Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2002, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2002, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2002 x>v Helgarblað Ástarævintýri Johns Majors og Edwinu Currie kemur í opna skjöldu: Grámann í öllum regnbogans litum John Major var ekki jafnmikill Grámann og hann leit út fyrir að vera. Að minnsta kosti ekki þegar konur voru annars vegar. Þá kvikn- aði heldur betur á sjarmaperunni hjá honum og svo virðist sem hún hafi virkað. Alla vega stundum. Já, fátt hefur komið meira á óvart en uppljóstranir Edwinu Currie, fyrrum þingmanns breska íhalds- flokksins og ráðherra í stjóm Marg- aretar Thatcher, um að hún hafi átt í fjögurra ára ástarsambandi við John Major um miðjan níunda ára- tug siðustu aldar. Major var þá á hraðsiglingu upp virðingarstigann í íhaldsflokknum og tók um síðir við forsætisráðherraembættinu af járn- frúnni Thatcher. Slcammast mín mikið Currie hélt dagbækur á þessum tima þar sem hún skrifaði meðal annars um ástarsambandið við B, eins og hún kallaði Major. John Major hefur ekki enn stigið fram fyrir skjöldu og tjáð sig um ástarsambandið, nema hvað hann sendi frá sér yfirlýsingu um síðustu helgi þegar uppljóstranir Edwinu Currie vora á aflra vörum. „Þetta er það atvik i lífi mínu sem ég skammast mín mest fyrir og ég hef lengi óttast að það yrði gert op- inbert," segir Major meðal annars í yfirlýsingu sinni. Þar segir forsætisráðherrann fyrrverandi einnig að eiginkona hans, Norma, hafi vitað af samband- inu í mörg ár og að hún hafi fyrir löngu fyrirgefið honum þetta feil- spor. Gömlu góðu gildin Edwina brást afar illa við yfirlýs- ingu Majors. „Hann getur sagt það núna að hann hafi skammast sín fyrir þetta en hann skammaðist sin ekki fyrir það þá og hann vildi aö við héldum áfram,“ segir Edwina. Og henni sárnar að Major skuli ekki hafa get- að sagt neitt hlýlegt um þetta sam- band þeirra. Eftir að John Major varð forsæt- isráðherra hélt hann á lofti gömlum og íhaldssömum fjölskyldugildum sem urðu til þess að fjölmargir ráð- herrar íhaldsins urðu að segja af sér vegna alls kyns kynlífshneyksla. Edwina Currie segir nú að í ljósi ástarsambands þeirra hafi þessi siðavendni forsætisráðherrans þá- verandi verið af hinu illa. Major var á fyrirlestraferð í Bandaríkjunum þegar uppljóstranir Edwinu Currie birtust á prenti. Þeg- ar fréttist að hann myndi ræða viö blaðamenn í Dallas á miðvikudags- kvöld varð uppi fótur og fit og fjöl- miðlamenn fjölmenntu. En þegar til kom guggnaði Major og fréttamenn fóru fýluferð. „Við höfum engan áhuga á að þetta breytist í fjölmiðlasirkus," sagði Don Stephens, stofnandi og stjómandi góðgerðarsamtakanna Mercy Ships í Dallas. Major og eig- inkona hans eru vemdarar samtak- anna og Major var í Dallas til að halda ræðu á samkomu þeirra. Leist vel á manninn Ástarsamband Johns og Edwinu hófst árið 1984. Hann var á þeim tíma formaður þingflokks íhalds- manna en hún var bara óbreyttur þingmaður. Enda þótt bæði hafi ver- ið gift á þessum tíma og minnsti orðrómur hefði getað bundið enda á stjórnmálaframa þeirra gátu þau ekki á sér setið og hittust á laun næstu fjögur árin. Edwina segir i dagbókum sínum að henni hafi litist afskaplega vel á manninn og að hún hafi átt upptök- REUTERSMYND Ástkona leiðtogans Edwina Currie, fyrrum þingmaöur breska íhaldsflokksins, hefur komiö miklu róti á stjórnmál í Bretlandi meö birtingu dagbóka sinna þar sem hún skýrir frá ástarsambandi sínu viö John Major, áöur en hann tók viö forsætisráö- herraembættinu af Margaret Thatcher. in að ástarsambandinu. „... hann var svo aðlaðandi og svo þögull meðal fólks að það var ögrandi verkefni að grafa upp hinn raunverulega mann og draga hann á tálar. Auðvelt," segir Edwina Currie i dagbókum sínum. Afarkostir Normu Ekki ber öllum saman um hvern- ig endalok ástarsambandsins bar að. Sjálf segist Edwina Currie hafa bundið enda á það snemma árs 1988 þegar Major hafði verið hækkaður í tign og tekið við háu embætti í fjár- málaráðuneytinu. „Ég batt