Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2002, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2002, Blaðsíða 42
-4-e / / e í L) o rb / a ö H>V LAUGARDAGUR 15. JÚNf 2002 Gamanið er byrjað YIANG ZEMÍN, FORSETI KÍNA, ER AÐ koma í heimsókn til Bessastaða. Ég hef verið sendur á vett- vang til þess að fanga stemninguna við Bessastaði. Klukkan er að ganga tíu á fóstudagsmorgni þegar ég geng fram hjá Bessastaðakirkju en áður en ég kemst lengra stöðvar lögregluþjónn mig. „Þú ert ekki með neina gula borða eða svarta klúta,“ spyr hann mig brosandi. Ég neita þvi en spyr um leið hvort þeir myndu geyma mig inni í Bessa- staðakirkju ef svo væri. Lögreglumaðurinn hlær og segir það hugsanlegt. Hann skoðar skilríkin mín og rekur mig síðan inn í einhverja rétt, svona afgirt svæði fyrir pressuna ef ég á að vera nákvæmur, og skipar mér að bíða þarna. Ég vorkenni eiginlega lög- reglumönnunum sem eru staddir þarna. Ekki endi- lega bara vegna þess að ég veit að þeim finnst leiðin- legt að hlíta undarlegum fyrirmælum, sem hafa verið nokkur að undanförnu, en líka vegna þess að þeir þurfa að vera kappklæddir í þessari hitabylgju sem nú gengur yfir suðvesturhornið. Þeir eru sveittir. Það dylst engum að mikilmenni er senn að koma aö heimsækja forsetann okkar. Fjölmennt lögreglulið er á svæðinu ásamt íjölmörgum jakkafataklæddum kín- verskum lífvörðum. Ég ákveð að spjalla við kínversk- an kollega minn sem var skipað að bíða í réttinni með mér. Ég spyr hann út í Falun Gong og álit hans á þeim félagsskap. Hann segir að leikfimiæfingarnar séu ágætar og hann stundi þær meira að segja sjálfur en hins vegar finnist honum heimspekin óttalega barnaleg. „Þeir ætla að bjarga heiminum," segir hann og brosir. Þetta er í fyrsta sinu á ævinni sem ég ræði við kaldhæðinn Kínverja. Réttin fyllist smám saman af fjölmiðlafólki, bæði kinversku og íslensku, og ég tek strax eftir því að hið fyrrnefnda er mun glaðbeittara en hið síðar- nefnda. Á meðan hið íslenska fjölmiðlafólk bíður ábúðarfullt eftir því að verða hleypt inn á Bessa- staði stilla hinir sér upp við hliðina á lögreglu- mönnum og láta mynda sig og alltaf með Bessastaði í baksýn. Fyrir þá er þetta ekki síður skemmtiferð en leit að sannleikanum, eins og fjölmiðlamenn segja stundum til að réttlæta tilveru sína. En svo ber loksins til tíðinda. Fjórir ráðherrar úr rikisstjórn íslands keyra í hlað og skömmu síðar kemur forseti Kína ásamt fjölmennu föruneyti. gegn heimsliðinu Skákþátturinn Umsjón Sævar Bjamason Stórmót fram undan: Rússland Þann 12. júní 2002 var haldinn blaöamannafundur í Moskvu og voru aðalforkólfarnir Kirsan Ilyumzhinov og Gary Kasparov. Þar var tilkynnt um „einvígi aldarinn- ar“ á milli Rússa og heimsliðsins. í Belgrad 1970 og aftur í London 1984 var haldin keppni á milli Sov- étmanna og heimsliðsins. í þetta skipti mun Rússland, móðurland skáklistarinnar, glíma við heimsliðið. Mótið fer fram dagana 8.-12. september 2002 í Moskvu og verður teflt á 10 borðum. Tefldar verðar atskákir (25 mín. +10 sek. á hvem leik). Stígamót Hellis Alþjóðlegi skákmeistarinn Sæv- ar Bjarnason og Sigurður Daði Sig- fússon sigruðu á Stigamóti Hellis. Sævar og Daði hlutu 5 1/2 vinning í 7 skákum. Sævar sigraði Lenku Ptacnikova en Daði sigraði Hrann- ar Bjöm Arnarsson í síðustu um- ferð. í 3.