Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2002, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2002, Blaðsíða 18
I 8 Helgarhlað DV LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2002 Blómasalinn sem bjargaðist Þessi samtök spruttu upp úr lausbeislaðri grasrótar- hreyfingu manna sem áttu það sameiginlegt að hafa leit- að sér aðstoðar vestur í Ameríku á meðferðarstöðinni Freeport á Long Island. í tilefni afmælis þessara ódeigu samtaka hitti DV einn af frumherjunum, Hendrik Bernd- sen, eða Binna eins og hann er yflrleitt kallaður. Binni var meðal allra fyrstu íslendinga sem fór á Freeport og sá ljósið þar svo skært að hann hefur verið allsgáður síðan. Hann tók mjög virkan þátt í starfi og uppbyggingu sam- takanna í áratugi eftir að hans eigin meðferð lauk og vann að því af líku ofstæki og hann hafði áður drukkið. Ekki eins og venjulegt fólk „Það kom fljótt í ljós þegar ég byrjaði að drekka að ég drakk ekki eins og venjulegt fólk. Ég var sextán ára gam- all þegar ég byrjaði og tveimur árum seinna var ég í fyrsta sinn lagður inn á Kleppsspítala á deild 10. Þetta var læst deild fyrir erfiðustu geðsjúklinga en þetta var eina úrræði sem samfélagið hafði fyrir drykkjumenn," segir Binni þegar hann rifjar upp þessa tíma á einkar fallegu heimili sínu við Túngötu. Á þessum árum voru of- drykkjumenn eða strætisrónar ekki í miklum metum en Binni tilheyrði einni af þekktari efnafjölskyldum Reykja- vikur og frændi hans, Sigurður Berndsen, var einn rík- asti maður sinnar samtíðar. Það þarf varla að taka fram að hann fór ekki sjálfviljugur inn á Klepp heldur fyrir til- stilli fjölskyldunnar. „Á næstum 10-11 árum fór ég síðan inn á þessa deild um það bil 20 sinnum. Þar var ég mislengi allt frá nokkrum vikum og stundum í mánuði, stundum nauðug- ur en stundum að eigin ósk. Maður samlagaðist hinum sjúklingunum og skreið stundum á gólfinu í lyfjavímu þegar konan kom í heimsókn." Af þessum fjölda heimsókna má auðvitað ráða að þessi tiltekna deUd hentaði aUs ekki tU áfengismeðferðar en hamhleypan Binni rak sitt eigið fyrirtæki og átti konu og ung böm. Þeim skyldum sem þessu fylgdu sinnti hann miUi drykkjutúra og hélt því fyrirtækinu þrátt fyrir mikla drykkju. Túrarnir gátu varað frá 4-5 dögum og aUt upp í nokkra mánuði. Það seig smátt og smátt á ógæfu- hliðina en allt var gert tU að fela vandann. Fékk miða aðra leiðina „Það versta við þennan sjúkdóm er að þaö verða aUir sjúkir. Á þessum tima var þetta óskaplegt feimnismál og þjóðfélagið allt horfði i gegnum fingur sér. Fjölskyldan og samfélagið vernduðu þetta vandamál inni á heimUunum og það var ekkert tiltökumál þótt menn væru drukknir í vinnu sinni. Síðasti aðilinn sem viðurkennir að hann hafi eitthvert vandamál er sjúklingurinn sjálfur." Eins og margir langt leiddir alkóhólistar reyndi Binni mikið á þolrif fjölskyldu sinnar sem gerði þó sitt ýtrasta tU þess að styðja hann og halda vandanum leyndum. Það segir sína sögu um gUdismatið að eitt sinn þegar virtist fokið í flest skjól fékk hann sendan farmiða tU útlanda frá fjölskyldu sinni. Miðinn gUti aðeins aðra leiðina. „Ég man að ég fékk flugmiða og 50 pund í farareyri. Þau voru komin í slíkt þrot að eina lausnin virtist að koma vandanum eitthvað i burtu. Ég tók boðinu, fór tU útlanda og var þar í eitt ár og drakk allan tímann." Túralífið í Reykjavík Þegar hér var komið sögu var Binni orðinn viðskUa við fjölskyldu sína og sinnti drykkjunni af kappi. Hann lýsir fyrir okkur dæmigerðum degi í stífri neyslu. „Við hittumst, ákveðinn hópur uppi á Hótel Esju kl. 6-7 á morgnana. Þar drukkum við til kl. 10, þá fóru sumir í vinnuna. Svo hittumst við aftur á Sögu í hádeginu og þar sátum við fram til 2-3 og þá skruppum viö oft aftur í vinn- una. Þetta gat gengið svona dálítið lengi.