Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2002, Blaðsíða 14
14
LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2002
Fréttir
DV
Tíu stærstu útgerðarfyrirtækin á íslandi:
Ráða yfir 43,22%
fiskveiðiheimildanna
- aðeins 77 útgerðir á bak við 81,77% kvótans
Hörður
Kristjánsson
blaöamaöur
Tíu stærstu útgerðarfélög lands-
ins ráða yfir 43,22% fiskveiðiheimilda
á íslandsmiðum. Tvö af þessum tiu fé-
lögum, Útgerðarfélag Akureyringa M.
og Haraldur Böðvarsson, tilheyra nú
Eimskip. Auk eignarhalds síns á
Skagstrendingi M, sem er í 15. sæti
listans, trónir nýtt sjávarútvegstyrir-
tæki Eimskips nú á toppnum með
11,4% heildarkvótans.
Samkvæmt upplýsingum Fiskistofu
ráða 77 stærstu útgerðarfélög lands-
manna yfir 81,77% kvótans, eða tæp-
um 330 þúsund þorskígildistonnum.
Nokkur fjöldi þessara félaga er þegar
að hluta til í eigu þeirra félaga sem
efst tróna á toppnum þótt þar sé
kannski ekki um meirihlutaeign að
ræða.
Á færri hendur
Fiskveiðikvóti landsmanna safnast
á stöðugt færri hendur og er nýjasta
dæmið kaup Eimskips á meirihluta
hlutafjár í Haraldi Böðvarssyni M. á
Akranesi. Enginn einstakur aðili má
þó samkvæmt lögum hafa yfiráð yfir
meira en 12% heildarkvóta hvers árs.
Samkvæmt því er fræðilegur mögu-
leiki á þvi ef sameiningar halda áfram
að aðeins 8-9 fyrirtæki ráði yfir öllum
fiskveiðikvóta Islendinga. Síðan er
ekkert því til fyrirstöðu að eignar-
tengsl séu á milli þessara fyrirtækja.
Slíkt á sér þegar stað í dag í töluverð-
um mæli. Á þeim forsendum hafa
menn spáð því að
„kvótaeignin“
verði komin í
hendur fjögurra
til fimm ráð-
andi fjárfesta-
hópa áður en
langt um líður.
Upp undir hámark
Með kaupunum á Haraldi Böðvars-
syni verður nýtt sjávarútvegsfyrir-
tæki Eimskips nánast komið upp í
leyfilegt þak með rúmlega 11,4% af
heildarkvóta landsmanna í þorskígild-
um talið. Þar af er botMiskkvóti fyrir-
tækisins áætlaður um 50.000 tonn og
kvóti í uppsjávarfiski er um 130.000
tonn.
Sjávarútvegsstarfsemi Eimskipafé-
lagsins samanstendur af Útgerðarfé-
lagi Akureyringa M. og Skagstrend-
ingi hf. og nú Haraldi Böðvarssyni M.
Viðskiptin sem tókust á dögunum fel-
ast í skiptum á hlutabréfum í félögun-
um. Greitt er fyrir viðskiptin með
hlutabréfum í Eimskipafélaginu á
genginu 5,4 á móti hlutabréfum í Har-
aldi Böðvarssyni hf. á genginu 6,6. Við
það skapast yfirtökuskylda og munu
öðrum hluthöfum því verða boðin
sömu kjör.
Sjávarútvegsfyrirtækin þrjú verða
rekin sem sjálfstæðar rekstrareining-
ar innan hins nýja sjávarútvegsfélags
Eimskips þar sem áhersla verður lögð
á sérhæfingu og arðsaman rekstur en
sameinuð velta félagsins er áætluð
um 15 milljarðar króna. Forstjóri sjáv-
arútvegsfýrirtækisins verður Guð-
brandur Sigurðsson en aðstoðarfor-
stjóri verður Sturlaugur Sturlaugs-
son. Þá verður Haraldur Sturlaugsson
framkvæmdastjóri Haraldar Böðvars-
sonar M. sem áfram verður starfrækt
sem sjálfstætt félag en alfarið í eigu
Eimskipafélags Islands.