-4. sæti urðu bræðumir Bragi og Björn Þorfinnssynir með 4 1/2 vinning. Fimmti varð Stefán Kristjánsson með 4 vinninga. Nýstárleg keppni í Garðabæ hefur veriö öflug skákstarfsemi i allan vetur og nú stendur enn eitt alþjóðlegt mót fyr- "* ir dyrum þar, Búnaðarbankamótið sem er 7. alþjóðlega mótið sem Taflfélag Garðabæjar heldur. Mótið er liðakeppni 4 liða. Þessi lið eru lið Glefsis (TG), Unglinga- landslið íslands, Kvennalandslið íslands og úrvalslið unglinga frá Katalóníuhéraði á Spáni. Hvert lið er skipað 4 aðilum auk varamanna. Þar ætti keppnin að geta verið at- hyglisverð og er mikill fengur að komu þeirra Katalóníupilta og væntanlega stúlkna (?). Aðaluppi- staða liðsins mun vera frá Barcelona. Aöaldómari á Búnaðar- bankamótinu verður alþjóðlegi skákdómarinn Ólafur Ásgrímsson. Meðdómarar em Haraldur Bald- ursson og Bragi Kristjánsson. Mót- ið fer fram dagana 19.-23. júni 2002 í Garðabæ. Glæsileg skák Sérlega glæsileg skák var tefld á Stigamóti Hellis, einhver glæsileg- asta skák sem tefld hefur verið af íslendingi lengi! Hvítt: Sigurður Daði Sigfússon Svart: Bragi Þorflnnsson Sikileyjarvöm. Stigamót HeUis (4), 07.06. 2002 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 Rc6 6. Bc4 e6 7. Be3 a6 8. Bb3 Dc7 Næsti leikur hvíts er fyrsti leikurinn í Velimirovic-árásinni svokölluðu. Velimirovic var júgóslavneskur sóknarskákmaður og er, af guðs náð, og kom fram með margar skemmtilegar hugmyndir. Fyrst um 1965 og hann tefldi á einu af Reykjavíkurskákmótunum, á Kjar- valsstöðum 1974. 9. De2 Be7 10. 0- 0-0 0-0 11. g4 Rd7 12. Hhgl Rc5 13. Rf5!? Allt er nú hægt! Ef svartur þiggur manninn, 13. - exf5 kemur 14. Rd5 Dd8 15. exf5 eða 15. gxf5 með öflugri sókn. Þessi fórn vekur upp margar skemmtilegar minningar hjá mér, upp úr 1970 sá ég marga skákmenn þjást í þessari stöðu og tók sjálfur upp á þvi að tefla Franska vörn. En í dag er ég eldri en tvævetur og ekki eins auð- velt að skjóta mér skelk í bringu!? En veikleiki Braga er byrjanakunn- átta, enn þá, og svo teflir hann vörn verr en sókn. Sigurður Daði var ný- búinn að fá bók í hendurnar með þessu afbrigði og því öllum hnútum kunnugur. Aumingja Bragi, hann afræður að reyna að blása til sókn- ar. 13. - b5 14. Bd5! Bb7 Það virð- ist vera stórhættulegt að opna g-lín- una, afbrigðið 14. exf5 15. gxf5 Kh8 16. Dg4 með öflugri mátsókn?! Enn í gamla daga var oft drepið með e- peðinu og leikið Hg3-h3 og síðan g5 og Dh5. Hvað sem því líöur þá er erfitt að þiggja mannsfórnina á móti manni sem fæddist um líkt leyti og afbrigðið var í tísku og er með glampann í augunum, „ég kann þetta allt saman!" Sumt eldist vel eins og e.t.v. þetta afbrigði! 15. g5 b4 16. Dh5 Re5?! Hvað gerist eftir 16. bxc3 treysti ég mér ekki að fullyrða, ekki mikill reiknimeistari nema í undantekningartilfellum. En af svipnum á Daða mátti ráöa að hann hefði svar við því. Getur það verið? 17. f4! bxc3 18. fxe5 cxb2+ 19. Kbl Rxe4 Bragi hafði treyst á að þessi staða væri unnin hjá sér, mikil gagnsókn og 2 menn í uppnámi, þ.e. keppendur og mennirnir á f5 og d5. En nú kemur öflugt gegn- umbrot! 20. g6! Rc3+ 21. Kxb2 Rxdl+ 22. Kcl! Það eru hótanir hvíts sem ráða ferðinni. Mun fleiri menn í sókninni, það er ekki slæmt fyrir Sigurð Daða? 22. - fxg6 23. Hxg6 Hxf5 24. Bxe6+ Kh8 25. Bxf5 Þetta virðist vera þvingað allt saman en nú leikur Bragi sig í mát! 25. - dxe5?? I stað 25. dxe5 koma nokkrir leikir til greina. 25. Bh4, 25. Bc8 26. He6 g6 27. Bxg6 Bf8 28. exd6 með óljósu tafli. Hvað er best fyrir svart er ráðgáta, en nú er þvingað mát! 26. Dxh7+!! Kxh7 27. Hh6+! Kg8 28. Be6+ 1-0. Stórglæsilegt. Sigurslták Hannesar í Malmö, Svíþjóð, er Hannes að- eins að rétta úr kútnum. Hér vinn- ur hann liðsfélaga sinn í liði Hellis og kemur i veg fyrir að hann nái stórmeistaraáfanga? Norðmaður- inn þurfti 1 v. af 2 síðustu og þess skák var í næstsíðustu umferð. Hvítt: Hannes H. Stefánsson (2598) Svart: Leif E. Johannessen (2452) Katalónsk byrjun. Sigeman alþjóðlega mótiö i Malmö (8), 13.06. 2002 1. c4 e6 2. Rf3 Rf6 3. g3 d5 4.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.