Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2002, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2002, Blaðsíða 8
8 Útlönd LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 2002 DV Munið . tilboðshornio. Ingvar Helgason notaðir bílar Sævarhöfða 2 • Sími S2S 8020 • www.ih.is/notadir SSAT VR6 4MOTION 08/2000 • Ekinn 33 þús. km Sjálfskiptur • 6 cyl. • 193 hestöfl 17" álfelgur, topplúga, litaðar rúður o.fl. Verð 3.180.000 kr. iSVERÐ 2.850.000 kr. Til óeirða kom á Putín ítrekar afstöðu Rússa Putin Rússlandsforseti ítrekaði í gær afstöðu Rússa í íraksmálinu og sagði að vopnaeftirlitið þyrfti að hefj- ast eins fljótt og mögulegt væri. I yfir- lýsingu frá forsetanum segir að nauð- synlegt sé að vopnaeftirlitsnefndin hefji störf sem fyrst svo hægt verði að ganga úr skugga um það að írakar hafi ekki yfir gjöreyöingarvopnum að ráða, en það verði þó gert í fullu sam- ræmi við ályktanir öryggisráðs SÞ. Rússnesk stjómvöld hafa hingað til lagt á það alla áherslu að vopnaeftir- litið hafi forgang en að áliti stjóm- málaskýrenda hugsanlega fallast á málamiðlun ef málið siglir í algjört strand. Þeir munu þó líklegri til að fallast á tillögu Frakka en Bandaríkja- manna, en Frakkar leggja til tvær leiðir að settu marki. í fyrsta lagi ályktun um hertar vopnaeftirlitskröf- ur og i öðru lagi aðra aðskilda ályktun sem gerir ráð fyrir hemað- aðaraðgerðum verði írakar ekki við settum kröfum. Valið sé þeirra. Bandarískir emhættismenn hafa látið í það skína að tillaga Frakka gæti verið ásættanleg málamiðlun en bæði Rússar og Frakkar hafi lýst því yfir að nýrrar ályktunar sé ekki þörf þar sem írakar hafi samþykkt eftirlit. Kúrdar endur- vekja þjóðþingið Tvær helstu stjórnmálafylkingar Kúrda í Norður-Íraík, Lýðræðisflokk- urinn og Þjóðernisbandalagið, hafa komist að samkomulagi um að endur- vekja þjóðþing sitt í viðleitni þjóðar- brotsins til að styrkja stöðu sína vegna yfirvofandi hemaðaraðgerða Bandarikjamanna í írak og ætlunar Bush Bandaríkjaforseta um að steypa Saddam Hussein af stóli. Þingið var stofnað áriö 1992 í kjöl- far þess að Kúrdar héldu sínar fyrstu lýðræðislegu kosningar, en hefur síö- ustu fjögur ár verið óstarfhæft vegna sífelldra deilna milli fylkinganna. Að sögn Hoshyar Zebarie, leiðtoga Lýðræðisflokksins, er þetta er mikil- vægt skref fyrir Kúrda í írak, en hefur ekkert með stríð gegn írökum að gera. „Við höfum náð samkomulagi Og von- andi verður það til þess að styrkja samstöðu þjóðarinnar til frambúðar," sagði Zeharie. Leikfangabangsinn 100 ára Baka til á myndinni sjáum viö bangsasafnarann Triciu Stewart gera klárt fyrir tvegga daga aiþjóö- lega bangsahátíö sem fram fer um helgina í borginni Osaka í Japan í tilefni þess aö 100 ár eru liðin frá fæöingu fyrsta leikfangabangsans. Um 5000 bangsar víös vegar aö úr heiminum veröa til sýnis á hátíðinni. Musterishæðinni meiðslum né skemmdum á hinum helgu véum Musterishæðarinnar, en lögreglan mun hafa dregið lið sitt til baka um leið og friður komst á. Musterishæðin hefur löngum ver- ið bitbein í deilum múslíma og gyð- inga en á henni eru helgustu staðir hvorratveggju trúarbragða. Mús- límar kalla hæðina Haram al-Sharif og er al-Aqsamoskan á toppi hennar þriðji helgasti staður múslíma, á eft- ir Mekku og Medínu í Sádí-Arabíu. Yfirstandandi ófriður, sem staðið hefur linnulaust í rúm tvö ár, er einmitt rakinn til þess þegar upp úr sauð eftir heimsókn Ariels Sharons, núverandi forsætisráðherra ísraels, til hæðarinnar í september árið 2000, en það þótti múslímum hin mesta móðgun við trú sína og hafa að minnsta kosti 1500 Palestínu- menn og meira en 600 ísraelskir borgarar orðið fómarlömb þeirrar sorgarsögu. Ákvörðun bandariskra stjórn- valda um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis, hefur valdið mikilli reiði meðal Palestínu- manna og hefur komið til mótmæla víða á heimastjómarsvæðunum síð- ustu daga. Síðast í gær kom til óláta á Must- erishæðinni í Jerúsalem, en þar höfðu tugir palestínskra ungmenna hafið grjótkast að ísraelskum örygg- isvörðum sem gættu svæðisins við múslímsku moskuna efst á hæðinni ofan við grátmúrinn og varð það til þess að ísraelska lögreglan réðst til atlögu með reyksprengjur að vopni til þess aö skakka leikinn, en áður hafði grjóti rignt yfir gyðinga sem voru við bænahald við grátmúrinn. Fólki var skipað að yfirgefa grát- torgið neðan við moskusvæðið og á móti hjálpuðu samtök múslíma við að koma á friði í þeirra hópi. Engar fréttir höðu borist af Mótmælí á Gaza Konur á Gaza-svæðinu mótmæla ákvöröun bandarískra stjórnvalda um aö viöurkenna Jerúsalem sem höfuöborg Ísraelsríkis. 