Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2002, Page 52

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2002, Page 52
56 / / e ( c) u r t> la ö H>V LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2002 H Bílar Umsjón Njáll Gunnlaugsson .1- * \ HONDA S2000 Vél: 2,0 lítra bensínvél Rúmtak: 1997 rúmsentímetrar Ventlar: 16 Gírkassi: 6 qíra beinskiptur UNDIRVAGN Fiöðrun framan: Tvöf. klafafjöðrun með jafnvæqisstönq Fjöðrun aftan: Tvöföld klafafjöðrun með jafnvæqisstönq Bremsur: Diskar framan oq aftan, ABS Dekkjastærð framan: 205/55 VR16 Dekkjastærð aftan: 225/50 VR16 YTRI TÖLUR i Lenqd/breidd/hæð: 4135/1750/1285 mm Hjólahaf/veqhæð: 2405/108 mm Beyqjuradíus: 11,3 metrar INNRI TÖLUR Farþeqar með ökumanni: 2 Fjöldi höfuðpúða/örvqqispúða: 2/2 Faranqursrými: 143 lítrar HAGKVÆMNI Eyðsla á 100 km: 10 litrar [ Eldsnevtisqevmir: 50 lítrar Ábvrqð/rvðvörn: 3/8 ár í Verð: 4.945.000 kr. j Umboð: Bernhard hf. j Staðalbúnaður: Rafdrifnar rúður, rafdrifnir útispeglar, út- j varp/geislaspilari, sex diska magasín, samlæsingar, öyggis- púðar, drykkjarstatíf, þokuljós, álfelqur, leðurinnréttinq. SAMANBURÐARTÖLUR Hestöfl/sn: 240/8300 i Snúninqsvæqi/sn: 208 Nm/7500 Hröðun 0-100 km: 6,2 sek. i Hámarkshraði: 240 km/klst. : ] Eiqin bvnqd: 1320 kq Stuttar fréttir Annar bíll með Sstjörnur EuroNCAP-stofnunin, sem sér um að árekstrarprófa bíla á Evrópumarkaði, hefur sagt að annar bíll hafi fengið fimm stjörnur í prófunum þeirra. Fyrsti og elni bíllinn hingað til sem hefur náð þessum ár- angri er Renault Laguna. Tilkynnt verður um hvaða bíll þetta verður 25. júní nk. í Köln en þílarnir sem koma til greina eru Audi A2, BMW Mini, VW Polo, Opel Corsa, Range Rover, Opel Frontera, Jeep Cherokee, Honda CRV, Mazda MX5, Mercedes SLK, Honda S2000, Ford Mondeo, Opel Vectra, Jaguar X - lína, Peugeot 607 og Proton Impian. Citroén CS biH ársins ítalska tímaritið Motor stóð nýlega fyrir keppni um bíl ársins á alþjóðleg- an mœlikvarða. Miðað var við alþjóðlega staðla í hönnun, aksturseiginleik- um, þœgindum, öryggi og hversu vistvœnir bíl- arnir voru. Dómnefndin var skipur bílablaða- mönnum frá Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu og völdu þeir Citroén C5 til að hljóta þennan tilil fyrir árið 2002. Vél ársins fráBMW Annað árið í röð er það BMW-bílaframleiðandinn sem vinnur titil fyrir vél ársins á alþjöðlegum mœlikvarða, Það var 4,4 lítra V8 vélin í nýju 7-lín- unni sem fékk heiðurinn að þessu sinni fyrir góða blöndu afls, sparneytni og tœkninýjunga. Með Valvetronic ventlastýri- tœkni nást 333 hestöfl út úr vélinni sem skilar bíln- um í hundraðið á 6,3 sek- úndum. Síðasta ár var það sex strokka línuvélin úr BMW M5 sem fékk þessa heiðursnafnbót. í flokki vetnisbíla var það svo vél frá Opel sem hafði sigur. MMDGESTOnEMlÆSm _RÆÐURNIR IORMSSON Lágmúla 8 • Slmi 530 2800 Reynsluakstur nr. 687 Ansi yfirstýrður en bara skemmtilegri fyr ir vikið Kostir: Kraftur, skemmtilega yfirstýrður, blœja Gallar: Staðsetningar takka fyrir útvarp, bensínlok og sprautuvökva Honda S2000 kom til landsins í aöeins einu eintaki árið 2000 en ekki gafst tækifæri að prófa þennan eftirtektar- verða sportbíl þá. Það tækifæri gafst hins vegar á dögun- um þegar bíllinn átti stutta viðdvöl í umboðinu og það var að sjálfsögðu notað þar sem það er ekki á hverjum degi sem alvöru sportbíll er á boðstólum í reynsluakstur. Eins og ofan í F1 bíl Bíllinn er hrár að innan eins og alvöru sportbílar eiga að vera og þegar búið er að stinga lyklinum á sinn stað þarf að ræsa bílinn með ræsihnappi lengst til vinstri í mælaborði. Blæjan er rafstýrð og mjög þægilegt að nota hana þar sem ekki þarf að stíga út úr bílnum til að smella henni á sinn stað. Mælaborðið er dálítið sérstakt, stafrænt mælaborðið sýnir allt sem sýna þarf og gerir það vel, en takkar eru sumir skringilega staðsettir. Eru þeir hafðir í seilingarfjarlægö frá stýrinu en samt aldrei þannig að hægt sé að teygja sig í þá með hendumar á stýrinu. Einnig er takki fyrir sprautuvökva á framljós þannig staðsettur að alltaf er verið að reka olnbogann í hann þegar hand- leggurinn hvOir á miðjustokki. Staðsetning á stýri er ná- lægt mælaborði og það er nánast beint aftur svo það ligg- ur vel fyrir ökumanni sem liggur nánast eins og formúlu- ökumaður ofan i bílnum. Engar stillingar eru á stýri til að koma sér betur fyrir en það kemur þó ekki að sök. Fyrir aftan sæti eru þrjú lítil hólf til að vega upp á móti smá- vöxnu hanskahólíi og litlu plássi annars staðar. Skottið sjálft tekur ekki mikið, ekki nema 143 lítra sem er þó betra en í mörgum bílum svipaðrar gerðar. Takki fyrir bensínlok er hafður í huröarfalsinu fyrir aftan sætisbak og er illa merktur þannig að það tók undirritaðan smá tíma að finna hann. Segja má um bílinn að þar sem að úr mjög litlu rými er að spila verður að nýta þær staðsetn- ingar sem lausar eru.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.