Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2002, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2002, Qupperneq 40
44 HelQarblciö X> V LAUGARDAGUR 15. JÚNI 2002 'V » Best fyrir ísland að ögra ekki öðrum þjóðum „Ég tel það mikilvægt fvr- ir fslendinga að fylgja al- þjóðlegum reglum og ákvörðunum og láta það ógert að ögra öðrum löndum í þessuin efnum," segir Anna Lind, utanríkisráðherra Svía. Það varð svolítið upphlaup ííslenskum stjórnmálum þegar Svíar komu í veg fgrir inngöngu íslands íAlþjóða hvalveiðiráðið á dögunum. Harðorðar gfirlgsingar beindust frá íslenskum stjórnmálamönnum gegn sænskum starfsfélögum og gamalkunnug andúð á Svíum blossaði upp ííslenskri þjóð- arsál. DV hitti Önnu Lind, sem er utanríkis- ráðherra Svta, og ræddi þessi mál við hana. SÆNSK STJÓRNMÁL SNÚAST AÐ mörgu leyti um jafnrétti, sænskum stjórnmálamönnum er annt um þetta hugtak og af 20 ráðherrum eru átta konur. Ein þeirra er Anna Lind og hún stýrir utanríkisráðuneyt- inu, sem er eitt af mikilvægustu ráðuneytum lands- ins, sérstaklega nú þegar Svíar eru aðilar að Evrópu- sambandinu. Þó svo að Svíþjóð verði að teljast til smáþjóða, miðað við önnur lönd, vilja þeir gjarnan vera „stórir" á sviði alþjóðastjórnmála. Anna Lind, sem verður 45 ára nú um miðjan júní, tók við embætti utanríkisráðherra árið 1998, eftir að hafa verið ráðherra umhverfismála í fjögur ár. Flest- ir eru sammála um að hún hafi staðið sig afburðavel sem utanríkisráðherra. Óneitanlega hefur hún stung- ið í stúf á toppfundum ESB, innan um öll „svörtu jakkafötin" (hina utanrikisráðherra ESB) og ekki spillir hið „sænska" ljósa hár. Anna Lind hefur glað- lega framkomu og hefur hingað til verið öryggið upp- málað á opinberum vettvangi. Það skýrist e.t.v. af löngum stjórnmálaferli hennar, en hún gekk snemma í ungliðahreyfingu sænskra jafnaðarmanna (formað- ur 1981-83) og hefur fengist við stjórnmál síðan. Hún er lögfræðingur að mennt, er gift og á tvö börn. Utanrikismál eru í eðli sínu flókinn málaflokkur og fela í sér samskipti og ekki sjaldan deilur við önnur lönd sem hafa ólíkar skoðanir og viðhorf. Og það er ekki á hverjum degi sem Svíar og íslendingar lenda í rimmu á sviði utanríkismála. Slíkt gerðist þó um dag- inn í kjölfar fundar Alþjóða hvalveiðiráðsins, þar sem íslendingar gengu sem kunnugt er af fundi, eftir að hafa verið neitað um inngöngu í ráöið. Og þar sem Svíar gegna formennsku í ráðinu voru áhrif þeirra mikil í þessu máli. DV átti þess kost að hitta Önnu Lind að máli í ut- anríkisráðuneytinu og eftir að hafa hellt kaffi í boll- ann byrjaði Anna Lind á því að leggja áherslu á að það væri nauösynlegt að viðhafa gott samstarf milli Norðurlandanna. Og þrátt fyrir aö ísland og Noregur væru ekki með í Evrópusambandinu mætti það ekki koma niður á þessu samstarfi. Öll Norðurlöndin legðu áherslu á mikilvæga málaflokka innan ESB og EES og slikt yrði að halda áfram. En spurningar um hvalamálið brunnu á blaðamanni: Hver eru þyngstu rök Svía fyrir því að vinna gegn inngöngu íslands í Alþjóða hvalveiðiráðið og það geti í framtíðinni nýtt náttúruauðlindir sínar á skynsam- legan hátt? „Við teljum, rétt eins og mörg önnur lönd, að það sé mikilvægt að ísland gangi aftur í Alþjóða hval- veiðiráðið, en án nokkurra fyrirvara. Og í þessu til- felli eiga öll löndin að fá sömu efnislegu meðferð. Að mínu