Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2002, Page 44

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2002, Page 44
 Helgarktlacf I>V LAUGARDACUR 3. OKTÓBER 2002 Bílar Reynsluakstur Njáll Gunnlaugsson DV-myndir Teitur Samt er ekki laust viö að hann hafl fengið fágaðra yflrbragð að innan þótt erfltt sé að festa hönd á því. Bíllinn er vel búinn, sérstaklega í Lux útfærslunni sem prófuð var, og má þar til dæmis nefna geysistóra sóllúgu sem opnar hálft þakið á bífnum og nær aftur að aftursæti. Flest i stjómtækjum er vel staðsett en takkasamstæðuna vinstra megin við stýrið mætti staðsetja betur, t.d. rak undirritaður nokkrum sinnum hnéð í spraututakkann fyrir fram- ljósin með tilheyrandi frussi. Gott f jórhjóladrif Helstu kostir bilsins koma í ljós þegar farið er að aka honum. Bíllinn er mun hljóðlátari en áður og aliur mýkri í akstri. Reyndar er enn vindgnauð frá hliðarrúðum, en það er atriði sem Subaru ætlar seint að takast að laga. Sjálfskiptingin er létt i skipt- ingum og sítengt fjórhjóladrifið virkaði aðdáunar- lega vel við allar aðstæður. Það kom þó best i ljós þegar farið var að reyna hann í torfæmm, í snar- brattri malarbrekku hafði hann gott grip og spólaði mjög lítið að aftan eins og bílar gera oft við þessar aðstæður. Bíilinn virkar örlítið undirstýrðtir sem er viðbúið þegar bílar hækka á velli, en þyngdarpunkt- ur Forester er samt lágur, þökk sé „Boxer“-vélinni sem situr neðarlega í bílnum. Billinn er einnig hljóðlátari en áður og á það við um bæði veg- og vél- arhljóð sem er mjög lítið. Erfitt er að setja Forester í einhvem ákveðinn flokk bíla en hann keppir þó við margan jepplinginn, ekki síst í verði þar sem hann skipar sér í miðjan flokk. Grunngerð Forester kostar 2.559.000 kr. og er það örlítið dýrara en til dæmis Hyundai Santa Fe sem kostar 2.350.000 og Toyota RAV4 sem er á 2.489.000 kr. -NG Vel búinn og öflug- ur bíll sem keppir í jepplingaflokki Kostir: Fjórhjóladrif, veghœð, aðgengi Gallar: Spraututakki framljósa, vindgnauð fró hliðarrúðum Allir kannast við söguna um ljóta andarungann, stóra og klossaða ungann sem óx upp í að verða fal- legur svanur. Slikan samanburð kann sumum að finnast einum of mikið af því góða en má þó samt heimfæra á nýjan Forester sem fengið hefur nýtt og glæsilegra útlit. DV- bílar prófuðu þennan bíl um daginn, sem hentar sérlega vel margbreytilegum ís- lenskum aðstæðum. Prófaður var sjálf- skipti bíllinn en beinskiptur kemur hann einnig með lágu drifi. Mikil framför í útliti Nýtt útlit Forester er mikil framfor að mati undirritaðs og eflaust fleiri. Bíllinn er allur gerðarlegri og heildarsvipurinn betri. Framendinn kemur frá Subaru Outback, hliðarsvip- ur minnir dálítið á Volvo V70 og ekki er laust við að afturend- inn sé líkur Suzuki Liana. Innréttingin er lítið breytt og áfram frekar grodda- leg og sætin eru í harðari kantinum. o Bíllinn átti í engum vandræðum með þessa bröttu malarbrekku. © Skottið er rúmgott og gleypir mikið af farangri. ® Mælaborðið er hefðbuudiö Subaru-mælaborð en stór sóllúga gerir mikið fyrir hann innandyra. ® Tveggja lítra Boxervélin er þýðgeng og ágætlega öflug. r ' ~ SUBARU FORESTER LUX Vél: 2ja lítra, 4ra strokka bensínvél. ; r Rúmtak: 1994 rúmsentímetrar. t Ventlar: 8 Þjöppun: 10,0:1 i Gírkassi: 4ra þrepa sjálfskiptur UNDIRVAGN: Fjöðrun framan: Sjálfstæð, MacPherson : Fjöðrun aftan: Sjálfstæð, tveqqja arma Bremsur: Loftkældir diskar/diskar, ABS, EBD j Dekkjastærð: 205/70 R15 í YTRI TÖLUR: Lengd/breidd/hæð: 4450/1735/1590 mm Hjólahaf/veghæð: 2525/190 mm. Beygjuradíus: 10,6 metrar. INNRI TÖLUR: Farþegar m. ökumanni: 5 Fjöldi höfuðpúða/öryggispúða: 5/4 Farangursrými: 387-1629 lítrar. HAGKVÆMNI: : Eyðsla á 100 km: 8,5 lítrar Eldsneytisgeymir: 60 lítrar Ábyrgð/ryðvörn: 3/7 ár Grunnverð: 2.559.000 kr. i Verð sj.sk. Lux: 2.949.000 kr. Umboð: Ingvar Helgason hf. j Staðalbúnaður: Rafdn rúðui; 4 öryggispúðar; geislapil- ari, hleðslujafnari, upphitaðir speglar, skriðstillir, álfelgur, j þokuljós, hitastýrð miðstöð með loftkælingu, sóllúga, j í upphituð sæti, fjarstýrðar samlæsinqar. SAMANBURÐARTÖLUR: Hestöfl/sn.: 125/5600 | Snúningsvægi/sn.: 184 Nm/3600 í Hröðun 0-100 km: 11,4 sek. í Hámarkshraði: 168 km/klst. i Eigin þyngd: 1375 kg I I I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.