtalsverðir fordómar ríki gegn þessari lækningaaðferð á Vestur- löndum. Talið er að margar milljónir Kínverja stundi þvag- drykkju með reglulegum hætti til þess að treysta heilsu sina. Þessi fræði eiga marga fylgismenn á Ind- landi og meðal þeirra frægustu var Mahatma Gandhi. Meðal þekktra Vesturlandabúa sem vitað er að próf- uðu þvagdrykkju í lækningaskyni var Viktoría drottning í Bretlandi. Vatn lífsins Til eru nokkrar bækur um þetta sérstæða efni en biblía allra þvagdrykkjumanna mun vera bók sem heitir Water of Life eða Vatn lífsins og er eftir J.W. Armstrong og kom út 1944. Þar lýsir Armstrong því hvernig hann læknaði sjálfan sig af mörgum kvillum og sjúkdómum með reglulegri þvagdrykkju eftir forn- um austrænum aðferðum. I þeim fræðum er reyndar gert ráð fyrir að núa líkamann allan upp úr þvagi og þvo hárið upp úr því en slíkt munu íslenskar konur reyndar hafa gert um aldir en keyta var almennt not- uð til þvotta fyrr á öldum á íslandi og þótti afbragð en engum sögum fer af drykkju hennar til heilsubótar. í kjölfar Armstrongs sigldu margir aðrir spámenn og sá þekktasti er Coen van der Kroons sem er Hol- lendingur og skrifaði bók sem heitir The Golden Fountain. The Complete Guide to Urine Therapy, eða Gullna uppsprettan. Sé leitað á hinu rómaða interneti rekast menn fljótlega á slóðir eins og biomedx.com/urine/ og hps-online.com/urine/ og verður ljóst að þar er vettvangur fólks sem trúir á gildi þvaglækninga og stundar þær sér til heilsubót- ar. Af því má ljóst vera að þvaglækningar eru síöur en svo horfnar af dagskrá heldur eiga sér að líkindum talsvert marga fylgismenn á Vesturlöndum. Þvagsnafsar og leirböð í nýlegri grein i Politiken sem meðal annars er stuðst við við samningu þessarar er viðtal við danska hjúkrunarkonu á miðjum aldri sem kynntist þvaglækningum á námskeiði hjá stofnun sem heitir Shivambu Yoga and Nature Center og er í borginni Kolhapur á Indlandi. Þar var hún látin fasta dögum saman og fékk aðeins vatn að drekka ásamt vægri blöndu af eigin þvagi. Hún var reyndar smurð með leir úr nærliggjandi maurabúi og sat dögum saman í hitakassa með kalt handklæði á höfðinu og voru þuld- ar yfir henni hindúískar bænir í sífellu. Af þessari meðferð hafði hjúkrunarkonan nokkra heilsubót en hún fór meðal annars á þetta námskeið vegna áhuga síns á þvaglækningum en þrátt fyrir að hafa nú stundað þvagdrykkju um nokkurra ára skeið vill hún ekki koma fram í viðtali undir nafni vegna þeirra fordóma sem ríkja gegn þessu athæfi. Fyrsta alþjóðlega ráðstefnan um þvaglækningar var haldin í Goa á Indlandi árið 1996 en síðan hefur verið haldin önnur fjölsótt ráðstefna um sama efni í Þýskalandi þar sem þekkt blaðakona, Gisela Schreiber að nafni er þekkt baráttukona og áhuga- manneskja um téðar lækningar. Næsta ráðstefna er síðan ráðgerð í Mexíkó og á þeim vefslóðum sem bent var á hér á undan er að finna upplýsingar um hana. Ekki fyrst og ekki síðast Samkvæmt goðsögnum Indverja á Shiva að hafa lagt mönnum lífsreglurnar um þvagdrykkju fyrir mörgum þúsundum ára. Samkvæmt þeim á helst að safna þvaginu í járnílát og það skal gerast við fyrstu þvaglát að morgni og forðast skal upphaf og endi þvagláta heldur sækjast áhangendur einkum eftir skammti úr miöbununni. Þeir sem neyta þvags skulu forðast salt og sterkt kryddaðan mat og helst eiga þeir að sofa á jörðinni undir berum himni. Þegar þeir nútímamenn sem aðhyllast þvaglækn- ingar eru beðnir um rökstuðning fyrir því aö þvag, Mahatma Gandhi var fvlgismaður þvaglækninga enda standa þær á gömlum merg í indverskri menningu. Viktor- ía Engiandsdrottning er meðal þeirra Vesturlandabúa sem nýttu þvaglækningar sér til heilsubótar. sem flestir líta á sem úrgangsefni, geti verið allra meina bót, kemur í ljós að þeir telja það alls ekki vera úrgangsefni. Þvert á móti er það að þeirra áliti hreinsað blóð sem býr yfir afli til að lækna marga al- genga sjúkdóma. Sannleikur eða þvættingur? Áhangendur segja að með þvagdrykkju megi auö- veldlega lækna hvers konar ofnæmi og óþol eins og t.d. heymæði og frjóofnæmi sem er algengur nútíma- kvilli. Þeir halda þvi reyndar líka fram að lækna megi alnæmi og krabbamein með reglulegum þvag- inntökum. Skylt er að taka fram aö hefðbundnir vísindamenn eins og t.d. þvagfæralæknar vísa þessu á bug sem hreinum þvættingi og segja að í besta falli sé ekki beinlínis eitrað eða óhollt að neyta eigin þvags en það búi ekki yfir neinum læknandi eiginleikum. Á Netinu er að finna skuggalegar sögur af fólki sem þjáðist af öllum hugsanlegum sjúkdómum sem það læknaði á fáum árum með reglulegri þvagdrykkju. Þar virðast menn trúa því að nánast allir sjúkdómar séu læknanlegir á þennan hátt. Þegar rýnt er í notkunarleiðbeiningar er bæði ráð- lagt að taka inn ferska þvagdropa beint og mælt gegn því að geyma þvag til drykkju síðar. Sagt er að byrj- endur eigi að taka inn 1-5 dropa daglega, sennilega að morgni og auka skammtinn smátt og smátt upp í 5-10 dropa kvölds og morgna. Þar er einnig bent á sér- stæða aðferð til að hressa sig á þvagi i dagsins önn. Þá skal bæta einum dropa þvags i 50 ml af eimuöu vatni og hrista rösklega fimmtíu sinnum. Taka síðan einn dropa af þeirri blöndu og setja í 50 ml af eimuðu vatni og hrista aftur 50 sinnum. Síðan er einn dropi þeirrar blöndu settur í hæfilegan skammt af 35-40% sterku áfengi sem skal vera nokkurs konar rotvarnar- efni. Af þessari blöndu, sem er væntanlega rótáfeng, skal setja þrjá dropa undir tungurót á hverjum klukkutíma yfir daginn uns sjúkdómseinkenni hverfa. Mælt er með þessari aðferð við vægum kvill- um. Af þessu má ljóst vera að það eru til ýmsar aðferð- ir við að neyta þessa umdeilda lækningalyfs og ekki víst að vinnuveitendur hafi umburðarlyndi fyrir þeirri sem síðast er lýst sem myndi væntanlega þýöa að neytandinn angaði af áfengi allan daginn. En það er sagt að tilgangurinn helgi meðaliö. PÁÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.