“ Meðal tryggustu drykkjubræðra Binna var Hilmar heit- inn Helgason sem oft er nefndur í sömu andrá og stofnun SÁÁ. í einum svona túr, þar sem Binni sat á barnum með Þórarni Tyrfingssyni, núverandi yfirlækni SÁÁ, barst þeim til eyrna sú furðufregn að Hilmar Helgason væri hættur að drekka. „Ég trúði þessu auðvitað alls ekki.“ Binni bjó einn í kjallaraherbergi þegar þarna var kom- ið sögu og átti í peningavandræðum en vissi að hann átti von á arfi. Þegar hann heyrði af áætlunum Hilmars um að flytja menn til Ameríku þá datt honum í hug að nýta þessa upphæð til að komast úr landi og fékk Hilmar í lið með sér til að fá fulltingi fjölskyldunnar. Binni ætlaöi ekki í með- ferð heldur vildi komast úr landi. Þetta tókst og dugði rétt rúmlega fyrir flugmiðum fyrir þá félaga báða. „Þegar Hilmar kom að vekja mig daginn sem við áttum að fara mundi ég ekkert. Ég var svo hræddur og ruglaður að ég endaði á fjórum fótum bak við klósettið því maður opnaði aldrei dyr eða svaraði í símann fyrr en maður var búinn að ná að sjúga í sig fyrsta glasið." Hilmar var með fulla flösku af brennivíni með sér og kom Binna í jafnvægi og þeir flugu til Ameríku. Þar tók á móti þeim Anna Guðmundsdóttir sem bjó ytra og hún hafði haft milligöngu um að útvega fyrstu íslendingunum pláss á Freeport og ók þeim á staðinn. „Þar vaknaði ég svo daginn eftir og vissi ekkert hvar ég var. Ameríkanar borðuðu eggjahræru í morgunmat og ég skalf svo að ég gat ekki borðað. Ég var mataður í sjö daga áður en ég varð eðlilegur. Mér fannst svo undarlegt hvað allir skildu mig og allir voru að tala mínu máli. Ég hélt að ég væri einn og ein- stakur og enginn hefði upplifað þetta eins og ég. Svo byrj- aði meðferðin og það var alltaf verið að tala um mig og ég sá mig í hverri ræðu.“ Þaðan lá leiðin í Veritas Villa í eftirmeðferð og þar seg- ist Binni hafa fengið fyrst löngun til þess að lifa. „Það var allt í lagi þarna inni en hvernig í ósköpunum átti ég að fara að þvi þarna úti í samfélaginu? Ég hafði oft gert tilraunir til að fyrirfara mér meðan ég drakk og í eitt skiptið slapp ég með skrekkinn þegar ég tók tilhlaup og LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2002 Helgarblað H>V <3 „Það var dimmt úti og ég var einn í eldhúsinu og það sá enginn til mín. Ég var búinn að hella í glas sem var svo fullt að það var ekki hægt að bera það inn. Ég lyfti því upp og ætlaði að súpa á því. Þá sá ég mig speglast í glugganum og áttaði mig allt í einu á því að ég var í þann veginn að taka fyrsta sopann sem ég mátti aldrei gera. Maður læknast aldrei af þessum sjúkdómi. Meðan maður heldur sig frá þessu er maður heill en um leið og fyrsti sopinn er tekinn er þetta búið. Mér tókst að hella þessu glasi niður en ég er ekkert lengra frá fyrsta glas- inu í dag en ég var þá. Það eina sem ég þarf að gera er að taka glasiö upp og súpa á því. Þá verð ég á einu augnabliki kominn aftur á þann stað þar sem ég var.“ Þegar Binni kom heim frá Ameríku var Hilmar vinur hans enn edrú og þeir fóru að sækja fundi og stunda það björgunarstarf sem seinna átti eftir að verða undirstaða SÁÁ: „Ég fór svo oft til Ameríku með fólk í meðferð þetta ár að ég flaug meira en meðalflugfreyja. Það voru forstjór- ar, ráðherrar, þingmenn og fólk úr öllum stéttum. Allt í einu sáu menn í þessu litla samfélagi að alls konar menn sem voru þekktir drykkjumenn voru farnir að vera alltaf edrú. Þetta smitaði út frá sér með miklum hraða.