enda á það með því að skrifa til Johns,“ segir hún og bætir við að ástæðan hefði verið sú að eft- ir stöðuhækkunina hefði John þurft að stinga lífverði sína af til að kom- ast á leynilegan fund með henni. Vinur Major-hjónanna heldur því hins vegar fram að Norma Major hafl sett manni sínum úrslitakosti. Annað hvort sliti hann sambandinu við Edwinu ella myndi hún reka hann að heiman. „Fólk gerir sér ekki grein fyrir því að Norma er mjög viljasterk kona og hörð í hom að taka og hún setti John stranga úrslitakosti," er haft eftir vini hjónanna í breska blaðinu Evening Standard. Vinurinn segir að John hefði ekki orðið forsætisráðherra ef hjónaband hans hefði farið út um þúfur á þess- um tíma og að hann hafi vitað það mætavel sjálfur. Fjölskylduvinurinn segist hafa vitað að John Major stæði í ástar- sambandi en hann hafi ekki vitað með hverri. „Ég er ekki hissa á því að það væri Edwina Currie. John hefur alltaf haft auga fyrir konum og svo virtist sem þeim fyndist hann aðlað- andi, og þeim mun meira eftir því sem hann varð hærra settur í flokk- inum,“ segir vinurinn. Eftir að samband Johns Majors og Edwinu Currie komst í hámæli hafa heyrst fleiri sögur af daðri forsætisráðherrans fyrrverandi. Ein þeirra kvenna sem hefur greint frá samskiptum sínum við Major er blaðakonan Caroline Graham sem tók við hann viðtal fyrir blaðið The Sun árið 1991. Hún segist hafa átt von á að hitta mjög grámyglulegan mann en annað hafi komið á dag- inn. Hann hafi daðrað ótæpilega við sig á meðan á viðtalinu stóð. „Hann var nokkuð sexí á sinn hátt og fór fram á að vera þétt upp við mig þegar myndimar voru tekn- ar,“ segir Caroline Graham sem nú starfar fyrir blaðið Mail on Sunday. Edwina Currie talar afar hlýlega og ástúðlega um John Major í dag- bókum sínum, þegar hún lýsir þeim miklu áhrifum sem hún varð fyrir í návist hans, kynferðislegum áhrif- um sem öðrum. Og hún segir að sambandið hljómi eins og ævintýri einhverrar skólastúlku. „En þessi maður skipar sérstakan sess og ég held aö hann sé jafnundr- andi og ánægður yfir þvi að ég skuli vera hans og ég er yflr því aö hon- um skuli þykja vænt um mig. Þetta snýst ekki bara um kynlíf, heldur metum við hvort annað mjög mikils líka,“ segir Edwina í dagbók sinni. Hún minnist oft á það að hún hafi ákveðið að grenna sig bara fyrir ást- manninn. „Einu sinni missti ég sex kíló til að B hefði aðeins það besta,“ segir þingkonan fyrrverandi. Edwina Currie hefur lengi þótt at- hyglissjúk og því velta margir því fyrir sér hvers vegna hún hafi kos- iö að greina frá því hver herra B er einmitt núna. Er hún að ná fram hefndum fyrir að hafa ekki fengið ráðherrastöðu í stjórn Majors eða er hún bara að auglýsa dagbækurnar sem koma út í bókarformi um þess- ar mundir. Hvorugt, segir hún, ann- ars hefði hún gert það fyrir löngu, á meðan John Major gegndi forsætis- ráðherraembættinu. „Myndin sem hafði verið dregin upp af þessum árum, einkum ní- unda áratugnum, var dálítið tak- mörkuð og ég átti svörin við fjöl- mörgum spurningum," segir Ed- wina Currie. „Ég lumaði á þessum svöram þangað til þau gátu ekki gert meiri skaða og þá fannst mér við hæfi að leiðrétta myndina. Þetta hefur verið mikil byrði að bera. Ég kaus að bera hana þar til ég gæti ekki gert meiri skaða. Eng- inn sem kemur við sögu er enn við völd, enginn sem kemur við sögu á á hættu að frami hans verði gerður að engu,“ segir Edwina. íhaldsmenn kunna margir hverjir Edwinu Currie litlar þakkir fyrir að fletta ofan af tviskinnungnum í John Major. Einn gamall ráðherra flokksins, David Mellor, sem sjálfur varð að segja af sér vegna framhjá- halds, gekk meira að segja svo langt að kalla hana „ómerkilega léttúðar- drós“ í grein sem hann skrifaði fyr- ir Evening Standard.' Currie hefur meðal annars lagt fyrir sig skáldsagnagerð og vist er að menn líta fyrstu bók hennar öðr- um augum nú en þeir gerðu þegar hún kom út 1994. Bókin heitir Ást- arsamband í þinginu og seldist eins og heitar lummur á sínum tima. Þar segir frá ungri metnaðargjarnri þingkonu, Elaine