mati er norrænt samstarf á sviði hvalveiðimála mjög mikilvægt. En það er ekki Iuggt að gefa eftir gagnvart alþjóðlegum skuldbindingúm. Við höfum reynt að finna sameiginlegar lausnir'í .samstarfi við fslendinga í þessum málum, en við feljum að ísland geti ekki sótt aftur um aðild samkvæmt nýjum for- sendum og að landið hafi einnig fyrirvara með í um- sókninni. Það teljum við ekki forsvaranlegt. Og þetta hefur einnig verið sjónarmið margra annarra landa í málinu." En finnst þér það réttlátt að neita landinu um inn- göngu í Alþjóða hvalveiðiráðið, nú hefur ísland ekki brotið nein lög eða gegn samþykktum ráðsins? „Nei, ísland hefur fullan rétt á því að ganga aftur í Alþjóða hvalveiðiráðið, en á sama tíma verða íslend- ingar að gerast meðlimir samkvæmt forsendum sem gilda fyrir alla og virða þær reglur sem gilda innan hvalveiöiráðsins." Kosningalykt af afstöðu Svía? f hvalamálunum hefur sænska umhverfisráðuneyt- ið haft sterk áhrif á afstöðu Svía. Svíar vilja gjarnan státa sig af því að vera með fremstu þjóðum á þessu sviði og gagnrýna önnur lönd harkalega ef þeim finnst ekki rétt að farið. í haust eru kosningar í Sví- þjóð og afstaða þeirra í þessu máli gæti mótast af þeirri staðreynd. Sænski jafnaðarmannaílokkurinn gæti þurft á litlum flokki, t.d. Umhverfisflokknum, að halda til þess að ná meirhluta á þingi eftir kosningar og þá er um að gera að hafa þá „góða“ og ekki gefa þeim nokkurn möguleika á að gagnrýna ríkisstjóm- ina í afstöðu sinni gagnvart hvalveiðum. Rétt eins og íslendingar þurfa Sviar að halda aftur af ákveðnum stofnum dýra sem eru „til vandræða" og er hér um að ræða elg. Elgurinn er meinlaus skepna, en á hverju ári verða banaslys í Svíþjóð þar sem bU- ar keyra á hina háfættu elgi. Elgveiðin hefst á haustin og árlega eru skotin á bUinu 80-100.000 dýr. Það gefur augaleið að þessar veiðar fara ekki aUtaf rétt fram og aUtaf kemur upp ákveðin gagnrýni hér í Svíþjóð á þessar veiðar, mest frá umhverfis- og dýra- verndarsinnum. Nokkuð algengt er að vín sé haft um hönd við elgveiðar, en slikt þekkist ekki við íslensk- ar hvalveiðar. Sænski kóngurinn, Karl Gústaf, er mikiU áhugamaður um veiðar og reynir að fara á elg- veiðar á hverju ári. Þvi spurði ég Önnu Lind hvort hún sæi einhvern mun á þessu tvennu? „Nei, í raun ekki, en nú er það svo að það er ekki til neitt alþjóðlegt ráð varðandi elgveiðar, en ég get fuUvissað þig um það að ef það verður úr að slíkt ráð verði sett á laggirnar mun Svíþjóð að sjálfsögðu virða þær reglur sem slíkt ráð myndi setja.“ En segjum sem svo að ísland myndi aftur hefja hvalveiðar, hvernig myndi Svíþjóð bregðast við því? „Ég tel það mikUvægt fyrir íslendinga að fylgja al- þjóðlegum reglum og ákvörðunum og láta það ógert að ögra öðrum löndum í þessum efnum. Hvernig við myndum bregðast við vU ég láta ósagt, en tel að það sé best fyrir hagsmuni íslendinga að hegða sér í sam- ræmi við núverandi reglur og ákvarðanir." Nauðsynlegt að geta sýnt getu sína Eftir gereyðingu World Trade Center í New York þ. 11. september á síðasta ári breyttist margt í heimsmál- unum. Bandaríkin, í samvinnu við önnur lönd, þar sem Bretar eru kannski fremstir í flokki af sagnfræðUegum ástæðum, hófu hernaðaraðgerðir gegn al-Qaeda og tali- bönum og eiga nú í alþjóðlegri baráttu gegn hryöju-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.