Á Akranesi verður uppsjávardeild
fyrirtækisins starfrækt með tveimur
nótaskipum, fiskimjölsverksmiðju og
Eimsklp
Hiö rótgróna skipafélag og vöruflutningafyrirtæki hefur á skömmum tíma haslaö sér völl í íslenskri útgerö. Undir hatti
nýs sjávarútvegsfyrírtækis Eimskips er oröinn til stærsti eigandi kvóta á Islandi.
landfrystingu á loðnu og síld. Gerðir
verða út tveir frystitogarar og tveir ís-
fisktogarar. Ráðgert er að leggja
aukna áherslu á karfavinnslu og
vinnslu á sérvörum í landvinnslu HB
M.
Fyrirtækið hefur áður gengið í
gegnum nokkrar sameiningar. Árið
1991 sameinuðust HB & Co, Sigurður
M, Heimaskagi M. og Síldar- og fiski-
mjölsverksmiðja
Akraness M. í Har-
ald Böðvarsson hf.
Árið 1996 var Kross-
vík M. sameinuð
Haraldi Böðvarssyni
hf. Árið 1997 var
Miðnes hf., Sand-
gerði, sameinað HB
og ný fiskimjölsverksmiðja gangsett á
Akranesi. Við þá sameiningu misstu
Sandgerðingar stærstan hluta fisk-
veiðikvóta síns.
Skjótt gerast kaupin
á eyrinni
Kaup Eimskipafélags íslands á HB
gerðust reyndar í mikilli skyndingu
og komu flatt upp á marga, kannski
ekki síst stjómendur Granda í Reykja-
vík. Lengi hefur verið búist við að
Grandi keypti Harald Böðvarsson M.
Viðræður hafa verið milli aðUa um
langt skeið en lítið virðist hafa miðað.
Grandi var eigi að síður kominn með
22,9% eignarhlut í HB. Leituðu for-
svarsmenn HB þá tU Eimskipafélags-
ins sem keypti meirihlutann i fyrir-
tækinu með húð og hári fyrir framan
nefið á Grandamönnum eftir aðeins
eins dags samningaviðræður. Búist er
við að Eimskip kaupi Granda út úr
fyrirtækinu vegna yfirtökuskyldunn-
ar á genginu 6,6.
Grandi M. var stofnaður árið 1985
við sameiningu Bæjarútgerðar
Reykjavíkur og ísbjamarins. Grandi
er almenningshlutafélag með yfir 1000
hluthafa. Hjá félaginu vinna að jafn-
aði á þriðja hundrað starfsmenn tU
sjós og lands. Enginn framkvæmda-
stjóri hefur verið ráðinn tU félagsins
eftir að Brynjólfur Bjamason hætti
sem framkvæmdastjóri og settist í stól
forstjóra Landssímans. Hefur Ámi
VUhjálmsson stjórnarformaður því
verið starfandi framkvæmdastjóri.
Fleiri stórir
Samherji á Akureyri hefur lengi
50 stærstu kvótaútgerðirnar
Alls þorskígildi % af heild
Samherji hf 29.533.659 7,33%
Útgeröarfélag Akureyringa hf 21.022.261 5,22%
Þorbjörn Fiskanes hf 19.667.643 4,88%
Grandi hf 19.360.349 4,80%
Þormóöur rammi - Sæberg hf 18.693.203 4,64%
Haraldur Böövarsson hf 18.660.415 4,63%
Hraðfrystihúsiö - Gunnvör hf 12.921.185 3,21%
Vísir hf 11.776.546 2,92%
Fiskiöjan Skagfiröingur hf. 11.296.055 2,80%
Vinnslustööin hf 11.233.014 2,79%
Síldarvinnslan hf 10.767.352 2,67%
ísfélag Vestmannaeyja hf 10.254.604 2,54%
Skinney-Þinganes hf 8.798.427 2,18%
Hraöfrystihús Eskifjarðar hf 7.463.961 1,85%
Skagstrendingur hf 7.061.167 1,75%
Ögurvík hf 6.787.546 1,68%