07/1998 • Ekinn 26 þús. km Verð 680.000 kr. TILBOÐSVERÐ 530.000 kr. Lögreglan utan við Stormont Um 200 manns tóku þátt í aögerö- um noröur-írsku lögreglunnar í gær. Trimble vill að- gerðir gegn IRA David Trimble, sem fer meö forystu í norður-írsku heimastjóminni, hefur hvatt bresk stjómvöld til aðgeröa gegn írska lýðveldishernum, IRA, eft- ir að lögreglan gerði í gær innrásir og húsleitir í nokkrum bygginum í norð- ur- og vesturhluta Belfast og þar á meðal í skrifstofu Sinn Fein í þinghúsbyggingunni í Stormont, en auk þess að leggja hald á mikið af gögnum voru þrír starfsmenn þeirra handteknir og þar á meðal Denis Don- aldson, starfsmaður tveggja manna þingsflokks Sinn Fein. Trimble sagðist álíta að aðgerðirn- ar væru liður í rannsókn sem fram færi á starfsemi IRA, en grunur leik- ur á að liðsmenn þeirra starfi enn á laun og hafi stundað njósnir gegn and- stæðingum sínum. í mál við John Major Vikuritið The New Statesman hefur ákveðið að höfða mál gegn John Major, fyrrum forsætisráð- herra Bretlands, vegna kostnaðar sem hlaust af málaferlum sem Major höfðaði gegn blaðinu vegna skrifa þess árið 1993 um meint framhjáhald hans með Edwinu Currie, sem nú hefur verið staðfesta af henni sjálfri. Bretar gagnrýndir Búist er við því að bresk stjórnvöld verði harðlega gagnrýn fyrir slaka frammistöðu sina í bamavemdarmál- um í nýrri skýrslu SÞ sem birt verður næstu daga og þau jafnvel sökum um að hafa ekki staðið við lagalegar skyldur sinar samkvæmt barnavemd- arsáttmála SÞ. Barnaflengingar munu þar ofarlega á blaði en einnig vakin athygli á þátt- um eins og hárri tíðni bamaofbeldis, fátækt, skorti á umhyggju, hárri tiðni unglingaþungana og aukinni glæpa- tíðni meðal bama og unglinga. Ungfrú alheimi frestað Stjómvöld í Nígeriu hafa ákveðið að fresta keppninni „Ungfrú al- heimur“ til 7, desem- ber nk. að kröfu mús- líma í landinu, en ráð- gert var að halda hana í Abuja, höfuðborg landsins, þann 30. nóvember, á sama tíma og helgum fóstumánuði múslíma, Ramadan, lýkur. Herská samtök múslíma höfðu hótað að- gerðum til að trufla keppnina ef hún hefði fariö fram á ætluðum tíma. Hnuplið mest í Bretlandi Samkvæmt nýlegri skýrslu breskr- ar rannsóknarstofnunar er hvergi í Evrópu eins mikið um þjófnaði úr verslunum og í Bretlandi. Þar kemur fram að verðmæti þess sem stolið sé úr breskum verslunum nemi allt að fjórum billjónum punda á ári sem sé mun meira en í öðrum Evrópulönd- um. Fatnaður, rakáhöld, ilmvötn og aðrar snyrtivörur munu efst á vin- sældalista þjófanna. Að sögn prófessors Joshua Bam- fields, sem stjómaði rannsókninni, er hluti vandans sá að í Bretlandi er ekki litið á búðahnupl sem alvarlegan glæp en það sé jafnt stundað af skipu- lögöum þjófaklíkum og almennum borgurum. Af þeim 568 þúsund manns sem gómaðir voru fyrir hnupl á síð- ustu tveimur árum í Bretlandi hlutu aðeins 60 þúsund dóm. Denktash í hjartaaðgerð 1 Rauf Denktash, '•Sj hinn 78 ára leiðtogi ; r Kýpur-Tyrkja, mun J £angast undir hjarta- ■L , aðgerð á sjúkrahúsi í ■L í.'SW New York á mánudag- Mi'JWj inn, vegna kölkunar í Denktash er að öðru leyti sagður við góða heilsu en hann er nú staddur í New York ásamt Glafcos Clerides, for- seta Kýpur, þar sem þeir hafa rætt Kýpur-deiluna með fulltrúum SÞ, sem vilja sjá skjótari árangur af friðarvið- ræðum milli þjóðarbrotanna, sem hófust í janúar sl. Skæðasti vírus ársins Skæður Net-vírus, sem gefið hefur verið nafnið Bugbear, tröllriður nú tölvuheiminum og hefur þegar valdið miklu og ómetanlegu tjóni. Að sögn sérfræðinga gæti verið um þann skæðasta að ræða á þessu ári, en hann er m.a. þeirri ónáttúru gæddur að veikja vamir tölvunnar varðandi aðgang að gögnum og sendingum og þar með opna leiðina fyrir harkara, auk þess sem hann ræðst gegn vírus- vörnum. Reid viðurkenndi sekt Skósprengjumaðurinn Richard Reid viðurkenndi í gær fyrir rétti að hafa ætlað að sprengja upp farþegavél sem hann flaug með frá Evrópu til Bandaríkjanna. Hann mun hafa lýst | sig sekan til að komast hjá réttarhöld- s um í Bandaríkjunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.