Starker, sem stofnar bæði frama sínum og hjóna- bandi í hættu með þvi að eiga í ást- arsambandi við Roger Dickson, rísandi stjörnu innan íhaldsflokks- ins, sem fljótlega verður gerður að ráðherra. Bókin þessi þykir einhver ber- söglasta pólitíska skáldsaga sem nokkru sinni hefur verið gefln út. í viðtölum í kringum útkomu bókar- innar stærði Edwina sig af því að hafa sent John og Normu Major ein- tak af verkinu. Hún sagðist meira að segja hafa vikið sér að Major á göngum þinghússins og spurt hvernig þeim fyndist. „Mjög góð,“ var svar Majors. „Við Norma erum að lesa hana uppi í rúmi og við sláumst um hana.“ Svo mörg voru þau orð. Byggt á efni frá Reuters, BBC, The Washington Post, The Independent og The Sun. John og Norma Major John Major var talsmaöur gamal- dags fjölsyldugilda í forsætisráð- herratíð sinni en láðist aö geta þess aö sjálfur hélt hann fram hjá eiginkonunni Normu. HBK Enn hamrar Bush George W. Bush Bandaríkjafor- seti hélt í vikunni áfram að hamra á nauðsyn þess að af- vopna Saddam Hussein íraksforseta, með vopnavaldi ef ekkert annað dygði. Bandarískir ráða- menn lýstu því yfir að þeir myndu hafna samkomulagi um vopnaeftirlit sem fulltrúar Sameinuðu þjóðanna og íraks komust að á fundum sínum í Vín, nema Öryggisráð SÞ sam- þykkta nýja og harðorða ályktun þar um. Hans Blix, yfirmaður vopnaeftirlitsnefndar SÞ, sagði að hnýta yrði ýmsa lausa enda áður en vopnaeftirlitsmenn gætu snúið aft- ur til íraks. Hann sagði einnig að eftirlitinu kynni að verða frestað þar til málið hefði verið rætt nánar í Öryggisráðinu. Fellibylur á ferö Fellibylurinn Lili skall á strönd Louisiana í Bandaríkjunum á fimmtudag og skyldi eftir sig slóð eyðileggingar í þeim sveitum þar sem afkomendur franskra land- nema, eða akadíumanna, eru fjöl- mennastir. Verulega hafði þó dregið úr styrk fellibylsins frá því aðfara- nótt fimmtudags þegar vindhraðinn i miðju hans fór yfir tvö hundruð kílómetra á klukkustund. Ekkert manntjón varð af völdum Liliar í Louisiana og eignatjón varð minna en búist hafði verið við. Ástarsamband Majors Um fátt var meira ritað og rætt í breskum fjölmiðlum fram eftir aflri viku en ástarsamband Johns Majors, fyrrum forsætisráðherra, og Edwinu Currie, fyrr- um þingmanns og ráðherra í stjórn Margaretar Thatcher. Ástarsam- band þeirra stóð í ijögur ár, frá árinu 1984 til 1988. Á þeim tima var Major á hraðsiglingu upp mannvirðingarstigann innan breska íhaldsflokksins en Currie var óbreyttur þingmaður. Currie greinir frá ástarsambandinu í dag- bókum sínum sem komnar eru út á prenti og sem blaðið Times birtir. Stjórn Perssons hélt velli Minnihlutastjórn Görans Pers- sons, forsætisráðherra Svíþjóðár, hélt velli þegar vantrauststillaga á hana var borin upp til atkvæöa í sænska þinginu. Ékki mátti þó tæpara standa því á síðustu stundu tókst Persson að tryggja sér stuðn- ing flokks græningja sem höfðu áð- ur átt í stjómarmyndunarviðræð- um við miðjuflokkana. Græningjar höfðu hótað að greiða atkvæði gegn stjórninni nema þeir fengju ráð- herra. Persson varð hins vegar ekki við þeim kröfum. Þrjár árásir ráögerðar Bandaríski talíbaninn John Wal- ker Lindh, sem handtekinn var í Afganistan í fyrra, hefur greint starfsmönnum leyni- þjónustu Bandaríkja- hers og fleirum frá því að árásirnar 11. september í fyrra hefðu aðeins átt að vera fyrsta lota af þremur áformuðum. Þetta kemur fram í leyniskjölum sem bandaríska sjón- varpsstöðin CNN sýndi á fimmtu- dag. Þar kemur fram að í nóvember í fyrra hafi verið áformað að ráðast á kjarnorkuver og að í upphafl þessa árs hafi ætlunin verið að gera árás með efna- eða sýklavopnum. Vilja meiri aöstoö Leiðtogar ríkja í sunnanverðri Afríku, sem funduðu í Angóla í vik- unni, hvöttu erlendar þjóðir til að hraða matvælaaðstoð sinni við milljónir sveltandi manna. Suður- Afríkumenn buðust til að mala 600 þúsund tonn af erfðabreyttu korni og afhenda hungruðum. Deildar meiningar eru hins vegar meðal ríkjanna um ágæti slíkra matvæla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.