Útgeröarfélagiö Tjaldur ehf 6.137.033 1,52%
Stálskip ehf 5.652.511 1,40%
Hjalteyrin, útgeröarfélag 4.906.196 1,22%
Tangi hf 4.839.631 1,20%
Bergur-Huginn ehf 4.485.425 1,11%
Gjögur ehf 4.132.067 1,03%
Nesfiskur hf 4.023.912 1,00%
Loönuvinnslan hf 3.843.911 0,95%
Guömundur Runólfsson hf 3.555.228 0,88%
Soffanías Cecilsson hf 2.821.842 0,70%
Sólbakki ehf 2.455.012 0,61%
Gullberg ehf 2.259.840 0,56%
Ós ehf 2.165.728 0,54%
Bárustígur ehf 2.035.315 0,50%
Hraöfrystihús Hellissands hf 2.019.217 0,50%
Garöar Guðmundsson hf 1.930.458 0,48%
Hraöfrystistöö Þórshafnar hf 1.778.881 0,44%
Faxamjöl hf 1.762.963 0,44%
Langanes hf 1.664.976 0,41%
Ingimundur hf 1.607.740 0,40%
Auöbjörg ehf 1.573.876 0,39%
Frosti ehf 1.501.036 0,37%
Oddi hf 1.447.766 0,36%
Stígandi ehf 1.408.586 0,35%
K G fiskverkun ehf 1.370.567 0,34%
Hóp ehf 1.357.104 0,34%
Runólfur Hallfreðsson ehf 1.309.568 0,32%
Sigurður Ágústsson ehf 1.305.745 0,32%
Þingey ehf 1.301.876 0,32%
Huginn ehf 1.295.290 0,32%
Dala-Rafn ehf 1.291.612 0,32%
Hafnarnes hf 1.278.382 0,32%
Melavík ehf 1.253.686 0,31%
Eskey ehf 1.224.275 0,30%
expert
Opnar í nóvember
glæsilega raftækjaverslun við Holtagarða
trónað á toppnum og er fyrir samein-
ingu Eimskipsfyrirtækja stærsti
kvótaeigandmn með 7,33%. Hefur fyr-
irtækiö yfir að ráða tæpum 29.534
þorskígUdistonnum. Útgerðarfélag
Akureyringa er enn skráð í öðru sæti
með 5,22% og rúm 21.000
þorskígUdistonn þótt það komi tU með
að faUa undir hatt útgerðarfélags Eim-
skips. Þá kemur Þorbjörn Fiskanes M.
í Grindavík í þriðja sæti með 4,88% af
heUdarkvóta upp á tæplega 19.700
þorskígUdistonn.
Fjórði stærsti einstaki
kvótaeigandinn er Grandi
með 4,80% eða tæplega
19.400 þorskígUdistonn. Sá
fimmti í röðinni er Þor-
móður rammi Sæberg með
4,64% eða tæplega 18.700
þorskígUdistonn. Haraldur
Böðvarsson M. kemur í
sjötta sæti með 4,63% kvót-
ans, eða rúm 18.660
þorskígUdistonn. Hrað-
frystihúsið Gunnvör M er
í sjöunda sæti með 3,21%
af kvótanum eða tæplega
13.000 þorskígUdistonn. Þá
kemur Vísir M. í Grinda-
vík í áttunda sæti með
2,92% kvótans eða rúm
11.776 þorskígildistonn.
Fiskiðjan Skagstrendingur
hf. er í níunda sæti með
2,80%, eða rúm 11.296
þorskígUdistonn, og í tí-
unda sæti er Vinnslustöð-
in hf. í Vestmannaeyjum
með 2,79% kvótans eða
rúm 11.233 þorsk-
ígUdistonn.
Harður slagur
Það bendir margt tU að
samkeppnin um kvótann
eigi eftir að harðna meðal
stóru fyrirtækjanna í
greininni. Þorsteinn VU-
helmsson, stjómarformað-
ur Gunnvarar og fýrrum
Samherjamaður sem
einnig situr í stjórn
Granda M, hefur t.d. lýst
því yfir að Gunnvör verði
að stækka tU að vera gjald-
geng á markaði. Hefur
hann reyndar ötuUega
aukið Mut sinn í félaginu
og unnið að útvíkkun fyr-
irtækisins að undaMómu
með tUstyrk eignarhaldsfé-
lags síns.