“ Um líkt leyti og Binni kom heim kom einnig náfrændi hans, Ewald Berndsen, eða Lilli Berndsen eins og hann var kallaður. Sá var lengi talinn „konungur strætisrón- anna“ og hafði drukkið griðarlega allt sitt líf. Binni, Hilmar og Lilli fengu Sjúkrasamlagið til þess að sam- þykkja að greiða fyrir meðferð á Freeport. Síðan fóru þeir til Flugleiða og fengu þá til að samþykkja að fylgd- armaður þess sem fluttur væri í meðferð á Freeport fengi frítt flugfar. „Þetta er það góða við litla ísland. Maður þekkir mann. Svo var þetta líka vandamál hjá Flugleiðum eins og mörgum stórum fyrirtækjum." Fyrirgefning fjölskyldunnar Binni segist hafa átt því láni að fagna að þegar hann sneri aftur heim úr meðferðinni í Ameríku þá tók fyrr- verandi eiginkona hans aftur við honum og fjölskyldan tók hann í sátt. í samvinnu við Lilla frænda sinn setti hann upp nokkurs konar heimili eða athvarf á Ránar- götu þar sem þeir gátu átt húsakjól sem voru að koma úr meðferð eða vildu koma sínu lífí á réttan kjöl. Þar réði Lilli Berndsen húsum og tvisvar sinnum var heimilið stækkað en Reykjavíkurborg útvegaði húsnæðið og ýmis fyrirtæki gáfu húsgögn og innréttingar. Þetta hafði ver- ið draumur Lilla og þeir frændur stóðu saman að þessu og tóku á móti fjölda fólks. „Þetta heimili hreinsaði strætisrónana af götunum og það eru ótrúlegustu menn sem enn eru edrú eftir þessa meðferð. En þetta heimili var fyrsti hornsteinn SÁÁ.“ SÁÁ verður til En Binni gat ekki setið auðum höndum hvað varðaði uppbyggingu meðferðarstarfsins. Honum og Hilmari Helgasyni og Björgólfi Guðmundssyni varð ljóst að það var forgangsmál að flytja meðferðarstarfið heim til ís- lands og hófust þegar handa. Þessir þrír sem nefndir voru voru kosnir í fyrstu stjórn SÁÁ sem var stofnuð í kjölfar umtalaðs stofnfundar í Háskólabíói. „Það sem við lögðum áherslu á var að safna saman bæði lærðum og leikum, bæði þeim sem höfðu drukkið og hinum sem ekki drukku. Áhuginn á vandamálinu var það eina sem þurfti." Hópurinn sem fundið hafði betra líf með aðstoð þeirra félaga stækkaði stöðugt og fljótlega varð fyrsta meðferð- arheimili SÁÁ að veruleika í Reykjadal i Mosfellsveit haustið 1977. Þar gátu þeir aðeins starfað yfir veturinn því á sumrin þurftu aðrir á húsinu að halda. Enn var leitað á náðir borgarinnar sem lánaði eldhugunum Lang- holtsskóla sem stóð auður yfir sumarið og þar var starf- semin hýst tímabundið. Það gat auðvitað ekki staðið lengi og í einni af tíðum ökuferðum sínum um nágrenni Reykjavíkur í þágu málstaðarins sáu Hilmar, Binni og Björgólfur Guðmundsson allt í einu Silungapoll sem fyrrum hafði verið sumardvalarheimili barna en stóð nú auður og beið niðurrifs. Það reyndist ekki erfitt að fá yf- irráð yfir húsinu. „Þetta var svoleiðis hreysi að maður hefði varla farið þarna inn með hundinn sinn. En á þeim árum sem við rákum þetta fóru mörg þúsund manns þama í gegnum meðferð og enginn kvartaði undan aðbúnaðinum. Hilmar var ógurlegur eldhugi sem fékk nýjar hug- myndir á hverjum degi en það þurftu aðrir að hrinda þeim í framkvæmd. Þess vegna var ég alltaf eins og kúst- ur á eftir honum til þess að gera hugmyndirnar að veru- leika. Við vfljum ekki þurrka ísland. Það er þitt mál hvern- ig þú drekkur og hvað mikið en þegar þú verður veikur og vflt hjálp og fjölskyldan er farin að líða þá vUjum viö vera tU staðar fyrir þig.“ henti mér fram af svölum sem reyndust vera á fyrstu hæð.“ Á barmi fallsins Daginn eftir að Binni kom út á meðal fólks á ný var hann staddur í heimsókn hjá frænku sinni í Boston. Þar gekk lífið sinn vanagang með „cocktaU hour“ þegar vinnu var lokið og Binni bauðst tU þess að sækja aftur í glösin fyrir gestina. Fall Hilmars versta áfallið TU að gera langa sögu stutta þá var SÁÁ tU húsa á SU- ungapolli árum saman en 1981 var opnað í Síðumúla og á þessum árum var komið á fót eftirmeðferð á Sogni og StaðarfeUi. Höfuðból starfseminnar, sjúkrastöðin á Vogi, var siðan vígð haustið 1983. Þegar tU þess kom var frum- kvöðuUinn og eldhuginn HUmar Helgason ekki lengur í forystu því hann hafði misst fótanna í baráttu sinni við Bakkus og lést af slysförum í mars 1984. