Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2002, Page 54
58
HelQCirktlacf H>V LAUGARDAGU R 15. JÚNÍ 2002
GMC SIERRA TRUCKMASTER 44“
Vél: 6,6 lítra V8 einbunu dísilvél
Rúmtak: 6587,6 rúmsentímetrar
Þiöppun: 17,5:1
Ventlar: 32
Gírkassi: 5 þrepa sjálfskiptur
UNDIRVAGN
Fiöðrun framan: Klafar á qormum
Fiöðrun aftan: Blaðf jaðrir
Bremsur: Loftkældir diskar framan oq aftan
YTRI TÖLUR
Lenqd/breidd/hæð:___________________5781/2438/1808 mm
í
Hjólahaf:______________________________________3645 mm
Beyqjuradíus:________________________________14,3 metrar
INNRI TÖLUR
Farþeqar með ökumanni: 5
Fjöldi höfuðpúða/öryqqispúða: 4/2
Faranqursrými í skúffu: 1611 lítrar
HAGKVÆMNI
Evðsla á 100 km: 10 lítrar
Eldsneytisqeymir: 80 lítrar
Verð sjálfskiptur: 5.100.000 kr.
Verð á 44 tommu breytinqu: 1.300.000 kr.
Umboð: Truckmasters á islandi
Í Breytinqaraðili: Fjallasport
Staðalbúnaður: 2 öryggispúðar, rafstýring í rúðum og í speglum, upphitaðir speglar, rafdrifin og upphituð sæti, ; útvarp og geislaspilari, baksýnisspegill með áttavita, leð-
ursæti.
Innibúnaður: NMT-sími, CB-talstöð, staðsetninqartæki, fartölva. VHF-talstöð, GPS-
44 tommu breytingarpakki: Breikkaðar stálfelgur í 16
tommur, sérsmíðaðir íslenskir brettakantar, gangbretti og
aurhlífar, toppgrind, spilbitar að framan og aftan,
drullutjakksfestingar framan og aftan, loftkerfi frá Quick
Air, með 10 lítra loftkút og Quick Air 2 og Quick Air 3 loft-
dælum. 44x18-16,5 Dick Cepek-dekk, Copra-grillgrind,
Hella Xenon-kastarar, Piaa-þokuljós og hliðarljós, IPF-leit-
arljós með fjarstýrinqu, Lerr-pallhús
SAMANBURÐARTÖLUR
Hestöfl/sn.: 300/3000
Snúninqsvægi/sn.: 705 Nm/1800
Eiqin bvnqd: 2900 kq t
í i
Gúlliver
í Putalandi
Kostir: Ótakmarkað afl, mikill burður
Gallar: Þrengsli í aftursœtum
Sumir bilar eru einfaldlega stærri en aðrir og þegar
þeim hefur verið breytt fyrir 44 tommur getur öku-
manni þeirra eflaust liðið eins og Gúlliver í Putalandi.
DV-bílar skruppu upp á Langjökul á nýjum GMC með
6,6 lítra Duratec-dísilvélinni í hópi annarra stórra
jeppa. Hópurinn samanstóð af Land Cruiser 90,
Hyundai Terracan og Nissan Patrol, öllum á 38 tomm-
um, auk Isuzu Trooper á 44 tommum. Meira að segja
Trooper í yfirstærð og alvöru-Patrol urðu eins og
dvergar við hliðina á GMC-tröllinu sem þó er ekki enn
fullbreyttur.
Lítil upphækkun á 44 tommum
Bíllinn er frá Truckmaster í Kanada þar sem honum
hefur verið breytt fyrir meiri burð. Þessi bíll er gríðar-
lega vinsæll til breytinga í Bandaríkjunum en þar
hækka þeir bilinn um 6 tommur, eða 150 mm, til að
setja „aðeins" 38 tommu dekk undir bílinn. Þessi er þó
ekki hækkaður þar heldur er bætt blöðum í fjaðrimar
og skipt um öxla. Aðalbreytingin fer fram hérlendis,
nánar tiltekið hjá Fjallasporti, og er þá yfirbygging
hækkuð um rúma 60 mm og undirvagn um 20 mm.
Þetta er óvenjulítil upphækkun á 44 tommu bíl en í
staðinn eru aksturseiginleikar með allra besta móti og
þægilegt er að ganga um bílinn og það kemur verulega
á óvart hversu lítið klifur er upp í hann. Bíllinn er
nokkuð rúmgóður og þægilegur að innan, nema þá
helst í aftursætum sem eru fullnálægt framsætum.
Pallurinn er risastór, enda myndi hann líklega rúma
meðalstóran vélsleða, en samt er þetta það sem kallast
„Short Box“ og hægt að fá stærri kjósi menn svo.
Öflug Duramax-vél
1 akstri á fjöllum er nánast engin fyrirstaða of mikil
fyrir svona tæki. Duramax-vélin ber þennan mikla
þunga vel en þyngdin er ekki svo mikil þegar haft er í
huga að ekki munar miklu á þessum og jafn mikið
breyttum Patrol sem dæmi. Sierra er líka léttari en
sambærilegur bíll frá Ford sem er 3,3 tonn óbreyttur, á
móti 2,9 tonnum. Samkvæmt vigtarseðli er bíllinn
u.þ.b. 3170 kg eftir breytingu. Uppi við Þursaborgir var
reynt viö stóru brekkuna á öllum bílunum í frekar
þungum og erfiðum snjó sem leyfði ekki mikinn hraða.
Allir hinir jeppamir þurftu nokkrar atrennur og til-
hlaup til að komast yfir hjallann en Gemsanum dugði
að gefa vel inn viö rætur brekkunnar og rann hann þá
upp hana eins og að drekka vatn. Það er alveg með
ólíkindum hvað aflið skilar sér vel úr Duramax-vélinni
út í þessi stóru hjól en úr 300 hrossum er að spila. Hún
hefur líka svo hrikalegt tog, 705 Newtonmetra, að mik-
il geta í torfærum verður eiginlega sjálfsögð þrátt fyrir
að ennþá vanti læsingar,
Meiri breytingar fyrirhugaðar
Að sögn Reynis í Fjallasporti er enn töluvert eftir að
vinna í bílnum og til dæmis verður smíðuð gormafjöðr-
un undir hann að aftan. Setja á 4,56: drifhlutfóll i stað
3,73:1 sem nú eru í honum, en þessi drif verða tilbúin í
haust. Loks fara 100% Meca-læsingar í hann um leið en
það eru vakúmstýrðar læsingar með rofa inni bil. -NG
DV-myndir TÞ
o Grindarbitinn undir bílnum minnir meira á límtrés-
bita í leikfimihúsi, slík er stærðin.
© 6,6 lítra Duratec-dísilvélin er með einbunu inn-
spýtingarkerfi og hefur hrikalegt afl.
0 Stærsta afturhásing sem undirritaður hefur séð.
11,5 tommu drif ætti að þola nánast hvað sem er.
© Patrol á 38 tommum hefur þótt með allra
stærstu jeppum hingað til.
© Stóru brekkuna við Þursaborgir fór Gemsinn auð-
veldlega þrátt fyrir engar læsingar.