Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2002, Page 44
48
H g l c) o rb fa ö H> V LAUGARDAGUR 15. JÚnT 2002
/
Arangur
ræðst af forystumanni
Á dögunum var Þorkell Sigurlaugsson, fram-
kvæmdastjóri hjá Eimskip, valinn heiðursfé-
lagi Stjórnvísi fgrir framlag sitt til að
kveikja umræðu og áhuga á stjórnun fgrir-
tækja og ngjunga á þvísviði. Einnig fær Þor-
kell þessa nafnbót fgrir að kgnna, með
greina- og bókaskrifum, gmsar ngjar stefn-
ur ístjórnun fgrirtækja sem nú eru víða
orðnar viðtekin venja. Hefur upphaf innleið-
ingar þeirra þá ímörgum tilvikum verið hjá
Eimskip, þarsem Þorkell er meðal áhrifa-
mestu stjórnenda.
„ÞAÐ ER EKKI NEMA UM aldarfjórðungur síðan
fyrst var farið að beita nútímastjórnun i fyrirtækj-
um á íslandi með því móti sem við þekkjum í dag.
Áður voru sjaldan við lýði einhverjar ákveðnar
stefnur að því leyti. í flestum tilvikum voru það
eigendur fyrirtækjanna sjálfra sem stýrðu þeim eft-
ir því lagi sem þeim þótti best henta hverju sinni.
í seinni tíð er þetta orðiö miklum mun markviss-
ara, komnir atvinnustjórnendur og í hverju fyrir-
tæki þykir nú eðlilegt að gera rekstraráætlanir,
sinna stefnumótun, þróun og endurmenntun starfs-
manna, allt eftir því sem þörf krefur hverju sinni.
Áætlanagerð er í dag líka orðin stórum auðveldari
en áður var; nú þegar mun meiri stöðugleiki er
kominn í íslenskt efnahagslif, þótt enn séu óþægi-
legar sveiflur i gengismálum og á fleiri sviðum,“
sagði Þorkell í viðtali við DV.
Stjórnvísi hét áður Gæðastjórnunarfélag íslands.
Það félag hefur, eins og nafnið ber með sér, haft að
leiðarljósi að hvetja stjórnendur til þess að beita
gæðastjórnun í sem ríkustum mæli í rekstri sínum.
Markmið gæðastjórnunar eru þá að draga úr hvers
konar villum, hnökrum í þjónustu, auka gæði i al-
mennri stjórnun og nýta auðlindir hvers félags sem
best. Lykillinn að þessu er að tileinka sér ákveðin
skipuleg vinnubrögð við úrlausn verkefna þar sem
reynt er að nýta sem best þekkingu starfsmanna á
mismunandi sviðum.
Markmiðasetning einkennandi
„Hér hjá Eimskip voru fyrst innleiddar skipu-
lagðar aðferðir gæðastjórnunar fyrir um tíu árum,“
segir Þorkell. Hann segh að í því sambandi hafi
verið stofnað til vinnuhópa, svokallaðra gæðaliða
starfsmanna í hinum ýmsu deildum og ekki síst
þvert á deildir. í þessum gæðaliðum voru bakhjarl-
ar, fyrirliðar og almennir liðsmenn. Slikt sé enda í
samræmi við markmið gæðastjórnunar sem nái til
afar margra þátta og margir þurfi að koma að mál-
um eigi árangur að nást.
„Meðal þátta sem við horfðmn til í þessu sam-
bandi var meðal annars að ná fram orkusparnaði á
athafnasvæði okkar við Sundahöfn, draga úr tjóni
á vörum i flutningi, bæta símsvörun og nýta gáma-
flotann betur og þannig gæti ég haldið áfram. Þetta
voru tugir verkefna sem við réðumst i. Síðan hefur
HALLO0JORÐ
Lægra fastagjald og ódýrari símtöl
Loksins getur þú fengið heimtaugina hjá Halló. Heimtaug er koparlína
sem tengir heimili þitt við slmalögnina í götunni. Halló er fyrst símafyrirtækja
til að bjóða almenningi þessa þjónustu í samkeppni við Landssímann.
Dæmi:
HallóJörð í HallóJörð: Verð samkeppnisaðila:
3,45 kr. + (0 kr. x 60 mín.) = 3,45 kr. 3,45 kr. + (1,56 kr. x 60 mín.)= 97,05 kr.
Sparnaður viðskiptavina Halló = 96,45%
Mínútugjaldið innan Halló-kerfisins er 30% lægra en hjá samkeppnisaðila.
aðeins eitt símtal...
53 50 500
...og þú sparar!
HALLÓ
SÍMAFYRIRTÆKIÐ ÞITTI
Halló sími: 53 50 500 Skúlagötu 19 hallo@hallo.is
Frjáls Fjarskipti ehf. fax: 55 25 051 101 Reykjavík www.hallo.is