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að þegar HUmar fór að drekka aftur var það eitt stærsta áfall sem starf SÁÁ hafði orðið fyrir enda fórum við með það eins og manns- morð fyrst í stað. Þetta var eitt það versta sem fyrir gat komið og engum dylst að andlát hans var af völdum áfengis þótt óbeint væri. Það sama má segja um svo fjöl- marga sem ég hef kynnst á lífsleiðinni. Þess vegna segi ég hiklaust að Freeport bjargaði lífi mínu því ég hefði án efa farið sömu leið og vUdi það reyndar gjarnan," segir Binni. - Binni segist gæti talað um uppbyggingu SÁÁ í hálft ár og eftir að hafa setið með honum um stund er ég sann- færður um að það er rétt. Það sem undrar mig er hins vegar sannfæringarkrafturinn sem enn fylgir málflutn- ingi hans eftir 27 ára „trúboð". Hann segist sjálfur vera mjög góður í því að selja edrúmennsku og reyndar má segja að það hafi orðið honum að falli að vissu leyti. Missti allt aftur Þótt Binni tæki aftur við rekstri verslunar sinnar, Blóm og ávextir, þegar hann kom úr meðferð og mætti talsverðum skUningi fjölskyldunnar við að byggja aftur upp sitt líf þá hellti hann sér út í meðferðarstarfið af gríðarlegum krafti sem kom niður á atvinnurekstri hans og svo fór að lokum að fyrirtæki hans varð gjaldþrota og hann missti að kalla allt sem hann átti og má segja að það hafi verið í annað sinn en hið fyrra hafði verið af völdum Bakkusar. Binni tók þátt í að reka meðferðarheimili fyrir Færey- inga í vesturbænum í Reykjavík sem gekk prýðisvel, hann flutti hugmyndimar tU Færeyja og loksins tU Dan- merkur. Þar settu hann og félagar hans upp meðferðar- heimUið Von Veritas og byggðu enn á módeli SÁÁ. Það ævintýri fór út um þúfur og enn segir Binni að þeir hafi mætt óvæntri andspyrnu. „Við börðumst mikið við neikvæða umfjöllun fjöl- miðla hér heima í tengslum við fjáröflunaraðferðir okk- ar þegar verið var að byggja Vog. Það er auðvitað ekkert nema partur af andófi þeirra manna sem sjá drykkju- skap sínum ógnað af starfi okkar enda voru sumir sem gagnrýndu okkur harðast fljótlega komnir tU okkar í meðferð. Við börðumst samt á móti og unnum að okkar ímynd- arstarfi með ýmsum leiðum og tókst að verjast en í Dan- mörku var annað uppi á teningnum. Það tók Ekstra Bla- det og BUledbladet ekki nema hálft ár að slátra okkur eftir að þeir sneru sér að því.“ Fundimir eru lykillinn Binni rekur í dag Blómaverkstæði Binna á Skóla- vörðustíg og segist ganga vel. En hvernig fer hann að því að halda sér edrú? „Það er ekki flókið og um að gera að halda því ein- fóldu. Mér þykir vænt um mína edrúmennsku og á mitt net af vinum og stuðningsmönnum sem ég hitti á fund- um. AA-fundirnir eru lykUlinn að því að halda sér frá áfengi og ef ég mæti ekki á þá reglulega þá veit ég ekki hvernig ég gæti þetta." Binni vinnur í miðbænum og býr í miðbænum og sér þess vegna enn þá það líf sem óreglusamt fólk lifir á göt- unni og eitt sinn var hans hlutskipti. Hvað hefur breyst? „Það sem mér finnst slæmt er hve margt mjög ungt fólk virðist eiga erfitt á þessu sviði og mér finnst áfengi verið haldið blygðunarlaust að mjög ungu fólki. Skólarn- ir eru farnir að halda bjórkvöld fyrir fólk sem er undir 16 ára. Þetta getur ekki verið í lagi. Það hlýtur að vera framtíðarverkefni okkar að sinna unga fólkinu og hjálpa því að halda sér heilbrigðu." -PÁÁ Binni hefur verið allsgáður í 27 ár og er með verslun sína á Skólavörðustígnum en þar var hann stunduin lok- aður inni í gamla daga þegar sá gállinn var á honum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.