Ýmiss konar sameining-
armöguleikum hefur verið
velt upp að undanfórnu. I
ljósi stöðu Þorsteins hefur
t.d. ekki þótt ólíklegt að
uppi á borðinu geti verið
hugsanleg sameining Granda og
Gunnvarar. Samanlagt ráða þau fýrir-
tæki yfir ríflega 8% aflaheimilda
landsmanna og yrðu við sameiningu
stærri en Samherji. Ekkert hefur þó
verið gefið uppi um slík áform en viss
ótti er meðal almennings vestur á ísa-
firði vegna umræðunnar um aukið
sameiningarbrölt. Heimamenn óttast í
ljósi reynslunnar að missa þar hugs-
anlega tökin á eina stóra sjávarút-
vegsfyrirtækinu sem eftir er á Vest-
fjörðum.
—
Hrun hjá framsókn
Fylgi Framsóknarflokksins mæld-
ist 13,8% í skoðanakönnun DV fyrr
í vikunni og hefur hrapað um tæp
12 prósentustig frá siðustu könnun
blaðsins i júní sl. Sjálfstæðisflokkur
bætir við sig og hefur 47,3% fylgi,
Samfylking bætir einnig við sig,
mælist með 23,7% fylgi. VG stendur
í stað með 13% fylgi en Frjálslyndi
flokkurinn tapar frá síðustu könn-
un, fer úr 4,5% í 1,9%. Þessi niður-
staða fæst þegar aðeins er litið til
þeirra sem afstöðu tóku. Úrtakið
var 600 manns.
Umdeild ráðning
Aðeins sjálf-
stæðismenn í Út-
varpsráði
greiddu atkvæði
með því að Bogi
Ágústsson, frétta-
stjóri Sjónvarps,
fengi stöðu for-
stöðumanns nýs
fréttasviðs hjá
Ríkisútvarpinu. Útvarpsstjóri er bú-
inn að ráða Boga í starfið. Þá mælti
Útvarpsráð með Gesti Einari
Jónassyni í stöðu dagskrárgerðar-
manns á Akureyri. Tveir eru taldir
munu bítast um fyrra starf Boga, en
það eru Elín Hirst annars vegar og
Logi Bergmann Eiðsson.
Ungmenni í fangelsum
Sautján ungmenni hafa afplánað
refsingar sínar í íslenskum fangels-
um á síðastliðnum átta árum, frá
1995 til og með þeim tíma sem lið-
inn er af þessu ári.
Sóðaskapur á Geirsnefi
Formanni umhverfis- og heil-
brigðisnefndar Reykjavíkur hafa
borist kvartanir vegna umgengni og
umhirðu á Geirsnefi. Hundaeigend-
ur hafa aðstöðu á svæðinu til að
sleppa hundum sínum lausum. Mis-
brestur þykir hafa orðið á að þeir
hirði upp það sem hundamir láta
frá sér á lausagöngunni. Þá eru
dæmi um að keyrt hafi verið yfir
himda á svæðinu.
i\
Biðröð á Njálu
Hálft fimmta hundrað manns sat
fyrsta fyrirlestur Jóns Böðvarsson-
ar cand. mag. á mánudagskvöld á
námskeiði um Brennu-Njálssögu.
Jón Böðvarsson, sem lengi upp-
fræddi menntskælinga um fomsög-
ur, hefur haldið námskeið um forn-
sögumar við miklar og vaxandi.vin-
sældir almennings. Langvinsælust
hafa Njálunámskeiðin verið og náði
biðröð nemenda langt út úr anddyri
Borgarleikhússins við upphaf nám-
skeiðsins á mánudagskvöld.
19 inni vegna morðmála
Rúmlega einn af hverjum sex í
fangelsum landsins er þar vegna
morðs - samtals 19 af 113 sem eru í
afplánun eða í gæsluvarðhaldi. Um
er að ræða 17 morðmál en í tveimur
þeirra er um tvo sakbominga að
ræða.
Spilafíklum fjölgar
Spilafikn er vax-
andi vandamál hér-
lendis og er svo
komið að 100
manns leita sér
hjálpar árlega á
göngudeild SÁÁ.
Að sögn Þórarins
Tyrfingssonar yfir-
læknis hefur konum fjölgað mjög
eftir því sem aðgengi að spilaköss-
um hefur batnað.